Þjóðólfur - 20.01.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.01.1905, Blaðsíða 2
13 (var tekið frá Kínverjum 1895) og skaðinn því ekki svo mikill sem ella. Eystrasaltsfloti Rússa mun nú allur vera kominn austur í Indlandshaf. Nokkur hluti hans fór í gegnum Suez-skurðinn, en hinn suður fyrir Afríku. Hvort þessar deildir hafa enn náð að sameinast er ó- kunnugt, en úr þessu virðist flotinn eiga harla lítið erindi austur og hefur þess því verið getið til, að hann mundi þegar verða kallaður heim aptur. Frétzt hefur, að Japanar hafisentflota undir forustu Uriu flotaforingja suður til Malakka til þess ef til vill að taka á móti rússneska flotanum þar í sundunum. n» Úr Mandsjúríinu er ekkert að frétta, ekkert gerst þar nema lítilsháttar smábar- dagar, sem engu skipta. Rússland. Óánægja og óeirðir út af stríðinu verða æ tíðari á Rússlandi. Nýliðar þeir, sem kallaðir eru austur til Aslu gera opt af sér ýmsan óskunda og láta það ótvlræðlega í Ijósi, að þeim sé allt annað en Ijúft að láta brytja sig nið- ur þar eystra „fyrir keisarann og föður- landið". Um jólaleytið reyndi nýliðasveit ein að sprengja í lopt upp tvær smáar járnbrautarbrýr til þess að hindra herflutn- ingana austur til Asíu. Herlið kom þá að og réðst á þá og hófst skæður bar- dagi. Nokkrir af herforingjunum féllu og margir af nýliðunum. Við brýrnar tókst að gera aptur eptir skamman tíma. — í Pétursborg var fundur haldinn skömmu fyrir nýárið til þess að mótmæla stríðinu og skora á stjórnina að semja frið. Með- al fundarmanna voru vísindamenn, lista- menn og margir aðrir merkir og mætir menn. í síðasta fréttabréfi var getið um kröf- ur þær um breytingar ástjórnar- farinu, er fulltrúaþing semstvóanna (hér- aðaþinganna) gerði í nóvembermánuði. Síðan hefur hver fregnin borizt á fætur annari um samskonar kröfur hvaðanæfa frá Rússlandi, ekki einungis frá hinum lægri stéttum ogstúdentum, heldur einnig frá tignum og hátt settum mönnum. Bæj- arstjórnin í Moskva, sem telja má „fína“ samkomu undir forsæti Galizin fursta hef- ur samþykkt ávarp til stjórnaiinnar er fer í líka att. Bæjarstjórnin í Pétursborg fór að dæmi hennar og sama varð ofan á á fjölmennum fundum meðal lögfræðinga, bæði í Moskva og Pétursborg. Jafnvel rússneskir aðalsmarskálkar hafa látið sömu ósk í ljósi á fundi, er þeir áttu með sér í öndverðum desembermánuði. Ennfremur hafa stúdentar og almenningur haldið fundi á strætum og hefur það stundum orðið til þess, að lögreglan hefur skorizt 1 leikinn. 11. des. sló þannig í bardaga á götunum 1 Pétursborg og hinn 18. fór á sömu leið í Moskva. Svo sem við mátti búast bar lögreglan hærra hlut, enda fengu óróaseggirnir óspart að kenna á því. Jafn- vel í sjálfri rússnesku stjórninni hafa heyrzt raddir um, að nauðsynlegt væri að taka nokkurt tillit til þjóðarviljans og slaka dá- lftið á taumunum. Það er þannig alkunn- ugt, að innanríkisráðgjafinn, Sviatopolsk- Mirski, hefur barizt fyrir því, og nokkra stoð hefur hann í þvf efni fengið hjá VVitte forseta ríkisráðsins. En þar er við ramman reip að draga, því að Pobedon- oszeff, formaður sýnódunnar helgu og Muravieff dómsmálaráðgjafi hafa þar enn- þá mikið að segja og þeir vilja ekki heyra talað um hinar minnstu endurbætur á stjórnarfarinu. A fundi, sem ríkisráðið hélt 15. des. til þess að ræða um þetta mál, er mælt, að hann hafi sagt, að af- nám einveldisins væri synd gegn guðs lög- um. A afmælisdag keisara (20. des.) bjuggust