Þjóðólfur - 17.02.1905, Qupperneq 2
3°
af því hann sé orðinn ofgamall fyrir hana,
hann sé kirkjan hrörlega að hruni kom-
in, en hún sé orgelið sterka og hljóm-
mikla, sem kirkjan þoli ekki. En stúlkan
sinnir því ekki, og morguninn, sem hún á
að giptast unnustanum sfnum hleypur hún
í kirkjuna til organleikarans og með ást-
mey sína í fanginu spilar hann brúðkaups-
sálminn og dregur nú ekki af, unz hvelf-
ingin rofnar og kirkjan hrynur yfir þau.
Láta þau þannig líf sitt. Það er enginn
efi á, að saga þessi er „symbol" upp á
skáldið sjálft. Hann er gamli organleik-
arinn, afivana til að njóta ungrar ástar.
Sálin (= orgelið) er að vísu allsterk, en
hefur verið vel gerð í upphafi, og hefur
eitthvað enn af að taka, ef hann þyrði,
vegna hinnar veiku tjaldbúðar, líkamans
= kirkjunnar, sem ekki lengur þolir hin-
ar sterku, heitu tilfinningar. Eins og
menn vita hefur Drachmann lengi verið
óhraustur til heilsu, en andlegum þrótt
sínum hefur hann nokkurn veginn haldið.
Ut frá þessu sjónarmiði verður sagan ein-
kennileg og markverð sjáifslýsingá Drach-
mann, eins og hann skoðar sig nú, hálf-
dauðan frá heiminum og lífsnautninni, en
þó ekki útbrunninn með öllu andlega.
Þessar 3 síðasttöldu bækur eru nr. 24—
26 í ritsafninu „Nordisk Bibliotek", er
Gyldendalsforlagið gefur út.
Börnenes Jnleroser 1904 4'^ Með mörg
um myndttm, smásögum og skrítlum.
Jnletid. 11. árg. 1904 4*°- Sérp^entun
af hinu helzta f „Börnenes Juleroser“.
Krigen mellem Japan og Ritsland. 23.—
25. hepti (329—376 bls.). Frásagan frá
ófriðnum komin til septemberloka.
Vanhugsað lagaboð,
f „ísafold" 7. þ. m. stendur yfirlýs-
ing frá Bóksalafélaginu, sem aðallega mun
til orðin vegna bókaútgáfuauglýsinga minna,
og leyfi eg mér því að fara um þetta nokkr-
um orðum.
Ofannefnt félag bannaröllum útsölumönn-
um sínum að taka til útsölu bækur þær, sem
prentaðar verða hér eptir íslenzkum útgáf-
um frá Vesturheimi, og brot gegn þessu
banni gildir hvorki meira né minno en miss-
ir útsöluréttar, og auðvitað jafnhliða glötun
hinnar dýru hylli félagsins; en eg get ekki
við þv! gert, að mér finnst ofannefnd sam-
þykkt fremur vanhyggnislega hugsuð, þar
sem hún aðallega snertir óháða og sjálf-
stæða menn, sem flestir, er hér eiga hlut
að máli, munu vera, og svo vel þekki eg
suma þeirra, að vel gæti eg trúað, að þeir,
hvenær sem vera skyldi, vildu rýmka til hjá
sér og afhenda bækur þær, sem liggja hjá
þeim til útsölu, án þess að félagið þyrfti á
sínu nýlögleidda „straffi" að halda, og þótt
enginn leyfi sér að efast um ágæti þessa
gamla og góða félags og viðleitni þess til
að halda við eigin tilveru sinni, þá verður þó
þess vel að gæta, að söluþægðin er alls
ekki eingöngu útsölumanna meginn, heldur
miklu fremur hjá félaginu, sem vitanlega
hefur aðal ágóðann, og má það því vera
hverjum þeim mjög þakklátt, sem vill vera
útsölumaður þess, ef hann sýnir góða skil-
