Þjóðólfur - 26.05.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.05.1905, Blaðsíða 2
94 komið hafa snöggvast í það, leyfa mér að lýsa því lítið eitt fyrir yður. Sigurður sýslumaður fékk með ráðherra- bréfi, sbr. Stjórnartíðindin 1883 B. bls. 61, loforð fyrir 5000 kr. láni úr landsjóði til byggingar hússins og tók það lán 3. febr. 1887, en það hrökk eigi, og fékk sýslumað- ur þá aptur lán úr landsjóði 28. s. m. að upphæð 2000 kr. Eins og ráðherrabréfið ákvað, mátti lánið eigi fara fram úr 3/4 virðingarverðs hússins, enda varð það eigi, því að húsið var virt á 13000 kr. Lét sýslumaður Hjört sál. Jóns- «on lækni og Svein snikkara Jónsson virða eignina, og hefur Sveinn snikkari, bróðir Björns ritstjóra, sagt mér, að þeir hafi virt húsið eptir því sem eigandinn, sýslumaður, hafði sagt til um, hve mikið hafði gengið til þess. Mér þótti virðingin óhæfilega há, og fyr- irskipaði nýja virðingu á húsinu til leið- beiningar í skiptunum. Húsið var virt 23. febr. 1895, og lýstu virðingarmennirnir, snikkararnir, Sveinn Jónsson og Jósafat Hjaltalín, yfir því að húsið nýbyggt hefði eigi þurft að kosta meira en 9000 kr. Þótti því skiptafundinum húsið, sem nú er 9 ára gamalt og þarf mikilla endurbóta við, full- selt á 7000 kr. Eg hef nú búið í húsinu í 2 ár og hefur mér reynzt það miklum mun miður en mér var sagt það. Það lekur alstaðar í miklum rigningum, og frýs í því svo mjög, að seinastliðinn vet- ur fraus opt blek næturlangt á skrifstofu minni í þykkum leirbrúsa, og var þó alltaf kynt frá morgni til kvölds, deig handklæði frusu í svefnherbergi okkar hjónanna, og var þó opt lagt í á kveldin, en alltaf opið milli þess og daglegu stofunnar. Það er mjög næðingssamt sumstaðar í því, enda var að eins troðið mosa milli súða, og hann er nú eðlilega nokkuð síginn eptir 9 ár. Panel eru flest gengin mjög í sundur, sum- staðar svo að sjá má milli herbergja. Lopt- sillur eru víðasthvar gengnar mjög úr skorð- um, sumstaðar t. d. á skrifstofunni og í borðstofunni svo, að allt leikur á reiðiskjáifi, ofnar, borð o. fl., ef hart er gengið um gólf. Steintrappan er sprungin frá grunninum, af því hún var aidrei grafin niður, og þak- spónninn er víða fúinn, en sumstaðar fokinn. Skorsteinninn var svo skaddaður að ofan, eð eg varð að láta slá tré utanum til bráða- birgða, og allt er húsið lítt málað. Svona er húsinu rétt lýst, enda hefur Sveinn snikk- ari eptir nákvæma skoðun sagt mér, að nauðsynleg viðgerð mnndi kosta 1000kr. Af því sem nú hefur verið sagt, má ráða, að húsið er fullselt fyrir 7000 kr., og að mínum dómi ofselt að mun, bæði vegna þess, hvernig það er í sjálfu sér, og hvar það stendur, enda hefur nú prófasturinn byggt vandað tvíloptað hús, er virt hefur verið á 6800 kr. Mer hefði eigi komið til hugar, að bjóða 7000 kr. í húsið, hefði eg eigi dregizt á það, áður en eg þekkti nokkuð til þess, og dytti eigi í hug, að halda því boði fram, ef eg eigi væri húsnæðislaus, enda veit eg eigi, hvað eg geri, ef eg get holað mér einhvers. staðar niður vetrarlangt. Eg mundi eigi hafa lýst húsinu svo fyrir yður, ef eg hefði skoðað mig sem skipta- ráðanda, því að það grunar mig, að einhver mundi hafa lagt það svo út, sem eg væri að sverta húsið í minn hag, en nú hef eg beðið amtið um skiptaráðanda 19. f. m. Mér þótti réttara að skrifa yður belna leið, en hafa mann á milli. Vinsamlegast og virðingarfyllst Ldrus Bjarnason. E. H. segir í varnarskjali sínu um þessa lýsingu