Þjóðólfur - 13.01.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 13.01.1905, Blaðsíða 2
IO lögum eða sérréttindum, eins og þau nú hafa eða vilja haft hafa — nema fremur mætti vera. Það er og flestra manna mál, að Óskar konungur sé mjög hlynt- ur þessari stefnu, þótt lágt fari, og slíkt hið sama er sagt um ríkiserfingja Norð- urlanda báða tvo. En, eins og áður er bent á, er þetta enn sem komið er ekki stjórnarpólitlk, heldur stefna frá lýðnum sprottin, enda er málið að því skapi merkilegra og líklegra til sigurs, þótt enn sé skammt á veg komið. Hið forna Kalnrarsamband myndaðist í huga Mar- grétar Valdemarsdóttur og höfðingja henn- ar, en hlaut hvorki fyr né sfðar fylgi þjóðanna sjálfra. Það varð þess bani. En samhugi þjóða, ásamt vaxandi menn- ing og mannúð, myndar maktarvald, er miklu meira þýðir en heil stórveldi, sem eingöngu standa og falla með vélum og vopnastyrk. Matth. Joch. Um brúagerð í Ölfusi. Það er mikið fé, sem lagt hefur verið til vegalagninga og viðhalds á vegum víðs- vegar Um land á seinustu áratugum. Sömuleiðis hefur verið lagt fram-talsvert af peningum úr landsjóði og sýslusjóðum til brúagerða á ám og lækjum, en þó virðist hugmyndin um nauðsyn á brúa- gerð á hinum smærri ám og lækjum ekki enn vera farin að ryðja sér til rúms, eins og æskilegt væri. Það er tilgangur rninn með línum þessum, að vekja athygli rnanna á þvl, hve brýna nauðsyn beri til að gefa þessu máli alvarlegri gaum en hingað til hefur verið gert. Það eru sérstaklega tvær smáár, sem eg vil benda á, sem eru: Bakkarholtsá og Gljúfurholtsá í Ölfusi. Þessar smáár, sem að mestu leyti verða þurrar á sumrum, geta orðið hættulegur farartálmi fyrir gangandi menn á veturna, þegar þær eru stíflaðar af frosti og krapa, en halda þó ekki. Það er ekki álitlegt fyrir gangandi menn að verða að vaða þær og stundum djúpt, halda síðan á- frarn suður yfir fjall eða eitthvað, sem leið þeirra liggur. Eg ætla að eins að setja hér eitt dæmi af mörgum upp á það, hve hættulegar þær geta verið. Eg fór yfir fyrnefndar ár með fleiri mönnum nálægt kl. 4 um dag í bærilegu veðri, en árnar voru upphlaupnar en héldu ekki, svo við urðum að vaða þær rúm- lega í mitt læri; svo héldum við áfram út á Kamba. Þegar þangað kom datt á okkur ofankafald með miklu frosti; ept- ir 5V2 kl.tfma ferð á fjallinu komumst við mjög illa til reika niður á Kolviðar- hól, einmitt af því við urðum að vaða árnar. Það urðu svo stokkfreðin áokkur fötin, að við áttum mjög erfitt með gang. Það er viðurkennt af öllum siðuðum þjóð- um, að heilsan sé sá dýrmætasti gimsteinn, sem nokkur maður getur átt í eigu sinni. Ekkert getur verið hættulegra fyrir þenn- an dýrmæta fjársjóð — heilsuna — en svona löguð ferðalög um jafn athugaverða vegi og hér er um að ræða, enda verður ekki sagt, að vegirnir komi fyllilega að tilætluðum notum, meðan ár og lækir renna hindrunarlaust gegnum þvera veg- ina — það er að segja, án þess að ár og lækir séu brúuð. Eg veit það vel, að þessar ár verða ekki brúaðar nema með talsverðu fjárfram- lagi, því ef þær yrðu brúaðar til almennra nota, fyrir vagna og hesta, yrði auðvitað að Ieggja vegspotta báðumeginn brúnna á aðalveginn, því ekki er hægt að leggja brýrnar, þar sem vegurinn nú liggur yfir árnar. Við aðdrátt á timbri og grjóti mætti mikið spara peninga með því, að afla þess um vetrartfmanr.. Það mundi verða hægt að fá menn í skammdeginu iyrir lágt kaup, þegar almenningur hefur minnst að gera. Eg leyfi mér hér með að skora á alla velhugsandi menn, að taka þetta mál til athugunar og styðja það af ítrasta mætti í orði og verki, svo það geti sem fýrst komist í framkvæmd. 