menn við, að hann mundi gefa út boðskap til þegna sinn.i og svara þeim bænaskrám, er hann hefur fengið um þetta mál. Boðskapurinn kom þó ekki fyr en nokkrum dögum síðar. Þessi boðskapur gefur von um ýmiskonar umbætur, en er þó svo óákveðið orðaður, að leggja má út á marga vegu. En það er skýrt tekið fram, að við einveldinu 'verði ekki hagg- að. Helztu umbæturnar, sem gert er ráð fyrir snerta bænduma og þakka menn þau ákvæði einkum Witte. Þá er einnig talað um aukið trúarbrágðafrelsi, breyting- ar á tilskipunum, er takmarka réttindi ibúa einstakra héraða í ríkinu og að end- ingu um aukið prentfrelsi „innan ákveð- inna lögbundinna takmarka". Allar eru þessar umbætur bundnar ýmsum skilyrð- um og takmörkunum, svo að framkvæmd- irnar má telja mest undir því komnar, hver stefna verður ofan á í rússnesku stjórninni. En harla lítil von er um, að mikið verði aðgert, ef það reynist satt, sem fréttist í gær, að Sviatopolsk-Mirski hafi sótt um lausn frá embætti. 1. des. var birt í blöðum um endilanga Norðurálfuna allmerkilegt skjal, er gaf til kynna, að fulltrúar ýmsra pólitiskra flokka og þjóða í hinu rússneska ríki hefðu gert samband meö sér til þess að reyna með sameinuðum kröptum að hnekkja hinu rúss- neska einveldi og kúgun þess, án tillits til margskonar ágreinings og skoðanamuna innbyrðis. Á þingi því 1 París, þar sem þetta gerðist voru fulltrúar frá Finnum, Pólverjum, Armeníumönnum, Georgíu- mönnum og frá ýmsum framsóknar- og byltingafélögum í Rússlandi sjálfu. Þau grundvallaratriði, er allir voru sammála um voru þessi: 1) afnám einveldisins og apturköllun allra ólöglegra tilskipana á Finnlandi. 2) í stað einveldisins lögbund- in stjórn, er hvíli á ahnennum kosníngar- rétti. 3) sjálfstjórn fyrir hinar einstöku þjóðir og Iagaleg vernd þjóðernis þeirra. Fyrir öllu þessu vilja hinir mörgu og sundurleitu flokkar berjast i bróðerm. Dómur er nú fallinn yfir banamanni Plehves, Sassonoff, og er hann dæmd- ur til æfilangrar þrælkunar. Annars geng- ur sá orðrómur í Sviss, að Sassonoff hafi komist þangað úr klóm Rússa og enskur fréttaritari kveðst jafnvel hafa haft tal af honum í Ziirich. Ennfremur er það talið þessu til sönnunar, að maður sá, er dæmd- ur var í Pétursborg hefur verið straxnáð- aður og rúfsing hans lækkuð. Maður sá, sem stal likneski guðsmóður úr dómkirkjunni í Kasan í fyrravetur hef- ur nú verið dæmdur til 12 ára þrælkunar. Finnland. Finnska þingið kom saman 9. des. Þeir meðlimir þingsins, er gerðir höfðu verið landrækir fengu leyfi að koma aptur til Finnlands til þess að sitja á því. Við . þingsetninguna var lesinn upp boð- skapur keisara og var þar tekið fram, að það væri óbifanlegur vilji hans, að tilskip- anir, er tengja ættu landið nánara við Rússland (t. d. um varnarskylduna, inn- leiðslu rússnesku i stjórnarskrifstofurnar og aðgang Rússa að embættum á Finn- landi o. fl.) héldust í gildi framvegis, en aptur væri honum ljúft, að afnema svo fljótt sem unnt væri þær bráðabirgðaá- kvarðanir, sem gerðar hefðu verið til þess að bæla niður mótspyrnuna gegn þessum stjórnarbreytingum (t. d. alræðisvald land- stjórans í sumum málum). Svarið upp á þetta kom von bráðar og allótvírætt. All- ar (4) deildir þingsins sendu 15. des. for- setum sínum mótmæli undirrituð af flest- öllum þingmönnum gegn hinum ólöglegu tilskipunum og kröfu um, að réttindi þjóð- ar og þings verði þeim fengin aptur óskert í hendur. Svíþjóð og- Noregnr. Fyrst 7. des. var