Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.03.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 3. marz 1905. M 10. B. Meira eptirlit — meiri trygging. Um daginn kom grein í Þjóðólfi, sem setti að vekja almenna eptirtekt, og á frum- kvöðull hennar lof skilið fyrir að hafa hreyft þessu máli, og Þjóðólfur á heiður skilið fyrir að hafa flutt greinina. Hún hljóðaði um bjargráð og um notk- un flugelda til þess. Þessa grein þarf að thuga vel og vandlega, og það er ekki von, að almenningur hér skilji allt sem í henni stendur í fljótu bragði, því þessi björgunar- aðferð er að öllu leyti ókunnug hér á landi. Hér þarf nauðsynlega einhverjar tilfæring- ar til að geta komið þeim til hjálpar, sem hrekjast að landi, og geta ekki yfirgefið skipið sakir brims, sömuleiðis kynni slíkt að koma róðrabátum að góðu liði. Þótt mönnum sé þetta ekki ljóst, þá ætla eg að segja mitt álit um, hvers vegna ætti að fylgja þessu máli af kappi. Hér er kvartað um, að sjómenn vanti á þilskipin, en þó fara sum þeirra á fiskiveið- ar, sem eru svo, að ábyrgðarfélögin ekki vilja taka þau í ábyrgð, það er með öðrum orðum, skipin eru ekki sjófær og hugsunar- leysið og kæruleysið er farið að keyra fram úr hófi. Til þess að verða ekki af skipi, munu sumir skipstjórar fara út með lítt skoðuð skip, og óskoðuð heldur en að verða af stöðunni; þetta á sér stað víðar en hér; en sökum þess hve margir menn eru á hverju skipi, getur þetta orðið dýrt. Skip- stjóri eða eigandi, sem fer út á sllku skipi, hann spilar með fleiri líf en sitt eigið. Þetta hefur komið fyrir, og mun koma fyrir enn, máske á komandi vertíð einnig. Hér er enginn, sem lítur eptir skipum í þeim tilgangi, að bjarga mönnum úr voða. Það er að eins lilið eptir, hvort skipið sé þannig í standi, að ábyrgðarfélögunum sé óhætt. Sé skipið óhafandi f 3. flokki (og þá er sannarlega ekki krafizt mikils af skipi) þá fer það út óvátryggt, með mjög lítið til að ábyrgjast mönnum björgunartilraun, því bátarnir eru nú eins og þeir eru. Eg heyrði skipstjóra nýlega hafa þau orð, að báta þyrfti ekki, það væri eins gott að gera enga tilraun, að koma bát út og sökkva með skipinu, því það væri þýðingarlaust, að reyna að bjarga sér, Slíkar kenningar koma eflaust með hinni nýju og miklu sjófræði, sem eflaust kennir það einnig, að vanrækja gömlu hand-»loggin« — allt er patent, „patent-logg", sem mér var einusinni kennt, að aldrei væru áreið- anleg, fyr en ferðin væri orðin 4— 5 kv. mílur á klukkustund. Hvert eitt af þessu smáa, sem vanrækt er, gerir hættuna meiri. Abyrgðarfélögin heimta, að menn kunni sjófræði, en gá eflaust ekki nákvæmlega að, að hlutir, sem þar til heyra, séu á skipinu. Þegar „Plimsallmerkið" á ensku skipunum var fyrst borið upp, þá urðu skipseigendur óðir og uppvægir, vegna þess, að samkvæmt því gátu þeir ekki- hlaðið skip sín eins og áður. Það er hleðslumerkið. Nú kannast allir við, hve gagnlegt þetta sé. Flugeldaverkfærið, sem áður hefur verið um getið, mtm eflaust fá marga á móti sér, en allir sjómenn ættu að vera með því, og allir þeir, sem að þeim standa. Það gefur von, og hana er ávallt gott að hafa. Þegar skip á vertíðinni eru í Eyrarbakka- flóanum, ætti Þorlákshöfn að vera sá stað- ur, sem skip leituðu til, ef þyrfti að sigla þeim á land, og ef sjómenn vissu, að þar væru tilfæringar, sem gætu ef til vill orðið þeim að liði, mundu þeir búa sig undir, að vera tilbúnir að taka á móti hjálpinni, og þá er mikið unnið. Að það þurfi aldrei að setja skip á land vegna lelca, munu sumir segja, en dæmin eru til; versta dæmið sagði mér skipstjóri í haust, og er það þetta: Skip hans var flóðlekt, og hann hefði sokk- ið, hefði veður ekki batnað og hann getað komizt að lekanum, með