Þjóðólfur - 21.07.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 21.07.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 21. júll 1905. JM30B. Ástandið á Rússlandi. Bréf til Þjóðólfs. (Niðurl.). Um verkföllin hafið þérsjálfsagt frétt ýmislegt. Verkamennirnir í verksmiðj- tinum gera verkfall, hásetarnir gera verkfall, járnbrautarembættismennirnir gera verk- fall, stúdentarnir og háskólakennararnir gera verkfall — menn segja jafnvel, að hásetar Nebogatovs hafi gert verkfall. All- ir gera verkfall í Rússlandi, þar sem refs- að er samkvæmt lögum og venju fyrir verkfall með útlegð til Síberíu 1 Stjórnin sér, að hún er komin í ófærar kröggur. Til þess að sundra hinum ýmsu þjóðum Rússaveldis og koma í veg fyrir, að þær taki höndum saman og fylgist að málum, æsa menn hverja þeirra upp á móti annari. Þér munið hafa heyrt um þá at- burði, er gerzt hafa og sifellt eru að gerast i Kisjinev, Homel, Póllandi, Kákasus og víðar. En fjöldamargir hafa nú slegið frá sér öllum ótta, þvi að þeir hafa ekki lengur neinu öðru að tina en lífinu, og hafa því alveg örvænt um sinn hag, en vilja eimingis reyna að drepa banamenti sína um leið og þeir sjálfir deyja, (því að allir eru ekki fylgjandi kenningum Tol- stojs). Á hverjum degi berast fréttir urn ný pólitisk morð, stjórnarbyltingin er að hefjast, og eg sé með skelfingu hinn blóð- uga morgunroða þeirrar byltingar, sem stjórnarbyltingin mikla í Frakklandi var barnaleikur i samanburði við. Hernaðarófarirnar eru einungis útvortis inerki um veiklunina inni fyrir. Þegar í upphafi ófriðarins var eg sannfærður um, að Japanar mundu bera sigur úr býtum, því að eg vissi, að hermenn vorir eru á borð við hermenn Xerxesar, að fyrirlið- arnir og hershöfðingjarnir eru — rúss- neskir fyrirliðar og hershöfðingjar, að þjóðina skortir bæði fé, mátí og menntun til þess að heyjá ófrið við aðrar þjóðir, enda æskir hún þess heldur ekki. En ef hún hefði menntunina, mundi hún sjálf- sagt heyja stríð, en þá gegn allt öðrum óvin en Japönum. Já, eg hef ógn vel séð og skilið, að allt þetta hernaðaræfin- týri er ekkert annað en stakasta fásinna, og að vér bíðum ekki ósigur fyrir hreysti Japana, heldir fyrir vorn eigin vanmátt. Eg hef unnið þrjár flöskur af vini í veð- málum, einu um fall Port-Arthurs, öðru um orustuna við Ljaojang, þriðja um or- ustuna við Mukden. Einni flösku tapaði eg á Eystrasaltsflotanum, því að eg gat ekki trúað því, að menn færu að senda birni í klunnalegum stömpum til þess að berjast við stórhveli. Eg man vel, hversu mikla erfiðleika skrifstofuvaldið rússneska átti við að stríða, til þess að sigrast á Tyrkjum í næstsiðasta ófriðnum, og þó lá bak við þann ófrið dálítill hugsjónar- neisti og þá var rússneska þjóðin ekki alveg eins aumlega stödd eins og nú. En hvað semtautar, þá mun skrifstofu- valdið aldrei láta undan, þrátt fyrir hið voðalega ástand og þó að refsingin fyr- ir margra alda harðstjórn sé í vændum. Allt umtal um rússneska stjórnarskrá, um stofnun þjóðfulltrúaþings er tómur fyrir- sláttur. Skrifstofuvaldið sleppir aldrei af sjálfsdáðum hinni minnstu ögn af einka- réttindum sínum, þvl að bæði er það sjaldgæft, að einvaldar geri það, og svo eru ofsóknirnar gegn verkamönnum nú upp á sfðkastið, fargið á blaðamönnun- um, undirróðurinn gegn menntuðu mönn- unum o. fl. o. fl. ljós merki um, hvert stefnt er. Nei! rússnesku stjórnendunum svipar ekki til hygginna búmanna, sem leggja stund á að efla auðsuppsprettur sínar, svo að þeir geti hagnýtt sér þær sem lengst. Nei! þeir eru bara snfkju- dýr, sem sjúga, og sjúga allt til hins sfð- asta blóðdropa og drepast síðan af hungri, þegar ekki er meira eptir til að sjúga. En nú er þolinmæði hir.nar miklu rúss- nesku þjóðar á förum. . . . Hristið ekki efablandnir höfttðið, þó að