Þjóðólfur - 19.04.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 19.04.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 19. apríl 19 05. J\C° 17. Edlnborg er nú sem ný, nýtt er margt að skoða, af nýjnm mnnnm þar er þvl þúsundir til boða. Edinborgar vefnaðarvörnbúðin nýja er nú opin. Edinborg hefur aldrei fengið jafnmikið af allskonar fjölbreyttum vefnaðarvörum eins og nú. Edinborg hefur aldrei fengið jafnmikið af ýmsum smávörum eins og nú, og einn- ig ýmsum munum hentugum til tækifærisgjafa Edinborg hefur aldrai haft tækifæri til að sýna sfnar fjölbreyttu og smekklegu vörur eins vel og nú. Edlnborg hefur nú hina stærstu og skrautlegustu vefnaðarvörubúð á landinu. Edinborg hefur aldrei fyr staðið jafnvel að vígi með að standast alla samkeppni. Edinborg býður alla sína viðskiptavini velkomna. Ásgeir Sigurðsson. Útlendar fréttir eru hingað komnar til 12. þ. m., en stór- tíðindi engin. Af herstöðvunum í Mandsjúríinu gerist fátt til frásagna. Linevitsch hefur um 300,000 manna á að skipa, en Japanar 475,000. Er L. byrjaður áþeirri hernað- araðferð að eyða byggðina, þar sem hann verður að hörfa undan Japönum, svo að þeim verði torsóttari eptirsóknin og hefur Rússum áður reynzt það happaráð, að hve rniklu gagni sem þeim kemur það nú. Uti virðist vera um allar friðarhorf- ur um sinn og nýtt lið er stöðugt sent heiman frá Rússlandi á herstöðvarnar. En öll von Rússa hvllir nú á Eystrasalts- flotanum undir forustu Roshdestvenski, og vænta menn nú einhverra stórtlðinda frá honum bráðlega. Hann var 8. þ. m. kom- inn austur í Malakkasund við Austur-Ind- land, og fóru þá 45 rússnesk skip, stærri og smærri, fram hjá Singapore, en það frétt- ist síðast um hann 10. þ. m., að hann hélt kyrru fyrir 150 enskar mílur í land- norður frá Singapore. Haldið var, að japanski flotinn eða nokkur hluti hans væri þar í nánd, og höfðu sést 12 skip rétt á undan rússneska flotanum, en hafa líklega verið njósnarskip. Búizt var við, að flotunum mundi lenda saman þá og þegar, en vel getur verið, að það dragist nokkuð enn, því að Japanar munu ætla sér að taka ekki á móti Rússum fyr en þeir eru komnir austur f kínverska hafið. Frem- ur illa er látið yfir útbúnaði á rússnesku skipunum og liðsmennirnir kvað ekkivtra sérlega vongóðir um sigursæl viðskipti við Japana. Fregnin um fall Port Arthur, sem lengi var haldið leyndri fyrir liðinu, hafði mjög diepið úr því kjarkinn. Voðalegir jarðskjálftar hafa verið á Vestur-Indlandi, og hófust þeir 4. þ. m. og gerðu mest tjónl norðurhluta landsins 1 Himalayjahéruðunum. Eyddust þar nær með öllu bæimir Dharmsala, Kangra og Palampur, og fórust þar 4000 manns, sam- kvæmt skýrslu Curzons, enska jarlsins á Indlandi. Curzon sjálfur varð að flýja úr höll sinni í Simla, en ekki urðu mikil brögð að manntjóni í þeirri borg og ekki heldur 1 Delhi eða Lahore. En skemmdir urðu þar miklar á húsum. Snarpasti kippurinn var hinn fyrsti kl. 6 um morg- uninn hinn 4., jörðin rifnaði sundur og búsin féllu niður 1 sprungurnar, hamra- belti hrundu niður, og steinbyggingar féllu saman eins og spilahús, fórust í einni þeirra um 450 hermenn, »Gurkar«, frá Nepal. Allmargir Evrópumenn hafa og beðið bana f þessum jarðskjálftum. En alls er talið, að manntjónið hafi orðið um 10,000. I sumum héruðum misstu 20—30% íbúanna lffið. — Ellefu mínút- um eptir fyrsta kippinn varð hans vart á jarðskjálftamæli (»seismograf«) bæði í Edinaborg og á eyjunni Wight. Hinn 7. þ. m. komst upp allískyggilegt samsæri gegn frakkneska lýðveldinu. Ept- ir því sem blöðin skýra frá átti að taka forsetann og