Þjóðólfur - 23.09.1904, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.09.1904, Blaðsíða 3
Fóru 9 líkin í eina gröf, skipstjóri og stýrimaður i aðra, en í hina þriðju einn hásetinn (Ólafur Ólafsson frá Biggarði) er jarðaður var við hlið móður sinnar, er grafin var fyrir fáum dogum. í kirkju- garðinum héldu þeir síriá ræðuna hvor, dómkirkjupresturinn og fríkirkjtrpresturinn. _________f- v nan Ný sýslan. V. Claesen kaupmaður á Sauðárkrók, er frá i. okt. næstk. skipaður til að gegna gjaldkerastarfi því fyrir landsjóðshönd, er stofnað verður við landsbankann um leið og landfógetaembættið leggst niður. Ars- laun 1800 kr., en 700 kr. munu ætlaðar aðstoðarskrifara. Um Keflavíkurlæknishérað sækja læknarnir: Guðm. Guðmunds- son, Ingólfur Gíslason, Ólafur Finsen, Sigurjón Jónsson, Skúli Árnason, Þorbjörn Þórðarson, Þorgr. Þórðarson og Halldór Gunnlaugsson cand. med, „Vesta“ kom í nótt frá Austfjörðum og útlönd- um. Með henni margt kaupafólk sunn- lenzkt af Austfjörðum. Frá Khöfn kom verkfræðingur frá »det store Nordiske« til rannsókna og undirbúnings við frétta- þráðalargningu hér Á landi. Látln . er á Eskifirði 30. f. m. konsúlsfrú Guðrún Tulinius (Þórarinsdóttir prófasts Erlendssonar,) móðir þeirra Tuliníusar-bræðra, mesta höfðingskona, góðgjörn og hjálpsöm. Kosningin á Akureyri fór þannig að kosinn var: Páll Briem amtmaður með 135 atkv. Hinn frambjóðandinn Magnús Kristjánsson kaupmaður fékk 82 atkv. Um kosninguna í EyjaQarðarsýslu sjálfri koma líklega ekki fréttir hingað fyr en tneð »Ceres« um 3. okt., því að atkvæði átti að telja þar saman 24. þ. m. 163 Proclama, Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861, sbr. skiptalög 12. apríl 1878, er hér með skorað á alla þá, er til skulda telja í dánarbúi Onnu Björnsdóttur frá Mýrarhúsum á Seltjarnarnesi, er lézt í Reykjavík hinn 28 júní þ, á., að gefa sig fram og sanna skulda- kröfur sírfar fyrir undirrituðum innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu auglýsingar þessarar. Mýrarhúsum 14. septbr. 1904. Fyrir hönd myndugra erfingja Björn Ólafsson. Firma-tilkynningar. Samkvæmt lögum nr. 42, 13. nóv. 1903 hafa neðangreind firma verið til- kynnt til innfærslu í verzlunarskrá Húnavatnssýslu. 1. Ekkjufrú Anna Margrethe Höpfner fædd Petersen, í Kaupmannahöfn rekur verzlun á Blönduósi með firmanafninu „Carl Höpfner". Stór- kaupmaður Erik Arthur Sörensen í • Kaupmannahöfn hefur prókúra. 2. Ekkjufrú Anna Margrethe Höpfner fædd Petersen, í Kaupmannahöfn rekur verzlun á Skagaströnd með firmanafninu „Carl Höpfner". Stór- kaupmaður Erik Arthur Sörensen í Kaupmannahöfn hefur prókúra. 3. Sparisjóður Húnavatnssýslu stofn- aður 7. febrúar 1891, gegnir vana- legum sparisjóðsstörfum. Spari- sjóðurinn hefur heimilisfang á Blönduósi, er eign Húnavatnssýslu og stendur undir umsjón sýslu- nefndarmanna og oddvita þeirra. Lög sjóðsins eru frá 17. marz 1902. í stjórninni eru : Gísli ísleifsson sýslumaður, Pétur Sæmundsen verzlunarstjóri og Arni A. Þor- kelsson sýslunefndarmaður. Tveir stjórnendur í sameiningu rita firmað. 