því að rífa frá ým- islegt og leita. Þegar verst stóð á fyrir honum, setti hann flagg í reiðann, sem hvar- vetna þýðir og er skilið: eg þarf hjálp. Skip eitt fór fram hjá honum, hann þekkir nálega mennina, en þeir sjá ekki, eða þykj- ast ekki sjá merkið, og sigla frá honum. Með þessum hugsunarbætti, sem þessir náungar sýndu, kemst ekkert á, en því fer nú betur, að flestir sjómenn fá þá náttúru f sig, að vilja bjálpa hver öðrum, og vænta llka hjálpar, þegar þeim liggur á. Rvfk IO/2 '05. Svetnbjörn Egilsen. Til Péturs Ólafssonar á Patreksfirði. I 15. tölubl. „V’estra" þ. á. og 10. iölubl. „Reykjavíkur" er ávarp til mín frá sæmdar- manninum Pétri mínum Olafssyni á Patreks- firði. Að vísu er þessi grein hans svo meng- uð og ef til vill eigi af hreinum hvötum sprottin, að hún er eigi svaraverð, þar sem í henni virðist vera samanhnoð af atvinnu- ofstæki, ósannindum og þekkingarskorti á máli því, er hann er að þvæla um. Það má ef til vill ætla, að þessi geðprýðismaður hafi verið reiður, er hann var að hnoða ritsmfð þessari saman, þar sem hún eins og ber með sér að vera ætluð til þess að kasta á mig skarni. Þó nú greinar þessar beri þetta með sér, og séu annars vottur um það, hve mik- ill hógværðar- og dánumaður Pétur Ólafsson er, mun eg fara um efni þeirra nokkrum orðum; en fáorður mun eg verða vegna Pét- urs, þvf sæmd hans mun eigi sfzt með því borgið. Og læt eg hann um leið vita, að eigi vil eg gera mér þá minnkun, að eiga f skarnkasti við hann í blöðunum. En hins vegar er eigi óhugsandi, að fundurn okkar Péturs beri einhvern tíma saman, og má honum þá kostur á gefast, að sjá, hversu laus eg er á velli. Jafnframt tek eg það fram, að „'rúsínu" þá, sem Pétur segist senda mér, endursendi eg honum hér með. Mun bezt að hann neyti hennar með sfnu eigin kámi í ró og næði, því naumast geri eg ráð fyrir að hann þvoi það af henni. Eg vil leyfa tnér að benda almenningi á, að lesa auglýsingu mína í „Þjóðólfi" í janúarm. þ. á.; þar geta menn séð hvaða ókvæðis- orðum eg fer um „Dan“-mótorana. Eg segi þar að eins, að mér þyki þeir að mun ó- heþpilegri f opna báta, heldur en motorar frá C. Mollerup. Þessu mun ekki neitað verða, hvað sem Pétur sæll annars um það segir. En eg ætla mér ekki að halda á lopti þeirn annmörkum, sem eg fljótt varð var við á „Dan"-mótornum. Eg þykist þess fullviss, að verksmiðjan „Dan" muni umbæta annmarkana, ef hún væri svo hepp- in að fá þann umboðsmann, er vit hefði og vilja til þess að gefa góðar bendingar í því efni. En eg leyfi mér að bera brigður á það, að Pétur Ólafsson sé fær um að dæma um mótora og báta; því eins og öllum er kunnugt, er eitthvað þekkja Pétur þennan, þá hefur hann hingað til lifað og hrærst í allt annari atvinnugrein en bátasmíði og sjómennsku. Hvað bátasmlði minni viðvíkur, þá lýsi eg Pétur ósannindamann að því, að smíði og frágangur á bátum mtnum sé á nokkurn hátt lakari en á útlendu bátunum. Mun bátasmlði mitt eða bátar mfnir fullkomlega þola þann samanburð. Enda hefeg.fhönd- um fjölda vottorða frá dugandi og heiðvirð- um sjómönnum, útlendum og innlendum, um bátalag mitt og smíði á þeim. Hygg eg því að atvinnuofstæki Péturs þessa muni harla lítið rýra álit á bátum mfnum. Eg veit að Pétur Ólafsson man það glöggt, að hann síðastl vor skrifaði mér að fyrra bragði og bað mig að taka að mér útsölu á „Dan“-motorunum, og tjáði mér að þá skyldi eg smíða alla þá báta, sem undir „Dan“-mótorana væru ætlaðir. Þá voru ekki gallar á bátasmfði mínu í hans augum. Má því mönnum augljóst vera. af hvaða á- stæðu hann nú ræðst að mér opinberlega með óvirðingum og fúkyrðum. Eg hef völ á hinu bezta bátaefni, ertíðk- anlegt er erlendis, svo sem eik, aski og úr- vals sænskri furu, er eg