Þjóðólfur - 26.05.1905, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 26.05.1905, Blaðsíða 3
95 fundi í næsta mánuði; þó áskil eg, að eg fái frjáls umráð yfir húseigmnni í síðasta lagi i. október þ. á., og einnig er þetta boð mitt bundið því skilyrði, að hr. sýslumaður ■Lárus Bjarnason vilji eigi kaupa húseignina fyrir sömu upphæð og með sömu kjörum og eg, þ. e. fyrir 8000 krónur. Reykjavík 31. júlí 1896. H. Th. A'. Thomsen. Ofanritað umboð fel eg prófasti Sigurði Jenssyni í Flatey. Reykjavík 31. júlí 1896. Jón Jensson- Eg hélt því fram á skiptafundi 12. sept. 1896, að eg ætti að eignast húsið, meðal annars vegna þess ad eg einn hefði innan hins tiltekna sölufrests boðið í það þá upp- hæð, ei skiptafundur hafði samp. að selja það fyrir, en sr. Sig. G. úrskurðaði eptir rdði J. J., að eg skyldi ekkert af því hafa. Eg aetlaði að sækja búið að lögum fyrir réttarspjöllin, en hætti við það, þegar eg komst að því, hve ráðrlkur J. J. var í yfir- réttinum. Vorið eptir varð tylliboðið bert. Th. bauð mér hústð að fy 1 ra brayði fyrir joookr., sama verð sem eg hafði boðið. og seldi mér það svo nokkrum dögum seinna fyrir 6750 kr., enda hafði pað staðið tómt allan vetunnn. Nokkru seinna um sumarið sagði Th. mér, að J. J. hefði talað sig uppiú\ að kaupa húsið og friðmæltist jafn- framt fyrir áreitnina við mig. Eptir þessi afrek J. J. fer sómi sá, sem hann hefur af því að hafa tekið sér dóms- vald yfir manni, sem ekki treysti honum, að verða fremur vafasamur. Svo kem eg til dómanna, þessara dœma- lausu dóma, sem eg í rauninni gæti unað, því að þeir sýkna „Isaf.« þó ekki af þeirri ástæðu, að hún hafi samiað illyrði sín um mig, heldur af því að ummæli hennar séu ekki œrumeiðandi. Dómar þessir eru samt svo óvanalega at- hugaverðir, að það m d e k ki þegja um þd. Með öðrum dóminum er „Isafo!d« sýkn- uð fyrir að hafa sagt, að eg væri »dæmd- ur sannur að sök um fjárdráttartilraun", og að eg hefði reynt að „hafa af búi mér f hag 1000 kr.“— Yfirretturinn segirum þessi ummæli: „Eigi er nein heimild til þess áð Alita, að i orðum stefnda f'„Isaf.“) felist aðdróttun gegn dfiýjanda um svik- samlegan fjdrdrdtt eða tilraun til hans“l). Það mun vera leitun á jafnmiklum mis- skilningi á óbreyttu, íslenzku máli í jafnfáum lfnum. Eptirfarandi vottorð lærðustu málfræð- inga vorra virðast nægilega taka af öll tvímæli um það, hver merking liggur í orðunum „fjárdráttur« og að »hafa af‘. Eftir tilmælum votta jeg hérmeð, að orð ið fjárdráttur í nútíðarmáli íslensku alt af er haft í merkingunni: ,öflun fjár með sviksamlegu eða óheiðarlegu móti'. Að þetta sje rjett, sínir líka: 1) Hin íslensk-enska orðabók Cleasby’s og Guðbrands Vigfússonar, er þíðir orðið fjárdráttur á ensku þannig : (unfairly) making money“. Þar sem orðið unfair- ly er hjer sett í sviga, þá kemur það af því,aðorðið virðist í fornmálinu hafa haft nokkru vægari merking en í nútíðar- máli, og hefur það gefið Fritzner tilefni til að þíða þetta sama orð svo, sem hann gerir í orðabók sinni, o: með orðunum: indsamling af penge og gods" (Fritzner, Ordbog over det gamle norske sprog, 2. útg., undir orðinu fjárdráttr), en þá þíðing tel jeg beiniínis ranga. 