Þjóðólfur - 09.06.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.06.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. júní 1905. JS 24 B. Bókmenntafélagsfundur var haldinn í Hafnardeild Bókmennta- félagsins 6. maí. Forseti (dr. Valtýr Guð- TOundsson) skýrði frá gerðum félagsins síðastliðið ár. Frá deildinni kemur í sumar sfðari hlutinn af Bókmennta- sögu próf. Finns Jónssonar og fyrsta hepti af al þý ð u r i t un u m. Er þar í >Æxlun og kynbætur*, þýðing á dönsku riti eptir Helga Jónsson grasafræð- ing*). Nefnd sú, sem kosin hafði verið til þess að láta uppi álit sitt um útgáfu á Jarðskjálftasögu próf. Þorvaldar Thor- oddsen lagði það til í einu hljóði, að hún yrði gefin út. Rittilboð kom frá Boga Th. Melsteð sagnfræðingi um framhald á íslendingasögu hans’. Var því vísað til nefndar þeirrar, er áður hefur fjallað um sögu þessa, og í hana kosinn Árni Páls- son sagnfræðingur í stað konferenzráðs Ólafs Halldórssonar, er var genginn úr nefndinni. Ennfremur kom fram tilboð frá Helga Jónssyni um almenna grasafræði við alþýðuhæfi. Var því vísað til nefnd- ar og f hana kosnir próf. Þorvaldur Thor- oddsen, Steingrímur Matthíasson læknir Og Sigurður Jónsson stud. med. Þá voru kosnir tveir menn í nefnd til að dæma um skáldsögur þær og leikrit, er bókmennta- félaginu verða send í því skyni, að hljóta verðlaun þau, er félagið hefur heitið. Kosningu hlutu: Einar Hjörleifsson rit- stjóri og Jóhann Sigurjónsson. Þriðja manninn í nefndinni tilnefnir stjórnin. I stjórn féUigsins næsta ár voru kosnir: Þ o r va 1 du r T horoddsen próf. forseti með 27 atkv. (dr. Valtýr fékk ig), Gfsli Brynjólfsson læknir (endurkosinn) fé- hirðir, séra Hafsteinn Pétursson skrifari ogMatthías Þórðarson stud. mag. skjalavörður. Loks voru nokkrir nýir meðlimir teknir inn í félagið. 5. Þingmálafundur var haldinn á Akranesi að kveldi 1. dag júnímánaðar og voru þar við um 40 kjós- endur. Þessar tillögur voru samþykktar: Um ritsímamdliB. Fundurinn er því með- rnæltur að ritsímamálinu sé haldið áfram, en skorar á þingið og þingmann kjördæm- isins að hafa vakandi auga á, að samþykkja ekki neitt í þvf máli, er stofni landinu f fjárhagslegan voða. (Samþ. með 30 atkv.). Ennfremur var samþykkt svo hljóðandi tillaga: Verði hinn væntanlegi rltsími lagður yfir Hvalfjörð, þá sé á landsjóðs kostnað jafn- framt lagður talsími frá Skipaskaga inn að símstöðinni við Hvalfjörð. Samgöngumdl'. a. Að tillag til millilandaferða og strand- ferða færist niður að stórum mun. a. Að Faxaflóabáturinn haldi uppi vetrar- ferðum til Akraness og Borgarness. c. Þegar næst verða gerðir samningar um gufuskipaferðir milli landa ogumFaxa- flóa, að þessar ferðir verði látnar standa í beinu sambandi. *) Á kápunni á Alþýðurituntim á að vera askur Yggdrasils m. fl. teiknaður af Einari Jónssyni myndasmið. d. Að styrkur sé veittur til bryggjugerðar í Steinsvör á Akranesi, aiténd helming- ur móts við framlög úr héraði. Skó/amdl: Fundurinn er því meðmælt- ur, að stofnaður sé góður og myndarlegur kennaraskóli í Reykjavík. Atvinnumd/: a. Fundurinn skorar á alþingi að veita rífleg og hagstæð lán til samvinnu- félagsskapar sjómanna til að reka at- vinnu sína. b. Fundurinn skorar á þingið, að breyta 4. gr. laga 6. nóv. 1902 um varnir gegn þvf að næmar sóttir sóttir berist til ís- lands í þá átt, að samgöngur fiski- manna vfð útlend skip séu ekki heptar með öllu, eins og nú, til stórskaða fyrir einstaka menn og heilar sveitir. c. Fundurinn skorar á þingið, að semja námulög. Fdtœkramdl: Fundurinn mælir móti því, að sveitfestistímanum sé breytt úr 10 árum niður í 2 ár. Bindindism