Þjóðólfur - 28.04.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.04.1905, Blaðsíða 2
76 islúðrar. Þegar ófrið ber að höndum, blása þeir í þá. Eru þeir með ýmsu lagi, og gefur hver tegund frá sér ákveðið hljóð. Skrautlegur höfðingjabúningur var m. a. frá Hawaii. Búningurinn var úr marglit- um fjöðrum, sem voru ofnar 1 dúk, er ekki sást nema á ranghverfunni. Hlýtur að vera heitt að bera þesskonar búning þar suðurfrá. Munirnir frá Ástralíu og Afriku innanverðri bera vott um minnsta menningu, þótt þeir aðallega séu frá vor- um dögum. Panoptikon er safn af eptirlíking- tim ýmsra manna og atburða úr sögunni frá seinni tíð o. fl. Eitt af því nýjasta, sem þar er að sjá, er konungsmorðið frá Serblu, sem svo mikið var talað um í fyrra. Eptirlíking af morðum Tyrkja í Macedoníu og svívirðuverkum þeirra er og þar. Er mjög hryllilegt að skoða þetta, því allt Ktur út eins og það sé að gerast þá stundina sem á það er horft. Meðal annars af þessu tagi er sést, eru 3 prestar, sem böðlarnir eru búnir að hengja og heil fjöiskylda, sem þeir þá eru búnir að gera útaf við; en húsmóðir- ín, sem þeir ekki drepa (þeir drepa nefnil. ekki gamlar konur) horfir á það, er gerist og steytir hnefann í skelfingarangist til þorparanna, sem eru að úthella blóði vandamanna hennar. Úr einu herbergi er farið niður 1 »Elevator« í niðamyrkri. Allt ( einu verður glóbjart, og verður þá til sýnis eptirlíking af dropsteinahelli frá Austurríki, sem liggur míludjúpt niðri í jörðinni. í aðalganginum eru eptirlíkingar af Napoleon mikla, eins og hann leit út 1 ýmsum stellingum, sem hann var í, og í stóru herbergi innanvert eptirlíking af Friðrik 7. og ýmsum foringjum hans á ófriðarárunum 1849—50 o. fl. Heilt æfintýri frá hinu hugsaða leti- og sællífis- landi er þar llka sýnt í mörgum herbergj- um. Eitt er t. d. höll, þar sem hver sér sjáifan sig og hreyfingar sínar alstaðar hvar sem litið er 1 hundraða- og þúsunda- tali, svo langt sem augað eygir. Sýnd eru líka æfiatriði fátæks drengs, sem lendir inn á afbrotaveginn fyrir skuld foreldra sinna, sem bæði eru fyllisvín, og telja drengnum trú um, að vínnautnin sé svo góð og ósaknæm. En þegar hann er sem verst staddur verður honum það að láni, að göfuglyndur smíðameistari kemur til hans, talar um fyrir honum, tekur hann að sér, kennir honum iðn sína og gerir hann að dugnaðar- og láns- manni. Gaman og fróðlegt er að skoða eptir- líkingar af andliti og höndum ýmsra stór- menna sögunnar frá seinni tíð, ýmist eins og þeir litu út lifandi eða dauðir. Hafði eg áður séð myndir af flestum þeirra, en þær sýna aldrei eins vel manninn sjálfan eins og efniseptirllkingin. Ekki var þeim flokkað niður eptir lífsstöðu eða þesshátt- ar. Hefði eg fyrir mitt leyti heldur kosið, að »fagmönnum« og stéttarbræðrum hefði verið flokkað saman, til þess að geta fengið betri samanburð. Samt voru þar hlið við hlið þær drottningarnar Elizabet og Maria Stuart, og þeir komponistarnir Beethoven, Weber og Mendelsohn. Nýja R á ð h ú s i ð skoðaði eg. Er það ekki alveg fullgert hið innra. Það er einhver langstærsta og merkasta bygging í Höfn að stíl og viðhöfn allri. Á því eru margir turnar, og er einn langhæstur, enda hæsti turn í Höfn 105 metrar (um 335 fet). Úr turninum er ágæt útsjón yfir Kaupmannahöfn og nágrennið í björtu og heiðskíru veðri, sem líka var þegar eg var þar uppi. Var allfallegt þar um að litast. Sást alla leið austur til vesturstranda Svíþjóðar. I turninum er stór stunda. klukka, er gengur fyrir rafmagni. Við hver fjórðungaskipti slær hún part.