Þjóðólfur - 17.02.1905, Page 1

Þjóðólfur - 17.02.1905, Page 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 17, febrúar 19 05. 8. Norður um Noreg. eptir Matth. Þótðarson. II. Bergen er bær með 72,000 íbúa eða jafnmarga og Island tiafði 1882. Bergen (Björgvin) er af Noregs elztu bæjum, byggð af Ólafi konungi kyrra í kringum árið 1070. Bærinn liggur f vík allstórri, sem kallust Vaagen, er hann umkringdur af 7 fellum eða fjöllum, allt að 1000 fetum á hæð. Utan ( htíðunum og í víkurbotn- inum liggja svo húsin, svo bærinn verður eins og skeifa í lögun, og ef maður vill sjá sig um í útjöðrum bæjarins, þá ligg- ur vegurinn upp eptir hlíðunum á ská, og mestallur tómar tröppur og þrep; en þegar upp er komið sér maður Kka yfir allann bæinn og höfnina, og er það mjög falleg sjón. Að kveldi til eru Ijósin frá húsum þeim, sem liggja efst í hlíðunum eða hátt uppi, eins og stjörnur á himni. Höfnin er ágæt og rúmar hún um 300 skip. Hér er eins og víðast hvar í Nor- egi nógar bryggjur til að losa og afferma, öldubrjótar í hafnarmynninu, dokkur o. fl. sem nauðsynlegt er fyrir siglingabæ. Bær- inn er líka bæði af náttúrunnar og manna- höndum skapaður fyrir verzlun og sigl- ingar, enda var Bergen utn fleiri aldir stærsti verztunarbær í Skandínavíu, þótt ekki gnæfði hann eins langt yfir aðra staði, eins og meðan Hansakaupmennirn- ir höfðu þar aðsetur, og réðu yfir allri verzltin Norðmanna á 15. öld. Bærinn ber líka menjar þess, því það úir og grúir af nöfnum á götuin og öðrum mann- virkjum frá þeim tímum, svo sem Hot- lændergaden, Tyrkegaden, Tyrkebryggen, Tyrkekirken, Hansetatiske-Museum o. fl. Tyrkebryggen heitir afarlöng hafskipa- klöpp að austanverðu í bænum meðfram öðrum skeifuarminum, þar geta fleiri tug- ir gufuskipa hlaðið og losað í einu hvert fram af öðru í einni lengjti; meðfram skipaklöppinni að ofanverðu við götuna liggur röðin af háum vörubirgðahúsum, sem snúa göflunum út að sjónum, þau gnæfa þar með hin háu gamaldags þök upp í loptið, tilsýndar að sjá eins og sagartennur; þetta eru nú meðal annars jarðneskar leifar Hansakaupmannanna, og hefur tímans tönn ekki enn þá getað sundurnagað þessa húsaskrokka, nema hvað á tveimur stöðum er röðin slitin í sundur við að ný hús hafa verið byggð upp, hvert öðru tfgulegra og ber annað ártalið 1901 en hitt 1903. Miðbærinn liggur fyrir botni vogsins — í tánni á skeifunni, — þar er stórt óbyggt svæði steinlagt og á því er hið nafnkunna fiskisölutorg. Það er asfaltlagt af- langt svæði þar semfiskisölumennirnirupp- stilla röðum af borðum, sem þeirsvo raða á fiskinum kaupendum til sýnis. — Hér er líf á kveldin og morgnana, sérstaklega þó á laugardögunum, fleiri hundruð manna eru hér saman komin að kaupa og semja um kaup. Hér sér maður fólk af öllum stéttum; fínir herrar klæddir í pelskápur með silkihatta, og fyrirmannlegar hefðar- frúr eru hér að semia við Strílana, og gengur verzlunin ekki orðalaust af, og gengur straumurinn af fólkinu stundum borð frá borði til að Ifta á varninginn, og ef kostur er á að fá betri kaup, og ef svo saman gengur með kaupanda og seljanda, sem opt tekur langan tíma, þá er nóg af bæjarsendlum og drengjum, sem eru fúsir á að taka að sér að bera björg- ina heim gegn litlti endurgjaldi, þ. e. a. s. eins miklu og hann framast getur fengið. Venjulega ber kaupandi sjá'fur heirn afl- ann, kvennfólkið í körfu en karlmennirn- ir í snærisspotta, eins og í Reykjavík. Hér er uppstillt öllu mögulegu af fiski- kyni — nenia af hval og ‘hákarl, hval er ekki að tala um í Noregi, því nú er hanti friðaður í næstu 10 ár. — Þar er Tax og lúða og allar tegundir ofan að sandsíli, ásamt brytjuðum, afvötnuðum saltfiski o. fl. Mest er selt af dauðum fiski, en þó er talsvert stundum af lifandi fiski, sem þá er í stórum kössum fylltum af sjó, er standa í langri röð og sem