Þjóðólfur - 14.07.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 14.07.1905, Blaðsíða 1
 ÞJOÐOLFU 57. árg. Reykjavík, föstudaginn 14. júlí 1905. Xs 29. Verzlunin ,EDINBORG‘ í Reykjavík minnir hina heiðruðu ferðamenn, sem nú streyma til bæjarins, á sínar marg- breyttu og ódýru Vefnaðarvörur er löngu hafa hlotið almenningslof. Einnig hinar v'ónduðu og fjölbreyttu Nýlenduvörur og Skötau. Þá væri og sízt úr vegi að koma í PakkhÚSÍð, sem ætíð hefur nægar birgðir af öllu því, er land- og sjávarbændur þarfnast, að gæðum og verði eins og bezt er í Reykjavík. Frá alþingi. ii. Hraðskeytamál. Magnús Andrésson og <01. Briem fluttu þingsályktunartillögu í n. d. um að skipa 7 manna nefnd til að i- huga hraðskeytamálið. Kom hún til um- ræðu á laugardaginn var (8. þ. m.). Talaði annar flutningsmaðurinn (Magnús And- résson) fyrir henni. Sagði hann, að þjóðin hefði lengi óskað eptir að komast í hraðskeytasamband við umheiminn og þingið hefði opt ýtt undir stjórnina í því efni. Loks hefði nú stjórnin í fyrra feng- ið tækifæri, sem hún hefði ekki þóttst geta látið ónotað og þannig hefði samningurinn við hið stóra norræna ritsímafélag orðið til. En þegar nú útlit var fyrir, að þjóð- in gæti fengið þessar óskir sínar uppfyllt- ar, þá fóru efasemdirnar að vakna og mótbárurnar að heyrast. Menn taka að spyrja: Erum við ekki að leggja út í alltof kostnaðarsamt fyrirtæki ? Verður lagning og viðhald landsíma oss ekki of- vaxið? Ætli síminn muni ekki opt slitna, svo að sambandið verði ónógt? o. s. frv. Þingið verður að taka tillit til þessa og rannsaka, hvort mótbárur þessar eru á rökum byggðar. Það ríður á þar sem um svo þýðingarmikla stofnun er að ræða, að allt sé vel undirbúið og athugað, hvort vér ekki reisum oss hurðarás um öxl með því að leggja út < það, Kvaðst fyrir sitt leyti vera hræddur um, að kostnaðurinn færi fram úr því, sem áætlað væri. Enn- fremur væri nú kornið nýtt atrioi til at hugunar síðan samningurinn var gerð- ur, þar sem komin væru fram tilboð um þráðlaust hraðskeytasamband, sem þingið gæti ekki gengið fram hjá án athugunar. Frá hálfu flutningsmannanna kvað hann ekki felast í till. neina aðdróttun til ráð- herrans um, að hann hafi ekki breytt eptir því, sem hann áleit bezt og heillavænleg- ast, en allt þetta mál væri svo vandasamt, að ástæða væri til að kjósa sérstaka nefnd til að íhuga það, og ef hún skyldi kom- ast að þeirri niðurstöðu, að þessi síðari tilboð væru heppilegri, þá yrði hún að at- huga, hvernig bezt og sanngjarnlegast væri unnt að koma f veg fyrir, að samningur- inn við norræna ritsímafélagið yrði því til fyrirstöðu, að sá kostur væri tekinn. Hann vonaðist til að menn mundu athuga mál- ið með stillingu og einungis reyna að finna, hvað væri réttast og heppilegast. Ráðherrann kvaðst hafa búizt við, að fjárlagan. mundi hafa mál þetta til meðferðar, en hann hefði þó ekkert á móti sérstakri nefnd og sérstaklega gæti það orðið heppilegra síðar, þegar fara ætti að gera nánari ákvarðanir um land- símann og fyrirkomulag hans. Þá var nefnd valin með hlutfallskosn- ingu og hlutu þessir þingm. sæti í henni: Skúli Thoroddsen. Guðm. Björnsson. Björn Kristjánsson. Arni Jónsson. Björn Bjarnarson. Jón Jónsson. Guðlaugur Guðmundsson. Til þessarar nefndar var einnig vísað stjórnarfrv. um rétt til að setja á fót hraðskeytasamband innanlands og við önnur lönd. Formaður nefndarinnar er Guðl. Guðmundsson, en skrifari Guðm. Björnsson. Ffsfeiveiðasjóðnr. Valtýr Guðmundsson flytur frv. um að stofna sjóð, sem nefnist „Fiskiveiðasjóður Islands" af sektarfé því, sem rennur í Jandsjóð fyrir ólöglegar