úr lagi, og eptir þvf meira af laginu, sem fjórð- ungarnir eru fleiri, og allt lagið við síð- asta fjórðunginn ; að því búnu skiptir hún um hljóð og slær hátt og snjallt, svo að heyrir víðsvegar stundatöluna. I einu turnloptinu eru myndiraf hæstu byggingum heimsins sýndar í hlutfallsstærð hver við aðra, og var þannig hægt að fá gott og fróðlegt yfirlit. Nokkrar þær allrahelztu voru þannig í metrum • Effelturninn 300 m. Wasingtonmonum. 169 — Kirkjan í Ulm 162 —- Köln C_n CN i Pálskirkjan í London 117 — Ráðhústurninn 105 — Margt fleira söfnum tilheyrandi o. fl. skoð- aði eg. Nú hef eg eigi tíma til að minn- ast á fleira. Getur líka verið, að þið verðið ánægðir af lestrinum. En hvort sem svo verður eða eigi, bið eg ykkur að virða á hægra veg og heila lifa. Seinna fáið þið kannske línu frá mér annarsstaðar að ólfks efnis. Málaferlin á Snœfellsnesi. Cand. jur. Guðm. Eggerz, er sendur var vestur á Snæfellsnes um næstl. nýár til að rannsaka ogdæmaýmsar sakirþar, er nú fyrir skömmu kominn hingað aptur. Hreppsnefndarmenn þá þrjá í Ólafsvík, er hrakyrt höfðu Lárus sýslumann Bjarnason fyrir rétti, dæmdi hann í 100 kr. sekt tvo þeirra, en 1 í 80 kr. sekt og séra Helga Árnason f málskostnað fyrir það, að hann hafði samið meiðyrðaskjalið fyrir þessa menn. En tíunda-svikamál séra Helga er ódæmt enn. Valtýsku blöðin hér hafa árum saman legið á því lúalagi, að ófrægja Lárus sýslu- mann á allar lundir, og þreytast ekki á því, að spana nokkra hatursmenn hans þar innanhéraðs út í hverja flónskuna á fætur annari, að eins til þess að geta haldið róginum lifandi. En auðvitað á Lárus sýsiumaður að gjalda þess, að hann heftir verið málgögnum þessum sárbeittur í viðskiptum og fengið þau hvað ept- ir annað sektuð fyrir meiðyrði. En aðalástæðan fyrir þessum lúalegu og lát- lausu ofsóknum valtýsku blaðstjóranna gegn sama manninum er jafnframtsú, að hann er talinn hættulegasti mótstöðumaður þess- ara pólitisku snápa, sem allir vita, hvern- ig eru. Og svo síðast en ekki sízt á Lárus sýslumaður að gjalda þess, að hann er mágur(!) ráðherrans, því að þá er svo handhægt að berja þann róg inn í fólkið, að vegna ríkis ráðherrans náist enginn rétt- ur yfir Lárusi(l). En menn eru fyrir löngu farnir að hafa megnustu andstyggð á svona löguðum lubbaskap, því að það dylst engum skynsömum manni, að hið látlausa níð bláða þessara um Lárus sýslu- mann er ekkert annað en hatursfullar of- sóknir og vesaimannlegar tilraunir til að svala sér á skæðum og harðsnúnum mót- stöðumanni, er farið hefur ómjúkum hönd- um um sjálfa þá og ómjúkum en réttmæt- um orðum um hina fyrirlitlegu og ódrengi- legu pólitfk þeirra fyr og síðar. Það svíður og það sýður í þeim. Það talar f>rir sig sjálft. Hér með lýsi eg því yfir, eptir að mér hefur gefizt kostur á að sjá vottorð það er eg fékk hr. sýsluntanni Lárusi H. Bjarnason 12. september 1903, að eg undirskrifaði téð vottorð með frjálsum og fúsum vilja nefndan dag; og apturkalla hér með vottorð það, er séra Helgi Árnason í Ólafsvík fékk mig til að undirskrifa í flýti 4. f. m. og sfðan hefur verið prentað í heimildarleysi mínu í »Fjallkonunni«. p. t. Stykkishólmi 18. apríl 1905. Gnðm. Helgason. hreppstjóri Vitundarvottar að þvf, að hreppstjóri Guðm. Helgason í Knarartungu ytri hafi skrifað undir vottorð þetta með fúsum vilja og algáður, erum við undirritaðir sýslunefndarmenn. Kristján Þorleifsson, Þ. Bergmann. 