Þjóðólfur - 23.09.1904, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 23.09.1904, Blaðsíða 1
56, árg. Reykjavík, föstudaginn 23. september 1904. Jfo 41. Útlendar fréttir. Kanpmnniinhöfn io. sept. Austrœni ófriðurinn. Stór orusta við Ljaojang. Rússar bíða ósigur og'íialda undan norður ept- i r. í slðasta fréttabréfi var þess getið, að Kuropatkin sat með aðalher Rússa um- hverfis Ljaojang, en Japanar stóðu and- spænis honuro í hálfhring, Kuroki að suð- austan og Oku að suðvestan og Nodzu á milli þeirra. Hinn 25. f. m. og næstu daga þar á eptir gerðu allar sveitir Japana árás á lið Rússa og má heita, að slðan hafi ver- ið þvl nær sífelldar orustur í Mandsjúrlinu. Orusturnar 25.—29. voru einungis undan- fari höfuðorustunnar; að vísu voru þær allsnarpar og er talið, að um 3000 manns hafi fallið af hvorum í þeim, en að öðru leyti var árangurinn lítill og Rússar ráku Japana vfðast hvar af höndum sér. Hinn 30. f. m. hófst höfuðorustan og má óefað telja hana með hinum mestu og stórkostlegustu orusturo, er háðar hafa ver- ið á síðari tímum. Því nær allt lið Rússa og Japana 1 Mandsjúríinu tók þátt í or- ustunni og er gizkað á, að það muni hafa verið */* miljón hermanna alls. Höfðu hvorir yfir 1000 fallbyssur. Fyrstu dag- ana gekk Japönum miður, og hvert á- hlaupið á fætur öðru misheppnaðist, en 1. þ. m. tók hægri fylkingararmur og mið- fylking Rússa að láta bilbug á sér finna og loks fór svo, að þeir viku frá stöðvum sínum. Hægri fylkingararmurinn, sem var öflugastur hætti þó ekki mótstöðunni fyr en 3. þ. m., en að morgni hins 4. settust Japanar f bæinn Ljaojang, því að Kuro- patkin hafði þá yfirgefið hann. Nú var allt lið Rússa komið á flótta, en Japanar héldu á eptir og ráku flóttann; jafnframt því var nokkur hluti af liði Kuroki’s kom- inn norður fyrir Rússa í þeim tilgangi, að kvfa þá inni og varna þeim undankomu norður eptir, en lið þetta var ekki nógu öflugt ti! þess að framkvæma þá fyrirætl- tin, og tókst því Kuropatkin að sleppa fram hjá. Hann hefur þó orðið að sveigja töluvert til vesturs. Aptursveitir hans eiga f sífelldum orustum við Japana, sem eru i hælunum á Rússum. Einna snarpastar voru þær orustur, er stóðu við Jentaj, brautarstöð milli Ljaojang og Mukden. Lauk svo, að Japanar tóku Jentaj. Það er ekki vel Ijóst, hve langt norður eptir Kuropatkin er kominn, en líklega mun það vera á móts við Mukden. Rússar munu ekki ætla að hirða um að verja Mukden fyrir Japönum, því að tekið er að flytja bæði vistir og liðsafla burtu úr borginni og norður til Tieling, sem farið er að víggirða af kappi. Þangað mun Kuropat- kin ætla að halda með lið sitt og má ef til vill ætla, að þar verði næsta viðureign- ln, ef Rússar ekki halda áður allt norður td Harbin (Charbin), þar sem þeir að lífe- mdum hafa vetursetu. Um mannfallið f þessum orustum hafa ennþá ekki borizt neinar áreiðanlegar fregnir, en það hlýtur að hafa verið geysimikið. Fréttaritari „Times" segir, að Japanar hafi misst 10 þús. manns tvo fyrstu dagana, sem orust- an stóð (30. og 31. f. m.), og sjálfsagt hafa Rússar ekki misst minna, og þar við bæt- ist svo allt það mannfall, sem sfðan hefur orðið. Fyrir Rússa hljóta þessir atburðir að vera þungbærir, því að þó að Kuro- patkin hafi tekizt að bjarga meginhernum frá gersamlegri tortímingu, þá má þó bú- ast við, að orusta þessi hafi svipt herinn trúnni á sigurinn og hann verði trauðla mikils nýtur í sfðari orustum. Verðurþví sjálfsagt reynt að fá sem allra mest af nýju liði frá Rússlandi svo fljótt sem unnt er. Port Arthur er ótekinenn. Marg- ar fregnir berast um orustur og manntjón þar, en á þeim er þó lítt að henda reiður, þvf að Japanar gefa engar skýrslur. En sjálfsagt er barist þar sífellt, og nálgast því Ifklega sá tími, er bærinn kemst í hendur Japana. Rússland. Eptirmaöur Plehves, sem innanríkisráðgjafi er nú skipaður Svia- topol-Mirski fursti, landshöfðingi í Vilna. Hann hefur verið vel látinn sem embættismaður. Menn ætla, að hann muni ef til vill breyta út af stjórnarvenju fyrir- rennara síns og gera ýmsar bætur á kjör- um hinna undirokuðu þjóða í rússneska rfkinu. Tyrkjaveldi. Murad 5. fyrverandi sol- dán dó 29. f. m. 64 ára að aldri. Hann var fæddur 1840, kom til ríkis 30. maí 1876, en bróðir hans, Abdul Hamid, hinn núverandi soldán, steypti honum frá völd- um 31. ágúst sama ár. Sat hann í fang- elsi alla tfð síðan, var svo látið heita sem hann væri brjálaður. 