Þjóðólfur - 10.03.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.03.1905, Blaðsíða 1
57. árg Reykjavík, föstudaginn 1 O. marz 1 905. 1 1. Útlendar fréttir. —o--- Knnpmannnhöfn 2. vnarz. Rússland. Sergíus stórfursti myrtur. Upp- reisn í Kákasus. Um miðjan f. m. virtist svo sem kyrrð væri að komast á í Rússlandi aptur. Keis- ari hafði afráðið, að skipa nefnd til að gera uppástungur um bætur á kjörum verkamanna, er vinnuveitendur og verka- menn áttu að velja meðlimi í. Vinnuveit- endur höfðu einnig þegar gert verkamönn- um nokkrar ívilnanir, svo að vinna var aptur upptekin víðasthvar. Einungis í Póllandi voru töluverðar óeirðir, en þær virtust þó heldur í rénun, enda beitti stjórnin hinni mestu hörku til þess að bæla þær niður. 150 rnanns, sem tekið höfðu þátt í einhverjum óeirðum var rað- að upp við vegg og þeir skotnir þegar í stað án dóms og laga. I Pétursborg og Moskva var aptur á móti allt með friði og spekt, en brátt kom þó 1 ljós, að ekki var með öllu dáið í kolunum þar heldur, því þegar Sergíus stórfursti, föðurbróð- ir keisara, 17. f. m. ók í vagni sínum út frá Kreml í Moskva var sprengikúlu kast- að undir vagn hans. Hún sprakk þegar, vagninn sundraðist allur og allar rúður í höll þeirri, er næst var, brotnuðu. Stór- furstinn dó á svipstundu og líkami hans tættist allur í sundur. Vagnstjórinn dó einnig að vörmu spori. Maður sá, er verkið vann, var tekinn höndum og ein- hverjir fieiri, ergrunaðir voru um, að vera 1 vitorði með honum. Hver hann er vita menn ekki, því að hann lætur ekki upp- skátt nafn sitt eða neitt um hagi sína. Sergíus stórfursti var sonur Alexanders keisara 2. og var 48 ára að aldri. Hann var hataður meir en flestir hinna stórfurst anna, enda var stjórn hans sem forráða- manns Moskva afarillræmd, svo að Rúss- ar, sem þó ekki eru neinu góðu vanir, þóítust varla hafa þekkt verri. Fór svo að lokum, að stjórnin fyrir skömmu sá sér ekki annað fært, en að leysa hann frá embættinu. Mælt er, að hann og jafn- vel fleiri af stórfurstunum hafi fengið til- kynningu um, að þeir væru dauðadæmdir. Kona hans var þýzk pinsessa, systir keis- aradrottningarinnar á Rússlandi, hún var vel látin af alþýðu manna, enda fékk hún mörg aðvörunarbréf um, að aka ekki út með manni sínum. Einmitt sama daginn, sem morð þetta var framið, samþykkti rík- isráðið, að láta kalla saman þing það, er Semski Sobor nefnist og haldið var fyrir daga Péturs mikla á Rússlandi, eða þá eitthvað í ltkingu við það og keis- ari féllst á þetta. Var afráðið, að birta þessi tíðindi í boðskap keisara 4. marz (19. febr. eptir rússnesku tímatali), (sama mánaðardag og bændaánauðin var afnum- in 1861). En við morðið kom apturkipp- ur í þetta og má vel vera, að ekkertverði um framkvæmdir á þessu. Nú fór líka víða að bóla á töluverðri ókyrð á ný, og í Póllandi og Eystrasaltslöndunum fóru óeirðirnar aptur vaxandi. Vlða annars- staðar í ríkinu var einnig verkfall hafið á ný, meðal annars af járnbrautarþjónun- um við ýmsar helztu brautirnar, svo að samgöngur tepptust mjög. Nú eru þó víða komnar aptur á reglubundnar ferðir. Yfirleitt er vfðasthvar í Rússlandi meir og minna ókyrrt, en hvergi þó almenn u p p r e i s n hafin, nema í K á k a s u s 1 ö n d- unum. Þar hafa vopnabúr verið brotin upp, og jafnvel fallbyssur komizt í hend- ur uppreisnarmönnum. Samgöngur eru því nær allar tepptar. Herlið er of lítið til þess, að geta veitt verulega mótsstöðu. Þó kvað því hafa tekizt að halda yfirráð- unum íBaku eptir afarharða götubardaga; nokkur hluti bæjarins brann f þeirri við- ureign, og 1000 manns féllu eða særðust. Aptur á móti hafa uppreisnarmenn náð í sínar hendur bænum Batum, og hafa handtekið þar alla embættismenn, og svo hefur að llkindum farið viðár, en fregn- irnar þaðan eru harla óljósar. Rússar reyna að veikja uppreisnina með því að