allt ráðaneytið höndum og nokkra æztu embættismenn, steypa lýð- veldisstjórninni, en setja til valda Victor Napoleon bróðursonarson Napoleons mikla, son Napoleons þess (hertoga af Plon-Plon), er hingað kom til Islandsi856, enVictor er nú í Brússel og vill verða tengdason Leopolds konungs. Victor kvað samt alvarlega neita því, að hann viti nokkuð um samsæri þetta, en aðrirsegja, að hann veiti engum fréttasnata viðtal. Nokkrir hershöfðingjar frakkneskir, þar á meðal Negriér og rithöfundurinn Francois Coppée eru eitthvað bendlaðir við þetta að sögn. Er stjórnin að láta rannsaka þetta í óða önn, og verða Bonapartistar hart úti, því að þeir eru taldir pottur og panna í þessu fyrirhugaða tiltæki. Andstæðingar stjórn- arinnar láta í veðri vaka, að hún geri svo mikið veður úr þessum óvitaskap til að styðja sig í sessi. í Madrid hrundi 8. þ. m. nokkurhluti af stórhýsi úrsteini, er verið var að reisa og fórust þar á 2. hundrað verkamanna. Stórslys þetta vakti afarmikla gremju í bænum, með því að það var kennt ónógu eptirliti, og lá nærri, að byggingarmeist- ararnir væru drepnir af lýðnum. Látinn er nafnfrægur myndasmiður í Belgíu, Konstantin Meunier. Hann var fyrst málari, en varð einkum frægur fyrir líkneski sín af verkamönnum, eink- um úr kolanámum 1 Belgíu. Látinn er í Kaupm.höfn Peter Han- s e n etazráð, ritskoðari við konunglega leikhúsið. Hann er einkum kunnur fyrir snilldarlega þýðingu á Goethes »Faust«. Dó úr krabbameini innvortis. f Bjðrn Skapti Jósepsson cand. plil. ritstjóri, er andaðist á Seyðis- firði 16. f. m. (sbr. síðasta blað) var fædd- ur 17. júní 1839, og voru foreldrar hans Jósep Skaptason héraðslæknir á Hnaus- um (•)• 1875) °8 kona hans Anna Mar- grét dóttir Björns Ólsens umboðshaldara á Þingeyrum Skapti heit. útskrifaðist úr lærða skólanum 1861 með 2. einkunn, sigldi því næst til háskólans og tók þar heimspekispróf vorið 1863, las lög all- lengi, en lauk ekki því námi, kom hing- að aptur um 1873 og kvæntist um það leyti gáfukonunni Sigríði dóttur Þorsteins prests Pálssonar á Hálsi f Fnjóskadal. Byrjaði blaðstjórn á Akureyri og gaf þar út »Norðling« frá 1875—1882, en í ágúst 1891 byrjaði hann að gefa út »Austra« (hinn yngri) á Seyðisfirði, og hafði á hendi ritstjórn hans til dauðadags. Skapti Jósepsson var mikill maður vexti og gerfilegur á velli, karlmenni að burð- um og heilsuhraustur lengi, en hlífði sér líttáyngri árum. Hann var fjörmaður og gleðimaður og hinn skemmtilegasti í við- ræðum í hóp kunningja sinna. Hann var áhugamaður í landsmálum og frjálslyndur í skoðunum, kappgjarn og fylginn sér. Var hann óveniulega ungur og fjörugur f anda, jafngamall rnaður, og mjög ötull og áhugasamur 1 ritstjórn blaðsins, svo að hann hélt sér vel uppi ( hinni feikimiklu blaðasamkeppni síðustu ára, enda leitaðist hann jafnan við að láta blað sitt halda þeirri stefnu, er betur gegndi og til sannra þjóðþrifa horfði. Ög þótt sumum þætti hann stundum helzt um of vægur og vil- hallur í garð sumra pólitiskra andstæðinga sinna og skorta næga pólitiska festu, þá var samt aðalstefna blaðs hans ávallt hin sama: barátta fyrir frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Og fyrir það á hann þökk og heiður skilið af öllum sönnum þjóðar- vinum. Börn hans og frú Sigríðar eru Þorsteinn prentsmiðjueigandi og póstaf- greiðslumaður á Seyðisfirði, Ingibjörg og Halldór. Yfirlýsing. Eg er orðinn þess áskynja, að ritstjór- arnir Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson eru í virðulegum blöðum sínum gagntekn- ir sheilagri bræði* (sbr. lofræðu séra F’riðriks