semi. Og í sambandi við áminnsta mót-
spyrnutilraun, þá mistekst hún algerlega
hvað mig snertir, þar eg hafði ekki hugsað
mér aðalútsölumenn bóka minna af þeirra
flokki, — nema ef vera skyldi hér eptir, —
og færi eg fram á það við hlutaðeigendur,
þá efast eg ekki um hinn bezta árangur,
þar eg tel víst, að félagið hafi svo hagfróða
menn í sinni þjónustu, sem ekki kasta frá
sér að ástæðulausu smærri eða stærri fjár-
upphæðum, sem hér er um að ræða, þar eð
bækur þær, sem eg nú er að gefa út munu
njóta almennings hylli, og sömuleiðis þær,
er eg síðar kann að gefa út, og þá spillir
ekki til, að þær eru prentaðar í fullkomn-
ustu prentsmiðju landsins. — En af hverju
stafa svo afskipti félagsins í ofangreindu
efni? Er það af réttlætistilfinningu fyrir
einstaklingum þeim, er kynnu að hafa eign-
arrétt á bókum þeim, er upp yrðu prentað-
ar ? Varla; þar sem eg hygg, að benda
megi á bækur, sem félagið, eða einstakir
meðlimir þess, hafa gefið út án heimildar.
Nei, en skyldi félagið ekki hugsa sér að
einveldissól þess kynni að lækka á lopti, ef
menn fyrir utan það fara að gefa sig við
bókaútgáfum, og væri því þannig af öllum
mætti að berjast gegn þv! í eigin hagsmuna
skyni? Það bygg eg rétta tilgátu; en félag-
ið hefur rniklu fremur greitt fyrir útsölu
bóka minna en hið gagnstæða (líklega óaf-
vitandi), án þess eg byggist við hjálp úr
þeirri átt, og þurfti hennar enda ekki með,
en góðum tækifærum skyldi maður aldrei
sleppa. Það et þv! langt frá, að eg finni
til hinnar minnstu gremju ! félagsins garð,
enda vona eg, að þessar línur séu fremur
ritaðar í bróðuranda en beiskju ! garð minna
tilvonandi stéttarbræðra.
Reykjavík 14. febrúar 1905.
Jóh. Jóhannesson.
Verkfræðingur landsins
er Jón Þorláksson ingeniör skipaður frá
l. þ. tn. í stað Sigurðar Thoroddsens, er
veitt hefur verið kennaraembætti við
lærða skólann.
Laeknisliérað veitt
Hötðahverfislæknisnérað er veitt Sigur-
óni Jónsyni á Staðarhrauni, læ kni I Mýra-
héraði.
Læknirinn í Fijótsdal, Jónas Kristjáns-
son, er settur til að þjóna Hróarstungu-
héraði til aprílloka þ. á., þangað til Þor-
valdur Pálsson tekur við.
Drukknun.
Hinn 23. f. m. drukknaði í Hólsá í
Skaptafellssýslu Oddur Stígsson
bóndi ( Skaptárdal, sá er svelti drenginn
til bana fyrir skömmu, eins og kunnugt
er. Var Oddur á ferð með sambýlismanni
s(num út að Vík ( Mýrdal, reið á undan
út í ána til að reyna hana, en hleypti á
sund og fór af hestinum.
Með “Lauru,,
tóku sér far héðan ti! útlanda 10. þ.
m. : Jón Jónsson alþm. frá Múla, Pétur
Jónsson alþm frá Gautlöndum, Asgeir
Sigurðsson kaupm. og frú hans og Jón
Brynjólfsson kaupm., Jes Zimsen konsúll,
Jón Þórðarson kaupm., L. Kaaber bókhald-
ari, Sörensen verzlunarm., Gunnlaugur
O. Bjarnason prentari, og ungfrú Unnur
Thoroddsen frá Bessastöðum, ennfremur
skipsbrotsmennirnir af hinum tveimur
strönduðu botnvörpuskipum (við Breiða
merkursand og Þjórsárós.)
