Þjóðólfur - 20.01.1905, Page 3

Þjóðólfur - 20.01.1905, Page 3
15 Á Grikklandi urðu ráðaneytisskipti um jólaleytið. Þeótókis fór frá völdum, en Delyannis tók við af honum. Hann er nú orðinn gamall maður og hefur opt áður verið ráðherra. Á Spáni urðu ráðaneytisskipti um miðj- an des. Maura tór frá, Azcarraga, formaður öldungaráðsins, tók við stjórn- inni. Bandaríki N .-A m e r í k u. 2. des. var sýningunni í St. Louis lokað. Um 19 miljónir manna höfðu komið að skoða hana. Eins og opt hefur borið við með heimssýningar hefur það komizt upp, að allmikil óreiða hafi átt sér stað við úthlut- un verðlauna og heiðurspeninga, þau hafi verið seld hæstbjóðanda o. s. frv. Hengibrú yfir fljótið Elk í Vestur- Virginíu b r o t n a ð i í miðjum des. Á brúnni voru 6 vagnar, með börnum, sem voru á skemmtiför, steyptust þeir niður í fljótið og 25 börn drukknuðu. Töluvert umtal hefur það vakið, að kona ein, frú Cíadwick hefur orðið uppvís að stórkostlegum fjársvikum, sem lttið gefa eptir afrekum frú Húmbert’s 1 Frakklandi. Kona þessi hefur þótzt vera dóttir bins alkunna miljónamanns Carnegie og hefur á þann hátt fengið of fjár lánað hæði hjá bönkum og einstök- um mönnum, hún hefur einnig notað fölsuð ábyrgðarsktrteini og önnur skjöl. Afríka. 16. des. var ltk Krtigers for- seta jarðsett í Pretoríu með mikilli við- höfn. Yfir moldunum töluðu meðal ann- ara Búaforingjarnir Botha og Dewet. Um 30 þús. manna voru viðstaddir. Yiðauki. Rvík. 20. jan. Ensk blöð frá 6. og 7. þ. m. herma nokkru nánar frá uppgjöf Port Arthur. Tala alls liðsins, sem gafst upp var 32,207, en af þvt liggur nær helmingur eða 15— 16,000 veikur á spítölum. Af 168 rúss- neskum liðsforingjum lofuðu 86 að taka ekki þátt í ófriðinum og fengu því heim- fararleyfi, þar á meðal Stössel, en hinir kusu heldur að vera í varðhaldi Japana, heldur en gefa slíkt loforð, og mælist það vel fyrir meðal Rússa. Þeir kapparnir Stössel og Nogi hittust 5. þ. m. og voru 2 klukkustundir á tali, en ekki vissu menn, hvað þeim fór á milli, en þeir vottuðu hvor öðrum virðingu sína fyrir hrausta framgöngu. Japanskeisari hefur boðað Nogi á sinn fund til að þakka honum persónulega fyrir afrek hans, og er afar- mikill fagnaðarviðbúnaður hafður 1 Japan við væntanlega komu hans. Nokkuð af flota Japana er lagt af stað til móts við Eystrasaltsflota Rússa, og munu þeir ætla sér að bíða hans millum eyjanna við Austur-Indland og varpa þar á hann vin- arkveðju. Rússakeisari hefur kallað ráð- herra sína saman til að ráðgast um, hvort ekki væri réttast að kalla flotann heim aptur, en ákvörðun um það var enn eng- in tekin að kveldi 6. þ. m. Svo lítur út sem rússneska stjórnin vilji samt enn ekki heyra talað um frið, og hún hefur aðvarað blöð, sem halda fast fram friðar- stefnunni, að hafa hægt um sig. — Mælt er, að Kuropatkin hafi nú 360,000 manna undir vopnum í Mandsjúríinu, en aðrir efast um, að lið hans sé svo margt. Her- lið Japana þar er um 300,000. — Viðsjár allmiklar á Rússlandi og byltingaumbrot, og er rússneska nihilistanefndin í Genf fulltrúa um, að nti líði ekki á löngu, þang- að til öxin rfði að rótum trjánna og bylt- ingin hefjist. Einn mikiisháttar Rússi, Trubetzkoi ofursti, hefur nýlega ritað Svia- topol-lMirski innanríkisráðherra, og skorað á hann, að sjá til þess, að kröfunum um verulega stjórnarbót verði framgengt. Kemst hann meðal annars svo