fiski- veiðar í Jandhelgi að meðtöldu nettó-and- virði því, er inn kernur fyrir upptækan afla og veiðarfæri botnvörpunga. Stofn- fé sjóðsins er fé það, sem þannig hefur runnið í landsjóð síðan 1. jan. 1901. Stofn- féð má aldrei skerða, en því skal varið til lánveitinga til skipakaupa og veiðar- færa og hverskonar atvinnubóta við fiski- veiðar. Allt að helmingi vaxtanna má árl. verja til að verðlauna atorku, hagsýni og eptirbreytnisverðar nýjungar í fiski- veiðum og til að styrkja unga og efnilega menn til að kynna sér það, sem lýtur að sjávarútvegi erlendra þjóða. Nefnd hefur verið skipuð í málið í e. d. og eru í henni: Ágúst Flygenring (form.), Valtýr Guð- mundsson (skr.) og Jón Ólafsson. Nefnd þessi hefur nú Iátið uppi álit sitt og leggur til, að ekki skuli renna í sjóð- inn fé það, sem þegar er inn kornið í landsjóð á þennan hátt, heldur einungis það sem framvegis kemur þannig inn, en aptur á rnóti skuli landsjóður leggja sjóðn- um 10 þús. kr. á ári til viðbótar við sekt- arféð. Atvinna við sig'ling'ar. Guðm. Björns- son, Tr. G., M. Kr., Jóh. Ól. og St. St. Eyf. flytja frv., sem korna á í stað laganna trá 26. okt. 1893 um það efni. Fer það fram á breytingar á skilyrðunum fyrir að gerast skipstjóri' og stýrimaður og rýmkar einkum um skilyrðin fyrir skipstjóra og stýrimenn á innlendum skipum. Til þess að geta fengið skipstjóra- og stýrimanna- skírteini er krafist, að rnenn hafi verið lengri tíma í förum en nú eru lög til nfl. stýrimenn 12 mánuði (1 stað 4 eða 8) og skipstjórar á innanlandssiglingum verið 12 mánuði stýrimenn (í stað 4). Aptur á móti er ekki krafist utanlandssiglingaskír- teinis af öðrum en skipstjórum og stýri- mönnum á stórum skipum íslenzkum (yfir 100 smál.) á utanlandssiglingum. Innan- landssiglingaskírteinið er einungis heimt- að af skipstjórum og stýrimönnum á ísl. skipum yfir 30 smál, en af skipstjórum á skipum, sem eru 12—30 smál. er einungis heimtað, að þeir sanni með vottorði 2 valinkunnra skipstjóra að þeir kunni að marka stað skipsins á sjávaruppdrætti og hafi þekkingu á sjávaruppdráttum og notkun þeirra yfirhöfuð, kunni að nota áttavita og skipshraðamæli, þekki alþjóð- legar reglur til að forðast ásiglingar og# hafi stundað siglinga-atvinnu minnst 24 mánuði á skipum, sem eru stærri en 12 smál. Nefnd í n. d. Magnús Andrésson Magnús Kristjánsson, Guðm. Björnsson, Stefán Stefánsson þm. Eyf, Jón Magnússon. BtBjarg-jöld í Ileykjavik. Tr. Gunnars- son og G. Björnsson flytja frv., sem breyt- ir lóðargjaldinu í Rvík (3 a. af □ alin af byggðri lóð og V+ e. af óbyggðri lóð) þannig að af öllum lóðum, byggðum og óbyggðum, skal greiða til bæjarsjóðs */=% af virðingarverði lóðarinnar, (þó aldrei minna en T/4 e. eða meira en 5 a. af □ alin) og ennfremur skal greiða af öllum húsum r°/oo (1 af þús.) af virðingarverði hússins. Af húsum greiðist gialdið eptir brunabótavirðingu, en lóðir skal virða til skatts af 3 manna nefnd, sem kosin er til 6 ára, kýs bæjarstjórn 1 þeirra, en allir bæjarbúar hina 2. Nefnd í n. d. Þórhallur Bjarnarson, Ólafur Ólafsson, Guðlaugur Guðmundsson. Skipting bæjarfógetaembættisins í Rvík. Frv. um það flytja Guðm. Björnsson og ' * Tr. Gunnarsson. Bæjarstjóri, skipaður af konungi með 4000 kr. launum úr landsjóði auk 1500 kr. skrifstofufjár úr bæjarsjóði, skal taka að sér störf þau, sem bæjarfó- getinn í Rvík hefur haft á hendi sem for- maður bæjarstjórnarinnar; ennfr. skal hann hafa á hendi uppboð að undanskildum þvingunar- og stranduppboðum og mann- tal í Rvík samkv. 