Þjóðólfur - 28.04.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.04.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. apríl 19 05. M 18. A. Ritsímamálið. i. Það var ekki lítið um dýrðir hjá »ísa- fold« í vikunni sem leið, þá er hún gæddi lesendum sinum á íslenzkri þýðing af rit- símasamningnum eða leyfisbréfi norræna ritsímafélagsins til fréttaþráðarlagningar til íslands. Það var alveg eins og hún hefði himinn höndum tekið og heyrði hreimfagran söng framliðinna Valtýinga um endurreisn flokksins og skjótar sára- bætur eptir mikil hrakföll og auman úti- gang. Og »Þjóðviljinn« kemst líka allur á lopt, eins og lög gera iáð fyrir. Og bráðum verður jarðneski söngurinn yfir þessum happafeng að minnsta kosti fjór- raddaður og ekki sérlega hreimljótur, ef að vanda lætur. Það verður nógu laglegt spangól, þegar þessar tvennu bendlur eru komnar t kórinn og samhringt ertilmess- unnar. Það gerir ekkert til, þótt nýung- in sé engin nýung, ef því að eins er hald- ið nógu fast fram, að ráðherrann hafi ætlað sér að komast alveg hjá því að birta nokkurntíma þennan samning, ekki einu sinni fyrir þinginu. Skyldi ekki mega telja fólki trú um það ? Það væri lítið vitlausara að reyna það, heldur en hitt, að telja fólkinu trú um, að samningi þess- um hafi verið haldið leyndum hingað til, þá er öll helztu aðalatriði hans, sem oss varða mestu hafa áður verið birt 1 blöð- um hér, bæði ( »Þjóðólfi« 7. og 14. okt. f. á. og í »Reykjavíkinni« um samaleyti, þótt samningurinn f heild sinni væri ekki birtur vegna þess, að hann var að eins bráðabirgðarsamningur eða »uppkast«, sem ráðherrann hafði með sér, og það erþessi bráðabirgðarsamningur, sem »ísaf.« hefur klófest og hyggur, að sé svo voðalegt * leyndarmál. Að Hkindum er eða verður hinn reglulegi sanmingur í öllu verulegu samhljóða þessum bráðabirgðarsamningi. Þó getur verið, að einhverjar óverulegar breytingar hafi gerðar verið. Það sem blaðið er að fetta fingur út f að því er snertir einstök ákvæði þessa samnings er flest lftilsháttar og meira gert af vilja en mætti, en sumt byggt á al- gerðum misskilningi, eins og t. d. það, að Danir eigi að eignast tiltölulega miklu meira í símanum verði hann sameign Dana og íslendinga eptir 20 ár. Eptir samn- ingnum eiga Danir þá að eignast a/3 en Is- lendingar T/3. Þetta skilur blaðið svo, að ráðherrann(I) ætli að gefa(!) Dönum 160 þúsund, af því að tillag ríkissjóðs sé 1080 þúsund, en tillag vort 700 þúsund á þess- um 20 árum. En þetta er helber mis- skilningur og vitleysa. Vér fáum í raun féttri rneiri þátt í ritsímanum heldur en fé því nemur, er vér leggjum til hans f 20 ár, vegna þess, að þær 300,000 kr., sem ritsímafélagið leggur til landsímans, er í raun réttri ekki annað en lán, sem vér endurborgum á 20 árum með 22,000 kr. á ári með vöxtum og vaxtavöxtum, en séu þeir dregnir frá, þá borgum vér að fullu höfuðstólinn siálfan með' 15,000 kr. á ári. Árstillag landsjóðs til sæsímanser því f raun réttri ekki nema 13,000 á ári + 7,000 í vexti af 300,000 kr. =20,000. Verzlunin Edinborg í Reykjavik. Lítill ágóði. - Fljót skil. Auk hinna afarmiklu birgða af allskonar n a u ð s y n j a vö r u m og vefnað- arvörum m. m. hefur verzlunin í ár fengið miklu meira afleirvörum en und- anfarin ár, og eru þær á boðstólum f sérstakri deild, þar á meðal: D i s k ar frá 18 aur. Þvottastell margar teg. frá 3,20 til 10,00 Matarstell frá 13 kr. til 24 kr. Sykurker — Rjómakönnur Vatnsglös frá 15 til 18 aur. Blómstativ Bollapör frá 18 til 60 aur. S k á 1 a r frá 15 aur. Testell ljómandi falleg margar teg. Kökudiskar marg. teg. Hrákadallar Sápuskálar Blómvasar Brúnar leirskálar og krukkur, sem