spana þjóðirnar, sem þar búa, t. d. Tyrki og Armeníumenn, hverja upp á móti annari. * Rithöfundurinn Maxim Gorki var látinn laus í gærkveldi gegn veði, með því skilyrði, að hann dveldi í Riga og kæmi ekki út fyrir borgina. Austræui ófriðurinn. Ný stórorusta hafin. Höfuðher Rússa í hættu. Undanfarandi mánuð hafa litlar fregnir borizt austan frá her- stöðvunum. Menn hafa mest talað um friðarhorfurnar, er alls ekki hafa þótt litl- ar. I kauphöllinni í Lundúnum hafa þannig mörg veðmál verið gerð um, að stríðinu mundi lokið innan tveggja mán aða. En nú virðist svo sem Japanar ætli að láta til skarar skríða á vígvellin- um, því að fyrir þrem dögum hafa þeir hafið afarharða árás á báða fylkingararma Rússa og fylkingarbrjóst. Ennfremur eru 40 þús. af Japönum komnir að baki Rússum. Menn ætla, að N o g i hershöfð- ingi ráði fyrir því liði. Hefur hann brot- izt með það yfir fjöll og firnindi í bylj- um og hörkugaddi, og áður en Rússar uggðu að sér, var hann kominn niður til T a k u m a u fyrir norðvestan T i e 1 in g, er liggur beint norður af Mukden og gerði þegar harða árás á Rússa. Er þeim þann- ig hætta búin, að þeir verði afkvíaðir af Japönum að norðanverðu, ef þeim ekki tekst að reka þá af höndum sér. Hörð- ust hefur viðureignin verið að austan- verðu, þar sem Kuroki hefur brotizt norður yfir fjöllin og er kominn á hlið við Rússa. Hingað til hafa Rússar farið halloka í viðureigninni við Japana, og fregn frá höfuðstöðvum Japana segir, að Kuroki hafi unnið mikinn sigur á Renn- enkampf hershöfðingja, er að líkindum muni bera töluverðan árangur. Japanar hafa náð á sitt vald bænum Tsinhec- h e n g fyrir norðvestan Jentaj, og feng- ið töluvert herfang. Ennfremur hafa þeir náð fjallaskörðum nokkrum fyrir suðvest- an Mukden, svo að leiðin þangað gerist þeim nú greið. En annars geisar orustan ennþá um allt, og því ofsnemmt að segja, hver leikslokin verða. 15.fi m. lagði 3. Kyrrahafsfloti Rússa af stað frá Libau undir forustu B i r i 1 e w s aðmíráls. Það er eitt vígskip og 4 brynjuð beitiskip. Hann er núkom- inn klaklaust út í Atlantshaf. Búizt er við, að 4. flotinn verði sendur innan skamms. Stössel er nú kominn heim til Rúss- lands. Gripenberg hefur ekki fengið áheyrn hjá keisara fyrir kærur sínar yfir Kuropatkin. Hefur jafnvel frétzt, að hann hafi verið ’nandtekinn og muni verða dreg- inn fyrir herrétt. Eptirmaður hans, sem höfuðforingi 2. höfuðdeildar Rússahers, er B i 1 d e r 1 i n g hershöfðingi. Rannsóknarnefndin, er skipuð var út af viðureign Rússaflotans við fiski- mennina í Englandshafi, hefur nú lokið störfum sínum og látið uppi álit sitt. Telur hún enga tundurbáta hafa verið þar í nánd, heldur hafi það verið eitt af skip- um Rússa, er þeir hugðu japanskan tund- urbát. Kveður hún Rússa skylda að greiða skaðabætur fyrir spellvirki flotans, en er annars Rússum heldur hliðholt og kveður Roshdestvenski hafa haft fulla ástæðu til að hefja skothríðina. Englendingar eru óánægðir yfir áliti nefndarinnar, en reynd- ar er það enginn úrskurður í máli þessu, því að nefndin var einungis skipuð til að rannsaka atvikin að atburðinum. Noregnr og Svíþjóð. í Noregi er kon- súlamálið ávallt hæst á dagskrá. Allir [ eru einhuga um, að láta ekki viðgangast, að Svfar gangi á rétt þeirra, en um að- ferðina eru þó skiptar skoðanir. Suroir vilja gefa Svíum nokkurn frest til að bæta ráð sitt, aðrir vilja þegar samþykkja laga- frumv. um sérstaka norska konsúla, er svo verður að lögum þrátt fyrir neitun konungs, þegar það hefur verið samþykkt á þrem þingum eptir nýjar kosningar. Aðrir vilja reyna að koma á samningum við Svfa um afnám sambandsins og enn aðrir vilja þegar segja sig úr lögum við Svía. Allt ráðaneytið norska hefur nú sagt af sér. Sem formaður hins nýja ráða- neytis, er þá verður myndað, hafa verið nefndir Michelsen og