1. i3-sept. 1901. Nefnd í n. d. Lárus Bjarnason, Ólafur Briem, Jón Magnússon. Beitutekja. Sig. Stefánsson flytur frv um að sérbver, sem hefur heimild til fiski- veiða í landhelgi megi taka skelfisksbeitu fyrir annars manns landi, þótt í netlögum sé. Á land má hann setja beitutekjuverk- færi sín og farvið af skipi sínu, en gjalda skal fyrir þetta 10 af hundraði af beitu- aflanum. Netlög eru 60 faðmar á sjó út frá stórstraums fjörumáli. Þorskanetalag'nir. Björn Kristjánsson og Bj. Bjarnarson flytja frv. um, að nema úr gildi lög 13. nóv. 1875 um þorskaneta- lagnir í Faxaflóa. Eignarnám. Guðl. Guðmundsson og M. Kristjánsson flytja frv. um að veita bæjar- stjórn Akureyrar heimild tii að skylda eigendur að Játa af hendi eignarrétt og önnur réttindi yfir Glerá og landi með- fram henni, að því er nauðsynlegt er fyr- ir veiting árinnar inn að kaupstaðnum. Nefnd í n. d. Stefán Stefánsson (Eyf.), Stefán Stefánsson (Skagf.), Guðl. Guð- mundsson. Skatta- og tollmál. Guðl. Guðmunds- son, Á. J. Ól. Br. og J. Magn. stinga upp á, að neðri deild kjósi 5 manna nefnd til að fhuga og láta uppi tillögur um nýja skipan skatta- og tollmála í landinu. Tollfrtimvarpið, er áður hefur vetið minnst á var samþ. við 3. umr. í n. d. 10. þ. m. með 17 atkv., og verður að sjálf- sögðu samþ. til fullnaðar í e. d. á morg- un. Það er tekið beint fram 1 frv., að á kvæði þess gildi ekki lengur en til 31. des. 1907. Tollhækkun þessi, sem nemur að eins 30% af áður tolluðum vörum, er nú notuð óspart af fjandmönnum stjórnar- innar til að vekja æsingar og illindi gegn henni hjá þjóðinni. 3 a. tollhækkun á kaffipundinu og i1/? eyrir á sykurpundinu um 2 ára tíma er nú gerð að þeirri grýlu, að þeim stórvoða, að landsbúar rísi ekki undir þeim álögum, þeirri fjárkúgun. Þetta sé sú svívirðing, sem þjóðin verði að mót- roæla harðlega og reka stjórnina af hönd- um sér fyrir það, að hún gerir það sem hún á að gera og verður að gera: að reyna að auka tekjur landsjóðs til að standast sjálfsögð útgjöld og til þess að geta sinnt hinum helztu kröfum, sem gerð- ar eru til hins sameiginlega sjóðs lands- manna — landssjóðsins. En nú á það að vera óhæfa að þing og stjórn sporni gegn því, að landið sökkvi í skuldadíki. Og tekjuauka þessa hefði alveg eins þurft við, þótt ekkert ritsímasamband væri í vænd- um. Fjárlög síðasta þings hafa gert toll- hækkun þessa sjálfsagða og óhjákvæmilega. En það er harla ótrúlegt, að þjóðin sé svo skyni skroppin, að hún láti óhlutvanda hatursmenn stjórnarinnar spana sig upp á móti sjálfsögðum fjárhagsráðstöfunum, er hvergi mundu vekja nokkurt umtal eða óánægju í nokkru siðuðu landi nokkurs- staðar í heirni. Tveggja ára bráðabirgð- arhækkun um 3 aura af kaffipd. og 1% eyri af sykurpundinu og í sama hlutfalli á öðrum tolluðum vörum mundi hvergi vera hægt að nota til æsinga og fjand- skapar gegn nokkurri stjórn, nema ef það verður unnt að gera það hér, þótt ótrú- legt sé. En ýmislegt, sem gerst hefur i íslenzkri pólitík á næstl. 3—4 mánuðum virðist óneitanlega benda á, að þjóðin sé ekki enn fær um að stjórna sjálfri sér, sé ekki nógu skynsöm, nógu þroskuð til að greina ósvífnis öfgar og svívirðilegan ó hróður stjórnarsparkaranna1) frá réttu og sönnu rnáli. En þó má vænta þess, að róleg fhugun og heilbrigð skynsemi verði efri að lokum. Annars væri þjóðin heill- um horfin. 1) Stjórnarsparkara má kalla þá, er ekki hafa annað markmið en að sparka stjórn- inni burtu og eru blindir á báðum augum fyrir pólitisku velsæmi og samvizkusemi, eða því sem landinu er fyrir beztu. Þingnefndir aðrar en þær, sem þegar er getið: Þjóðjarðasala (Nd.): Herm. Jónasson

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.