Þjóðólfur - 06.01.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.01.1905, Blaðsíða 3
6 Brauns verzlun ,Hamburg‘, Karlmannaföt 15,oo. Drengjaföt 7,00. Fataefni 2,25. Um Auðkiiluprestalcall sækir presturinn þar séra Stefán M. Jónsson, erj veitingu hefur fengið fyrir Stokkseyrarbrauðinu. Aðrir sækja ekki, svo að hann fær Auðkúlu aptur. Eptirmæli. Hinn 25. okt. síðastl. andaðist að heim- ili sínu Snæfoksstöðum I Grímsnesi ekkjan Þórdís Gísladóttir systir Þorkels heit. Gíslasonar snikkara í Rvík, sextug að aldri. Hún var fædd á Kringlu í Grímsnesi, og voru foreldrar hennar: Gísli Magnússon bónda Hjörtssonar á Snæfokstöðum; hafa þeir feðgar búið á Snæfoksstöðum langan tíma og taldir sómamenn í sinni röð. En móðir Þórdísar sál. var Ingunn Þorkels- dóttir bónda í Ásgarði Guðmundssonar og er það ættfólk fjölmennt mjög í Grímsnesi. Þórdís sál. var gipt Hinrik Magnússyni, sem hún misti fyrir 5 árum síðan. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Þórdís heit. var greind og fróð um marga hluti, trygg vinum sfnum, hyggin og ráðdeildarsöm. (/■ Þ.) Hinn 7. desember sfðastl. andaðist á heimili sínu Votmúla í Sandvíkurhreppi merkisbóndinn G a m a 1 í e 1 G a m a 1 f e 1 s- son úr hjartaslagi, 69 ára gamall, fæddur þar og hafði verið þar alla sína tíð, bjó þar 36 ár með konu sinni Þórnýju Gissur- ardóttur frá Byggðarhorni. Eignaðist hann 6 börn, 2 dóu í æsku en 4 eru ógipt heima. Gamalíel sál. var stoð sveitar sinnar sfkát- ur og skemmtilegur í viðræðum, virtur og velmetinn af öllum, er til hans þekktu. Þ. Veðtiráttufar í Rvfk í desemher 1904. ■Medalhiti á hádegi . -j- o.7 C. (í fyrra-j-1.1) —- nóttu . -f- 2.8 „ — +0.7) Mestur hiti - hádegi . -}- 7 » (20.) Minnstur — - — . -f- 11 ,, (12.) Mestur — - nóttu . -f- 7 ,, (20.) Minnstur— - — . -f- 13 ,, (I2.> Framan af mánuðinum \rar talsverður kuldi; úr 16. fór að hlýna, og hefur sfðan verið hlýtt veður og optast lygnt. Að morgni h. 27., laust fyrir kl. 5, varð hér vart við einn snögg- an ja rðskjál ftakipp. Rvík r/i—'05. J. Jónassen. Kartöflur ágætar og ódýrar í Edinborg í haust var mér dregið hvftt gimbrar- lamb, með mark gagnb, hægra, tvístýft apt. vinstra. Lambið á eg ekki; eigandi vitji verðsins til mín og semji um markið. Miðdal 2i. desbr. 1904. Einar Gudmundsson. Glímuæfingar byrja næsta sunnudag (8. jan.); þeir sem taka vilja þátt í þeim, snúi sér sem fyrst til Ásgeirs Gunnlaugrssonar við verzl. Bj. Kristjánssonar. Vel skotna Fálka og Himbrima kaupir Júiíus Jörgensen, Hálflenda Skálholts, sú er herra héraðslæknir Skúli Árnason nú býr á> verður laus til ábúðar í fardögutn 1905 að öllu eða mestu, þar sem héraðslæknir inn mun verða þar, að áskildum nokkrum jarðnytjum, Þeir er óska ábúðar ger svo vel að snúa sér fyrst til héraoslæknis ins til samkomulags; og þareptir til mín sem eiganda jarðarinnar. Reykjavík 31. des. 1904. Á. Thorsteinsson. fyrrum landfógeti. Milliskyrtur 1,40. Buxur 3,60. Verkmannaföt. í miðjum bænum. Húsið nr. 6 I Lækjar- götu, með tilheyrandi lóð og útihúsum, er til sölu. Menn snúi sér til Guðm. Sveinbjörnsson cand. juris. Sjöl 5,00. Alklæði 3,00. Svuntur (hvítar og misl.) 1,00. Svuntu- og kjólaefni allsk. Handklæði 0,35. Borðdúkar (hvítir) 1,60. „Reknetafélagsins við Faxafióa" verð- ur haldinn föstud. 20. þ. m. kl. 5 e. h. Reikningar framlagðir, einn maður kosinn í stjórn félagsins. Tryggvi Gunnarsson. Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík Gerir kunnugt: Mér hefur tjáð Einar Einarsson í Háholti hér í bæn- unt, að hann sé til neyddur, sam- kvæmt konunglegu leyfisbréfi, er hann til þess hefur fengið 3. þ. m., að fá ónýtingardóm á skuldabréfi, sem hann 4. júní þ. á., gaf út til verzlunarinnar „ Godthaab", hér í bænum, fyrir skuld, að upphæð allt að 300 krónum með fyrsta veðrétti í húsi því, er hann hefur látið byggja á Bráðræðisholti hér í bænuin, en glatazt hefur áður en það yrði afhent kvittað til aflýs- ingar. Því stefnist hér með, með árs og dags fresti, þeim, sem kynni að hafa ofangreint skuldabréf í höndum, til þess að mæta á bæjarþingi Reykja- víkurkaupstaðar fyrsta réttardag í marzmánuði 1906 á þeim stað og tíma, sem