2) Supplement til islandske ordböger, 2. sam- ling, eftir Jón heitinn Þorkelsson rektor, er þíðir orðið fj á r d r á 11 a r ma ð u r, sem er leitt af f j á r d r á 11 u r, með danska orðinu „pengesnyder" (hin þíðingin á sama orði hjá sama höfundi, o: „pengepuger“, er að mínum dórni miður rjett). 1) Leturbreyting af höf. 3) íslensk-ensk orðabók eftir G. T. Zoéga, er þíðir orðið fjárdráttur með „em- bezzlement". 4) Ensk-íslensk orðabók eftir sama höfund (G. T. Zoega), er þíðir enska orðið pe- culation með íslenska orðinu fjár- d r á 11 u r. Jafnframt votta jeg, að orðtækið ,hafa af einhverjum* er í nútiðarmáli íslensku haft í sömu merkingu og „snyde en“ á dönsku, enda hefur sá maður, sem einna mest er að marka í þessu efni, Kon- ráð heitinn Gíslason prófessor, þítt s n y d e með hafa af í hinni dönsku orðabók sinni (undir snyde). Reikjavík 12. maí 1905. Björn M. Olsen. Samþykkur Stgr. Thorsteinsson. Að því er nútíðarmálið snertir, er eg þess ari skýring samþykkur. Pdlmi Pdlsson. Eins og við þekkjum mælt mál hér á landi nú, eru orðin „fjárdráttur og „að hafa af einhverjum" ekki höfð nema f misjafnri merkingu (sbr. „það er hreinn og beinn fjárdráttur" = det er ligefrem Snyderi). Jón Þorkelsson. Guðmundur Þorldksson. Orðið fjdrdrdttur út af fyrir sig þýðir ekkert annað en „sviksamleg fjáröflun". Og yfirrétturinnsjdlfur hefur allt- afskilið pað d þann veg — þangað til „ísa- fold" hafði það um mig. I V. bindi Dómasafnsins bls. 315, er talað um að »draga sér“ ull; á bls. Ó25.er, eins og áður er vikið að, sagt um mann, sem dæmdur var fyrir svik. „Hefur hann því di egið sér*) ennfremur 1,00 eða alls haft af póstsjóði kr. 321,00. I VI. b. bls. 121 er talað um að mað- ur hafi „dregið undir sig" kind og á bls. 252 stendur: »Hefur ákærði fastlega neit- að því, að hann hafi dregið sér nokkuð af kaupi því, sem talið er á skránum borgað þessum mönnum« — og svo bætt við: „Akærði verður þannig eigi dæmdur fyrir að hafa dtegið undir sig sviksamlega af lcaupi (því) nefndra verkamanna". Hér er auðsætt, að „draga sér" og „draga undir sig sviksamlega" þýðir sama. Fjár- dráttur út af fyrir sig getur ekki þýtt annað en „sviksamleg fjáröflun", og að hafa af", ekki annað en „svíkja út“. Það vita allir, nema — yfirrétturinn? En þótt einhver vafi væri hugsanlegur um orðið fjdrdidttur eitt út af fyrir sig, þá hlyti satnb andið að taka allan efa af fyrir öllum öðrum en —- yfirréttinum. Það er lokleysa, að segja um stefnanda í einkamáli, sem ekki fær kröfu sinni full- komlega framgengt, að hann sé dœmdur. Og s'ök getur hér ekki þýtt annað en brot eða sekt. Dœmdur sannur að sök um fjár- drátt þýðir á dönsku: „Ved Dom kendt skyldig i Forsög paa Bedrageri (Penge- snyderi)". I hinu málinu er „Isaf." sýknuð fyrir að hafa sagt, að setja hefði átt mig af fyrir landsyfirréttardóminn í fyrra. Eins og sést á yfirréttardóminum frá í fyrra, er fleipur E. H. um að J. H. hefði átt að láta reka mig frá embætti, dœrnt dautt og marklaust. E. sektaður og dæmdur 1 mdlskostnað. En 8 mánuðum