eg kalli rússnesku þjóðina mikla. Þjóð- in mín er ekkert afhrak, hún er einung- is ólánssöm, ómenntuð, vanheil og næst- um því blind. En hún hefur geymdan í sálu sinni helgan loga, sem getur brttnn- ið skært með björtum Ijóma. Ef þér þekktuð hina »óleyfilegu« innanlandssögu þjóðar vorrar munduð þér dást að henni. Aldrei hafa nokkurstaðar fæðst svo marg- ar stórhetjur sem hjá oss. Þrátt fyrir hina djöfullegu kúgun stjórnarinnar fæð- ast hjá oss göfgunarverðir hálfguðir. Menn drepa keisarann, menn drepa ráðgjafana, menn fórna daglega og á hverri stundu lffi slnu. Kona veifaði vasaklút á götunni og Alexander 2. féll dauður til jarðar. Maður nokkur, klæddur sem verkmaður, bar dýnamít inn í vetrarhöllina og kveikti í því; (vegna þess að leitað er á verka- mönnunum hátt og lágt, gat hann ein- ungis borið inn svo mikið af því á hverj- um degi, sem hann gat falið í hári sínu; hann geymdi svo þessa skammta í kodd- anum sínum og svaf þannig á hverri nóttu á dýnamíti!) En til að segja frá þessu öllu yrði eg að skrifa langt mál og eg veit þó mjög lítið, því að á Rússlandi er útbreiðsla á ritum jafnaðarmanna bönn- uð og greypilegar refsingar við lagðar, ef út af er brugðið. Eg vil einungis bæta því við, að hinir hræðilegu »glæpir« jafn- aðarmanna eru sprottnir af þvf, að allar aðrar aðferðir eru þeim bannaðar til þess að útbreiða kenningar sínar, blöðin verða að bera munnkörfu og sérhverri frjálsri hugsun er stungið svefnþorn, dýflissurnar eru fullar af jafnaðarmönnum, sem eru barðir, hýddir og hengdir .... Svona er nú ástandið sem stendur. Eg endurtek það, að það er óbifanleg sann- færing mín, að valdhafarnir muni aldrei undan láta og að hinn blóðugi leikur fari í hönd. Það er óumflýjanlegt, nema eitt- hvert kraptaverk beri * að höndum. En drottinn miskuni sig yfir vort ólánssama land, þegar fjötrarnir brotna af lýðnum meðan hann enn er í hinu núverandi sið- leysisástandi. Ósannindum hnekkt. Þokkasystkinin »Fjallkonan« og »ísa- fold« hafa borið það út landshornanna milli, að eg hafi neitað sjúklingum, er skulduðu mér, um iæknis'njálp. Það eru tilhæfulaus ósannindi, eins og eptirfarandi vottorð, sem 162 menn, ná- lega allir heimilisráðendur í héraði mínu hafa undirskrifað. Þá hafa nefnd blöð og haldið þvf fram, að barnaveiki hafi árlega gengið f héraði mínu og því hefði eg átt að hafa til ser- um handa börnum séra H. Á. Það er tilhæfulaust, að barnaveiki hafi gengið hér. Um það getur hver sann- fært sig, er nennir að líta í heilbrigðis- skýrslurnar í Stjórnartíðindunum eða að ómaka sig til landlæknisins. Árin igoo —1904 hefur að eins 1 sýkst af croup og 1 af diptheritis, enda hefði mér alls ekki verið skylt að hafa serum, þó að barnaveiki hefði gengið. Lytjabúðirnar eru ekki einu sinni skyldar til þess, enda fékkst það ekki í lyfjabúðinni í Stykkis- hólmi í byrjun barnaveikinnar í mínu hér- aði í fyrra vor. Ólafsvík 22. júní 1905. H. Steinsson. * * * Vér undirritaðir lýsum hér með óá- nægju okkar yfirgreinum »Fjallkontinnar« og »ísafoldar« í garð héraðslæknisins í Ólafsvfk. Jafnframt því lýsum vér hér með yfir, að læknir okkar hefur ætíð verið boðinn og búinn til að gegna, þegar hans hefur verið vitjað, jafnt þeim sem staðið hafa í skuld við hann sem hinum, er ekki hafa skuldað, og hefur hann, að því er vér frekast vitum, komið fram sem sam- vizkusamur og skyldurækinn læknir. I júnímánuði 1905. [162 undirskriptir, sem eru til sýnis á skrifstofu Þjóðólfs]. Leiðrétting á ranghermi. Herra ritstjóri! Þar sem við álítum, að Þjóð- ólfur hljóti að vera lang útbreiddasta blaðið, og þar af leiðandi kunnugur á flestum okkar gömlu heimilum, þá biðjum við yður að ljá eptirfarandi línum rúm f yðar heiðraða blaði. ísafold hefur orðið það á, lfklega í fyrsta skipti, að fara dálítið