3/i—-'05. Árnesingur. * * * Hinn háttvirti greinarhöf. hefur alveg rétt fyrir sér í því, að þessar tvær smáár á höfuðflutningabraut landsins ættu að vera brúaðar fytir löngu. Það hefði átt að gera það undireins og vegurinn var lagður, því að þótt ár þessar séu ekki til farartálma fyrir vagna um sumartímann, þá eru þær illfærar með vagna haust og vor, og opt alófærar að vetrinum, ekki að eins fyrir vagna, heldur stundum fyrir gangandi menn, eins og greinarhöf. skýrir frá. Með því að ár þessar eru á flutn- ingabraut, er landsjóður hefur kostað að öllu leyti, á hann að réttu lagi að kosta brúagerð þessa, því að vegurinn getur ekki talizt fullger eða komið að fullum notum, meðan þær eru óbrúaðar. Það hefði upphaflega átt að haga vegastefn- unni í Ölfusinu þannig, að hentug brúar- stæði á ánum lentu í þeirri stefnu, sem nú er ekki. En nú verður að leggjastutta aukavegi af aðalveginum að brúarstæðun- um, og er það auðvitað ekki mikill kostn- aður, en hefði algerlega getað sparazt, ef brýrnar hefðu verið byggðar undir eins og flutningabrautin var lögð, eins og sjálf- sagt var. Það hirðuleysi er naumast af- sakanlegt, og þessvegna skylda landstjórn- arinnar að bæta úr því sem allra fyrst, sem hin garnla stjórn hefur vanrækt í þessu. Rit s t j. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi frá Gyldendalsbókaverzlun i Höfn: Kongelig Elskov. Eptir Patle Posen- krantz. 264 bls. 8^ Skemmtileg bók og vel rituð, eins og flestar bækur þessa höf- undar. Saga þessi er söguleg skáldsaga frá 16. öld, um Hinrik 8. Englandskonung og Önnu Boleyn hina fögru. Mun það að eins vera fyrri eða fyrsti hluti bókar- innar, sem þegar er kominn, því að Anna er ekki enn orðin drottning, þá er þessari bók lýkur. For en Yinteraften. Átta smásögur eptir Hans Kaarsberg. 169 bls. 8™- Sög- ur þessar hafa flestar eða allar áður birzt í blöðum eða tímaritum, og þykja vel rit- aðar, en hér er ekki rúm til að geta sér- staklega um efni þeirra. Eventyr. Eptir Carl Ewald. 11. hepti. 64. bls. Æfintýri Evalds hafa náð mikilli hylli með Dönum, og hafa flest heptin verið gefin út tvisvar, og sum opt- ar. Hvert hepti kostar 1 kr. Æfintýri þessi eru einkar hentug unglingum til lest- urs, vegna fróðleiks þess, er þau hafa að geyma, einkum náttúrufræðislegs efnis. Nye Indianerfortælling'er. 4. B. Den sorte Crn. 110 bls. 8V°- Útdráttur úr sögu eptir enska skáldsagnahöf. Conan Doyle. Er um frakknesk hjón, er flýja til Amer- íku undan Hugenottaofsóknum á 17. öld, og lenda í höndum Indíana, en er bjarg- að úr klóm þeirra á síðustu stundu. Kong Peder. Eptir Walter Christmas. 