mína á húsinu: „Mér dettur ekki í hug að reyna neittað vefengja upptalningu hans (o: L. H. B. í bréfinu) á ókostum og göllum hússins." E. H. kannast með öðrum orðum við, að lýsing mln sé rétt. En hvað gerir■-«- yfirrlttur landsins? Hann ónýtir, ekki aðeins þessa viður- kenningu E. H„ heldur snýr henni jafn- vel móti mér, með því að gefa í skyn, að eg hafi lýst húsinu ómaklega í bréfinu til Thomsens. Það er spánnýtt. Það hefur hingað til verið álitin undantekninfiarlaus regla, að eigin játntng tæki af allan efa. Og jafneptirtektavert er það, hvernig yfirrétturinn fer með bréf J. H. Reykjavík 6. dag októbermán. 1896. Háttvirti herra prófastur! Eg leyfi mér að þakka yður privatim fyrir yðar góðu frammistöðu í búi Sigurðar sýslu- manns, sem eg í alla staði fellst á ; síðar mun eg skrifa yður officielt, um leið og eg skipa skiptaráðanda til þess að taka við búinu að öllu leyti, en eg hef ekki fengið beiðni sýslu- manns hér að lútandi. Eg get ekki annað en furðað mig í hæsta máta yfir framkomu sýslumanns, og hann getur hreint og beint eyðilagt sína „carriére", ef hann nú ekki lætur sitja við það, sem komið er; hann hefur sent hingað mann, sem kom á undan yðar bréfi til mín, með bréf til. cand. Gísla ísleifssonar, um að hann tæki út yfirréttarstefnu til þess að áfrýja úr- skurði yðar, en G. í. lét hann vita, að slíkt mál tæki hann eigi að sér. Það er merki- legt, að L. B. skuli ekki finna til þess, að hann sem skiptaráðandi á fyrst og fremst að líta á hagsmuni bús þess, sem hann hef- ur til meðferðar, í stað þess rær hann öll- um árum að því, að búið missi 1000 kr. Hann ætti líka að muna eptir því, að það verður ekki tekið vel upp, að dómarar og skiptaráðendur víki úr sæti að orsakalausu, sbr. 2. gr. tilsk. 19. ágúst 1735, og hann gæti búizt við, að hann fengi að vita, að honum væri frjálst að fara algerlega eða losast við sín embættisstörf yfir höfuð. L. B. má vera yður þakklátur fyrir úrskurð yðar; illa leizt landshöfðingja á framkvæmd- ir hans; hann átti heldur ekkert með að mótmæla umboðsmanni frú Guðlaugar, og get eg ekki séð, að það atriði komi honum við. í gærmorgun kom „Laura“ í mesta ofsa- veðri, sem byrjaði laugardagskveldið; eg man ekki eptir öðru eins hvassviðri; enginn komst í land í gær, og pósturinn er víst ekki kominn í land enn. Eg bið yður að flytja konu yðar vinsam- legustu kveðju mína og kveð yður með beztu heillaóskum mínum. Vinsamlegast yðar J. Havsteen. * * * Að eptirrit þetta sé orð fyrir orð sam- hljóða mér sýndu frumriti, vottast hér með notariaiiter eptir nákvæman samanburð. Notarius publicus í Reykjavík 6. apríl 1901. Halldór Daniclsson. Þetta ómerkilega bréf, bréf, sem . H. hefur munnlega og skriflega beðið mig velvirðingar á, kallar yfirrétturinn „btéf amtmannsins i Vesturamtinu". Látum vera, að E. H. og „ísafold" hafi kallað bréf J. H. þessu nafni. Það pass- aði eðlilega í þeirra kram. En eg haíði ekki búizt við þvt að landsyfirt éttunnn færi að taka það eptir þeim. Eg bjóst við því að hann mundi þekkja mun á privatbréfi og embœttisbréh. Að minnsta kosti ætlaði eg Kr. J., sem átti að þjóna amtmannsembætti í nokkur ár, að muna eptir prentaða hausnum á amtsbréfunum. En þetta er smáræði í samanburði við það, að landsyfirrétturinn réttlætir E. H. með pví að vitna i orð J. H, setn egein- mitt hafði stefnt E. H. fyrir að hafa eptir J. H. Með því er eitt af illyrðunum lát- ið réttlæta hin. Það er nýmceli, sem fer pvert ofan