utan hjá sannleikanum, þar sem hún fræðir lesendur sína í 41. tölublaði 1905, að við höfum munntóbak hér um bil 6 pd. á mann um árið. Sannleikurinn er sá, að við höfum 2V4 til 2»/a alin um mán- uðinn og geta allir séð, að slíkt er ekki 6 pd. um árið. Það fer ekki fram úr þremur pundum, þó ísafold segi, að spítalanefndin hafi ætlað alla tíð á að giska 6 pd. um árið á mann. Það er undarlegt, að Björn skuli ekki leita sér upplýsinga, þar sem er eins auðvelt að fá þær eins og hér er, áð- ur en hann lætur ísafold hlaupa með slfkt. i8/7 1905. Sjúklingar d Laugarnesspitalanwn. Tvö þýzk skemmtiskip »Fún;t Bismarck« og »Hamburg« hafa komið hingað, hið fyrra á laugardags- morguninn var og fór aptur á sunnudags- kveldið. Það var 8300 smálestir aðstærð. Hið síðura, sem er um 10,000 smálestir, kom hingað í fyrradag og fer aptur á morgttn. Farþegar með báðum skipanum á 5. hundrað. „Bothnia“ kom hingað fra Leith 17. þ. m. með um 30 enska ferðamenn. Karl Ktiehler rithöfundurinn þýzki og íslandsvinurinn, er hingað kom með »Kong Trygve« 20. f. m., hefur verið á ferðalagi hér um ná- grennið, fór austur undir Eyjafjöll, allt að Jökulsá á Sólheimasandi, sneri þaðan við og inn á Þórsmörk og um Fljótshlíð yfir Þríhyrningshálsa til Heklu, og gekk upp á fjallið, þaðan út Hreppa að Gullfoss og Geysi, og um Laugardal til Þingvalla, þaðan norður Kaldadal að Kalmanns- tungu og Surtshelii, og kom sjóveg héðan úr Borgarnesi seint í næstl. viku, hafði hreppt dágott veður á fcrðinni. Ferjhéð- an með »Laura« 27. þ. m. Hann er að undirbúa til prentunar leiðarvísir fyrir ferðamenn á Islandi fyrir Karl Bædeker í Leipzig, eins og áður er getið urn í Þjóðólfi. Marconi-loptskeyti 13.—16. júlí. Japanska lánið nýja hefur gengið svo vel, að miklu meira hefur boðizt en um var beðið í Lundúnum, Berlín og New- York. Kósakkasveit ein nærri Lodz á Pól- landi gerði samblástur og sendi mann á fund höfuðsmanns síns til þess að kvarta um vondan mat og heimta ógreiddan mála. Höfttðsmaður skaut erindrekann, en Kósakkar héldu áfram kröfum sínum. Rússnesk yfirvöld beita hörðum ráðum til að bæla niður rósturnar. Landstjórinn í Kherson hefur látið handtaka 1060 manns alls í Paratino-sýslu nærri borg- inni Kherson. Hinir handteknu menn hafa verið lamdir voðalega af Kósökkum, og hafa 2 dáið af þeim meiðslum. Her Rússa í Kóreu norðanverðri hefur verið smáhrakinn norður eptir, og hafa þeir nú ekki nema 2 vfgstöðvar eptir sunnan Túmenelfar. Sfðustu fréttir segja þó, að nú sé all- mikið lið á leiðinni suður frá Vladivostok, en haldið er, að það inuni nema staðar við Nokiefok fyrir norðan Tumenelfu, og veita þar Japönum einbeitt viðnám. Rigningartlminn heptir allar meiri hátt- ar hernaðarhræringar í Mandsjúríi vestan- verðu. 19. júlí kl. 10,40 e. h. Sú frétt hefur borizt frá Tokio, að japönsk hersveit hafi gengið á land fyrir norðan Vladivostok. Skemmdir þær, er orðið hafa á her- skipum þeim, er sukku við Port Arthur eru miklu minni enmennhugðu. Bayan, Peresviet og Ratvisan munu brátt verða haffær og halda til Japan. Fimmtíu menn biðu batia af hita í New-York í gær (18. júlí). Hitinn varð 100 stig [á Fahrenheit = 38° C.]. Fá- tæka fólkið er einkum illa statt. James Phelp Stokes, miljónaeigandi og af nafnkenndri ætt í New-York, kvæntist í dag í Noreton í Connecticut Rósu Pastor, er fyrir 2 árum vann að vindla- gerð í einhverjum hinum fátækasta hluta bæjarins New-York. Hinir lítilmótlegu vinir brúðarinnar voru staddir í brúðkaup- inu innan urn auðmenn (hin svonefndu »Fjögur hundruð«) frá New-York. Ungu brúðhjónin leggjá af stað til Englands á ntorgun á gufuskipi White Star línunnar. Fulltrúasamkoma (Zemstvoþing) hófst í Moskva í gær á aðsemrsstað Dolgoron- koff fursta.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.