dælað eruþp f sjónum, og fiskurinn svo tekinn upp úr rneð haf. Dýr þótti mér fiskurinn hjá þeirn, sér- staklega lúða 50—60 atira kilo (2 pd ), stórupsi frá 55^—75 aura stykkið, ■ enda fannst kaupendum þá dýit þann tíma sem eg var ( Beigen. Þeir sem fiskisöluna hafa eru svo kall- aðir Strilar, það eru fiskimenn utan úr eyjunum þar ( kringum Bergen; þeir eru ófeimnir og halda vörum sínum hátt, enda er ekki sparað að »prútta«, því það er lenzka hér í Noregi að segja vöruna þriðj- ungi og allt að helmingi dýrari en hún er í raun og veru, og staka þá jafnharð- an til, ef kaupanda sýnist of mikið; marg- ir útlendingar eru vfst ærlega féflettir á þann hatt hér, sem eru ókunnir verzlun- arháttum. Strflarnir þúuðu alla að mér virtist, æðri sem lægri, sem höfðu verzlun við þá, og gerðu sér engan mannamun, og að þeir ertt ófeimnir ( orðakasti við hvern sem í hlut á, sýnir eptirfarandi skrítla, sem mér var sögð og kvað vera alveg sönn. Óskar Svía- og Norðmannakonungur kom til Bergen 1902, ásamt krónprinzinum, og gekk krónprinzinn eintt sinni um fiski- torgið og skoðaði fiskinn; hann kemur þar að einu borði, og skoðar þar smá- þyrskling, og spyr, hvað hann kosti, Strlllinn segir honum verðið, og þykir krónprinzinum það dýrt, og bætir við, að fiskurinn sé ekki stór, þegar búið sé að taka af honum höfuðið. »Ætli yrði ekki Ktið úr þér Kka, ef tekinn væri af þér hausinn«, svaraði Strfllinn. Hvort hann hefur þekkt prinzinn eða ekki, um það getur ekki sagan. A sunnudögttnum er hér allt fágað og hreint, og þá sést enginn fiskur. Þegar maður Ktur upp í bæinn affiski- torginu, verður fyrst fyrir manni stórt autt svæði steinlagt, sem kallast Almenn- ingur, .og liggja stórbyggingar þar að á þrjár hliðar. Til hægri handar upp á á- valri hæð stendur Kkneski eitt risavaxið of einttm ríkisþingsmanni Norðmanna, Kristie, sem samdi stjórnarskrá Norðm. og barðist fyrir sjálfstæði þeirra á Eiðs- velli 17. maf 1814. Andspænis fiskitorg- inu liggur »Norges Bank« og við hliðina á honum kaupmannasamkundan, mikil hús og vegleg; fyrir framan Noregs banka stendur Kkneski af Holberg, og á öðrum stað ofar í bænum er nýreist líkneski af Ola Bull, hann stendur á klettastalli með fiðluna sína í hendintii og er að spila, en vatnslind brýzt út úr klettunum og gefur hljóðið. Sjónleikar. Leikfélagið hefur 3 kveld leikið » J e p p a á Fjalli« (»Jeppe paa Bjærget«) eitt hinna nafnkenndustu leikrita Holbergs. j Hefur það ekki verið leikið hér síðan í febrúar 1879, en þá sýndu stúdentar leik þennan hér og var þá mjög mikil að- sókn að honum, enda þótti mjög vel tak- ast, einkanlega aðalpersónan Jeppe, er núv. skólastjóri Morten Hansen lék sér- leg.t vel. Þeir, sem sáu leik þennan þá og hafa séð hann nú, segja flestir, að hann sé að minnsta kosti ekki beturleik- inn nú yfirleitt, og sunistaðar jafnvel mið- ur, og er sjálfsagt nokkuð hæft í því. Oss virðist leikurinn alls ekki njóta sín á leiksviðinu, eins og hann gæti gert. og ætti að geta gert, eptir því sem hann er úr garði gerður frá skáldsins hendi, þv( 1 að hann er ekki spéskapur einn eða fá- ránlegur hégómi að eins til að hlæja að, eins og suinum kann að virðast í fljótu bragði, heldur bitur ádeila um ánauð og kúgun bændastéttarinnar dönsku á Hol- bergs dögum, með þungri undiröldu og alvöru undir öllum gáskahjúpnum, og muu engum dyljast það, er athugar leik- inn vandlega. Jeppi er að vísu orðinn hálfgerður ræfill itt úr basli og drykkju- skap og óþolandi heintilislífi, en hann hefur góða nattúrugreind og getur verið hnyttinn og meinlegur ( orðum. Lífið hefur tekið á honum hörðum höndum, svo að hann þykist hvergi geta fundið fró eða huggtin nerna í óminniselfum Bakkusar, en sekkur við það dýpra og dýpra í vanþrif og vesaldóm. En við- kvæniur er hann f lund og »allra bezta skinn«. Það er allmikill vandi að