Þjóðólfur - 13.01.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 13.01.1905, Blaðsíða 3
11 Sankti Pétur og kramara-sálin. Gamalt æflntjri. Það var einu sinni kramari nokkur, illa lyntur og óþokkasæll. Fóru miklar sögur af ýmiskonar fjárgróðahnykkjum hans og flestar ófagrar. Töluðu margir um, að sam- vizkubarlestin mundi vera fremur lítil hjá karli. En heilagur þóttist hann mjög og allra manna beztur og réttlátastur. Hélt hann opt langar hrókaræður við búðarborð- ið um siðgæði, mannúð og réttvísi, og hversu svívirðilegt það væri, þá er auðkýfingarnir iegðust á lítilmagnann. En slíkar ræður karls létu menn inn um annað eyrað og út um hitt. Og svo fór að lokum, að kramar- inn dó og var grafinn. Og það sást lítill harmur á fólki við þá jarðarfor, því að eng- inn átti neins góðs að minnast frá hans hendi ( lífinu. En þá er sankti Pétur lauk upp dyrum himnaríkis einn morgun var kramara-sálin þar úti fyrir og beiddist inn- göngu. „Hvar er samvizkan þín?" spurði sankti Pétur. „Engin sál getur fengið hér inn- göngu, nema samvizkan sé með henni og vitni fyrir hana". „Samvizkan!" sagði sálin. „Eg vissi ekki, að eg þyrfti á henni að halda hér. Hún var mesta ógerð ( upphafi, þá er eg fékk hana í vöggugjöf, og satt að segja hirti eg lítið um að þroska hana, því að hún var mesti óþekktarangi, sem alltaf var að „bíta og slá", þótt vesöl væri, hvenær, sem eg hreyfði mig eitthvað. Eg sá, að eg mundi ekkert komast áleiðis í heiminum með því að hafa hana í eptirdragi, og því tók eg hana einn góðan veðurdag og kaffærði hana í brennivínstunnu. Við það slæfðist hún svo, að eg átti allskostar við hana, og upp úr því klórinu seldi eg hana í smáskömmt- um í kramarhúsum með skemmdum rúsín- um og gráfíkjum og öðru góðgæti. Og svona losnaði eg alveg við hana, því að hún er nú útseld fyrir löngu. En eptir það fór eg að hafa sanna ánægju af lífinu, og satt að segja hefði eg aldrei viljugur hing- að vitjað, því að það er sárt að skilja við skildingana, og sálin mín lifði og hrærðist í þeim blessuðum". „Haf þig á brott héðan sem fyrst", svar- aði sankti Pétur, „því að hingað áttu ekk ert erindi. Samvizkulausar sálir koma hér aldrei inn fyrir dyr". „Bíddu við!" svaraði kramara-sálin og teygði úr sér. „Eg hef einhversstaðar lesið það, að þú hafir þrisvar svikið þinn lánar- dróttinn, en eg hef aldrei svikið mína lán- ardrottna nema einu sinni hvern. Mér virð- ist því, að þú sért ekki hód betri en eg“. Þá blés sankti Pétur ( lúður einn mikinn, svo að himna'rnir hristust. En kramara-sál- in engdist saman í kuðung og skalf öll og nötraði. „Er þetta dómsbásúnan ?“ spurði sálin skjálfandi. „Eg þoli ekki að heyra hljóðið í þessu Gjallarhorni þínu. Það er svo líkt hljóðinu í Gjallarhorni því, sem eg hef heyrt blásið í á jarðríki, mér til mikils ótta ug skelfingar. Og víst vil eg nú fá að kom- ast inn fyrir". En í því kom gammur mik- ill og ljótur fljúgandi og læsti klónum í sálina, er veinaði mjög og bað sér griða. En engar bænir dugðu og flaug gammurinn burt með kramara-sálina eitthvað norður og niður. Þetta æfintýri sagði amma mín mér, er eg var ungur, og hafði það mikil áhrif á mig. Sfðan má eg aldrei heyra svo lúðra þeytta, að mér fljúgi ekki í hug sankti Pét- ur og kramara-sálin, Gjallarhorn og sam- vizkan, er seld var í smáskömmtum. Örvar-Oddur, Eptirmæli. Hinn 22. maí f. á. andaðist bændaöld- ungurinn Þórður Árnason frá Kirkju- bólsseli í Stöðvarfirði. Hann var fæddur á Núpi á Berufjarðarströnd árið 1811. For- eldrar hans voru Árni yngri Steingrímsson og Lisibet Bessadóttir, hjón á Núpi; hann fór vistferlum að Skjöldólfsstöðum í Breið- dal, og var þar fá ár; þaðan að Kirkjubóli í Stöðvarfirði til Sigurðar bónda þar Eiríks- sonar og Elsabetar Árnadóttur systur sinnar, sem var kona Sigurðar; svo fór hann að Einarsstöðum til Þórarins Gunnlaugssonar og Guðlaugar Runólfsdóttur, en