Þjóðólfur - 16.06.1905, Qupperneq 1
57. árg.
Reykjavík, föstudaginn 16. júní 19 05.
M 25.
s
Leirvarningur — Glervarningur.
Verzlunin EDINBORG í Reykjavík hefur nú fengið mjög fjölbreytt-
ar birgðir af LEIRVÖRUM og GLERVÖRUM, sem seldar eru í sér-
stakri deild á loptinu yfir skófatnaðardeildinni. Vörurnar eru najög smekk-
lega valdar, en þó ódýrar. Að telja upp allar tegundir yrði oflangt mál.
Meðal þeirra er:
Þvoítastell — Testell — Matarstell margar teg. — Bollapór allskonar —
Diskar allskonar — Skálar margar teg. — K'ókuskálar — K'ókudiskar marg-
ar teg. — ■ Sykurker —- Rjómak'ónnur — Krukkur og K'ónnur marg. teg. —
Vatnsji'óskur — Vatnsglós — Tepottar margar teg. — Hrákadallar —
Blómsturvassar — Kexdúkar — Leirkrukkur stórar — Leirskálar stórar —
Smjórkrukkur stórar með loki mjög hentugar o. nr m. fl.
Lítið á vörurnar! *Þær eru vissulega fjölbreyttar og fallegar.
Ásgeir Sigurðsson.
ÞJÓÐÓLFUR j
1905. I
ÓVENJULEG
VILDARKJÖR?
— •TOnj' O K-*-
Nýir kaupendur að sfðari hluta þessa yfirstandandi árgangs blaðsins frá i.
júlí til ársloka 1905 fá
í kaupbæti
um leið og þeir borga 2 K R Ó N U R.
Sögusafn Þjóðólfs nr. 13 sérprentað
með ágætum skemmtisögum og að auki
íslenzka sagnaþætti I.
er eptir bókhlöðuverði kosta 2 kr. 50 aur. fyrir þá, sem ekki eru kaupendur
blaðsins. Öllum þeim, er íslenzkum fræðum unna, hafa þótt sagnaþættir þessir einkar
fróðlegir og skemmtilegir. í þeim er meðal annars:
Um Magnús amtmann PGíslason, Ólaf stiptamtmann o. fl.
Um Magnús Stephensen konferenzráð og búnaðarháttu hans.
Um gjörnínga Jóns Magnússonar á Svalbarði o. fl.
Sagnir um Jón biskup Vídalín.
Brot úr annál eptir Björn á Brandsstöðum (um klæðabúnað manna hér á landi
fyrir og um 1800 o. fl.).
Um Eggert Hannesson hirðstjóra.
Þáttur af Pétri hinum sterka á Kálfaströnd. Saminn af Indriða Þorkelssyni á Ytra-Fjalli.
Frá Árna Gíslasyni í Höfn og sonum hans hinum nafnkunnu Hafnarbræðrum m. fl.
Alls er rit þetta 136 bls. þéttprentaðar.
Kaup á þessum hálfa árgangi eru bundin því skilyrði, að kaupandi haldi áfram
kaupum á blaðinu að minnsta kosti næsta ár (1906).
Með því að alllangt hlé hefur orðið á birtingtt neðanmálssögunnar í blaðintt
það sem af er þessu ári verður reynt að bæta kaupendttm það upp, þá er þingi er
lokið í sumar, annaðhvort með því að flytja þá sögtina f öðruhverju blaði að minnsta
kosti, eða á annan hátt, sem þá verður auglýst nánar.
Þjóðólfur er ekki að eins í stærra broti en nokkurt annað íslenzkt
lað, heldur einnig margfalt leturdrýgri, en þau sem leturdrýgst eru. Um
að getur hver og einn sannfærzt viðlauslegan samanburð. Blaðið ernú helmingi
:ærra og að sama skapi meira en helmingi leturdrýgra, en þáer vér
ikum við því fyrir rúmum 13 árum. En verð blaðsins er sama og þá var: 4
rónur árgangurinn.
Nýir kaupendur gefi sig fram sem fyrst.
