Þjóðólfur - 05.08.1904, Page 3
135
sölu á henni og öllum þeim skákritum,
sem Fiske hefur gefiðút. Einnig gaf hann
út 25 póstkort, með 110 skákdæmum.
Með öðrum árganginum af »1 uppnámi*
gaf hann út viðbæti með 68 nýjum
skákdæmum og sögu um merkilegt skák-
dæmi.
Margur mundi nú ætla, að nóg mundi
aðgert, til þess að endurreisa skáklistina
á íslandi, en prófessor Fiske áleit eigi svo.
Hann vill að Islendingar geti, ef einhver
þeirra vill, stundað skáklist til fullnustu,
og orðið svo færir í henni, að þeir geti
reynt sig við hvern sem vera vill. Fyrir
því hafði hann safnað öllum þeim rit-
um um skáklistina, bæði að fornu
og nýju, sem hann gat yfir komizt, og gaf
þau Landsbókasafninu í Reykjavík. Þetta
voru um 1200 bindi, öll ágætlega inn-
bundin, og munu þau eigi vera minna en
um 10,000 kr. virði. Ekkert bókasafn á
Norðurlöndum á nú eins gott safn um
skáklistina og Landsbókasafnið, óg er það
Fiske einum að þakka.
Jafnframt þessu hefur hann árlega sent
bækur til íslands, þar á meðal lestrarfé-
lagi skólapilta. Hann hefur einnig stofn-
að bókasafn norður f Grímsey (1901)
til þess að efla menntun eyjarskeggja.
Honum er mjög hugað um þá, og vill
gera þeim lífið ljúft eptir mætti. Honum
þykir virðingarvert, hve góðir skákmenn
þeir eru, og hve mikinn andlegan áhuga
þeir hafa á ýmsu, svo fáir og einmana
sem þeir eru, úti á reginhafi fyrir norðan
land. Er honum mjög hugað um, að
efla alla menntun þeirra og þroska.
I annan stað hefur prófessor Fiske unn-
ið allra manna mest á síðustu árum að
því, að breiða út rétta þekkingu á íslándi
meðal útlendinga, og afla íslandi virðing-
ar meðal þeirra. Mjög margir Englend-
ingar og Ameríkumenn og ítalir heimsækja
Fiske á hverju ári. Hann sýnir þeim þá
hið mikla safn sitt af íslenzkum bókum,
og útlendingar geta þá séð með eigin aug-
um, að Islendingar eru eigi þeir skræl-
ingjar, sem margir þeirra ætla,heldur þjóð,
sem eptir efnum og ástæðum hefurunnið
töluvert andlegt starf, og á bókmenntir,
sem eru virðingarverðar og að ýmsu leyti
tnerkilegar, þótt eigi séu þær fjölskrúð-
ugar. Fiske hefur einnig ritað margar
ritgerðir f »Times« og nokkur önnur
hin merkustu blöð og tfmarit, til þess að
fræða útlendinga um Island. 13. október
f haust (1903) kom t. a. m. út eptir hann
f »Times« góð ritgerð um stjórnarskipun-
arbreytinguna, og framfarir landsins á síð-
ustu árum. Einnig ritaði hann þá dálít-
>nn bækling um bókasöfnin á Islandi,
*Book-collection in Iceland« og
sendi hann út um lönd.
Nú um áramótin gaf Fiske út dálitla
handbók um ísland, sérstaklega um bók-
ntenntir þess og stofnanir. Bók þessi
heitir Mímir, Icelandic Institutions
with AddressesMCMIH. Copenhagen
t903. VIH-j-8o bls. 8. Af bók þessari
^t hann prenta 3000 eintök, og sendi
Þau helztu tímaritum og blöðum víðsvegar
um lönd, og öllum þeim mönnum, sem
eitthvað fást við íslenzkar bókmenntir,
e^a hann ætlar að kunni að hafa gaman af
að fræðast um ísland. Bók þessi er svo
Þandhæg, Gg rituð af svo mikilli verksýni,
að lfklegt er, að hún muni breiða út víð-
ar í útlöndum þekkingu á íslandi en ef
t'l vill nokkur önnur bók, sem út hefur
komia til þessa dags um ísland. Á Mlmi
hefur verið minnst í ýmsum útlendum
blöðum. Sérstaklega má geta þess, að
» The Nati0n<< (útgefið í New-York),
eitthvað hið ágætasta vikurit, sem út kem-
ur 1 heimi, flutti 24. marz góða grein um
Mími.