4. Hlutafélagið „Hrossaræktunarfélag Húnvetninga“. Félagið er stofnað með lögum 20. apríl 1903 í þeim tilgangi að bæta innlent hrössakyn að stærð, . kröptum, lit og fegurð. Hlutabréf félagsins eru 30 að tölu, hvert upp á 50 kfónur og hljóða upp á haridhafa. Upphæð hlutabréfanna er greidd að 4/5 hlutum, en Vs greiðist fyrir lok aprílmánaðar 1905 í stjórn félagsins eru: Gísli ís- leifsson sýslumaður, Júlíus Hall- dórsson héraðslæknir, Guðmuridur Björnsson cand. juris, Magnús Steindórsson sjálfseignarbóndi og Hermann Jónasson alþingismaður. Skrifstofu Húnavatnssýslu 9. sept. 1904, Gísli ísleifsson. Skiptafundur í búi Jensínu Jónsdóttur á Firði, ekkju Einars kaupmanns Asgeirssonar, verð- ur haldinn í þinghúsi Flateyjarhrepps, í Flatey þriðjudaginn 1. d. næstkom- andi nóvembermánaðar og hefst kl. 12 á hádegi. Skiptum á búinu verður þá lokið, ef mögulegt er. Skiptaráðandinn í Barðastrandarsýslu 15. sept. 1904. Halldór Bjarnason. Proclama. Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878, 20. gr. og lögum um gjaldþrota- skipti 13. apríl 1894,9. gr., er skorað á alla þá, er til skuldar telja í þrota- búi Guðrúnar Jónsdóttur frá Ármúla í Nauteyrarhreppi, að lýsa skuldum sín- um og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður 6 mánuðir eru liðn- ir frá 3. birtingu þessarar innköllunar. Innan sama tínífi er skorað á skuldu- nauta búsins að hafa greitt skuldir sínar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu 25. ág. 1904, Magrnús Torfason. Frá 19. þ. m. til i.okótber, gefeg 15 —25% afslátt á álnavöru, verðið þó óvanalega lágt áður Meðal annars fæst flauel frá kr. 0,65, kjóla- og svuntu-tau, sirz, h.yjt lérept, tvisttau, gólfteppi, smá og stór og m. fl.. allt ataródýrt, Enn fremur handsápur, Chocolade, barna- leikföng o. fl., einnig með 15—25% afslætti. Notið tækifærið og munið að þessi kjarakaup standa að eins til 1. október. Laugaveg 6. Bened. H. Sigmundsson. ? f ? Yandaður' b*. ódýrastur Aðalstræti m 10. Í i k Þeir, sem skulda dánarbúi Péturs Björnssonar skipstjóra frá Hringsdal, eru áminntir um að borga skuldir sín- ar, eða semja um þær við mig fyrir lok þessa árs. Skiptaráðandinn í Barðastrandarsýslu 15. d. septemberm. 1904. Halldór Bjarnason. Proclama. Samkvæmt skiptalögum 12. apríl 1878, 20. gr., og lögum um gjaldþrota- skipti 13. apríl 1894, 9. gr., er skorað á alla þá, er til skuldar telja i þrota- búi Guðmundar Kristjánssonar frá Arnardal, er andaðist 5. maí þ. á., að lýsa skuldum sínum og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda áður 6 mánuðir eru liðnir frá 3. birtingu þessarar innköllunar. Skrifstofu ísafjarðarsýslu, 29. ágúst 1904, Magnús Torfason. 20 Einu sinni brenndum við strák úr strái, fyrir framan garðshliðið hjáhonum. Strástrákurinn átti að tákna hann, og við Jim vorum þar báðir að hjálpa til. Það verð eg að viðurkenna, að þótt hann væri „svikari“, þá var hann hraustur oáungi, því hann ruddi sér veg inn i miðja þvöguna. Hann var í brúnum kjól með spennta öklaskó, en eldurinn kastaði bjarma á hið harða skólastjóraandlit hans. Og þið getið trúað því, að hann gaf okkur áminningu, svo að vér að lok- um vorum glaðir yfir því, að geta laumast hljóðlega burtu. „Þið eruð vesalir lygarar allir saman", sagði hann. „í hér um bil þúsund ár hafið þið verið að prédiká frið, og þó sífellt skorið fólk á hálsinn. Ef öllu Því fé, sem eytt er til ónýtis við að drepa Frakka, væri varið til þess að frelsa hf Engla, væri ástæða til þess að lýsa upp gluggana hjá ykkur. Hvernig dirfist þið að koma hingað og áreita löghlýðinn mann“. „Vér erum enska þjóðin", kallaði sonur Ovingtons herramanns. „Getur slíkur slæpingur, sem eltir veðhlaup og smáleiki, talað í nafni ensku Þjóðarinnar? Þjóðin er þungur, voldugur og kyrlátur straumur, en þér eruð vesöl froða, er flýtur á yfirborðinu". Okkur fannst þá, að hann hefði rangt fyrir sér, en