seinna er — Bj. J. sýknaður fyrir sama og eg látinn borga honum málskostnað, meira að segja helm- ingi hœrri málskostnað en yfirrétturinn hefur látið borga m ér undir sömti kring- umstæðum. Dálagleg satnkvœmni! Og af hverju? Af því, segir yfirrétturimr. „Þetta er ályktun stefnda sjdlfs, sem hann dregur af áður tilgreindum ummælum dómsins — og felst eigi í henni nein- sérstök aðdróttun að áfrýjanda eða œru meiðing gegn honum“*). Eg hef aldrei séð jafnmikla fjarstœðu i jafnfdum orðum. Með þeim er öll dbyrgð fyrir œrumeið- ingar upphafin — í bráðina, þangað til leiðrétting fæst á dóminum. „Tólið", sem klippti gull framan í nýju stjórnina í fyrra haust, en var eðlilega ekki virt viðtals, dregur það réttilega út úr þessum dómi, að segja megi — 1 bráð ina — vítalaust um tuig, að eg hafi „haft af“ búi, að setja hefði átt mig af o. s. frv. En „tólið“ályktar ekkinógu langt, og ger- ir yfirréttinum, sem eins og allir vita, ekki fer í manngreinarálit, rangt til. Það er óhætt að segja þetta, og yfir höfuð hvað sem er um alla. Það má eptir sömu „röksemda- leiðslu" segja um „tólið", að það sé allra gagn, sem hafa vilja sig til að sletta 1 það sleikju. Það þarf hér eptir ekki að hafa fyrir að sanna það, sem þó er alveg vanda- laust. Og það má fara lengra. Það md hér eptir segja allt setn manni þóknast um sjdlfan yfit réttinn. Það mun margur spyrja sjálfan sig og aðra, hvernig standi á því, að yfit réttur landsins hefur látið slfka dóma frá sér fara. Eg skal ekki leysa úr því. Minni að- eins á, að málspartarnir voru Lárus H. Bjarnason annarsvegar og Isafold hins- vegar, og meiri hluti dómendanna í lands- yfirréttinum heita: Jón Jensson og Krist- ján Jónsson. Það munu sumir furða sig á, að undir- dómari verður fyrstur til þess, að finna alvarlega að gerðum jyfrdómsins. Þeir, sem það gera, geta þakkað „Isafold" fyrir það, næst yfirréttinum sjálfum. Hún hefur hér sem fyrri skaðað flokks menn sína, en gagnað óvinum sínum. Ærsl hennar eru svo „hysterisk“ og blind, að hún bindur mótstöðumenn slna alltaf fastar og fastar saman, en hrindir að sama skapi frá sér heiðarlegum flokksmönnum sínum. Það er óhætt að segja „Isaf." þetta opin- berlega. Hún hefur hvorki vit né stillingu til að læra neitt af þvf. Hún hefur hér fagnað of snemma og of dátt. Of snemma, því að hún má vita, að fyrir ofan yfirrétt stendur óvilhallur hæsti- réttur. Að vísu skilur hæstiréttur ekki ís- lenzku, og yfirrétturinn á að staðfesta væntanlegar útleggingar á nefndum dóm- um sínum, en þar er sú bót í máli, að fleiri skilja íslenzku og dönsku en yfirrétt- urinn. Það lætur of dátt í henni, yfirréttarins en ekki mín vegna. Það er engu líkara en að hún sé hér að fagna pólitiskum stórsigri, sem flokks- bræður hennar í yfirréttinum hafi unnið. Og það er vafasamt, hvort yfirrétturinn spinnur silki við slíkar viðtökur. Lárus H. Bjarnason. *) Leturbr. af höf. Lofsverður dugnaður er það, sem varðskipið »Hekla« hefur sýnt við »trollara«veiðina í þetta sinn. Hún hefur alls tekið og sektað 15, þvf að í síðustu hrotunni tók hún 5 f land- helgi fyrir sunnan og austan land, og