Þjóðólfur - 19.04.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 19.04.1905, Blaðsíða 2
7 2 eða vísvitandi vélræði. Þessvegna mega menn ákaflega vara sig á því, að láta ekki þessu »humbugi« haldast það uppi 1 áliti almennings að sigla undir fölsku flaggi, sem einskonar vísindalegt rann-' sóknarfélag, er þykist vera að »leita að sönnunum fyrir öðru lífi«, óþarft að láta það vera meira og veglegra en það í raun og veru er: ávöxtur af meðfæddri hjátrú og hindurvitnum, sem lestur er- lendra andatrúarrita hefur eflt og magn- að svo, að mennirnir verða hálfruglaðir og geta ekki lengur staðizt þá freisting- arforvitni að fara sjálfir að »fúska« við þetta, sem hin truflaða dómgreind þeirra og ruglaða skynsemi hyggur, að séu op- inberanir frá öðrum heimi. Þessvegna er þeim mönnum miklu fremur vorkunn, sem lenda 1 slíkri villu og skiljanlegt, að þeir kalli þetta svísindalegar rannsóknir«, því að þá er þeir eru einu sinni orðnir flæktir 1 þessu hjátrúarneti, þá er þeim fyrirmunað að greina rétt frá röngu, vit frá óviti, vísindalegar rannsóknir frá hlægi- legasta humbugi. I þessari sjálfsblekking þeirra og engu öðru liggur þeirra eina afsökun fyrir því að gefa sig þessari draugatrúarhégilju á valdr Hér pkal ekki farið neitt út í það, hversu virðulegar hugmyndir eða hitt þó heldur það gefur um annað lif, að ímynda sér að andar framliðinna manna verði »kall- eðir fram« og spurðir spjörunum úr af hinum og þessum hindurvitnapostulum eða loddurum, sem annaðhvort af hjátrú eða tómum leikaraskap koma sér saman um að skemmta sér við þessar »tilraunir«. Það er heldur veglegt að ímynda sér, að andarnir muni vera leiksoppar vor jarð- arbúa á þennan hátt, auk þess sem það virðist ekki benda á, að andarnir eigi neina þægilega tilveru hinu meginn með því að vera þannig á flökti í geimnum hælislausir og undirorpnir valdboði Péturs og Páls hér á jarðríki. Frá hverri hlið, sem hégilja þessi er skoðuð er ómögulegt að hún geti’ fest hér neinar rætur fyrir alvöru, nema hjá þeim mönnum, sem varpað hafa fyrir borð kristilegri trú, en leiðst 1 þess stað út í vantrú og allskonar hjátrú, þar á meðal í trú á öll »dularfull fyrirbrigði*. Þaðer því lítil hætta á því, að hégilja þessi nái hér nokkrum vexti og viðgangi, því að þjóðin er skynsamari og heilbrigðari en svo, að hún láti flekast af sllku. F.n ábyrgðarhluti þeirra leiðtoga, er leitast við að berja þessa vitleysu inn í fólkið, og fá það til að trúa á hana, er ekki minni fynr það, enda mjög undarlegt, að nokkrir slíkra manna skuli hafa dirfzt að reyna það. Þeir sjálfir mega auðvitað flónska sig á henni með nánustu kunningj- um sínum, en þjóðin ætti að fá að vera í friði fyrir þessu og öðru eins. Eg trúi því tæplega, þótt mér hafi ver- ið sagt það, að þetta draugatrúarfélag hér 1 bænum sé jafnvel pólitiskt, eigi t. d. að vera til þess meðal annars, að »leita frétta af framliðnum« um það, hvenær Valtý- ingarmuni komast til valdanna m. fl.l! enda séu eintómir Valtýingar ( félagi þessu, en það mun sprottið af því, að forsprakk- arnir eru úr þeim flokki, ogþvl hafa þeir fyrst og fremst snúið sér til skoðana- bræðra sinna í pólitíkinni, gengið hægast að ánetja þá, svo að þetta getur allt verið ofureðlilegt. En óneitanlega er það nokkuð kátlegt, ef þetta valtýska drauga- trúarfélag yrði að pólitisku deiluefni. Eg las það nfl. nýlega í blaði félagsstofn- andans, að »stjórnarhöfðingjarnir« í hinu liðinu andatrúarsnauða hafi átt að gera samtök(!) um, að »hepta andlegt frelsi«, með því að beita nytsemdarfélag þetta of- sóknum. Eg get ekki séð, að stofnandinn græði mikið á því, að vera að búa til annað eins bull eins og þetta, því að það er svo heimskulegt, að því trúir enginn lifandi maður. Maðurinn hlýtur að vera orðinn eitthvað til ynuna bilaður 1 höfð- inu við »vísindalegu rannsóknirnar« sínar, ekki síður en félagi hans, hinn svísinda- maðurinn«, sem stendur á því fastar en fótunum, að »viðtal við