þegar eg nú lít til baka, er eK ekki viss um, nema við höfum verðskuldað hina þungu ræðu hans. Svo voru nú tollsmyglarnir I Það úði og grúði af þeim á ströndinni, þvl engin lögleg verzlun átti sér stað piilli Englands og Frakklands, og menn urðu Því að hafa tollsvik. Nótt eina lá eg í runnunum hjá St. Jóns völlunum, og sá eg þá yfir sjötíu múlösnur, og mann með hverri múlösnu, fara jafn hljóðlega ram hjá eins og silunga í straumi. Og öll voru þau klyfjuð, annaðhvort með onjaksámum, silki frá Lyon eða kniplingum frá Valenciennes. Þlg þekkti Dan Skales, sem var formaður smyglanna, og eg þekkti Tómas lsj°P< sem var lögregluþjónn, einn af þeim, er var stöðugt ríðandi. Eg man ePbr nóttinni, þegar þeir mættust. „Ætlarðu að gefa þig upp með góðu", spurði Tómas. „Nei, Tómas, við verðum að berjast". Svo dró Tómas upp skammbyssuna, og sendi kúlu gegnum hauskúpuna á Dan. „Hryggilegt var það, að eg varð að gera það". sagði hann seinna, „en eg vissi, að eg hafði ekkert við honum, við höfðum reynt það áður. Tómas borgaði síðan skáldi nokkru í Brighton fyrir að yrkja á minnisvarðann. Okkur fannst, að ljóð hans væru góð og vel viðeigandi. Þau byrjuðu þannig: Allt of vel það ólánsskotið hæfði, er unga lífið skyndilega svæfði. í dauðans kvöl hann augun aptur lagði, út af valt — og dauður var að bragði. 17 Það var ekki lengi. Eptir eina mínútu var hann kominn aptur niður, tók undir handlegginn á mér og hálfdró mig og hálfbar mig út úr húsinu. Fyrst, er við komum út undir bert lopt, opnaði hann á sér munninn og sagði: „Geturðu staðið á fótunum, Roddy?" „Já — en eg skelf". „Það geri eg Hka“, sagði hann og strauk sér með hendinni um ennið. „Eg bið um fyrirgefningu, Roddy. Eg hefði ekki átt að hafa þig með mér í slíka för. En eg hef aldrei trúað á slíka hluti — nú veit eg betur um það". Mér fór ofurlftið að vaxa hugrekki, þegar eg heyrði hundana á næsta bú- garðinum vera að gelta, og eg spurði Jim, hvort hann héldi að það hefði verið maður. „Það var andi", Roddy. „Hvernig veiztu það?" „Vegna þess að eg fðr á eptir honum, og hann hvarf í gegnum múr, eins hæglega og áll í vatn. — Svona, Roddy — hvað gengur nú að þér? Hræðslan hafði gripið mig aptur, og eg titraði allur af hræðslu. ,,Fylgdu mér burtu, Jim, fylgdu mér burt", æpti eg. Eg leit niður eptir trjágöngunum, og honum varð litið 1 sömu átt. Það var hálfdimmt á milli eikanna, og það kom einhver þar á móti okkur. „Vertu kyr", Roddy", hvíslaði Jim að mér. „Látum það koma; í þetta skipti skal eg þó ná í það". Við hnipruðum okkur saman, og vorum þó alveg kyrrir, rétt eins og trjá- bolirnir bak við okkur. Við heyrðum þungt fótatak, og eitthvert ferlíki kom nær okkur í myrkrinu. Jim henti sér á það eins og tígrisdýr. „Það er að minnsta kosti ekki vofa", kallaði hann. Ferlíkið rak upp undrunaróp. „Hver fjandinn er þetta", sagði ferlíkið öldungis óvægt; eg skal berja þig sundur og saman, ef þú ekki sleppir mér“. Ognun þessi hafði ekki hin minnstu áhrif á Jim, en röddin hafði þau áhrif á hann, að hann sleppti tökunum. „Ert það þú, frændil" mælti hann. „Eg held, svo sannarlega sem eg lifi, hjálpi drottinn mér. Það er þá Jim, og hvað sé eg, hinn unga hr. Rodney Stone. Hvern þremilinn eruð þið að gera á þessum tíma næturinnar á Kongsklöpp?" Við vorum allir komnir úr forsælunni, og tunglið skein á okkur. Snilling- ur hnefleikamanna stóð þarna með böggul undir hendinni, og var svo undrandi,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.