206 bls. 8vo- Höf., sem hefur víða farið, ritar ávallt skemnjtilega, og þykja sögur hans „spennandi". Saga þessi, sem er einskonar áframhald af tveimur eldri sög- um höf., „Peder Most“ og „Styrmand Most“, er um æfintýri Péturs þessa, er í loptfari, sem losnað hefur, þýtur yfir láð og lög og býst við dauða sínum, en ber loks að eyju einni (Tolonga) í Kyrrahafinu, og kvongast þar drottning- unni og verður konungur eyjarinnar. En höf. segir eflaust ekki skilið við Pétur Most í þessari bók. Það er orðin venja hjá Dönum, að skrifa 4—5 þykkar skáld- sögur um sama manninn (sbr. „Lykke Per" eptir; Pontoppidan). Þá bíða lesendurnir 0 framhaldsins með óþreyju, enda þótt þeir viti, að þetta séu lygasögur einar. Iiidiaucr- og Ridderliv i Yestheimen. Eptir Balthazar Schnitler. 124 bls. 8vo- Bók þessi er um herferðir og bardaga skóladrengja í Noregi. Nefndi annar flokkurinn sig Indíana, en hinn Væringja. Bókin er tileinkuð öllum norskum drengj- um, og er hún fjör'.ega rituð. Havets Bog. Æfintýri fyrir böm, með myndum. Dáin hér í bænum 6. þ. m. húsfrú Guðrún Teitsdóttir (Bergmanns), kona Snæ- bjarnar Þorvaldssonar f. kaupmanns, á 55. aldursári (f. 22. júlí 1850). Hún var stjúpdóttir Hallgríms dbrm. Jónssonar í Miðteig (Guðrúnarkoti), en giptist eptirlif- andi manni sínum 1875. Dætur þeirra eru Sigríður kona Þórarins B. Þorláksson- ar málara og Ingileif kona Jóns Jónsson- ar sagnfræðings. Brunl. Aðfaranóttina 10. þ. m. brann húskofi nr. 38 á Laugavegi hér í bænum, smíða- hús Guðmundar Egilssonar snikkara, en hafði áður verið íbúðarhús. Eldsins varð vart litlu eptir kl. 12 um nóttina. Hörku- frost var og kafaldsbylur, og gekk tregt að ná slökkviáhölduntim, enda gerðu þau lítið gagn og virtust vera f afarmiklu ólagi. Það sem í þetta sinn bjargaði bænum frá voðabruna var það, að húskofi þessi, sem í kviknaði var úr steini með járnþaki og tré lítið, svo að eldsmagnið gat ekki orð- ið mikið. Hefði kviknað í stóru timbur- húsi þessa nótt, þá hefði sézt hvernig farið hefði í því veðri, og með þeim slökkvi- tólaútbúnaði, sem hér er. Annars er allt fyrirkomulagið á brunamáluin bæjarins úrelt og óhafandi, og er gagngerð bréyt- ing á þvf bráðnauðsynleg. Bruni þessi kvað annars þykja nokkuð grunsamlegur. Vátryggingargjaldið á kof- anum og smíðatólum hafði meðal ann- ars verið hækkað til muna nú fyrir skömmu. Óánægja með ýmsar síðustu ráðstaf- anir bæjarstjórnarinnar er allrík hjá bæj- arbúum um þessar mundir, þar á meðal út af skipun sérstaks formanns í fátækra- nefndina, er launaður á að vera með 600 kr. af bæjarsjóði. í Þjóðólfi hefur áður verið gerð grein fyrir, að þessi launaákvörðun að minnsta kosti væri öldungis ólögleg, og að stjórn- arráðið mundi því naumast geta samþykkt hana. Ut af þessu hefur Þjóðólfi borizt grein allharðorð í garð bæjarstjórnarinn- ar og bæjarfógetans með fyrirspurn um, hvað úrslitum þessa máls líði hjá stjórn- inni. En það kvað enn ekki vera kom- ið til hennar álita, en kemur eflaust bráðura. Frá prestskap hefur séra Magnús Helgason á Torfa- stöðum sagt sig eptirlaunalaust. Mun hann ætla sér að ílengjast við Flensborgarskól- ann, en þar hefur hann verið kennari síðan í haust er leið. Maður slasaðist hér í bænum 6. þ. m., Gísli Hallsson að nafni, fátækur barnamaður. Var