Proféssor Fiske er nú á 73. árinu. Hann
er enn ern og fjörugur, og sístarfandi; þó
er hann eigi heilsuhraustur. Allir íslend-
ingar munu óska honum enn margra og
góðra æfidaga.
28/5 i9°4-
B. M.
Englr mislingar i Húnaþingi.
Mislingafréttir þær, er hingað bárust
nýlega úr Húnavatnssýslu eptir prívatbréfi
frá Blönduósi, hafa sem betur fer reynzt
ósannar. Jafnskjótt, sem þær bárust hing-
að sendi stjórnarráðið og landlæknir hrað-
boða til Bjarnar læknis Blöndals á Hvamms-
tanga til að fá vissari sagnir af veiki þess-
ari og gera varnarráðstafanir gegn henni,
ef til þyrfti að taka. Nú skrifar læknir-
inn aptur landlækni (og stjórnarráðinu) 1.
i. m., að hvorki hann né aðrir viti
til þess, að mislingarnir hafi
komizt í hérað hans (Miðfjarðarhér-
að) enn sem komið sé, og aldrei nær
iví en í Steingrímsfjörð eða þar nálægt.
Hafði læknirinn tekizt sjálfkrafa ferð á
hendur til sýslumannsins 1 Strandasýslu
að Óspakseyri) 28. f. m. til þess að njósna
um mislingana og kom aptur úr þeirri
ferð 31. s. m., rétt áður en sendimaður-
inn að sunnan kom.
Hraparlegt slys
vildi til fyrir skömmu á Álfsstöðum á
Skeiðum. Þar datt barn ofan í brenn-
heitan soðpott og beið þegar bana af.
Hafís
kvað vera allnærri Horni vestra og fyr-
ir Húnaflóa alllangt austur eptir, eptir því
sem fiskiskip héðan segja, nýkomin þaðan
að norðan. Hafði ísspildan verið sam-
föst hella, en hvergi landföst, og er lík-
legt, að hana reki burt aptur. Sumir ef-
ast um, að hafísfréttir þessar séu á nokkr-
um rökum byggðar.
„Hólar“
komu norðan og austan um land í fyrri
nótt með fátt farþega. Björgvin Vigfús-
son umboðsmaður á Hallormsstað kom
með skipinu.
Síldarafll
góður var kominn áEyjafirði utanverð-
um, þá er »Hólar« fóru þaðan og á Siglu-
firði landburður af síld, svo að gufuskip
var sent þaðan inn á Akureyri til að sækja
verkafólk.
Porskafll
ágætur á Húsavík og sömuleiðis dá-
góður á Austfjörðum.
HvalvelOar
á Austfjörðum óvenjulega miklar; allir
norsku hvalveiðamennirnir þar hafa aflað
frábærlega vel. Um það leyti er »Hólar«
fóru um á Mjóafirði hafði Ellefsen dregið
þar inn 20 hvali f annað skiptið og 16 hvali
í hitt. Og nú er »Hólar« voru í Vest-
manneyjum lágu þar í tengslum 20—24
stórhvalir, er Ellefsen átti og draga átti
austtir.
VeOurátta
frábærlega góð á Norðurlandi öllu og
Austfjörðum og enn lengra suður, allt suð-
ur 1 Mýrdal, grasspretta góð og nýting
þó enn betri.
Það má- því segja, að flest leiki nú f
lyndi á Norður- og Austurlandi. En hér
syðra er því öðruvísi háttað, því að enn
haldast sömu óþurkarnir, og töður því
víða teknar mjög að skemmast. En rign-
ingar eru samt ekki miklar, og veður blítt
og hlýtt optast, en þerrilaust.