árið 1835 giptist hann Kristínu dóttur nefndra hjóna, fæddri á Dísastöðum í Breiðdal árið 1815, og er hún enn á l(fi. Vorið 1836 fluttu þau að Bakkagerði; þar voru þau 8 ár; svo fóru þau að Hvalnesi árið 1844, og þar bjuggu þau 21 ár blómabúi. Þessi heiðurshjón voru sannnefnd sveitarprýði. Árið 1865 fluttu þau að Þverhamri í Breiðdal; þar voru þau 1 ár; svo að Kirkjubólsseli 1866, sem þau keyptu það ár. Þessi heiðraði öldung- ur varð blindur á árunum 1883—1884, bar hann þann kross með stilling og þolin- mæði. Þessum heiðurshjónum varð eins barns auðið, semþau eignuðust árið 1836, og Þórarinn heitir. Hefur hann verið ellistoð for- eldrasinna,sannarlegt góðmenni ogsiðprýðis- maður; hann er tvíkvæntur, fyrst Margréd Jónsdóttur frá Þverhamri ( Breiðdal, og átti með henni einaj dóttur, sem Kristín heitir, og er nú gipt kona hjá föður s!num; svo giptist hann aptur Arnleifu Árnadóttur frá Randversstöðum í Breiðdal; með henni hef- ur hann eignazt einn son, Valdimar að nafm. Þórður heit. Árnason var jarðsunginn 1. júní að Stöð, og fylgdu rnargir Stöðfirðing- ar þessu mikilmenni til grafar. Hann var á búskaparárum sínum með beztu bændum hreppsins, og þau hjón fóstruðu fjögur börn umkomulaus með snilld og prýði; hann var góður söngmaður á æskuárum sínum og meðhjálpari lengi hér í sókn. Öll útför hins látna var gerð hin veglegasta af syni hans og tengdadóttur. (25). llinn 10. jan. andaðist jómfrú Jó- hanna Ólina Schou, eptir langa legu, 84 ára gömul. Jarðarförin er ákveðið að fari fram þriðjudaginn 17. þ. m. og byrji kl. 11 f. 111. frá heiinili liinnar látnu, Laugaveg 38. Þetta tilkynnist vinum og ættingj- um hinnar framliðnn nær og fjær. Snjólaug Sigurjónsdóttir. Sig. Björnsson. í vist óskast 2 hreinlegar stúlkur frá 14. maí n. á. Hátt kaup. Mánaðarleg borgun. Magnús Vigfússon dyravörður. Notið tækifærið. 2 prjónavélar, stór og lítil, eru til sölu fyrir afarlágt vérð. Báðar lítið brúkaðar. Vélarnar eru til sýnis hjá Magnúsi Vigfússyni dyraverði. Leikfélag Reykjavíkur leikur sunnudaginn 15. þ. m. kl. 8 e. m. í Iðnaðarmannahúsinu ,John 8torm‘. Yerzlun Matthíasar Matthíassonar er flutt i hina nýju búð i Aust— urstræti — vesturendann á Jensens bakaríi. Aðalfundur ísfélagsins við Faxa- flóa verður haldinn á hótel »íslandc laugard. 28. þ. m. kl. 5 e. h, Arsreikningar framlagðir, kosinn I maður í stjórn fél. og 2 endurskoð- unarmenn. Tryggvi Gunnarsson. Proclama. Hérmeð er, samkvæmt lögum 12. apríl 1878, skorað á þá, er til skulda telja í dánarbúi Jóns bónda Sæmunds- sonar frá Eyvindarstöðum, er andaðist á yfirstandandi hausti, að koma fram með kröfur sínar og sanna þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu (3.) birtingu aug- lýsingar^þessarar. Skrifstofu Gullbr,- og Kjósarsýslu 29. des. 1904. Páll Einarsson. 32 konungur þarfnast mín aptur", sagði hann. „Þeir skipuðu sér ( ferhyrnda fylk- ing 1 spanska hafinu. Það var hásiglu kæla og sjór á slíður. Áður en við gátum gert þeim það erfitt höfðu þeir klemmt mig upp við stórsigluna. „En", hélt hann áfram og leit hringinn í kringum sig, „þarna eru hinir fornu hlutir mínir: höggtönn úr hval norðan úr íshafi, flugfiskur frá Molukkaeyjum, papuas frá Fidschi-eyjunum1) og myndin af „Caira"11)........ Og þarna ert þú María, og þú líka, Roddy. Guð blessi ferhyrningsfylkinguna, er-hefur rekið mig til svo góðrar hafnar, án þess að eg þurfi að óttast, að mér verði skipað að vinda upp segl". Mamma hafði reiðubúna löngu pípuna hans og tóbakið; hann tók við því, og sat svo hugsi og horfði á okkur á víxl, eins og hann gæti ekki fengið nægju sína af þvl. Þótt eg væri ungur, þá fann eg það þó vel, að um þessa stund hafði hann hugsað opt, er hann stóð einsamall á verði, og að vonin um hana hafði opt fjörgað hann á hinum döpru tímum stríðsins. Stundum snerti hann annaðhvort okkar með hendinni. Rökkrið smáféll