Settur sýslumaður
( Barðastrandarsýslu 15. þ. m. er cand.
jur. Sigurður Eggerz.
Póstafgreiðslumenn
eru skipaðir; á Djúpavogi Gustav Iwer-
sen verzlunarstjóri og á Fáskrúðsfirði Páll
H. Gíslason verzlunarstjóri.
Smáupsi
aflaðist hér á höfninni með ádrætti 13.
— 15. þ. m., þó til nokkurra muna.
Tunnan seld á 2—4 kr.
Veitt prestakall. Audkúla í Húna-
vatnsprófastsdæmi veitt 11. þ. m. séra Stef
áni M. Jónssyni á Auðkúlu, er veiting
hafði fengið fyrir Stokkseyrarprestakalli.
Laust prestakall. Stokkseyrar■
frestakall i Arnessprófastsdœmi (Stokkseyr-
ar- og Eyrarbakkasóknir). Mat kr. 2478,75.
Af brauðinu nýtur prestsekkja eptirlauna,
sem nú eru kr. 181,58 árlega. Veitist frá
næstu fardögum. Auglýst 13. febrúar. Um-
sóknarfrestur til 28. marz 1905.
Innilegar þakkir til allra þeirra,
er syndu mér og börnnm inínum
hluttekningii við fráfali og jarðarför
konnnnar ininnar. Sönmleiðis beztu
þakkir fyrir hönd forelðra og syst-
kina hinnar framliðnu.
Páll Einarssoti.
Nýtt orgel er til sölu nú þegar. Borg-
unarskilmálar ágætir. Ritstj. vísar á seljanda.
Frá 14. maí 1905
Mótorbátur
8 ára gamali, en þó í ágætu standi
og smíðaður úr sérstaklega góðu efni,
er til sölu og kostar 3000 kr., hing-
að kominn til Reykjavíkur.
Báturinn er 30 feta langur og 7 feta
breiður og tekur 20 menn. Velin
hefur 4 hesta afl og hefur báturinn
með henni 5/4 mílna hraða á klukku-
stundu.
fást leigðar 2 stórar íbúðir, hver 7 herb.
auk 2 geymslu kl. Mikið gólfrými. Lofthæð
4V2 al. Ódýr 1 ei ga.
Gisli forbjarnarson.
Fasteignasala.
2. jarðir nálægt Reykjavík. Hús og bæir
við Hverfisgötu, Bergstaðastræti; og vfðar.
Gtsli Þorbjatnarson.
Fjármark Odds Benediktssonar á
Tumastöðum í Fljótshlíð er: tvírifað í sneitt
apt. h. og tvístigað fr. v.
Smá-úrklippur
með viðurkenningu fyrir Iiina miklu yfir-
burði, sem Kína- Kfs- elixír frá Walde-
mar Petersen í Kaupmannahöfn Iiefur til
að bera.
Lysthafendur snúi sér til undirritaðs
eðabeinttil verzlunarhússins J. Braun,
Engelske Planke 12—16 í Hamborg.
Reykjavík 29. janúar 1905.
Ludvig Hansen
agent fyrir J. Braun í Hamborg.
ISendið kr, 10,50t
♦ , . ♦
♦ í penmgum ♦
T ásamt máli í þurnl. af hæð yðar ♦
♦ og breidd yfir herðarnar, svo \
▼ sendir undirrituð verzl. yður hald-
♦ góða og failega Waterproof-kápu
ý (dökka að lit) og yður mátulega ^
♦ að stærð og að kostnaðarlausu á :
^ allar þær hafnir, er gufuskipin
^ koina á, nægar birgðir fyrirliggj-
♦ andi af öðrum kápum með öllu
1 verði fr;
5 kr. til 25 kr. Kaup-,
menn ókeypis sýnishorn og verk- ♦
^ smiðjuverð. Skrifið í dag til ^
^ Verzl í Þingholtsstr 4 |
R v (k. ^
!