mjög mikið selst af og ótal margt fl. I gömlu búðina er einnig komið mikið af ýmsum járnvörum og e m a i 11 e- vörum, þar á meðal: Þvottabalar og Skálar email., Steinolíuvélar nýj- ar teg. Ymsar smærri járnvörur o. m. fl. Einnig mjög mikið af ódýrum pappír og u m s 1 ö g u m . I þeirri deild eru Sandowsböndin góðu og ákaflega margar teg. af reyk- tóbaki t. d. Motor-Shag o. fl. Við það er hlutfallið a/3 og z/3 miðað, að Danir leggja til 1080 þúsund, en vér ekki nema 700 þús. -f- 300 þús. = 400 þúsund, og verður naumast sagt, að hall- að sé á vorn hlut í þeim skiptum. Þeir sem kunna þvf illa, að þessar 300,000 kr. séu skoðaðar sem lán og vilja heldur skoða það sem beina gjöf, eru beðnir að athuga það, að flestum mun þykja við- kunnanlegra að vera ekki ölmusumenn Dana. En svo verða menn að gæta þess, að fyrir 13,000 kr. árstillag til sæsfmans var óhugsandi að fá hann til Suðurlands- ins. Vér hefðum getað fengið það fyrir 35,000 kr. á ári eða 700 þúsund (auk vaxta) í 20 ár. Þær 700 þúsundir heföu þá orðið bein útborgun til sæsfmans, og vér ekki fengið neinar 300 þúsund kr. til að leggja landsímann. Þá hefðum vér orð- ið að leggja allan landsímakostnaðinn alger- lega á okkar herðar, auk þessara 700 þús- und kr. til sæsímans. Það er þetta at- riði, sem gerði það að verkum, að þeir sem áður vildu helzt fá símann til Suður- landsins sætta sig við þetta fyrirkomulag nú, af því, að nú fáum við öll umráð og öll eignarráð yfir landsfmanum, sem ekki var áður ætlazt til, þá erdr. Valtýr var að garfa í þessu máli. Og það er harla mikill munur. Það er enginn vafi á því, að hefði ráð- herra vor ekki nú sælt tækifærinu til að komast að samningum við »hið stóra norræna.«, þá hefði lfklega orðið bið á því, að vér fengjum ritsíma. Og það er heldur enginn vafi á þvf, að hann hefði verið skammaður hlífðarlaust, ef hann hefði látið þetta tækifæri sér úr greipum ganga, og þá hefði reyndar verið nokkur ástæða til þesS að víta hann. En nú neytti hann þessa hentuga tækifæris, þá er félagið var sanmingafúsara en ella vegna annara hlunninda, er það gat fengið, og það er þvl enginn efi á, að vér höfum fengið þau beztu kjör hjá félaginu, sem unnt var að fá. En hitt er sprottið af heimsku einni eða illgirni að halda þvf fram, að ráðherrann hafi t. d. getað sett félaginu stólinn fyrir dyrnar og heimtað af því það sem honum sýndist. Þetta er svo fjarri öllu lagi, öllu viti, alveg eins og okkar væri öll þægðin að leyfa(!) fé- laginu að gera þetta, alveg eins og það og þess fé væri að öllu leyti á okkar valdi(l). Það er einkum »Þjóðviljinn«, sem gasprar mikið um þetta atriði, auð- vitað til þess að varpa ryki í augu al- mennings og níða aðgerðir ráðherrans. Það hefði ekki verið fundið mikið að þessu, ef dr. Valtýr hefði verið ráðherra og gert samninginn. Þá hefði bæði hann og samningurinn verið vegsamaður í há- um tónum af þessum sömu herrum, sem nú ætla af göflunum að ganga af gremju yfir úrslitum þessa niáls, sem þeim var svo annt um fyrrum og nú er ráðið til lykta á miklu hagfelldari hátt, en vænta mátti að nokkru sinni yrði, þá er þeir voru að burðast með það á sínu »pró- grammi«. En nú er það orðið óalandi og óferjandi, eitthvert hið voðalegasta skaðræðismál, af því að hin nýja stjórn — heimastjórnin, — sem þeir hatast við, hefur komið því til framkvæmda. Sjáum snáðana 1 Þeir eru ekki svo tiltakanlega hjartveikir af samvizkuseminni, piltar þeir. I hinum margtvinnaða rógi og mörgu ósannindum, sem valtýsku málgögnin hafa flutt um þetta mál, hafa þau meðal ann- ars þaulstaglast á því, að engra samninga hefði verið leitað við Marconifélagið, og þó hefðum vér átt kost