Athugið vel kostaboð þau, sem hér eru gerð.
Óþrotlegur blekkingarógur.
Grein með yfirskriptinni »Danaríkið í
nppgangi«, er birtist í 31. tbl. Isafoldar, á
í þvl sammerkt við önnur andleg fóstur
ritstj. nú á síðari tímum, að hún er ein-
göngu skrifuð til að skeyta skapi sínu á
stjórninni og blekkja auðtrúa lesendur.
Fyrst hreytir ritstj. úr sér ónotum yfir
því, að heimastjórnarflokkurinn samþykkti
það á síðasta þingi, að íslendingar skyldu
eptirleiðis bera kostnaðinn af allri inn-
anlandsstjórninni. En þau afglöp, að
ætlast til að þjóðfélag, sem bæði vill
heita og vera sjálfstætt, beri sjálft
kostnaðinn af stjórn sinni. Stjórnspeki
ritstjórans nær ekki svo langt, að honum
skiljist, að vér eigum bæði betri aðstöðu
gagnvart Ðönum og getum haft miklu
betri tök 4 ráðherra vorum, sem er ekki
annað en æzti starfsmaður þjóðarinnar,
ef vér greiðum kostnaðinn við æztustjórn
vora úr eigin vasa, í stað þess að láta
Dani gera það. Ritstj. mun væntanlega
skilja það, að hann hefur betri tök á
vinnumanni, sem hann greiðir sjálfur laun,
en á einhverjum vinnumanni, sem er f
þjónustu annars manns og er launaður
af honum, og ritstj. fær fyrir náð að láni
hjá hinum eiginlega húsbónda um lengri
eða skemmri tíma.
Það er vonandi að ritstj. sjái, þegar
ólundin er moltnuð úr honum, að heima-
stjórnarflokkurinn hefur breytt rétt, er hann
gerði íslendingum að skyldu að greiða
kostnaðinn við æztu stjórn landsins, því
að bæði mundi það varla hafa reynzt far-
sælt fyrir þingræði okkar til frambúðar,
að láta Dani gera það, og á hinn bóginn
hefði það varpað undirlægjumóti á þjóð
vora og þjóðfélag, sem allur þorri lands-
manna hefði ekki óskað að búa við. Hér
sannast það fornkveðna: »Betra er af
sjálfsbúi að taka, en sinn bróður að biðja«.
Þar næst fer ritstj. að gera sér mat úr
ýmigusti þeim, er sumir menn hér á landi
bera til Dana. Hann telur það víst, að
sér takist að ná hylli einhverra lítfþrosk-
aðra manna, með því að slá á Danahat-
ursstrengina. Hitt skiptir engu, þó að
bæði sjálfur hann og fyrv. meðritstj. hans
Einar Hjörleifsson, sem einnig á hér hlut
að máli, hafi margsinnis gerst formælend-
ur góðs samkomulags og bræðraþels með
Islendingum og Dönum, eins og allir vita,
sem hafa lesið blöð þeirra að staðaldri,
En þá passaði það í kram þeirra. Nú
er þessum lágvfsu, en ekki hávísu stjórn-
málaskrurnurum (B. J. og E. H.j um að
gera að fá einhver vopn á ráðherrann, og
hvers vegna skyldu þeir þá setja sig úr
færi að auðkenna hann sem Danasleikju,
heldur en að vera að tosast með gamla
og gatslitna sannfæringu um gott sam-
komulag og bræðraþel. Þeim er auk þess
vorkun, mannatetrunum, þeir eru báðir
búnir að hafa svo opt sannfæringarskipti
í öllum stórmálum vorum, að enginn láir
þeim, þótt þeir bregði ekki vana sínum.
Um Einar Hjörleifsson er það almanna-
rómur, að sannfæring hans og pólitisk
liðveizla sé allmjög háð sflóði og fjöru« í
pyngju húsbænda hans, en tala þeirra fer
nú úr þessu að verða »legio«.