i allt, sem manni hefur verið kennt um réttarfat. Með þessum fáu orð- um er dómi landsyfirréttarins 1 rauninni nægilega lýst. En það er fleira athugavert við hann. Dómurinn segir, að eg hafi „lagt kapp á“,4ð eignast húsið fyrir 7000 kr. meðan eg var skiptaráðandi í búinu. Þetta er blátt áfram rakalaust. Eg hafði engin af skipti af búinu frá þv( eg gerði boð í hús þess 17. apríl 1896. Eg tók þátt í um- ræðunum um hússöluna á skiptafundinum 12. sept. 1896, sem prívatmaður. Loks er dómurinn svo óskilmerkilega orðaður, að það er ómögulegt að sjá á honum, hver af hinum umstefndu illyrð- um yfirrétturinn álttur sönnuð og hver ösaknœm. Það er t. d. ómögúlegt að sjá, hvort yfirdómurinn álítur það sannað, að eg hafi viljað „hafa af búinu“ 1000 kr., þ. e. draga mér sviksamlega 1000 kr. af því, eða hvort hann álítur það ósaknæmt, að segja um skiptaráðanda, að hann »hafi af búi«. En hér stendur það ekki á neinu. Dómurinn er jafn rangur fyrir það, hvað sem vakað hefur fyrir yfirréttinum. Það stendur fast, þó að yfirrétturinn hafi nýlega komizt að gagnstæðri niður- stöðu, að orðin, að „hafa af einhverjum" þýða, að draga sér sviksamlega, sbr. orða- bók Konráðs Gíslasonar, er leggur danska orðið „snyde“ út með „hafa af“ og sbr. enda yfirréttinn sjdljan, sjá Dómasafn hans V, bls. 625. Þar er komizt svo að orði um mann, sem dæmdur var í 8 mán- aða betrunarhúsvinnu fyrir svik: »Hefur hann því dregið sér1) ennfremur 1,00 eða alls haft af póstsjóði kr. 321,00“ — Þetta segir yfirrétturinn 1898, en þegar okkur — „ísafold“ lendir saman 1905, segir hann, að það sé engin ærumeiðing þó „Isafold" segi um mig, að eg „hafi haft af' búi. Þ d eru ummœlin tneinlaus. Og það stendur jafnfast, að ekki getur um neina sönnun verið að ræða, af þeirri einföldu ástæðu, að hér var ekkert víta- vert aðhafst. Aðgerðir mínar útaf húskaupunum voru þær, að eg lét Jón Jensson og systur hans sál- koma mér til að selja húsið utan upp- boðs, í stað þess að sleppa því strax fyrir það verð, er fyrir það hefði kunnað að fást á uppboði. Slettur E H. um að eg hafi spillt því, að D. Sch. Thorsteinson læknir og Sig. próf. Gunnarsson gerðu boð í húsið er | ekkert annað en tilhœfulaus tilbúningur. Ekki nóg með það, að húsið var tvisvar boðið fram til sölu í »ísafold«, sem E. H. er þá sjálfur meðritstjóri að, fyrst í 21. tölubl. XXII. árg. og s(ðan í 1. tölubl. XXIII. árg., heldur sampykktu báðir, D. Sch. Th. og S. G., er mættu fyrir aðstand- endur að búinu, pað d s kiftafundi, að hú s i ð yrðiseltutanu pp b oð s, ef 7000 kr. boð fengist i pað, enda gerðu þeir ekki boð í húsið, og bygðu þó ekki fyr en löngu eptir að fyrri sölufresturinn var útrunninn. „ísafold" hafði eðlilega ekki vit á að þegja yfir þessum dómi. Hún blés því út um borg og bý, að nú væri „Lárus dæmdur sannur að sök um fjárdráttartil- raun“, að hann hefði reynt „að hafa af búinu sér í hag 1000 kr.“. Sagði, að þess væri ekki dæmi að »maður væri látinn halda embætti eptir þetta" o. s. frv. Mér datt í hug, þegar eg las þetta, það sem Þorl. heitinn á Háeyri sagði við lubbann, sem ætlaði að leika á hann: „Og pú ert pd bceði vondur og vitlaus", enda stefndi eg „ísafold« strax 2 stefnum fyrir ummælin. Eg þóttist vita, að enginn dómari um endilangt Island mundi sýkna hana fyrir anrað eins. Eg mundi í svipinn ekki i) Leturbreyting gerð af höf. eptir því, að H. Daníelsson hefur látið „Fjlk.