við vinnu í gufuskip- inu »ísafold« hér á höfninni. Féllu ofan á hann tveir saltpokar, afþví að lykkjan, sem hélt þeim, slitnaði. Bilaðist maður- inn mjög innvortis og annar fótleggurinn molaðist svo, að brotin stóðu út úr hold- inu. Hann liggur nú á spftala þungt haldinn, en þó nokkur lífsvon. Manntölin á íslandi frá 1801, 1835, 1840, 1845, 1850, 1855, 1860, 1870, 1880 og 1890 hefur Hag- fræðastofnun ríkisins í Kaupmannahöfn nú sent öll hingað til Landsskjalasafnsins en allmikið vantar þó í þau, sérstaklega í hið elzta. Eru þau ómissandi fyrir mann- fræði landsins. Manntalið frá 1901 hef- ur hins vegar ekki enn verið sent til Is- lands; kvað eiga að bíða, þar til næsta manntal fer fram, sem Hagfræðastofnun- in hugsar sér enn framvegis að standa fyrir hér á landi. En hverju sætir það ? Allar hagfræðaskýrslur vorar hafa nú um mörg ár verið gerðar hér á landi. Eig- um við svo að þurfa að sækja það til Hagfræðisstofnunarinnar 1 Kaupmanna- höfn að telja sjálft mannfólkið í land- inu ? Er það svo mikið vj^idaverk, að okkur sé ekki trúandi fyrir því að kasta tölu á sjálfa okkur? Eða er frágangur- inn á því hjá Hagfræðastofnuninni svo fullkominn, að við getum ekki gert það eins vel? Annað segja þeir mannfræð- ingarnir hér á landi. Formið er einmitt ófullkomið og ónákvæmt, — manntals- formið í Reykjavík er miklu fullkomnara —, og svo er það byggt á óeðlilegri héraðaskiptingu í landinu: á sóknum, en ekki hreppum. Og loks er það, að 1 út- drætd þeim, sem Hagfræðastofnunin gef- ur út, eru manntölin engan véginn þaul- notuð svo á alla vegu, sem ísiendingar mundu gera. Er það eitt fyrlr sig, að ekkert yfirlit yfir heiti manna (manna- nöfn) á Islandi hefir verið gert í 50 ár, en sllkt yfirlit hefur stórkostlega þýðingu til leiðréttingar og afmáningar afskræmis- nafna í landinu, auk þess sem það er fróðlegt að öðru leyti í sjálfu sér. Islenzka ráðaneytið á að taka undir sig manntalið hér á landi upp héðan og láta gera það eptir reglum, sem það sjálft setur, og fullkomnari en þeim, sem fylgt hefur verið. Yfirlit það um manntal á íslandi (útdrátt úr aðalmanntalinu), sem birtist framvegis í manntalsyfirliti alls rík- isins, á ráðaneytið sjálft að gera eptir þeim reglum, sem hagfræðadeild ríkisins óskar að fylgt sé eða þeim semur um. Hag- fræðadeild ríkisins á enga heimild að hafa til þess að gera manntal vort ver og ónákvæmar úr garði en vér sjálfir vilj- um hafa það og gera; hún á yfir höfuð enga heimild að hafa til að gera mann- tal vort; vér eigum að gera það sjálfir. X. Gyldendals Bibliotek forBörn. IV—VII. 83—96 bls. hvert hepti i2m°- Eitt af þess- um heptum inniheldur „Leonoræ Christine Ulfeldts Jammerminde", í öðru eru 6 þjóð- sögur. Danmark. Heimilisalmanak með mynd- um fyrir 1905. 48 bls. 4f£: Gufuskiplð „Saga“ kom frá útlöndum í gærmorgun með vörur til Edinborgarverzlunar. Hafði með- ferðis blöð til 28. f. m. og lausafregn um, að Port Arthur væri fallin, sem auðvitað er lítið að reiða sig á, því að slfkar lausa- fregnir hafa fyr komið og reynzt lítt áreiðanlegar. Þó getur þetta verið satt. Annars fátt fréttnæmt utan úr heimi.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.