að orði: „Ostjórn og stjórnarbylting liggur nú í loptinu í Rússlandi. Hið núverandi ásig- komulag er ákaflega hættulegt fyrir allt þjóðfélagið og sérstaklega geigvænlegt fyrir kejsarann persónulega. Fyrir fáum dögum var eg svo hamingjusamur að fá áheyrn hjá hans hátign, og leitaðist eg þá við að gera honum ljóst, að það sem nú væri á seyði væri ekki stundarókyrð, heldur hreint og beint stjórnarbylting, og enn fremur reyndi eg að skýra fyrir hon- um, hvað það væri sem knýði rússnesku þjóðina til byltingar, sem hún óskaði ekki eptir, og hans hátign væri fær um að af- stýra". Þá er vinum keisarans og tign- armönnum farast þannig orð má geta nærri, að þeir telja ekki alllitla hættu á ferðum. Danska ráðaneytið sprengt, Föstudaginn 6. þ. m. sendi blaðið »Politiken« fregnmiða út um Kaupmanna- höfn, og hefur Þjóðólfi verið sent 1 ein- tak af honum. Er hann svoiátandi í ísl. þýðingu: »R á ð a,n eytið sprengt! Eptir að Madsen hermálaráðgjafi hafði tilkynnt Deuntzer forsætisráðherra 24. f. m. (des.), að hann segði af sér, hafa nú, samkvæmt R. B. (Ritzauhraðskeyti) einn- ig sótt um lausn þeir Christensen her- málaráðgjafi, O. Hansen landbúnaðar- ráðgjafi, Enevold Sörensen innanríkisráð- gjafi og Alberti dómsmálaráðgjafi«. Samkvæmt þessum fregnum verða þá ekki aðrir eptir í danska ráðaneytinu en Deuntzer, Hage fjármálaráðgjafi og Jöhncke flotamálaráðgjafi. Þykir lfkast, að nú verði myndað eindregið frjálslynt ráðaneyti, en það hefur þetta ráðaneyti alls ekki verið, eins og kunnugt er. Slysfarir. Ur Árnessýslu er skrifað 16. þ. m.: »Það slys vildi til fyrra sunnudag, 8. þ. m., að Páll Pálsson vinnupiltur frá Kotströnd í Öifusi varð úti á Öifusá ept- ir að hafa misst báða hestana ofan um is í ánni. Slys þetta vildi til á þann hátt, að Páll sál. var sendur af húsbónda sínum, Einari Eyjólfssyni a Kotströnd, með baðaraáhöld niður að Kirkjuferju til Eiríks Björnssonar bónda þar. Hann fór frá Kotströnd um kl. 3 um daginn; tals- verður bilur var á með frosti og um kveldið síðar versnaði veðrið að mun og harðnaði þá og frostið. Páll skilaði af sér baðáhöldunum og lagði siðan á stað heimleiðis, en mun svo hafa villzt út af leiðinni og út áÖlf- usá, sem lá þá nýrennd með veikan ís, hleypti hestunum ofan í og sjálfur hafði hann farið ofan í, sást það á því, að stafur hans og vetlingar voru á vakar- barminum, sömuleiðis krapbleyta frosin í sporum hans, er lágu frá vökinni; hafði hann gengið all-langan spöl eptir þetta og fannst hann daginn eptir út á miðri á framundan Egilsstöðum í Ölfusi örend- ur, gaddaður við ísinn. Þetta slys sýnir meðal annars, hve afar-hættulegt getur verið að leggja upp frá bæjum út í vont veður, enda þótt stutt sé á milli, nema því gleggri og ugglausari vegur sé á milli. Varla þykir það efamál, að bóndi sá, er Páll sál. fór síðast frá, hafi boðið hon- um gistingu fyrir sig og hestana«. Fimmtudaginn 12. þ. m. vildi það slys til, að maður frá Úlfljótsvatni í Grafn- ingi fórst þar í vatninu (Soginu). Var hann að reka fé yfir vík í vatninu skammt frá bænuin, en ísinn hefur brostið undan honum og fénu og fórst þar margt fjár, er bóndinn á Úlfljótsvatni, Kolbeinn Guð- mundsson, átti. Voru 19 kindur fundn- ar dauðar, er síðast fréttist, en haldið að miklu fleiri hafi þar farizt. Llk manns- ins fannst þegar. Hann hét Guð- mundur Jónsson, ættaður frá Kiðja- bergi í