Hlægileg fjarstæOa
er það, sem blaðið »Norðurland«, og
»ísafold« eptir því, hafa haldið fram, að
það sé nú komið upp úr kafinu eptir ít-
arlegar rannsóknir, að Axel Tulinius sýslu-
maður sé rétt kjörinn 1. þingm. Sunn-
mýlinga, og að Guttormur eigi að sjálf-
sögðu að þoka fyrir honum á næsta þingi,
og það sem eptir er kjörtímabilsins. Við
rannsókn þá, er þingið í fyrra heimtaði
og sýslumaður sjálfur var látinn fram-
kvæma, (en ekki sýslumaðurinn í Norður-
Múlasýslu) hefur komið í Ijós svo frámuna-
legt skeytingarleysi og lögleysishátterni
hjá kjörstjóra og kjörstjórn, að undrum
sætir, og verður nánar skýrt frá hinum
einkennilega árangri þessara rannsókna í
næsta bláði, og munu menn þá geta sann-
færzt um, hvort kjörstjóri, sem lætur aðra
eins vitleysu viðgangast, eins og sýslum.
Sunnmýlinga gerði á kjörþingi í fyrra vor,
eigi skilið að skipa fulltrúasæti á þingi,
svo sem til verðlauna eða í viðurkenn-
ingarskyni(l) fyrir afrek sín. Sú fjarstæða
er svo langt fyrir utan alla heilbrigða
skynsemi, að enginn óvitlaus maður get-
ur látið sér hana til hugar koma.
Útilegumanninn
eptir Einar Jónsson myndhöggvara (frá
Galtafelli) hefur D. Thomsen konsúll keypt
fyrir 700 kr. og gefið landinu, og erþað
rausnarlega gert. Myndin er steypt í
gips og allfyrirferðarmikil. Hefur hún
verið sett upp í fordyri alþingishússins,
því að enginn hentugri staður var hér fyr-
ir hana, og fer þó ekki rétt vel um hana
þar, allhætt við, að hún verði skemmd,
þótt afgirt sé með vírneti. Mynd þessi
var almenningi til sýnis þjóðhátíðardaginn.
Leiðrétting á oflasti.
í 15. tbl. Þjóðólfs, 8. apríl þ. á. stend-
ur grein eptir Árna bónda á Höfðahólum,
sem þá er staddur 1 Reykjavík. Grein
þessi á líklega að vera bending til stjórn-
arráðs Islands, til þess að afstýra þvl, að
sinnt verði tilboði mínu um byggingu á
hinum fyrirhugaða gagnfræðaskóla hér á
Akureyri.
Um skólahúsið á Blönduósi segir Árni,
að eg hafi lagt til allt efni til þess. En
sannleikurinn er sá, að skólastjórnin átti
að leggja til alla uppfylling í veggi skól-
ans. Amtmaður Páll Briem ætlaðist til
að notaður væri mór eða þur reiðingur
milli þilja í skólanum. En þegar til kom,
fékk eg alls ekkert efni til að þétta með
skólaveggina, annað en hálfblautt heyrusl
eða mjög lélegt hey, og get eg leitt vitni
að því, að þetta sé rétt.
Eg hefi margra ára reynslu fyrir mér
f þvf, að þegar fylt er upp með heyi milli
þilja, gisna þær langt um meira, en þeg-
ar notuð er önnur uppfylling, t. d. mór,
reiðingur, pappi eða annað því líkt.
Eg skil ekki, hvað. Árna hefur gengið
til að reyna að hnekkja áliti mínu, eða
spilla fyrir atvinnu minni, því ekki veit
eg til, að eg hafi nokkru sinni lagt nokk-
urt hálmstrá á leið hans.
Um smfðar mínar skal eg ekki sjálfur
dæma. Það er að sjálfsögðu þeirra verk,
sem eg hef byggt fyrir; set eg því hér á
eptir nokkur vottorð frá áreiðanlegum
mönnum, þar á meðal frá forstöðumönn-
um kvennaskólans á Blönduósi. Fleiri vott-
orð gæti eg fengið, én læt þetta nægja,
enda get eg *ekki sem stendur náð til
þeirra manna, sem eg hef byggt fyrir »upp
á akkorð«, svo sem Páls Briem amtmanns
og Sigurðar Hjörleifssonar læknis o. fl.
Akureyri, 5. maí 1904.
Sn. Jónsson.
V o 11 o r ð.