í
Lystarleysi í 20 ár og verkur fyr-
ir brjósti í 4 ár.
Við þessum kvillutn hafði eg og leitað
margra lækna og þó árangurslaust; en
eptir að eg hafði tekið inn úr 4 flöskum
af Kína llfs-elixír, batnaði heilsan til muna.
Rvík I4/3 '04. Guðrún Palsdóttir ekkja.
Maga- og nýrnaveiki. Eptir á-
eggan læknis mins brúkaði eg elixírinn
við henni og batnaði alveg. Lyngby,
sept. 1903. Kona óðalsbónda HansLarsens.
I. æ k n i s v o t to r ð . Eg hefi notað
elixírinn við sjúklinga niína. Það er fyr-
irtaks gott rneltingarlyf og hef eg rekið
mig á ýms heilsubótaráhrif þess. Christí-
anfa. Dr. T. Rodian.
Tæring. . . . leitað margra lækna.
en fekk þó fyrst töluverðan bata, er eg
reyndi elixírinn. Hundested ( júní 1604
Kona J, P. Amorsen kaupm.
Meltingarslæmska. Elixtrinn hef-
ur styrkt og lagað meltinguna fyrir mér og
get eg vottað það, að hann er hinn bezti
bitter, sem til er. Kaupmannahöfn. N.
Rasmussen.
O
Biðjið berum orðtini um Waldemars
Petersens ekta Kína-lífs-elix(r. Eæst al-
staðar. Varið yður á eiitirstælingum.
Hver selur bezt hús og ódýr-
ust í Rvík?
Gísli JÞorbjarnarson, Vatnsstíg 4.
En hver hefur beztar jarðir til sölu ná-
lægt Reykjavík ?
(iísli Þorbjarnarson, Vatnsstíg 4.
Hverjum gengur bezt að selja fasteignir?
Gísla Þorbjarnarsyni, Vatnsstíg 4.
. 1 ■ ■ ■ .... .......................
Úrgangsfénaðup
seldur í Mosfellshreppi haustið 1904.
Eigendur gefi sig frarn til næstu fardaga.
1. Fjaðrir 2 fr. — vaglrif fr., biti a.; hv^
gbrl.
2. gat — sýlt, fjöð. fr.; hvítt hrl.
3 hálftaf a., biti fr. — blaðstýft a.; hv.
gbrl.
4. lögg a. -- sneitt a.; hv. gbrl.
5. (markleysa) — geirstýft, gat; hv. gbrl.
6. sneiðrif fr. — hvatt; svört ær 2 v.,
vönkuð.
7. sneitt fr, fj. a. — stúfrif., fj. fr.; rekin
gbrl.-reita.
8. sneiðrif. fr., hgfj. a. — hgfj. a.; hv. gbri.
9. sneiðrif. a., biti fr. — sneitt fr,; hv. gldl.
10. sneitt a , fj. fr. •— fjöður a.; sv. botn.
gldl.
11. stig fr. — heilhamrað; hv. gbrl.
12. stúfrifað — sneitt a., biti fr.; hv. gbrl.
13. stúfrif., biti fr. — hvatt,- sv.koll. gbrl
14. stýfthálftaf a. — stýfth.af a., oiti fr., hv.
hrl.
15. stýff — sýlt, lögg fr.; hv. gldl.
16. sýlt, fjöður fr. — lögg fr., ínógrátt gbrl.
fíjörn fíjarnarson.
►•♦•♦•♦•♦•♦-• :♦•♦•♦•♦•♦•♦»■
Regnkápur
Stærsta og ódýrasta úrval á íslandi.
;YerzI.) Þingholtsstr. 4.
Bezt kaup
á
Verzlun
Matthíasar Matthíassonar
Skófatnaði
í
er flutt i hina nýju búð i Aust-
urstræti — vesturendann á
Jensens bakaríi.
Aðalstræti 10.