Grímsnesi, var vinnumaður í Vað- nesi þetta árið, en fjármaður á Úlfljóts- vatni vetur. Hann var maður á bezta aldri og dugnaðarmaður. FjárbaOanir. Úr Árnessýslu er ritað 16. þ. m.: »Nú stendur sem hæst með fjárbaðan- ir hér f sýslunni. Er hætt við að það standi lengi yfir, því sýslan er afar-fjár- mörg, og fjártalan langtum meiri en op- inberu skýrslurnar til nefna, sem farið var eptir við pöntun baðlyfja; fénu fjölg- að allt að ’/■* hlut sfðan víða! Talið er að í Grímsneshreppi einum séu 15,000 fjár. Ekki heyrist, að neinir sýni mót- þróa við að láta baða, enda væri sllkt hörmuleg fásinna. Ekki er talað um kláða í neðanverðri sýslunni, hvað sem ttpp frá kann að verða«. „Kong Inge“, skip Thorefélagsins kom hingað að kveldi 15. þ. m. áætlunardaginn. Far- þegar með því voru: Þorsteinn Guð- mundsson yfirfiskimatsmaður, er ferðazt hafði tii Spánar og Italíu, Chr. Nielsen verziunarumboðsmaður, 3 ísl. prentarar: Ágúst Jósepsson, Stefán Magnússon og Herbert M. Sigmundsson og 2 dansk- ir prentarar, annar þeirra umboðsmaður prentarafélaga í Höfn til að leita hér samninga milli prentsmiðjueigenda og prentara. Ennfremur komu með skipinu snikkararnir Guðm. Þórðarson (frá Hálsi) og Ólafur Theodor Guðmundsson og 1 Islendingur frá Ameríku, er kallar sig Hanson, og dvalið hefur vestra 24 ár. »Kong Inge« fór héðan til Vestfjarða í gærmorgun. Skaptafellssýsla er veitt Björgvin Vigfússyni cand. jur. og umboðsmunni á Hallormsstað. Hróarstungulæknishérað er veitt cand. med. Þorvaldi Pálssyni, sem nú er settur læknir í Keflavíkur- héraði. Til núverandi stjórnar ,fþöku‘. I 81. blaði „Isafoldar" í árg. 1904, sem út kom 23. fyrra mánaðar, hafa 5 skóla- bræður mínir, sem eru hin nýkosna stjórn í lestrarfélagi skólapilta, er „íþaka" heitir, ritað grein, þar sem þeir þykjast ætla að fara að leiðrétta ávarp það, er Birni pró- fessor Olsen var á síðastliðnu sumri sent af þáverandi stjórn þessa félags. Grein þessi hefur ennfremur birzt í Fjallkonunni 27. f. m., og einnig í Þjóðviljanum, og hafa piltar þessir (o: stjórn félagsins) nú fengið áminningu hjá rektor skólans út af þessu. Þótt grein þessi sé ekki leiðrétting á neinu, heldur móðgunarorð ein við prófessor Ól- sen, og áaustur á mig og annan pilt, sem þá var og í stjórn félagsins, vil eg þó gera nokkra skýringu um þetta efni, af því að eg skrifaði undir ofannefnt ávarp ásamt greindum pilti. Að þriðji maðurinn, sem með okkur var í stjórn félagsins, skrifaði ekki undir með okkur, kom ekki af því, að við færum á bak við hann, eða hann væri okkur ósamþykkkur um ávörpin; en hann var ekki hér í bænum, er undir var skrifað. I stað þeirra voru svo kosnir þrír menn nýir í stjórnina í haust, og var stjórn- in þar með fullskipuð með 6 mönnum fram að síðustu áramótum. Þessir nýju stjórnar- menn fengust ekki til að gera ávörpin að opinberu óánægjuefni, þó að þess væri leit- að; enda sögðu sig allir sem einn maður úr stjórninni með mér, þegar eg lét víkja mér úr henni fyrir þetta efni. Þeir, sem vildu hafa óánægjuna fram, urðu því að búa til nýja stjórn til þeirra verka, og er þó einn maður í þeirri stjórn, sem ekki hefur viljað láta hafa sig til þessa. Fleiri en þrír voru þá ekki í. stjórn, þvi að hinir höfðu sagt sig úr henni af ástæðum, sem þeim eru kunnar. I fyrra voru liðin 25 ár frá því íþaka var stofnuð (1879), en frumkvöðlar þess ogfyrstu stofnendur