1. þ. m. réðst flokkur af Armeningum inn í bæinn Wan í Armeníu og komst í bardaga við tyrkneska hermenn. 41 manns biðu bana, og 35 hús voru brennd. Fjöldi kristinna manna flýði úr borginni af ótta við nýtt blóðbað. Frakkland. C o m b e s ráðaneytisforseti hefur lýst því yfir í ræðu, sem hann hélt nýlega, að hann hafi í hyggju að leggja fyrir þingið frumvarp um fullan aðskilnað milli ríkisins og páfakirkjunnar. I Marseille er allmikið verkfall meðal verkamanna, er fást við uppskipun og afgreiðslu skipa, svo fjöldi skipa liggur þar án þess að komast í burtu. Stjórnin hefur tekizt á hendur að reyna að miðla málum. VlOauki. Khöfn 14. sept. Frá ófriðnum. Hraðskeyti frá Péturs- borg, sem ber fyrir sig opinberar skýrslur, segir, að Rússar hafi misst 33 þús. manns í orustunni síðustu, enjapanar 29,700. Aptur á móti segir fregn frá Tokio, að Japanar hafi misst síðan 26. ágúst einungis 17,539 manns. Þó að fregnum þessum beri ekki saman, má þó sjá af þeim, að orustan við Ljaojang hefur verið voða-mannskæð. í fyrra dag (12.) átti Eystrasalts- flotinn rússneski loks að leggja á stað til Asíu. Eru það samtals 40 skip undir forustu Roshdestvenski aðmíráls. En nú fréttist í dag, að burtförinni væri frestað nokkra daga, til að bíða eptir fréttum að austan. Flotinn liggur á Revalshöfn. Englendliigar í Tíbet. 7. þ. m. var samningur milli tíbetönsku stjórnarinnar og foringja leiðangursins enska undirrit- ur í Lhassa, og hafa Englendingar því fullkomlega náð tilgangi sínum, og munu hér eptir hafa mest umráð þar í landi. Rússland. 4. og 5. þ. m. urðu óeirðir nokkrar í bænum Smjela í héraðinu Kiew. 100 hús og 150 verzlunarbúðir, er Gyðingar áttu, voru brotin og rænd. Lög- regla og herlið varð að skerast í leikinn, og biðu nokkrir menn bana í þeim stymp- ingum, en mörgum kastað í dýflissu. Hlægileg kosningakæra, Þýðingarlaus leikaraskapur. Eins og við mátti búast una hinir »sam- einuðu« eða »tvlburarnir«, er surnir kalla, kosningaúrslitunum hér í höfuðstaðnum harla illa. Það mátti því ganga að því vísu, að þeir mundu neyta allra bragða til að reyna að breiðá yfir ósigurinn og gera sem minnst úr honum, meira að segja reyna að gera hann að sigri(ll). Og menn eru orðnir slíkum öfugmælum svo vanir frá þeirri hlið, að menn bara kýma að þeim, og frekar ekki. Heimastjórnar- mönnum mátti alveg á sama standa, hvað hinir tvinnuðu út af úrslitunum. Atkvæða- munurinn var svo verulegur, svo glöggur, að þar var ekki um að villast. Jón Jens- son v a r fallinn, löglega og ómótmælanlega fallinn í fjórða sinn. Þvi var ekki unnt að hnekkja. En viti menn. Hinir »sameinuðu« sáu að eins eitt ráð, sem reyndar var hreinasta óráð til að dylja ófarirnar, og snúa at- hyglí manna í aðra átt, og það var að telja kosninguna ólögmæta(!l). Og Jón Jensson settist niður meðan óánægjan yfir hrakförunum svall sem mest 1 honum, og reit langt kæruskjal, um að kosningin væri ógild og að engu hafandi, og það hefði þvl verið ómark, að hann féll fyrir Guð- mundi. Er sagt, að kæra þessi sé í 8 liðum, og eigi Landv.