láta hann njóta réttar síns á leiksviðinu, fara svo með hann, eins og hann á skilið og skáldið hefur ætlazt til, enda er það naum- ast meðalmannsverk. Hr. Arni Eir(ksson hefur auðsjáanlega gert sér mikið far um, að leysa hlutverk sitt vel af hendi og tekst það líka sum- staðar vel, en hann nær naumast réttum tökum á Jeppa yfirleitt, og í sumum at- riðurn alls ekki. Til þess skortir hann fyrst og fremst nógu viðfelldinn og beygj- anlegan málróm. Hann verður stundum alltof óðamála og aðsúgsmikill, enda frek- ar en vera má, þótt hann sé ör af v(ni, og honum láti lífið, eins og þegar hann er f barónsgerfinu. Hann er og um of hvatskeytlegur og flumúsa, er hann vakn- ar í barónsrúminu. Hann ætti pð líta f kringum sig með meiri ró, eins og steini lostinn af »forundran« yfir þvf, hvarhann er kominn, og athuga allt f kringum sig ofurvarlega og hristingslítið. Það væri rniklu eðlilegra. Honum tekst og heldur ekki vel að lýsa nógu mikilli viðkvæmni, leggja nógu rnikið í skilnaðarorðin, þá er hann hefur tekið eitrið (eða það, sem hann hyggur eitui) og er að kveðja það, sem honum hefur verið kærast ájarðríki. Það var einmitt þetta atriði, sem danska leikaranum Phister tókst svo meistaralega vel og einna mest þótti í varið f öllum snilldarleik hans í þessu hlutverki. En Jeppe getur verið vel leikinn, þótt jafn- oki Phisters leiki hann ekki. Þrátt fyrir þetta og margt fleira, sem að leik Árna verður fundið, þá má samt segja, að ekki tekst öðrum tiitölulega betur með hlut- verk sín í þessum leik, þótt vandaminni séti. — Kona Jeppa Nillie (L. Indr.) er afl.eit, \ antar alveg fas og málróm til að leika þann kvennvarg. Hún er einnig al'tof tingleg, og búningurinn ómynd ept- ir þeirra tíma tfzku. Vöndurinn hennar er lltilfjörlegt tagaknippi, er virðist vera ógnaýlega veigalítill sófl, er ekki geti ver- ið mikið hræðslugæði fyrir Jeppa. — Bar- óninn (Jens VVaage) er alltof alvarlegur og steingerfingslegur. Honum stekkur ekki einu sinni bros, þá er gabbið við Jeppa gengur sem lengst, og hann lætur sem ærslalegast, og þó er það baróninn, sem er pottur og panna f allri þessari »kómed(u« með karlinn. Menn skyldu því halda að það sæjist einhverntíma, að hoiunn væri skemmt. Kn því fer fjarri. Það er eins og hann sé ávallt staddur vid jaiðarför. —Læknarnireru óhæfilega bág- bornir, sérstaklega sá með uppgerðarmál- róminn (J. Kr.). Slfkur leikur er enginn leikur, heldur skrípamynd af leik, erLeik- félagið getur naumast verið þekkt fyrir að sýna ( »Iðnó«. Þessir læknar eru töluveit skárii sem málsfærslumenn, þótt gott sé það ekki. — Jakob veitingamað- ur (Kr. Ó'. Þ.) er afskræmislegur og dóna- legur uni of í öllu útliti, og því er hleg- ið að honum. Hann á auðvitað ekki aff vera neinn »gentlemaður« að ásýnd eða innræti, en önnur eins veraldarháðung á hann naumast að vera, eins og leikand- anum tekst að gera hann. £n honum virðist falla það léttast og náttúrlegast að gera það svona. — Hlutverk frk. Guðr. Indriðad. er ekki mikilsháttar, en mjög snyrtilega með það farið, þótt lítið sé. Yfirleitt verður ekki sagt, að leikurþessi takist eins og menn gerðu sér vonir um og vænta mátti. Nýjar bækur sendar Þjóðólfi frá Gyldendalsbókaverzlun f Höfn: Kirke og Orgel. Eptir Holger Dtach- mann 165 bls. 8';°. Saga þessi er aðallega um gamlan, ein- kennilegan organleikara af háum stigum, er lifir gleðisnauðu einlífi í litlu þorpi og leikur á ágætt orgel f hinni afarhrörlegu þorpskirkju, kirkju, sein er svo hrörleg, að hún þolir ekki, að spilað sé á orgelið með fyllsta krapti. Svo verður ung og fr(ð trulofuð stúlka skotin í þessum gamla organleikara, ( fyrstu vegna þess, hversu hann spilar öðruvísi en allir aðrir menn, og hann verður auðvitað skotinn í stúlk- unni, en bandar henni þó heldur frá sér,

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.