voru þeir Björn Ólsen, sem þá var nýorðinn kennari við latínuskólann, og prófessor Wiliard Fiske, sem það ár (1879) dvaldist um hríð hér á landi. Báðir þessir menn urðu síðan án afláts liinir einstökustu stuðnings- og velgerðamenn félagsins. Með hverjum pósti frá útlöndum á hverju ári æ síðan, sendi Fiske félaginu fjölda bóka og skemmtiblaða, öllum, sem í félaginu hafa verið, og kunna að hafa rétt að nota það, til ógleymanlegs inndælis. Sjálfur lézt hann í septembermánuði nú í haust, en velgerðir þessa góða manns við félagið hafa enn allt til þessa dags haldið áfram eptir hann lát- inn, því að hann hefur verið búinn að borga út árgangafjölda af tímaritum og blöðum handa félaginu allt til þessara áramóta. Höfðingskapur og góðsemi Fiske’s við félag vort var svo stórkostleg, að fram hjá slíku var ekki hægt að ganga á 25 ára afmæli þess með þegjandi vanþakklæti. Þar sýn- ast og allir vera á eitt mál sáttir, að hon- um hafi átt að færa þakkir, og yfir því kvartar enginn, að okkur, sem þá vorum í stjórn íþöku, hafi brostið heimild til. En allar þessar velgerðir Fiske’s við fé- lagið á það einmitt að þakka prófessor BirniÓlsen í öndverðu. H a n n fékk Fiske til þess að stofna með sér félagið, fékk hann til þess að fá þann áhuga á því, sem allir velgerningar Fiske’s við það eru afsprottnir. Félagið væri því ltklega ekki til, og Fiske hefði líklega aldrei skipt sér af því, ef ekki hefði prófessor Ólsens að- notið. Auk þess hefur hann öll þessi ár gefið því drjúga peninga, svo að það má kallast mikið fé samtals, og bækur hefur hann gefið því, og á margan hátt annan verið því til gágns og góða. Slíkt sýnist varla geta orðið virt nema á einn veg. Eg þori því öruggur að leggja það undir dóm allra réttvísra manna, hvorir hafa breytt betur, og sóma félagsins samboðnara, við, með því að meta það þakkavert og þakka það, eða þeir skólabræður mínir, sem ann- að tveggja vilja, að það hefði metizt einskis- vert, og verið óþakkað, eða ef þess var eigi kostur, þá blátt áfram vanþakkað, eins og þeir nú hafa gert. Ef senda skyldi Fiske ávarp — sem allir eru sammála um, að hafi átt að vera, og hefur sýnt sig, að ekki mátti öllu síðar verða, en gert var, til þess að ná honum lifandi — þá var ómögulegt að ganga fram hjá prófessor Ólsen, nema með því að gera sig sekan í litlu minni ósvinnu, en ofan- nefndir skólabræður mínir nú hafa ratað I, því allir eru sannmælis verðir. Stjórn Ólsens á skólanum álft eg ekkert koma þessu máli við, og þess var vandlega gætt í ávarpinu til hans, að fara ekki eina hársbreidd út fyrir efnið. Hitt er þeirra sök, skólabræðra minna, að þeir halda að al- menningi sé mjög áríðandi, að sjá prentað álit þeirra um skólastjórn háns. En þar til huga eg að mér gagnist dómur almenn- ings, að ávarpið til Ólsens hafi verið meir í sóma félagsins en grein þeirra er, sem eg tel þá ekki öfundarverða af. Það er fjarri öllum sanni, sem segir f grein skólabræðra minna, að við höfum farið í felur með ávörpin. Um þau bæði höfum við verið í samráði við kennara við skólann, og það til merkis, að núverandi rektor stýl- aði ávarpið til prófessor Fiske, og ávarpið til prófessor Ólsens var prentað í Þjóðólfi. Þeir segjast, skólabræður mínir, rita grein sína í nafni félagsmanna. Eg skal láta ó- sagt, hve margir þeir félagsmenn eru, sem

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.