framliðna« sé mesta og bezta alþýðumenntunarmeðalið handa þjóð vorri nú, og það sýni ljósast, hvort hún sé menntuð eða ómenntuð, hvort hún tekur þessari hindurvitnaheimsku vel eða illa. Það er menntunarmæli- kvarðinn(!) á þjóð vora hjá þeim vitring. Hún ríður sannarlega ekki við einteyming flónskan. He ið r eku r . Mannalát. Ur Arnessýslu er skrifað io. þ. m.: »Hinn 27. f. m. lést hin háaldraða ekkja Rannveig Gísladóttir í Þrándar- holti í Gnúpverjahreppi. Hún var fædd á Miðfelli í Hrunamannahreppi síðasta vetrardag (22. apríl) 1812, ogvar hún því orðin nær 93 ára, er hún lést. Hún gipt- ist hátt komin á þrítugsaldur Lopti Odds- syni frá Sandlækjarkoti. Fóru þau að búa í Þrándarholti, en mann sinn missti hún eptir 15 ára sambúð. Börn áttu þau 7, döu 4 þeirra í æsku, en 3 lifa (Oddur, Guðný og Steinunn), öll ógipt. Eptir missi manns síns bjó hún áfram í Þránd- arholti til dauðadags með börnum sín- um sem ekkja í 51 ár. Alls bjó hún því 1 samfleytt 66 ár. Þrennt er hér næsta fágætt, nfl. hinn hái aldur hennar, hinn lángi búskapartlmi á sama stað og ekki sízt það, að börn hennar yfirgáfu hana aldrei allan þennan langa tíma, enda að- stoðuðu þau hana mæta vel. Framan af búskaparárum sínum var hún fremur fá- tæk, og einkum eptir það að hún missti mann sinn stóð hagur hennar erfiðlega. En smátt og smátt rættist svo úr, að hún varð með beztu bændum í sveit sinni. — Rannveig sál. var í mörgu merk kona og góð, og einkar góðgerðasöm og gest- risin, enda mjög vinsæl. Þegar hún var réttra 90 ára heimsóttu nokkrir sveitung- ar hennar hana, fluttu henni vinsamlegt ávarp og færðu henni dálitla minningar- gjöf. Var hún vel að því komin«. Drukknun. Hinn 22. f. m. fórst enn bátur úr Bol- ungarvík með 6 mönnum, er allir áttu heima á Isafirði nema einn. Formaður- inn hét Benedikt Vagn Sveinsson, kvænt- ur og átti 6 börn í ómegð. Að eins 1 þessara manna hafði tryggt líf sitt fyrir litla upphæð. Næm sótt, er læknir Austur-Skaptfellinga segir að sé difteritis, er komin upp í Öræfum, og sendi sýslumaður hraðboða hingað suður til stjórnarráðsins til að fá samþykkt sam- göngubann, erlæknir og sýslumaður höfðu fyrirskipað. Veikin hafði gert vart við sig á flestum bæjum í sveitinni og 3 menn verið dánir úr henni. Til vonar og vara sendi stjórnarráðið »serum« með hraðboð- anum, ef vera kynni að læknirinn hefði það ekki. Ágætur afli í net hefur verið hér við sunnanverðan Faxaflóa nú um hríð, en afli á þilskip hefur verið með langrýrasta móti. Ritgerð eptir frú Bríet Bjarnhéðins- dóttur er nýlega prentuð í »Letterstedska«- tímaritinu í Stokkhólmi. Er hún »um lífið á Islandi á 19. öld« og byggð á fyr- irlestri, er höf. hélt í »Frederika-Bremer«- félaginu í Svíþjóð 22. okt. f. á. í ritgerð þessari er margt vel athugað og gefur hún útlendingum töluverða hugmynd um hag manna og landshætti hér. „Laura“ kom héðan frá útlöndum 16. f. m., en fátt farþega. Meðal þeirra Ólafur Árna- son kaupm. á Stokkseyri. „Kong Trygve“ fór héðan ekki fyr en í fyrrakveld. Með honum tóku sér far: ráðherrann H. Hafstein og frú hans, Einar Benedikts- son sýslumaður Rangæinga og frú, Grön- feldt mjólkurfræðingur með frú, Pétur Brynjólfsson ljósmyndari, Ólafur Björns- son stud. mag. með unnustu sinni frk. Borghildi Thorsteinsson, Bjarni Jónsson snikkari, Þorst. Þorsteinsson skipst., Guðm. Einarsson steinsmiður o. fl., og um 50 frakk- neskir skipbrotsmenn, alls um 80 farþegar. Heiðursmerki. Aasberg skipstj. á »Laura« er orðinn riddari af dannebrog. Hann hefur nú farið 100 ferðir hingað til lands í þjón- ustu »hins sameinaða« og hefur verið ein- hver hinn langötulasti og bezt þokkaði af skipstjórum þess félags hér við land. Afnám amtsráOanna á að líkindum ekki langt í land úr þessu. Fátækramálanefndin hefur í nýju frumvarpi til sveitastjórnarlaga lagt það til, að »ráð« þessi væru afnumin og gert ljósa og ítarlega grein fyrir ástæðum sín- um til þess. Þetta er stærsta og þýðing- armesta