yfir, og ljósið úr gistihúsgluggunum fór að lýsa inn um herbergið, en hann sat stöðugt kyr og þögull. Honum var allt of þungt um hjartaræturnar til þesS, að hann gæti talað. Þegar mamma var búin að kveikja á lampanum, féll hún allt ( einu á hne, og hann gerði það einnig. Þannig haldandi í hendur þökkuðu þau forsjóninni fyrir hina miklu og margbreyttu miskunsemi sína. Þegar eg hugsa mér foreldra m(na eins og þeir voru þá, þá stendur þessi atburður mér langgreinilegast fyrir hugskotssjónum hið blíða, tárvota andlit henn- ar og hann, þar sem hann horfði upp ( loptið. „Roddy", sagði hann, er við höfðum etið kvöldverð, „þú ert bráðum orð- inn fullorðinn, og eg ímynda mér, að þú viljir verða á sjónum, eins og við hinir. Þú ert orðinn svo gamall, að þú getur borið dátahnlf við belti þitt". „Og láta aumingja mömmu mfna sitja heima barnslausa og mannlausa", mælti mamma. „Það er bezt að tala um þetta síðar", sagði hann. „Þeir kjósa líka fremur að losna við dáta en festa nýja, nú þegar búið er að semja um frið. En mér þætti fróðlegt að vita, hvað þú hefur lært méð skólagöngu þinni, Rodney. Þú hefur haft meira af henni að segja en eg, þó eg vilji vita, hve sterkur þú ert á svellinu. Hefurðu lært sögu?" 1) Fidschi-eyjarnar eru í?Kyrrahafinu; þær eru margar, og skiytast í mörg smáríki. Stærsta eyjan heitir Viti Leou og er 40 míl. að ummáií, íjoliótt og skógi vaxin. Ibúar eyjanna eru Astralíu-svertingjar. Feir eru kallaðir »papuas«. Er hér átt við mynd af þeim. Þýð. a) Enskt herskip. Þýð. 29 IV. Friðurinn í Amiens. Margur var sá kvennmaðurinn, er knékraup, og margar voru þær húsfreyj- urnar og mæðurnar, er frá djúpi sálar sinnar sendu þakkarbæn, þegar menn haustið 1801 fréttu, að nú hefði loksins verið saminn friður. Alstaðar á Englandi var gleði og glaumur; meira að segja í litla þorpinu okkar var duglega veifað og ljós brann í hverjum glugga. Það var orðin almenn þreyta af þessum langvinna ófriði, hann hafði staðið yfir í átta ár við Holland, Spán og Frakkland — já, við öll löndin. Þá lærðum vér, að litli herinn okkarstóð eigi á sporði her Frakka, en hinn voldugi floti vor var á sjónum boðlegur mótstöðumaður, og það svo, að vér fengum stöðugt sigurkranzinn. Vér höfðum aptur áunnið oss dálítið lánstraust, en á því höfðum vér mjög miklar þarfir eptir ameríkönsku viðureignina. Vér áunnum oss og nokkrar ný- lendur og þeirra þurftum vér með af sömu ástæðu. Skuldir vorar uxu og ríkis- skuldabréfin féllu ( verði, svo að Pitt sjálfur var til muna skelkaður. Þannig háttaði landsmálunum, þegar búizt var við föður mínum heim. Eg man hann, hann var lágur vexti, hnellinn og hraustbyggður. Hann var hvorki hár né þrekinn, en traustlegur og þéttur í limaburði og göngulagi. Andlitið á honum var svo sólbrennt á litinn, að það var rauðbrúnt — hér um bil eins og jurtapottur. Þótt hann væri ennþá á bezta aldri (40 ára) var andlit hans fullt af hrukkum og skorum, sem voru miklu dýpri, þegar hann var áhyggjufullur, og eg tók fleirum sinnum eptir því, hversu hann varð allt í einu ellilegur, ef eitthvað blés á móti honum. Einkum voru miklar hrukkur í kringum augun á honum, eins og opt vili verða á þeirn, er stöðugt verða að horfa mót vindi og óveðri. Það bar ef til vill mest af öllu f andliti hans á augunum, því þau höfðu fallegan ljósbláan lit, en það kom nijög greinilega frarfl^sökum hinnar sól- brenndu umgerðar þeirra. Að náttúrufari hefur húð hans verið mjallahvít, því efst á enninu, þeim hlut- anum, sem derhúfan hylur, var hún eins hvít og á mér. Hárið var brúnt að lit. Hróðugur var hann, er hann skýrði frá því, að hann hefði verið á þeim skipum, er síðast voru rekin burt af Miðjarðarhafinu 1797 og á því er fyrst kom þangað 98. Hann vann undir stjórn Miliers1) og var hann hinn þriðji í röðinni hvað x) Enskur hershöfðingi. Þýð.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.