á því að fá lopt- skeytasamband hingað til lands miklu ó- dýrara en ritsímasambandið fyrirhugaða, enda væri loptskeytasamband hið eina, sem hefði átt að hugsa um. Á þessu hefur verið klifað sí og æ, með hinum frámunalegustu staðhæfingutn og fávizku- hjali, að eins til þess að spilla fyrir mál- inu hjá þjóðinni og fá hana til að snúast öndverða gegn símalagningunni, en heimta t. d. loptskeytasamband. Auðvitað stagast valtýsku blöðin á þessu gegn betri vit- und, því að það er fullkunnugt, að ráð- herrann leitaði einmitt samn- inga við Marconifélagið, fékk tilboð frá því fleiri en eitt, en þau tilboð voru öldungis óað- gengileg, bæði vegna þess, að m i 11 i 1 and a sa m b an di ð hefði orð- ið svo afardýrt, og af því að fé- lagið treysti sér alls ekki að eiga neitt við i n n a n 1 a n ds s a m - bandið, nema þá t. d. umhverfisstrend- ttr landsins milli yztu annesja. Því er nfl. svo háttað, að loptskeytasamband getur ekki átt sér stað yfir land í fjall- lendi. Það er að eins yfir sjó eða slétt- ur, sem það getur verkað, og þó ófull- komið enn, svo að það gæti naumast tal- izt heppilegt, að vér legðum stórfé fram til að fá svona lagað samband við um- heiminn, meðan það er ekki öruggara, en það enn hefur reynzt. Þeir sem ávallt eru að hampa ágæti og ódýrleika þessa loptskeytasambands, og fullyrða, að ráð- herrann hafi ekkert sinnt því, geta í sum- ar fengið sönnun fyrir því, hversu stað- gott fleipurþeirra hefur verið, því aðþing- inu rnun verðagefinn kostur á, að kynna sér öll atriði málsins, og þá jafnframt allt er Marconitilboðin snertir. Gæti þá ver- ið, að þessir virðulegu herrar, sem nú gjamma hæst, yrðu að kyngja drjúgum af öfgum þeim og ósannindum, er þeir hafa látið á »þrykk« út ganga í þessu máli. Ferðapistlar. Bréf til Fljótsdæla, frá Hdkoni Finnssyni. IV. Frá Höfn. (Síðasti kafli). Etnografiska (þjóðkynja) safn- i ð sýnir híbýlahátt, klæðnaði, húsgögn, vopn og ýms áhöld flestra þjóða. Má þar því fá ágætt yfirlit yfir ástand þjóðanna í menningunni, eins og hún kemur fram í verkum þeirra. — Við samanburðinn sást, yfir höfuð, að því fjarlægari sem þjóðirnar eru, þess ólfkari er svipurinn, sem hvllir yfir verkum þeirra. En eptir því sem þær eru nálægari og hafa meiri kynni hver af annari, verður svipurinn líkari, þótt alltaf sjáist meiri og minni sérkennileiki. Einna einkennilegastir og ólikastir sín á milli virtust mér munir í deildunum frá Peru, japan, Persíu, Kína og Mexico. I Peru- og Mexico-deildun- um bar mikið á ýmsum verkfærum, er þénað hafa að iðnaði og húsagerð. Hjá báðum þessum þjóðum var allmikil menn- ing, þegar Amerlka fannst. Eg hef ein- hversstaðar lesið, að sú menning hafi átt rót slna að rekja til Austur-Asíu-landanna. En nokkuð er það, að þessu, er þarna var frá hvoru um sig, svipaði eigi sam- an. Frá Kína og Japan ber mikið á við- höfn í vefnaði, klæðagerð, leirvörum og hirzlum ýmsum, er virtust mjög ramgerð- ar. Af japanskri bókagerð og málverk- um var og sýnishorn, en ekki varð eg var við það annarsstaðar frá á safninu. Fyrir ýmsa flokka Malaja var stór deild. Þar var fjöldi af skipum og bátum með ýmsu lagi. Þeir búa eins og kunnugt er á Suð- urhafseyjum, og þurfa mjög á skipum að halda. Sá eg þar bæði eintrjáninga og byrðinga með rá og reiða; voru sum seglin gerð af tágum, og litu út líkt og smágerðar mottur. Vopn þeirra, þau er úr málmi voru gerð, voru mörg allbitur- leg. Aptur voru mörg úr hörðu tré og hvassar dýratennur festar við eggjarnar, svo þær litu út líkt og sög. Tattoverað mannshöfuð var þar líka til sýnis. Frá Ny Guinea voru m. a. mjög stórir merk-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.