breytingin í frv. þessu, sem ann- ars er að mestu leyti að eins samsteypa af sveitastjórnarlöggjöfinni í eina heild með nokkrum smábreytingum og viðaukr um, en nefndin hefur ekki viljað leggja út í að fara fram á neinar gagngerðar breytingar á sveitastjórn landsins að öðru leyti. En ei að síður er það þarfaverk, er húri hefur unnið og tillagan um af- nám amtsráðanna fær eflaust góðan byr á þingi. Sumargjafir fá menn hvergi hentugri né gagnlegri en hjá Jónatan Þorsteinssyni Laugaveg 31. íslenzk frímerki, einkum misprentanir, afbrigði o. s. frv. kaupir H. Ruben, Istedgade 30, Köben- havn. Verð óskast ákveðið. Einn Rafmagns-vasalampa sendi eg burðargjaldsfrítt hverjum þeim, er sendir mér 200 st. af íslenzkum frímerkjum. Þau verða að vera heil og þokkaleg, og hag- anlega skipt. Eg kaupi þau einnig fyrir peninga. Allskonar glingur er til sölu. M. Brabrand Jensen. Aarhus. Hus til kaups eða leigu. Til kaups eða leigu er vandað hús á Seltjarnarnesi, og er laust til íbúðar næstkomandi 14. maí. Húsinu fylgir góð lending, ágæt vergögn til fisk- verkunar, sömuleiðis góðir jarðepla- garðar, sem gefa af sér 25—30 tunnur af jarðeplum í meðalári. Semja má við Jón Jónsson Melshúsum. Engir skakkir hælar framar!! Patent giimmíliælinn „The safoty Pnd,, má setja á hvern hæl sem er. Ódýr og endingargóður. Endist á við 4 leöurhæla Snýst þegar gengið er, svo hællinn verður aldrei skakkur. Er stöðugur og þægilegur að ganga á, og ekki sleipur í hálku. Er til af öllum stærðum. Útsölumenn óskast hvarvetna. Einkasala H. Emmecke 10 Colbjörnseusgaile. Köbenhavn. Geysis- Eldstóin, Ný gerð. Alveg frístandandi. Seld algerð til að nota hana. Eldstóin hefur eld- traust, múrað eldhol, steyptar vind- smugur, stór pottgöt, emalieraðan vatnspott, steikingar og bökunarofn, sem tempra má, magasíntemprun á eldinum, svo eldiviður sparast og hiti fæst ei.ns og með ofni. Eldstóna getur hver maður hreinsað á 5 mín- útum. Veiðið er hjá mér ekki nema helmingur þess, sem fríttstandandi eld- stór eru annars seldar. Geysis-eldstóin er merkt með mínu nafni og fæst aðeins hjá mér eða hjá útsölumönnum mínum á Is- landi. Séu engir útsölumenn á staðn- um, verða menn að snúa sér beint til mín. Biðjið um að yður sé send verðskrá yfir eldstóna. Jens Hansen Vesterg&de 15 Köbenhavn. CjVmasklner i storste M. Udvalg til ethvert Brug, Fagmands Qaraníi. — Ingen Agenter. Ingen Filialer, derfor billigst i Danmark. — Skriv straks og forlang stor illustreret Prisliste, indeholder alt om Symaskiner, sendes gratis. G. J. Olsen, Kibenhavn. Nikolajgade 4, e Yfirlit yfir hag íslandsbanka 31. marz 1905. Acti va: Kr. a. Málmforðakontó . . . . . 242,000,00 4“/o fasteignaveðskuldabréf . 44,900,00 Handveðslán...................220,381,08 L;in gegn veði og sjálfskuklar- ábyrgð.....................999,679,72 Víxlar........................273,883,90 Erlend mynt o. fl............. 2,184,84 Inventarium....................49,817,24 Verðbréf......................185.500,00 Byggingarkonto.................13,842,60 Kostnaðarkonto.................37,874,61 Ýmsir debitorar...............176,268,30 Útbú bankans............... 535.105,89 í sjóði........................28,280,65 Samtals 2,809,718,83 Passi va: Kr. a. Hlutabréf...................2,000,000,00 Útgefnir seðlar í veltu . . 478,000,00 Innstæðufé á dáík og með innlánskjörum .... 237,418,14 Vextir, disconto o. fl. . . 82,512,27 Erlendir bankar o. fl. . . 11,788,42 Samtals 2,809,718,83 Reykjavík 31. marz 1905. Emil Schou. Sighv. Bjarnason. Revideret Júi. Havsteen. Indridi Einarsson. Jön Þorsteinsson Hverfisgötu 24 (eptir 14. maí þ. á. Laugaveg 55) hefur afarmikið úrval af reidtýgjum, hn'ókkum, s'óðlum, t'óskum, aktýgjum og yfir höfuð öllu því, er reiðskap til heyrir með ótrúlega lágu verði. Hvergi eins vönduð vinna né betra efni. Munið því staðinn Hverfisgötu 24 eptir 14. maí þ. á. Laugaveg 55. Jön Þorsteinsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.