Samkvæmt úttekt, sem fram fór í gærdag
af 2 þar til kvöddum mönnum, á kvenna-
skólahúsinu á Blönduósi, hefur nú herra
kaupmaður Snorri Jónsson á Akureyri af-
hent það okkur undirskrifuðum forstöðu-
mönnum kvennaskólans í Húnavatnssýslu,
til fullra afnota fyrir hann. Við teljum okk-
ur bæði ljúft og skylt að votta það, að all-
ur frágangur í kvennaskólanum er, að því
Ieyti sem séð verður, prýðilega af hendi
leystur, og að sumu leyti talsvert vandaðri,
en samningar ákváðu.
Þó skal þess getið, að þrfr lopthreinsun-
arofnar, sem vera áttu í kennslustofunum,
eru ennþá ókomnir, en væntanlega verður
úr því bætt af nefndum Snorra Jónssyni, svo
fljótt sem unnt er.
Blönduósi, 2. okt. 1900.
Sigurdur Sigurðsson. J. G. MöUer.
Snorri kaupmaður Jónsson á Oddeyri, sem
byggt hefur íbúðarhús mitt og sjúkrahús hér
í bænum (hið slðara f félagi við Bergstein
Björnsson) hefur óskað álits míns um það,
hvernig bygging húsa þessara hefur verið af
hendi leyst.
Hvað sjúkrahúsið snertir, má eflaust
vfsa til þeirra úttektarmanna, er álitu, að á-
kvæðum byggingarsamningsins væri að öllu
fullnægt.
íbúðarhús mitt er eflaust með vönduð-
ustu húsum hér að öllum frágangi. Það
hefur reynzt mér að öllu vel í þau ár, sem
eg hef búið í því.
Akureyri, 5. maf 1904.
Guðm. Hannesson.
Samkvæmt ósk herra kaupmanns og timb-
urmeistara Snorra Jónssonar á Akureyri
vottast hér með, að hús mitt nr. 3i.íHafn-
arstræti hér í bænum, sem hann byggði
fyrir mig upp á „akkorð" fyrir 6 árum sfð-
an, er hvað smíði og allan frágang snertir,
vel af hendi leyst. Sömuleiðs vil eg taka
það fram, að viðurinn var svo þur, að hvorki
hafa hurðir eða gólf gisnað, eins og hvort-
tveggja ber með sér þann dag í dag.
Akureyri, 2. maf 1904.
Júlíus Sigurðsson.
Að gefnu tilefni vottast hér með, að hús-
ið nr. 8 í Aðalstræti hér í bænum, sem hr.
timburmeistari og kaupmaður Snorri Jóns-
son byggði fyrir mig sumarið 1899, var f
alla staði vel vandað, bæði að smíði og efni,
og að eg að öllu leyti var vel ánægður með,
hvernig það var af hendi leyst. Þess skal
getið, að hús þetta var byggt upp á „akkorð",
og lagði hr. Snorri Jónsson til allt efni og
alla vinnu við bygginguna, og skal eg taka
það fram, að „akkorð" þetta var í alla staði
uppfyllt, samkvæmt þar um gerðum bygg-
ingarsamningi.
Akureyri, 2. maf 1904.
Kr. Sigurðsson, bókhaldari.
[Auk þessara vottorða sendi Snorri smið-
ur 7 önnur, en sú romsa verður ekki tekin
upp í Þjóðólf. Vottorð þessi eru frá A. Pét-
urssyni á Oddeyri, Jóni Jónatanssyni póst
s. st., Guðm. Guðmundssyni bóksala s. st.,
Stefáni Ólafssyni, Árna Ámasyni, Jósep Jó-
hannessyni og Þorv. Guðnasyni, öllum á
Akureyri, og ganga þau f sömu átt og þessi,
sem hér eru prentuð. En f sjálfu sér sanna
allar þessar málalengingar harla lítið um
byggingu skólahússins á Blönduósi, þótt út-
tektargerð, er húsið var nýsmíðað, geti ekki
um verulega galla á þvf. Annarssegir Snorri
sjálfur að efnið, sem hann fékk til að þétta
skólaveggina með, hafi verið ónýtt, en það
hafi ekki verið honum, heldur skólastjórn-
inni að kenna. Ritstf.}.