ál: a. Fundurinn lýsir því yfir, að hann er mótfallinn því, að vinsölubannslög séu lögleidd her á landi, en telur æskilegt, að aðflutningsbannslög séu sett svo fljótt sem auðið er. b. Fundurinn skorar á þingið að veita ríflegri styrk en að undanförnu til efl- ingar og útbreiðslu bindindis. Búseta sýslvmanns Boi%firdinga. Fund- urinn skorar á alþingi, að sýslumanni Borg. firðinga verði, eigi síðar en við næstu sýslu- mannaskipti, ákveðinn bústaður á Akranesi. Heilbrigðismdl: Fundurinn mælir með því, að sett verði á stofn geðveikrahæli á hentugum stað. Réttur útdráttur. Þóth. Bjarnarson. Til Högna Sigurðssonar. Mér hefur að vísu virzt það álitamál, hvort ritsmíð sú, sem hr. Högni Sigurðsson frá Seljalandsseli hefur samið og sent út í 30. tölubl. Þjóðólfs f. á ., væri svaraverð, svo snauð sem hún á aðra hliðina er af sönn- unum aðalefninu viðvfkjandi, en á hina skýr vottur um þann rembing og reiging, sem inni fyrir býr. En af því að þeir geta þó nokkrir verið, sem láti hans reigingsfulla gaspur blekkja sig, svo að þeir ásamt hon- um álíti, að hann með því hafi veitt mér það rothögg hvers bætur eg ekki bíði, þá kann það að sýnast réttara, að eg svari honum hér með nokkrum orðum lil þess ef auðið er, að leiðrétta þar með þetta ranga álit hans og þeirra. Hvað ágreiningsatriðið okkar á milli snertir, sem sé það, hvort hann hafi greitt mér hina umræddu skuld eða ekki, þá hyggst hann að færa fullgildar sannanir á sitt mál með því, að tilfæra vott- orð 3 kunningja sinna f Vestmanneyjum um það, að kvittunarskjal, er hann þykist hafa í höndum með mínu nafni undir sé með minni eigin rithönd og af mér sjálfum skrif- að. En vottorð þetta er svo langt frá þvf að vera fullgild sönnun, að það í raun og veru sannar ekki neitt, ef að er gáð, því f fyrsta lagi eru ekki vottorðsgefendur þessir, þótt heiðvirðir kunni að vera, bærir um það, að dæma fyrir vfst, hvað einn hafi skrifað og hvað ekki, þar eins manns rit- hönd getur verið svo nauðalík annars, að það sé ekki nema fyrir sérfróða menn um það að dæma, að eg ekki tali um ef rit- höndin kynni að vera stæld (sbr. Dreyfus- málið), og í öðru lagi verður ekki af vott- orði þessara manna séð, að sú kvittun, er þeir telja mig hafa ritað og gefið sé ein- rnitt fyrir þeirri skuld, sem hér er ágrein- ingsefni okkar H. S. En þar sem hr. H. S. er í ritsmíð sinni að bregða mér um rangar ljóstollskröfur frá þeim árum, er eg var fjárhaldsmaður Stóradalskirkju, þá þarf eg að vísu ekki að kippa mér svo mjög upp við það, þar slík ar illgirnisaðdróttanir lúalega hugsandi manna í garð þeirra, sem opinber gjöld eiga að innheimta eru því miður svo harla algengar hér hjá oss. Og úr því hr. H. S. telur sér sæma, að fylla þann flokk, þá er það ekki mitt að meina honum það. En þótt hann hafi óbundnar hendur til þess að varpa slíkri illgirnisaðdróttun fram, þá mun honum veitast hitt erfitt, að færa sönnun fyrir henni, og fullviss er eg þess að tregt rnundi honum ganga að afla sér vottorðs Dalssóknarmanna eða annara, sem eg hef um dagana haft viðskipti við fyrir því, að eg hafi gert mig sekan í ólöglegri ásælni eða óráðvendni, hvort heldur snertir ljóstollskröfur mínar eður aðrar kröfur, enda er samvizka mín hrein fyrir því, að eg hafi ólöglega og óráðvandlega dregið annara efni undir mig, en það mundi hún ekki vera, ef kröfur mínar, hvort heldur ljóstollskröfur eða aðrar hefðu ranglátar verið, og allra sízt gæti hún verið það, ef eg, eins og dæmi eru þó til og H. S. vafalaust líka þekkir, hefði í byrjun búskapar míns tekið til mín flugríka ekkju, en varpað henni því næst, er efnin voru þrotin