Lagerheim utanríkisráðherra Svía og Norðmanna veitt lausn og var embættið fyrst um sinn fengið í hendur R a m s t e d t ríkisráðherra, en 22. des. tók við því Gyldenstolpe greifi, sem áður var sendiherra í Pétursborg. Orsökin til þess, að Lagerheim lagði niður embætti sitt telja menn þá, að hann gat ekki komið á samningum um konsúlamálið norska, sem nú má telja strandað fyrst um sinn. Norð- ménn hafa látið í ljösi, að ef konsúlamál- ið yrði ekki komið á góðan rekspöl fyrir janúármánaðarlok, þá mundi enginn Norð- maðut koma til Stokkhólms til að taka þátt 1 hinum norrænu fþróttaleikum, er þar verða haldnir, þvl að þeir hefðu þá ekki skap til, að tæma gleðibikara í höf- uðstað Svía. Nóbelverðlaununum var úthlutað 10. des. að vanda af Óskari konungi. Þessir hlutu verðlaunin: Bókmenntaverðlaunin hlutu Fra- deri Mistral (f. 1830), franskt skáld, er þykir hafa lýst bændalífinu á Suður-Frakk- landi betur en nokkur affnar á provenc- alska (suður-franska) tungu og J o s é Echegaray, spánskt skáld (f. 1833), tal- inn einna merkastur sjónleikahöfundur Spánverja. Efnafræðisverðlaunin hlaut William Ramsay prófessor í Lundún- um (f. 1852). Hann hefur fundið ýmsar nýjar lopttegundir (t. d. Helium, Neon, Krypton og Xenon) og á síðustu tímum hefur hann mikið fengist við rannsóknir á radíum. Eðlisfræðisverðlaunin hlautRay- 1 e i g h lávarður, prófessor í Lundúnum (f. 1842). Hann starfaði með Ramsay að rannsókn andrúmsloptsins og fann með honum lopttegundina Argon. Frægasta verk hans er hljóðfræði (Theory of sound), er þykir bera af öðrum ritum í þeirri grein. Læknisfræðisverðlaunin hlaut Pavlov, rússneskur læknir, er einkan- lega hefur getið sér orðstír fyrir rannsókn- ir sínar á meltingarfærunum. Friðarverðlaunin hlaut loks ekki neinn einstakur maður, heldur félag það er nefnist „Institut de droit inter- national", vlsindafélag, sem starfar að því að efla og útbreiða millirfkjaréttinn. Verðlaunin í hverri grein eru um 140 þús. kr. Dnnmörk. M a d s e n hertnálaráðherra hefur sótt um lausn nú um áramótin. Hef- ur hann fært sem ástæðu fyrir því ósam- lyndi við Jöncke flotamálaráðherra, en aðrir þykjast þó fullvissir um, að hin eig- inlega ástæða sé sú, að hann geti ekki komið sér saman við fjárlaganefndina um útgjöld til hersins. [Sjá frekar um ráða neytið hér síðar 1 blaðinu]. „Politiken'1 hefur haft ritstjóraskipti núna um nýárið. Dr. Edv. Brandes hef- ur hætt ritstjórninni, en Henrik Cavling og Ove Rode, er áður voru meðritstjórar blaðsins, eru teknir við af honum. Blað- ið heldur sömu stefnu sem fyr. Rétt fyrir nýárið gerði allmikið óveð- ur með byl víða um Danmörku. Sjór gekk á land og gerði töluvert tjón. Á Þýzkalandi varð einnig allmikið tjón af óveðri þessu og náði það enda enn lengra suður á bóginn. Máli því, sem höfðað var gegn G u n - del skipstjóra á Norge, er fórst í sumar í Atlantshafinu er nú lokið fyrir sæ- og verzlunarréttinum. Var Gundel sýknaður, en þó látinn greiða málskostnað, með því að í einstaka atriðum þótti hann ekki hafa sýnt alla þá gætni, er heimta mætti. Nýdánir eru Johan Bartholdy tón- skáld ogHarald KolIing,er um 40 ár hafði verið leikari á „Lýðleikhúsinu" (Folketheatret). Frakklaml. Uin mánaðamótin nóv.