dr. Friðþjófur Nan- sen, heimskautafarinn. Danmörk. Á þinginu hér er nú mest rætt um fjárlagafrumvarpið. Hefur Christ- ensen landvarnarráðherra komið með þá uppástungu, að sér verði veitt leyfi til að nota það, sem sparast á einum útgjalda- pósti, til að auka aðra pósta. Þykir mörg- um þetta allvarhugavert og miða til að rýra fjárveitingarvald þingsins. Ennfrem- ur hefur ráðaneytisforsetinn stungið upp á, að byggja (fyrir hér um bil 'A miljón króna) nýtt skip til fiskiveiðaeptirlits við Island og teljist sá kostnaður með útgjöld- um til ísiands, en aðrir telja hann ekki með réttu eiga þar heima, heldur eigi hann að takast af útgjöldum þeim, sem ætluð eru til flotans. VarðskipiO „Hekla“ (yfirmaður Schack), kom hingað í dag kl. 3. Fór frá Höfn 3. þ. m. SkagafjarOarsýsla er veitt frá i. maí næstk. cand. júr. Páli Vídalín Bjarnasyni yfirréttarmála- flutningsmanni. Auk hans sóttu kandi- datarnir: Guðm. Björnsson, Guðm. Eggerz, Magnús Jónsson og Tómas Skúlason. Um sölu á ísl, hestum erlendis. í 53. tölubl. »Reykjavíkur« f. á. er verzlunarskýrsla frá herra stórkaupmanni L. Zöllner í Newcastle, þar er skýrt frá hvernig íslenzkir hestar hafa selzt, frá ýmsum kaupfélögum hér á landi. Af því að mér er dálítið kunnugt um, hvað íslenzkir hestar seljast á Englandi og Skotlandi, þá get eg ekki annað en furðað mig á, hvað hr. Zöllner tekst hrap- arlega illa að selja hestana, eptir þó að hafa fengizt við slíka sölu um 20 ár; það sýnist þó svo, að hann ætti að eiga hægra með, að koma hestunum í hærra verð, heldur en Pétur eða Páll hér heima á Islandi, sem sendir hesta héðan, og verður að láta þá í umboðssölu til ein- hvers umboðsmanns, sem máske er óvan- ur að fást við þesskonar sölu. Eg hef í nokkur undanfarin ár keypt hér hesta (en þó í tiltölulega smáum stíl). Flestir þeir hestar, sem eg hef keypt, hafa kostað mig frá 65—85 kr. Þessa hesta hef eg svo haft hér og lánað þá 1 ferðir, og hafa þeir því miður opt verið fremur grannir á haustin í samanburði við hesta, sem hafa verið brúkunarlitlir að sumrinu, og á betri högum en hér eru. Þessa hesta hef eg svo sent með samein- aðaíélagsskipunum dönsku til Englands eða Skotlands. Stundum hef eg sent þá í september og nokkrum sinnum ekki fyr en í október. Slíkir hestar mundu ekki seljast hér á landi fyrir meir en 45—50 kr., sem held- ur er ekki von, því sveitabændur sjá, að fóðrun á þvlllkum gripum hefur mikinn kostnað í tör með sér. Á Englandi og Skotlandi seljast hestar einnig að mun minna á haustin, heldur en um hásum- arið. Þar eð skýrsla hr. Zöllners er aðeins fyrir árið 1904, þá vil eg til samanburð- ar birta söluverð á þeim hestum, er eg seldi sama ár til Skotlands. Vorið sem leið, ásetti eg mér að kaupa nokkra hesta og senda til Skotlands, en sem betur fór, fór eg þó fyrst til afgreiðslu- manns sameinaða gufuskipafélagsins hér, til að grennslast eptir með hvaða ferðum eg gæti fengið að senda hesta; fékk eg þá það svar hjá afgreiðslumanninum, að hr. Zöllner hefði pantað öll rúm í þeim skipum, sem ættu að fara beina leið til Leith, nema með »Lauru«, sem ætti að fara 17. júní, varð mér þá nauðugureinn kostur, að nota þá ferð, ef eg á annað borð ætti ekki að hætta við öll kaup. Eg sendi því í félagi við herra kaupmann Jón Þórðarson 50 hesta með þessari ferð, en því miður voru þessir hestar í hálf- slæmu standi, ekki komnir úr hárum o. s. frv. Þetta voru tryppi frá 3—5 vetra, alveg samskonar og þau er hr. Zöllner kaupir, nema auðvitað í heldur verra standi, því Z. kaupir vanalega seinna að sumrinu, þegar hestar eru komnir í betra stand. Af þessu leiddi, að verðið á þessum hest- um varð ekki eins hátt, og það mundi hafa orðið, heíðum við getað sent þá seinna; en þrátt fyrir þessa annmarka varð salan þó betri en hjá hr. Zöllner,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.