hef jaftian fyrir- liggjandi birgðir af. Að síðustu vil eg geta þess, dánumannin- um Pétri Ólafssyni til hugsvölunar og harma- léttis, að þetta yfirstandandi ár eru pantaðir hjá mér 1 5—20 bátar af ýmsri stærð, og í þá alla verða látnir mótorar frá C. Molle- rupsverksmiðjunni. Skyldi Pétri þessttm nú vera að minni hálfu að einhverju leyti van- launað fyrir greinar sínar í „Vestra" og „Reykjavík", þá ætti honum að auðnast að fá það, sem á brestur, við næstu samfundi okkar. Mun eg láta Pétur minn óáreittan í blöðunum framvegis, því eigi mun hann vaxinn blaðadeilum. En eigi er líklegt, að blöð, sem annars ættu að teljast heiðvirð, láti glepjast á „mótorafargani" Péturs hér eptir, enda skal það tekið fram, að hann rangfærir orðin úr bréfi mínu til hans, slítur þau úr réttu sambandi og jafnvel bætir við þau. Reykjavík 27. febr. 1905. Bjarni Þorkelsson. Minningarljóð eptir Kjartan sál Ólafsson á Þúfu. 1. Þó eg sé til þess ei fær, þvflíkt starf að vinna, flyt eg þer nú Kjartan kær kveðju bræðra þinna. 2. Hugsaðu' ei þeir hafi gleymt hjartagæðum þfntim; þeir eiga dyggðagull þitt geymt, geymt í brjóstum sfnum. 3. Þeim, sem lifs þfns þekktu arð, þvflfkt ske’r að vonum, sýnist vorðið volegt skarð Vestur-Landeyjonum. 4. Það er ei að eins þessi sveit þín, sem lengi saknar, breiðan fróns um byggðareit böl við lát þitt vaknar. 3. Því mfn skoðun það er sú, þrátt fyrir mannlffs galla, bóndasonur betri’ en þú borinn muni valla. 6. Þegar mælti munnur þinn mörgum fannst sá kraptur, nær því stæði’, að nafni þinn nú væri borinn aptur. 7. Þinnar tungu sterka stál stóð f helgu gildi, fannst þar aldrei flærð né tál, flærð þó blekkja vildi. 8. Þinnar sálar þrek og trú þekktu sannleiksvinir, meira hrós þér mega ei nú mæla allir hinir. 9. Himinbúa sæll hjá sveit, svifinn að dýrðarlöndum. Þú ált fagurt fyrir’neit frelsarans í höndum. 10. Ef við gætum óskað þér einhvers góðs til handa, mestu sælu mtindum vér mæla þínum anda. 11. Kn 'ei Kjartan kær eg þarf, að koma því í letur, þinnar æfi ærlegt starf öllu talar betur. 7. Þ. Eptirmæli. Hinn 31. janúar síðastl. andaðist á Skip- hyl í Hraunhreppi ekkjan Guðríður Benediktsdóttir, 83 ára gömul. fædd f Laxárholti á Mýrum 1822. Foreldrar henn- ar voru Benedikt son Þórðar Benediktssonar, er þá var bóndi á Anastöðum, en móðir Benedikts var Guðrún systir Snorra Jóns- sonar, er bóndi var á Stóra-Kálfalæk, og Ingibjargar konu Péturs prests á Kálfatjörn; þau voru börn Jóns bónda Egilssonar og Þórnýjar Snorradóttur í Hjörtsey. Benedikt var alla sína æfi á Anastöðum í Hraunhreppi og bjó þar sæmdarbúi, átti mörg börn og mannvænleg, og er sú ætt allfjölmenn orðin á Mýrum. Móðir Guðrúnar sál. var Guð- rún dóttir Hannesar Guðmundssonar, er bóndi var á ísleifsstöðum. Guðríður sál. ólst upp með móður sinni og stjúpföður Magnúsi Magnússyni, er lengst bjuggu f Haukatungu í lvolbeinsstaðahreppi, unz hún gekk að eiga Jón Jónsson bónda Pálssonar Þórðarsonar. Hún lifði með honum í ást- ríku hjónabandi um 30 ár, eignaðist með honum 4 börn, og dóu 2 í æsku, en 2 lifa: Jon, sem nú er bóndi á Skiphyl, og Guðrún kona Hallbjarnar Hallbjörnssonar bónda á Brúarhrauni. Hún missti sinn ástkæra eig inmann árið 1885, og var eptir það til dauða- dags hjá börnum sfnum. Hún var ástrík eiginkona og móðir, tápkona, tryggföst, hreinlynd, glaðlynd, hjartagóð og trúræk- in. Síðustu ár æfinnar þjáðist hún mjög af heilsuleysi, en bar það mótlæti með kristi- legri þolinmæði og undirgefni undir guðs vilja. (j) Hinn 6. desember f. á. andaðist á Litla- Kálfalæk í Hraunhreppi bændaöidungurinn Sigmundur Olafsson, á níræðis aldri. Sæmdarmanns þessa verður nánar getið síðar. yor)

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.