yfir á efnalitla vandamenn, og þeim, sem i sltku gera sig seka ferst það sízt, að bregða öðrum um ásælni og óráðvendni. Reykjavík f febr. 1905. Jón Sigurdsson. frá Syðstumörk. * * * Um þetta málefni verður ekki meira rætt hér í blaðinu, enda hafa nú báðir málsað- ilar tekið tvisvar til máls. Ritstj. Smjðrflutningur. »Hið sameinaða gufuskipafélag* hefur lofað nð flytja út héðan smjör í frysti- klefum á »Bothniu« í 3 ferðum, er skip þetta fer hingað í sumar. Burtferðardag- ar »Bothniu« frá Reykjavík verða 2. j ú 1 í, 22. júlf, og 8. ágúst. Smjörbúin ættu að nota sér tilboð þetta. Dáinn er hér í bænum 7. þ. m. Helgijóns- son bankaassistent á 53. aldursári (f. 31. okt. 1852) sonarson Eyjólfs gamla Einars- sonar í Svefneyjum, og kominn í beinan karllegg frá Birni ríka. Hann var tví- kvæntur, fyr Kristínu Eggertsdóttur Waage, síðar Sigríði dóttur Eggerts Gunnlaugs- sonar Briem sýslumanns, sem lifir mann sinn. Helgi heit. var valinkunnur sæmd- armaður, og mjög vel látinn af öllum, enda drengur hinn bezti. + Kjartan Guðmundsson. f 2». inaí 1905. (Undir nafni móðurinnar). Æ ljúfi son! mín lífsvon öll, þú liggur kaldur nár, og ein mfn fróin, er þú dóst, það er, að fella tár. Svo ungur, mannvænn, ástarkær í einu horfinn mér, mitt augna sætast yndisljós f einu slökkt varð hér. I anda verð eg æ hjá þér, þú elsku sonur minn! Að muna þig og haía í hug er hinsta fróunin. Eg deili’ ei grand við dómarann, þð dreyri sorgar und, en beygi mig 1 bljúgri von um blfðan endurfund. Eg faðma’ og kyssi fölvan þig, en fleiri syrgja’ en eg, sern þekktu þig og harma hljótt, er hvarfstu á munarveg. Þín sál var göfug, hjartað hreint Og heimvon góð er þá, því hreinhjartaðir hæstan guð a himnum inunu sjá. %% Kptipmœll. Hinn 19. aprfl þ. á. andaðist að heimili sínu f Krossgerði í Berunesshreppi eptir stutta legu húsfrú Málmfríður Gfsla- dóttir. Hún var fædd í Krossgerði 10. d. febr. mán. 1846, dóttir Gísla bónda þar Halldórssonar og konu hans Önnu Árna- dóttur. Ólst hún þar upp hjá foreldrum sfnum, ásamt mörgum systkinum, unz hún 28. d. ágústmán. 1874 giptist Sigurði Þor- varðarsyni, er síðar varð hreppstjóri í Beru- neshreppi. Bjuggu þau hjón í Krossgerði upp þaðan, þangað til vorið 1902, að þau létir af búskap, og fengu jörðina f hendur elzta syni sfnum Gísla, og settust að hjá honum. — Þeim hjónum varð 10 barna auðið. Dóu 4 þeirra í æsku, en 6 eru á lffi, uppkomin og mannvænleg: Gísli, bóndi í Krossgerði, Þorvarður, Jón bæjarfógetaskrifari f Reykja- vík, Anna Kristfn, Ásdfs og Árni. Málmfríður sál. varmanni sfnum mjög sam- hent f öllu góðu, og lagði á það alla stund ásamt honum, að veita börnum sfnum sem nytsamasta og heillavænlegasta þekking til munns og handa og hefur sú viðleitni þeirra hjóna borið ánægjulega ávexti. Pótt efna- hagur þeirra væri lengstum fremur þröngur og þau hefðu við ýmsa erfiðleika að stríða, má þó svo að orði kveða, að heimili þeirra hjóna væri jafnan í fremstu röð í þessu sveitarfélagi, og þótt húsbóndinn virtist, bæði vegna stöðu sinnar sem hreppstjóri og hæfileika, eiga einna mestan þátt í því, þá má eg þó óhætt fullyrða, að húsmóðirin átti einnig sinn góða hlut í þvf að gera garð þeirra frægan. Málmfríður var góð kona og guðhrædd, stilt, fáskiptin og hý- býlaprúð, greiðvikin og góðgjörn, ástrík eiginkona, umhyggjusöm og ástúðieg móðir — prýði húsmæðranna í þessu sveitarfélagi. Hennar minning mun þvf að verðleikum í heiðri lifa, eigi einungis hjá syrgjandi eiginmanni og börnum, heldur og tengda- fólki, vinum og sveitarfélaginu yfirleitt. (B. E.j.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.