9 Askorun um samskot handa sjúklingunum i holdsveikraspítalanum. Holdsveikin er þungbærari en nokkur annar sjúkdómur. Holdsveikir menn eru aumkvunárverðari en nokkrir aðrir sjúklingar. Þeir eiga ágætt athvarf þar sem er holds- veikraspítalinn í Laugarnesi. Þar er þeim veitt nákvæm hjúkrun, dregið úr þjáningum þeirra, sár þeirra hirt. Þar er þeim látin í té stöðug læknishjálp og reyndar við þá allar nýjar lækningarað- ferðir, sem einhver von er urn að geti lækn- að höfuðsjúkdóm þeirra holdsveikina. Þar eru þeir aldrei móðgaðir eða hrygðir eins og oft vill verða í heimahúsum, af því að fólk óttast og forðast þá. Þar þurfa þeir sjálfir ekki að óttast, að þeir með veiki sinni verði ástvinum sínum eða öðrum að meini. En þar með er ekki sagt, að spítalanum sé í engu áfátt, að þar mætti ekkert betur fara. Mér fyrir mitt leyti, virðist mestur bagi að því, að rúm sjúklinganna eru ekki svo góð sem skyldi Það eru járnrúm, fremur veik; botninn fjaðralaus og harður; í hverju rúmi eru tvær þangdýnur (undirdýnur) og 1 eða 2 svæflar; þessar þangdýnur endast illa verða fljótt harðar og hnúskóttar. Þegar spítalinn var settur á fót, varð auð- vilað að fara sem sparlegast með það fé, sem þingið veitti til útbúnaðar. Þessi rúm voru þá keypt, af því að þau eru miklu ódýrari en vanaleg, góð sjúkra- húsrúm, þeim hefur auðvitað verið haldið við, og eru þau því lík því sem þau voru í fyrstu. Þessvegna má ekki vænta þess, að þing og stjórn sjái sér fært að ónýta þau og láta spítalanum í té önnur dýrari og betri rúm. Ný, góð sjúkrahúsrúm í allan spítalann — 60 að tölu — muhdu kosta um 2000 krónur. Það er alltítt í öðrum löndum, að sjúkra- húsum berast miklar gjafir. Sjúkir menn eru jafnan hjálparþurfar, og öllum góðum mönnum er ljúft að réttá þeim hjálparhönd öðrum fremur. Nú er eg sannfærð, um að brjóstgæði og hjálpfýsi eiga jafn djúpar rætur í hugum manna hér á landi sem í öðrum löndum. Og þessvegna sný eg mér til íslenzkrar alþýðu í þessari von og vissu, að hver mað- ur muni með ljúfu geði vilja leggja lítinn skerf til þess að gleðja mestu aumingja þjóðarinnar, auka þægindi þeirra, lina þraut- ir þeirra. Eg bið ekki um mikið. Eg bið engan um meira en 10 aura, en eg bið alla um 10 aura. Til þess að fá 2000 krónur, þarf 10 aura frá 20000 manns, fjórða hluta þjóðarinnar. Eg hef hugsað mér að koma samskotum af stað á þann hátt sem hér segir: Eg sendi beiðni til 12 eða 16 kunninga minna hér í bænum, bið hvern þeirra um 10 aura, bið hvern þeirra að senda samskon- ar beiðni til 4 kunningja sinna og svo koll af kolli. Með þessum hætti kvíslast samskotabeiðn- in í allar áttir út um alt land. Skeytin má auðvitað orða á ýmsan hátt, hver getur farið eftir sínum hugþótta, en efnið ætti að vera þetta. Gerðu gott verk. Sendu mér 10 aura handa sjúklingunum í Laugarnesi. Sendu 4 kunningjum þínum samskonar skeyti og þetta. Sendu þá 40 aura, sem þér berst til Fröken Harriet Kjær Holdsveikraspítalanum við Reykjavík. Laugarnesi í aprílm. 