Bergmanns í »Eimreiðinni« um einn þjóðarfrömuð!) út af því, að Her- rnanp alþingismaður Jónasson á Þingeyr- um var nýlega skipaður ráðsmaður á Laugarnesspítalanum, og hefur þessi bræði þeirra knúð þá til þess, að ráðast ekki eingöngu á Jónas Jónassen landlækni og mig, heldur einnig á Hermann Jónasson, sem eigi hefur unnið annað til sakar, en að sækja um sýslanina og hljóta hana. Mér kemur eigi til hugar að hrekja allan þvætting þeirra og ósannindi um þetta mál, né verja gerðir mfnar hér að lútandi fyrir þvflíkum svo mönnum, sem þeir Björn Jónsson og Einar Hjörleifsson eru, en hitt finn eg mér skylt, að segja það, sem satt er um frammistöðu Her- manns Jónassonar sem skólastjóra og bú- stjóra á Hólum. Hann var þar 8 ár, og á þeim sama tíma, að síðasta árinu undanteknu, var eg amtmaður yfir Norður- og Austur- amtinu og forseti amtsráðsins, sem hafði á hendi yfirumsjónina með skólastofnun- inni. Það er vitnisburður minn um Her- rnann Jónasson, að frammistaða hans öll var sem bezt mátti vera; skólinn og skóla- búið var í blóma undir forstöðu hans, og hann skilaði öllu af sér í bezta standi. Þetta er fleirum kunnugt en mér, en hitt hlýtur að vera öllum mönnum ljóst, af hvaða toga lastmæli þessara heiðurs- manna eru spunnin. Reykjavfk, 15. dag aprílmán. 1905. y. Havsteen. ,Margt er skrítið ( Harmoníu*. Valtýinga vit nú þver vond cru syndagjöldin dularfullir dratta hér draugarnir á kvöldin. Um fátt verður fólki hér í bænum tíð- ræddara um þessar mundir, en um þessa nýmóðins draugatrúarhreyfingu, sem virð- ist hafa öldungis hremmt og heillað skyn- semi beggja valtýsku ritstjóranna hér f höfuðstaðnum, svo að mér þy'kir vafa- samt, að þeir finni hana aptur, eða fái nokkra bót þessara meina sinna í þessu lífi. Eg er Þjóðólfi þakklátur fyrir, hvern- ig hann hefur tekið í það mál, eins og reyndar vænta mátti. Eg varð satt að segja alveg steinhissa, þegar eg í ísaf. las um þetta sviðtal við framliðna«, sem átti að vera eins áreiðanlegt eins og flóð ogfjara! Er maðurinn að gera að gamni sínu hugs- aði eg, eða er hann að draga dár að fá- fræði alþýðunnar. Mér gat ekki komið til hugar, að þetta væri fúlasta alvara, en eg hlaut þó að ganga úr skugga um, að svo væri. Og þá hló eg. Eg gat ekki annað. Eg hafði rýnt svo rnikið í útlend rit um hinn svonefnda »spiritisrous«, að eg vissi, að um nokkurt sviðtal við framliðna« gat hér ekki verið að ræða. Eg get nfl. ekki trúað því, að þetta nýja Reykjavíkurfélag sé nú þegar lengra kom- ið, en göinul samskonar félög í öðrum löndum. En mest gramdist mér að heyra forsprakka þessarar hreyfingar hér kalla þennan hégóma »vísindalegar rannsóknir«, er hann og nokkrar stúlkur væru að gera. prenti, um jafnmikla hégilju og sjálfs- blekking, sem hér er um að ræða, að vitni allra eða flestra vísindalega menntaðra manna. Og það er öldungis óleyfilegt að blanda þessari andatrúarhégilju sam- an við sálfræðirannsóknarfélagið enska (Society for psychcal research) alveg eins og þetta væri eitt og hið sama, sem er öldungis gagnólíkt hvort öðru. Sálfræði- rannsóknarfélagið var einmitt stofnað i vísindalegum tilgangi, og fæstir, sem í þvf félagi eru munu vera »spiritistar«, svo að það er öldungis rangt, að flagga með nöfnum þeirra eða yfir höfuð með þessu félagi til stuðnings andatrúarringlinu. Rann- sóknir félags þessa hafa einmitt í flestum verulegustu atriðum sýnt og sannað, að það sem andatrúarmenn leggja mesta áherzlu á og trúa eins og nýju neti, er ekki nema »humbug« eitt og hégiljur, sjálfsblekking

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.