En vér viljum biðja hinar fyrnefndu
»Danaætur«, að reyna að hugleiða með
stillingu, hvort það muni b o r g a s i g
fyrir þá til frambúðar, að æsa almenn-
íf
ing til að troða illsakar við Dani að rauna-
lausu. Almenningur skyggnist stundum
bakvið brekánið, og ef hann fær ein-
hvern þef af hvötum ritstjóranna, gæti
verið, að þessi tálbeita brygðist þeim eins
og ýmsar aðrar af lfku tagi.
Um ritsímamálið hefur blöðunum og
ekki sízt ísafold þegar orðið svo skraf-
drjúgt, að það veitti ekki af mörgum tölu-
blöðum til þess að ræða og hrekja hinar
mörgu og rakalausu staðhæfingar, sem
ritstjórinn sumpart af þvf að hann veit
ekki betur, en sumpart af blindu flokks-
fylgi hefur borið og ber á borð fyrir les-
endur sína.
Nú gefur hann 1 skyn, að það ktinni
að vera sáform ráðgjafans, að beita öllu
sínu valdi og öllu sínu mikla þingfylgi
til þess að hafa fram vilja hins danska
ritsfmafélags, þótt það baki oss margfalda
fjárhagslega byrði á við það, sem kostur
er á hjá öðrum þjóðum«. Rítstjórinn get-
ur enn sem komið er, nema því að eins
að hann vilji v í s v i t a n d i halla réttu máli,
alls ekki fullyrt, að aðrar þjóðir geri oss
kost á að leggja ritsíma eða firðrita hing-
að til lands með betri og aðgengilegri
kjörum en danska ritsímafélagið hefur
boðizt til. Það hafa þegar áður verið
leidd rök að því, bæði hér í blaðinu og
einkum af Jóni ritstjóra Ólafssyni í sér-
prentaðri Andvaragrein um ritsímamálið,
að önnur tilboð þau, er hafá birzt, eru
með öllu óaðgengileg.
Það mætti og benda á það, að úr þvf
að þing og þjóð Dana hefur tjáð sig fúst
til að leggja fram 3/s hluti af kostnaði
þeim, er lagning ritsíma hingað til lands
hefur í för með sér, mundi danska þing-
inu og dönsku stjórninni ekki vera það
minna áhugamál en oss, að þurfa að leggja
sem minnst fé af mörkum til fyrirtækisins
og komast að sem aðgengilegustum kjör-
um. En ef hin þráðlausa firðritun Marconi-
félagsins væri svo miklum mun ódýrari
en ritsimi sá, er danska félagið býðst til
að leggja hingað, hvað mundi þá stjórn
°g þingi Dana ganga til að láta ritsíma-
félagið danska sitja fyrir því að leggja
hingað ritsíma, er bakaði ríkinu töluvert
meiri fjárframlög en ef gengið væri að
tilboði Marconifélagsins ? Björn og Einar
mundu svara: »Það stafar af því, að
fyrra félagið er danskt, en hitt enskt«.
En þeir sem þekkja málavexti, geta ekki
tekið þetta svar gott og gilt. Þeir mundu
skírskota til þess, sem miklum þorra manna
hér á landi er fullkunnugt, að flest hluta-
bréf »norræna ritsímafélagsins mikla« eru
eign franskra auðmanna. Þá rís upp sú
spurning: Tekur stjórn og þingi Dana þeim
mun sárara til hagsmuna franskra auð-
manna en enskra og þýzkra auðkýfinga,
að þeir vilji leggja á sig töluverðan auka-
kostnað, til þess að veita hinum fyrnefndu
að málum. En hér fer sem optar. Rit-
stjóri Isaf. kann sér ekki hóf; hann stað-
hæfir miklu meira en hann getur sannað.
Almentiingur sér og skilur, hvað hann er
að fara og snýr við honum bakinu. En
háðfuglarnir yppta öxlum og taka sér í
munn ummæli Gottskálks biskups við
Galdra-Lopt: »Vel er sungið sonur, en
ekki nær þú Rauðskinnu minni«, þ. e. ekki
tökum við hjal þitt trúanlegt.
I tilefni af undirskript forsætisráðherr-
ans undir útnefningu Islandsráðherrans,