1905. Harriet Kjær húsmóðir holdsveikraspítalans. AflabrðgO. Maður, sem kom austan úr Þorlákshöfn nú í vikunni sagði, að þar væri hæstur afli 700 í hlut, en mikið af því ýsa. Á Eyrarbakka kvað hann hæstan hlut mundi vera rúm 500, en nokkru minni á Stokks- eyri. I Selvogi mjög lítill afli. Um apturgöngur og önnur sdularfull fyrirbrigði« kvað ritstj. »Fj.k.« hafa haldið langan kapítula hér í Bárubúð á þriðjudagskveldið. Þeir sem þangað komu hafa sagt, að textinn hafi verið tekinn úr »ísafold« og niður- staðan hjá ræðumanni orðið hin sama og þar, að »viðtal við framliðna« væri eins áreiðanlegt eins og flóð og fjara, að ljós- myndir væru teknar af öndununt, menn þukluðu á þeim, fyndu hjarta$lögin(l!) o. s. frv, Eitthvað kvað maðurinn og hafa verið að væla út af ummælum Þjóðólfs um þetta »vísindalega« draugafélag, og tekið sér þau mjög nærri. Og fúkyrðun- um kvað hafa rignt eins og þéttustu drífu yfir alla þá, er ekki vildu trúa, eins og prédikarinn, á apturgöngur með holdi og blóði. Spurningin er nú um, hvar þessir rnenn, er leyfa sér að prédika opinber- lega aðra eins fásinnu, mundu bezt geymd- ir, hvort þeir ættu ekki bezt heima á ein- hverri almennri líknarstofnun. Nokkrir af valtýsku áheyrendunum kvað hafa klappað ótæpt lof í lófa að Iokinni prédikun. í gærkveldi kvað sami ræðumaður hafa endurtekið þessa prédikun sína, og er sennilegt, að hann geti treint sér þennau ræðutexta fram eptir vorinu, meðan ein- hverjir fást til að gefa honum 25 aura fyrir þetta andatrúarrugl. Það er eðlilegt, að maðurinn reyni í lengstu lög að slá sér mynt af jafn þýðingarmikiu landsvelferð- armáli (!). Gullið. Það má nú telja áreiðanlegt, að gull hefur fundizt f sýnishorni einu úr borun- arholunni í Eskihlíðarmýrinni, eins og vottur hafði fundizt um þegar í byrjun eptir rannsókn Erlendar gullsmiðs Magn- ússonar. En nú hefur Björn kaupm. Kristjánsson komizt að sömu niðurstöðu á öðru sýnishorni. Og fleiri málma, eink- um kopar, hafa menn einnig orðið varir við. Bæjarstjórnin hefur fyrir nokkru kosið 3 manna nefnd til að standa fyrir ítarlegri rannsóknum á þessu. Nýtt bankahús fyrir hlutabankann verður nú farið að byggja í Austurstræti, fram undan gamla Melstedshúsi. En svo vísdómslega hefur byggingarnefnd og bæjarstjórn þóknast að setja húsið, að það stendur ekki í línu við nokkra götu, en rekur annað hornið út í aðalgötuna (Austurstræti), og lítur út fyrir að það verði hin hreinasta háðung fyrir bæinn að láta það standa svona. En byggingarmeistarinn (Thurén) kvað hafa ráðið þessu og bæjarstjórnin sagt já og amen við þvf, enda þótt hún gæti og ætti að ráða því, að húsið yrði bænum til prýði. Er megn óánægja hjá bæjar- búum út af þessu glappaskoti bæjarstjórn- arinnar. Andans kórvllla. Skyldi það hafa verið eptir fréttum frá öðrum heimi, sera nýi andans prédikarinn hér hefur skýrt frá því í blaði sínu, að húsfrú Guðrún Magn- úsdóttir í Austurhlfð væri látin ? Sé svo, þá er fræðsla andanna ekki sérlega áreiðan- leg, enda kvað þeir geta verið háskalega lygnir. Merkiskona þessi, sem blaðið stytti aldur, lifir við beztu heilsu hér f bænum(l). X.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.