— des. höfðu klerkar látið skólabörn sín safnast um líkneski Jeanne d’Arc's í París til þess að vegsama hana og ákalla gegn kúgun hinnar núverandi stjórnar. Hinn alkunni jafnaðarmannaforingi J a u r é s gerði gys að þessu í blaði sínu og líktj því við hina kátlegu stjórnarbyltingartil- raun, er Dérouléde gerði um árið og var dæmdur í útlegð fyrir. En Dérouléde varð fokreiður af þessu og skammaði Jaurés hinum verstu óbóta- skömmum fýrir, en nú missti Jaurés líka jafnvægið og hann, sjálfur friðarpostulinn, skoraði Dérouléde á hólm. Þó að Dér- ouléde sé landrækur, þá var samt ekki amast við, að hann skryppi snöggvast inn fyrir landaroærin til þess að afljúka svona áríðandi erindi, og þó að einvígi sé með lögum bannað á Frakklandi fengu þeir þó óáreittir að eigast við. Annars var einvígi þetta með öllu hættulaust. Hvor skaut tveim skotum eitthvað út 1 loptið og svo skildu þeir að því búnu. 8. des. dó Syveton þingmaður sá, sem löðrungaði André hermálaráðherra mjög skj'ndilega. Var fyrst látið í veðri vaka, að hann hefði kafnað af kolasvælu á skrifstofu sinni, en brátt varð það talið fullsannað, að hann hefði ráðið sér sjálf- ur bana og það eftir hvötum konu sinn- ar, sem hafði fengið vitneskju um, að hann héldi fram hjá henni með dóttur hennar. Vakti þetta hið mesta hneykslí og kærkomið umtalsefni fyrir blöðin. Kom þá einnig upp úr kafinu ýmislegt fleira hárugt í fari hans t. d. hafði hann dregið í sinn sjóð allmikið fé frá „Bandalagi ætt- jarðarvinanna", erhannvar framkvæmdar- stjóri fyrir. Stjómarblöðin hlökkuðu mjög yfir þessu og kváðu þarna mega sjá, hvern- ig „patriótarnir" væru inn við beinið. Járnbrautarslys varð á Norður- Frakklandi 23. f. m. Einn vagn mölbrotn- aði. Einungis 12 menn biðu þó bana, en allmargir meiddust. Fyrir nokkrum dögum var stolið 5 póst- pokum úr járnbrautarlest. Ipokunumvar gull, silfur og seðlar, er nam mörg hundr- | uð þús. franka. Pokunum hafði verið kastað út um glugga meðan lestin var á ferðinni. Austurríki. Nú um áramótin urðu ráðaneytisskipti í Austurríki. Dr. v. K o e r b e r, sem í 5 ár hefur gegnt hin- um vandasömu stjórnarforsetastörfum þar með allmiklum dugnaði fór nú frá völd- um og bar fyrir sig heilsulasleik. Aðalá- stæðan mun þó hafa verið sú, að hann hefur ekki séð sér fært að halda niðri hinum ævarandi deilum milli Þjóðverja og Tékka, sem standa i vegi fyrir nytsörou löggjafarstarfi. Fríherra v. Gau tsch er orðinn ráðaneytisforseti í stað hans. Ungverjaland. Samlyndið ( ungverska þinginu hefur löngum verið harla bágbor- ið og löggjafarstarfið gengið stirðlega, því að minni hlutinn reynir að gera framgang málanna sem erviðastan. Stjórnin hefur því gert nokkrar breytingar á þingsköp- unum, til þess að koma í veg fyrir þetta, en minnihlutinn telur breytingarnar lög- leysu eina. 13. des. létu þeir í Ijósi gremju sína yfir þessu á alleinkennilegan hátt. Um morguninn söfnuðust þeir saman í þinghúsinu, hentu þjónunum, sem þar voru á dyr, brutu alla stóla og borð, sem voru í miðjum þingsalnum og réðust síðan að forsetastólnum, en þar höfðu þá allmarg- ir þingsveinar leitað hælis og bjuggust nú til varnar. Eptir skamma en allharða við- ureign urðu þingmennirnir ofan á, en voru þó sumir sárir orðnir. Tisza ráða- neytisforseti hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna við þetta tiltæki, heldur þvert á móti gert ráðstöfun til sakamálsrann- sóknar gegn sökudólgunum. Eins og geta má nærri hefur samkomulagið ekki batn- að eptir þetta. Nú hefur þingið verid leyst upp og efnt til nýrra kosninga, þó að ekkert fjárlagafrumvarp hafi orðið sam- þykkt af þinginu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.