bæjarþingið þá verður haldið, til þess þar og þá að koma fram með téð skuldabréf og sanna heimild sína til þess, með því stefn- andi mun, ef enginn innan þess tíma kemur fram með það, krefjast þess, að nefnt veðskuldabréf með dómi verði ónýtt eða dæmt dautt og mark- laust. Til staðfestu nafn mitt og embættis- innsigli. Reykjavík 7. desember 1904. Halldór Daníelsson. Auglýsing, A síðast liðnu sumri fannst hér á Sauðárkrókshöfn stórt skipsakkeri með hér um bil 10 faðma langri keðju við. Lengd akkersins frá auga og fram á bug er 3 ál. 16”; lengd undir spaða 2 ál. 16”, þykkt við spaðahaus 51/2”X7i/2, þykkt við auga 4V2X6”; ásinn varrtar. Réttur eigandi getur vitjað akkerisins eða andvirðis þess hingað, ef hann gefur sig fram, áður ár og sex vikur eru liðnar frá síðustu birtingu þessarar auglýsingar, en sanna verður hann eignarréttinn og borga áfallinn kostnað. Skrifstofu Skagafjarðarsýslu, Sauðárkrók 1. desbr. 1904. G. Björnsson settur. Jörð til sölu. Eign undirskrifaðs í jörðinni Syðri-Flanka- stöðum er nú til sölu. Jörðin gefur af sér rúma 100 hesta af heyi, æðarvarp í góðu lagi, er að aukast. Jörðin á 150 faðma af löggiltri verzlunarlóð. Ágæt höfn fram und- an vörinni. Breiða má í einu 20,000 af salt- fiski á möl, sem jörðin á. Vilji einhver kaupa eign þessa eða fá eitthvað af henni leigt óskast skrifleg tilboð til mín fyrir 1. apríl. Sá fær sem bezt býður. Flankastöðum 16. des. 1904. Magnús Jónsson. Laus sýslan. Sýslanin sem ráðskona við holds- veikraspítalann í Laugarnesi er laus frá 1. júlí næstkomandi. Árslaun er 300 kr., ókeypis fæði og húsnæði með hita og ljósmeti. Umsóknir um sýslan þessa eiga ad vera stílaðar til yfirstjórnar holdsveikra- spítalans í Laugarnesi, en sendast meðundirrituðum amtmanni J. Havsteen Ingólfsstræti; Nr. 9 í Reykjavík. Umsókarfrestur er til 1. maí 1905. Reykjavík, 3. janúar 1905. J. Havsteen. J. Jönassen. G. Björnsson. Sængurdúkur 1,00. Allskonar sköfatnaður. Helzt vilja allir Brauns vindla. Verzlunin Edinborg í Reykjavík þakkar hinuui mörgu viðskiptamönnum sínum fyrir viðskipti þetta liðna ár, og vonar að henni takist að njóta hylli þeirra framvegis. Verzlunin mun sem að undanförnu leitast við að sýna það og sanna, að hún kann að útvega almenningi góða vöru fyrir lágt verð. Hinn afarfljóti vöxtur hennar þessi 10 ár, sem hún nú bráðum hefur staðið sýnir, að landsmönnum hafa geðjast vörur hennar og verzlunaraðferð. Verzlunin var stofnsett I 895, og seldi hún það ár vörur fyrir kr. 42754,08, en keypti enga innlenda vöru. Síðan hefur verzlunin stöð- ugt aukist og í ár mun hún hafa selt vörur fyrir yfir 360,000 krónur, og keypt innlenda vöru, aðallega fisk, fyrir rújj^- r770 þúsundir króna í Reykjavík eingöngu. Óskandi öllum viðskiptavinum verzlunarinnar gleðilegs og farsæls komandi árs. Virðingarfyllst. Ásgeir Sigurðsson. Steinollumótorinn ,DAN‘ er bezti mótorinn, sem ennþá hefur komið til landsins. Dan mötorinn fékk hærri verðlaun á síðustu sýningu en nokkur annar mótor. Dan mótorar, sem hingað hafa komið til landsins, hafa allir und- antekningarlaust gefist ákaflega vel. Undirskrifaður einkaútsölumaður Dan mótora á Suðurlandi gefur all- ar nauðsynlegar upplýsingar viðv. verði o. s. frv., og útvegar einnig vandaða báta smáa og stóra með mótor ísettum. Reynslan hefur sýnt að bátur, sem eg hef útvegað, eikarbyggður með 6 hesta mótor, hefur hingað kominn verið að stórum mun ódýrari en hér smíðaður bátur úr lakara efni. Bátur þessi er eikarbyggður með litlu hálf- dekki að framan, ber ca. 80 til 100 tonna þunga og kostaði hingað upp kom- inn ca. kr. 3300 — með mótor og öllu tilheyrandi; það hafa verið á honum 3 menn, og hefur hann verið brúkaður við síldveiði, uppskipun, til flutninga og við fiskiveiðar, og hefur nú eptir ca. 4 mán. brúkun borgað liðlega helm- inginn af verði sínu. Allir, sem mótorafl þurfa að brúka, hvort heldur er í báta (smáa og stóra), hafskip eður til landvinnu ættu að snúa sér til mín, áður en þeir festa kaup annarsstaðar. Það mun áreiðanlega borga sig. Stokkseyri 31. des. 1904. Ólafur Árnason. Hús til sölu Aðalfundur

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.