“ flytja það óhrakið, að hannhafisagt í ræðu fyrir margmenni, að „Isafold« segði óvinum sínum aldrei til syndanna af öðru en sannleiksást, enda sýknaði H. D. hana óðar, en hlífði mér þó við — sekt fyrir óþarfa málsýfingu, og kalla eg það mildi, — »ísafold« hafði farið fram á það. Eg leitaði þá yfirréttarins. Hann — yfix- réttur landsins hla u t hér að tala öðru- vísi. En viti menn! Yf i t rétturinn — staðfesti nýlegabáða dómana, og lagði jo kr. mdlskostnað á mig í hvoru máli. Eg hafði heimtað, að J. J. viki sæti ( öðru málinu, enda varð hann að víkja úr dómarasæti í máli því, er dæmt var fyfir- rétti í ágúst í fyrra, engin leið að beita þrásetu þar, enda gerði það lítiði til, Stjórnarráðið setti mann af sama sauða- húsi í stað J. J. En nú náði J. J. sér niðri. Nú sat hann, og hefðu þó líklega flestir „taktmenn« vikið sæti í hans spor- um, það því fremur, sem hann var hdlf- óheppinn í vitnaframburði s(num á bæjar- þinginu í Reykjavík 2. aprfl 1903. Ein af spurningum þeim, sem eg lagði þá fyrir J. J. var á þessa leið: „Er vitninu (J. J.) kunnugt um, hver kom H. Th. A. Thomsen kaupmanni tilaðbjóða 8000 kr. í húsið eptir að frestur sá, er skipta- ráðandi eptir ákvæði skiptafundar hafði sett fyrir tilboði í húsið, var liðinn“ ? J. J. svaraði á þessa leið: „Eg veit ekki til, að neinn hafi komið Th. til að kaupa húsið, og eg hefi ekki eggjað hann d pað, en umtal mitt um húsið hefur ef til vill vakið athygli hans á þv(. Hann kom til min að fyrra bragðiog beiddi tnig að gera tilboð í húsið og keypti það, að því er vitnið bezt veit, fyrir eigin reikning og í eigin hagsmuna skyni. Vitnið getur þess, að gefnu tilefni frá vitnastefnda, að það muni ekki samtal sitt við Thomsen, svo það geti greint frá því hér, en vitnið hafi talað við Thomsen um húsið og Thomsen hafi sagt. að hann þyrfti að kaupa hús ( Stykk- ishólmi, seinna hafði' svo Th. komið til vitnisins, sagst vera búinn að leita sér upplýsinga um húsið. Það mundi vera gott og beðið vitmð að gera boð í pað". — Þetta — Þetta bar og s 61 J. J, að séra Sig. Jenssyni bróður sinum dheyrandi. Nokkrum mínútum seinna svaraði sr. Sig. sömu spurningu á þessa leið: . . . „ Um pað hvernig tilboð Th. hafi vertð til- komið er mér pað kunnugt, að Th. átti kröfu í húsið og að Jónyfird. bróðir m inn f ó r fr atn d við hann, að f d ktöfuna framselda til sin í pvi skyni að bjóða sjdlfur i húsið, að vitnastefnda frdgengnum og notu til pess kröfuna". Eg^sá á því augnaráði, sem H. D. sendi J. . er sat andspænis H. D. og horfði í gaupnir sér meðan séra Sig. bar þetta, að H. D. þótti vænt um J. J, — Krafan, sem séra Sig. átti hér við, var samkv. reikningi Thomsens 89 kr. 4o aur. Whiskyskuld. Þessi upphæð, sem J. J. vissi fyrirfram að ekkert mundi fást af og ekkert fékkst af, af því að búið gat ekki einusinni borg- að forgangsskuldir, œtlaði J. J. að nota til að gera ty 111 b 0 ð í húsið, en svo þurfti ekki A neinni fjárhættu að halda. Thom- sen varð unninn til þess að bjóða ( húsið, Boð Thomsens kom j'/i mdnuði eptir fyrirfram auglýstan framboðsfrest og hljóð- ar ( allrl sinni nekt svona: Með því að eg hef í umboði frá öðrum manni að kaupa hús í Stykkishólmi, gef eg hér með hr. yfirdómara Jóni Jenssyni, eða þeim er hann setur fyrir sig í því efni, um- boð mitt til að bjóða fyrir mína hönd 8000 krónur — átta þúsund krónur — í húseign dánarbús Sigurðar sál. Jónssonar í Stykkis- hólmi, er ráðgert er að seld verði á skipta.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.