þjónustan hans að flytja hana út um bæinn í heilu llki. Ept- ir glepsu þeirri úr henni, sem ísafold er látin birta, er aðaláherzlan lögð á, að margir kjósendur, er áttu að kjósa f 2. °g 3- kjördeild, mundu hafa kosið í 1. kjördeild, ef þeir hefðu haldið, að þeir gætu komizt þar að. En þetta er heila- spuni einn, því að þeir sem óskuðu, gátu fengið að kjósa í 1. kjördeild ef þeir komu með vottorð um, að þeir hefðu ekki kos- ið 1 hinum deildunum. Þar var engum vísað frá. En það voru að eins 7, sem neyttu þessa, og ónýttust atkvæði þeirra af því, að þau voru Iátin í sérstakt um- slag en ekki 1 atkvæðakassann. Én þau atkvæði gátu engin áhrif haft á úrslit kosningarinnar. Og þótt ef til vill hefði verið rétt af undirkjörstjórninni í 1. kjör- deild, að láta þessi eptirhreytuatkvæði 1 atkvæðakassann, þá getur það út af fyrir sig, að þau voru ekki látin þar, og því ekki tekin gild af yfirkjörstjórninni, ekki hnekkt gildi kosningarinnar að neinu leyti, ekki svipað því. Hefðu þessi atkvæði verið svo mörg, að þau hefðu verið fleiri en atkvæðamismunurinn millum Guðmund- ar og Jóns, þá hefði mátt segja, að kosn- ingarúrslitin væru óviss, og kosning Guð- mundar ekki sjálfsögð, en nú var ekki því að heilsa. Þessi 7 ógildu atkvæði, þótt þau hefðu öll fallið Jóns meginn, sem ólíklegt er, gátu ekkert gert, hvorki til né frá, og úr því að kjörstjórn 1. deildar tók við þessum atkvæðum, og hefði tekið við fleirum, ef fleiri hefðu gefið sig fram, þá þarf einkennilega skáldskapargáfu og frámunalega ofdirfsku til að halda þvf fram, að fjöldi kjósenda er hafi ætlað að kjósa, muni hafa hörfað frá og ekki neytt réttar síns. Þetta er meir að segja ein- tómur skáldskapur, bláber vitleysa, borin fram gegn betri vitund af máttlausri gremju yfir úrslitunum, að eins til þess að láta flokksbræðurna gera einhvern hvell þing- setningardaginn, og málgögn flokksins tönnlast á þessari fjarstæðu til að draga huga manna frá aðalefninu: ótvíræðum kosningahrakförum hinna sameinuðu hér í höfuðstaðnum. Annar getur ekki verið tilgangurinn uieð þessari hlægilegu kæru, ersá»dump- aði« sjálfur hefurhleypt afstokkunum. En sjálfsagt hefði verið réttara fyrir hann að láta það ógert, þvf að hann getur ekkert unnið við svona lagaða útúrdúra og ó- ánægjubrölt, nema að verða til athlægis í þinginu. Og lltil huggun getur það verið fyrir hann, þótt hann fái einhvern æsingasegg úr sínum flokki á þingi til að halda hrókaræðu um ólögmæti þessarar kosningar, er jafnvel ósvífinn og hlut- drægur meirihluti af Jónsliðum sjálfum gæti ekki hnekkt, þótt hann feginn vildi, og réði lögum og lofum á þingi. Hann gæti það ekki með öðru móti en því, að beita hneykslanlegu ranglæti og dæma t. d. allar öldungis lögmætar kosningar mótstöðumanna sinna ógildar, einungis af því, að þeir væru mótflokksmenn. En hvernig mundi slíkt atferli mælast fyrir, og hversu sómasamlegt væri það? Sam- kvæmt þeirri reglu ættu t. d. heimastjórnar- menn að hrinda Sigurði Stefánssyni og Páli Briem frá þingsetu, þvf að það er enginn efi á þvf, að kosning þeirra getur ekki verið lögmætari en kosning Guðmundar Björns- sonar. Hún getur ekki verið lögmætari en lögmæt. Og svo ættu heimastjórnarmenn á þingi að hlaupa eptir því, ef mótkandf- datar þessara tveggja nýkosnu þingmanna kærðu kosningtma að eins af gremju einni eða tómum leikaraskap, eins og Jón virðist hafa gert. Því að svo einfaldur er hann þó naumast, að hann ímyndi sér, að þing- ið taki nokkurt tillit til þessarar hlægilegu kæru, sem fyrst kvað hafa verið send bæj- arfógeta og undirkjörstjórn 1. deildar til umsagnar(!). Mun undirkjörstjórn i.deild- ar, en f henni var L. E. Svenbjörnsson háyfirdómari, Sighv. Bjarnason bankastjóri og Þórh. Bjarnarson lektor, gera grein fyrir þeim atriðum, sem mishermd eru eða misskilin 1 kærunni, en þau munu vera allmörg. Meðal annars er það full- komið ranghermi, að kunnugra manna sögn, að kjósendur þeir, sem komu inn um daginn á 2 skipum, Reykjavík og eintt fiskiskipi, hafi ekki neytt atkvæðisréttar síns, því að af þilskipinu kusu allir, er kosningarrétt höfðu, hvort sem þeir stóðu

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.