voru 3 þeirra þýzkir. Var einn sektaður um 75 £ (x35° kr-)> en hinir 4 um 6o<£hver (alls 4360 kr.) þ. e. í sektir alls á þess- um 5 5710 kr. auk afla og veiðarfæra, er upptækt var gert. — Nú liggur »Hekla« örsjaldan hér inni á höfn og mjög stiltta stund 1 senn, en undanfarandi sumur hef- ur hún legið hér inni fulllengi, að því er mörgum þótti. Yfirforinginn, kapt. Schack, er vakinn og sofinn í því, að gæta skyldu sinnar og verja landhelgi vora, og ætti sá áhugi hans einhverja sérstaka viðurkenn- ingu skilið frá þjóðarinnar hálfu, eins og áður hefur verið vikið á hér í blaðinu, því að það getur verið svo feikilega mik- ill munur á því, h v e r n i g menn rækja skyldu sína. Það á ekki saman nema nafnið. ,,Kong Trygve“ fór héðan til útlanda f fyrradag. Far- þegar með honum alls um 30, þar á meðal: Lárus Sveinbjörnsson háyfirdóm- ari, frú hans og dóttursonur (Lárus Magn- ússon), Morten Hansen skólastjóri, Magn- ús Magnússon B. A. frá Cambridge (hef- ur fengið kennarastöðu 1 Ameríku), Gunn- ar Einarsson kaupm., Frederiksen kaupm. frá Mandal, Sturla Guðmundsson stúdent, Þorkell Klements vélafræðingur, frk. Ingi- björg Johnsen, frú Inger Östlund, frú Guð- rún Lárusdóttir, frk. Ingveldur Lárusdótt- ir (frá Selárdal), Kristín Pétursdóttir og Jörgina Gísladóttir, Guðm. Guðmundsson stud. art. frá Vegamótum, norskur maður Gude, ennfretnur 7 frakkneskir sjómenn og einn Hollendingur o. fl. Til Vest- manneyja fór Magnús Jónsson sýslumað- ur, Anton Bjarnesen verzlunarstjóri o. fl. Mislingarnip hér í bænum hafa ekki gert frekar vart við sig, en getið var í sfðasta blaði, nema í einu barni af Barónsstíg, er læknir tók í sóttvarnarhald, áður en það sýktist, en barn þetta hafði lraft samgang við búsið nr. 42 á Vesturgötu, áður en það var sóttkvíað. Vonandi að þetta barn hafi ekki sýkt frá sér í Austurbænum, úr því að það var tek- ið í tíma. Haldið er og, að barn sé orðið veikt f hinu afkvíaða húsi nr. 42 í Vestur- götu, en um það hús er sterkur vörður og hefur verið, svo að þaðan er engrar sýking- arhættu von. Það er því ekki vonlaust um, að bærinn verði leystur úr sóttvarnarhaldi nú um mánaðamótin. Þingmannskosningin á Akureyri. Sú frétt barst hingað í gærkveldi með Halldóri Briem kennara, að M a g n ú s K r istjánsson kaupm. hafi verið kosinn þingmaður á Akureyri 15. þ. m. H. Br. lagði samt af stað, áður en kjör fundi var slitið, en hann færir mjög senni- legar ástæður fyrir, að þetta hljóti að vera áreiðanlegt, og mun því rnega reiða sig á það. Bezt kaup á Skófatnaði í Aðalstræti 10. Steinoliumaskínur þríkveikjaðar á 5 kr., tvíkveikjaðar á 4 kr. Vaxdúkur ogr Linoleum fæst í J. P. T. Brydes verzlun, í Reykjavlk. 0\Tmaskiner i sterste M. Udvalg til ethvert Brug, Fagmands Garanti. — Ingen Agenter. Ingen Filialer, derfor billigst i Danmark. — Skriv straksog forlang stor illustreret Prisliste, indeholder alt om Symaskiner, sendes gratis. G. J. Olsen, Kibenhavn. Nikolajgade4, mirolk6 Reiðtýgi og allt þar að lút- andi bezt og ódýt- ast hjá. Jónatan Þorsteinssyni, Laugaveg 31.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.