Þjóðólfur - 01.09.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 01.09.1905, Blaðsíða 2
ÞJÓÐÓLFUR. 160 35. Lög um heimild fyrir veddeild lands■ bankans til að gefa, út nýjan flokk (ser- íu) bankavaxtabréfa. (Veðdeild lands- bankans skal vera heimilt að gefa út bankavaxtabréf allt að 3 milj. kr. til viðbótar bankavaxtabréfaupphæð þeirri, sem hún nú má gefa út samkv. 1. I2/i IQOO). 36. Lög um ritsíma, talsíma o. fl. 1. gr. Landinu er áskilinn einkaréttur til þess að stofna og starfrækja ritsíma- sambönd og málþráða, svo og hverskyns önnur rafmagnssambönd, til skeytasend- inga á Islandi og í landhelgi við Island. 2. gr. Ráðherra Islands getur veitt ein- stökum mönnum eða félögum leyfi til að stofna og starfrækja sambönd þau, sem um ræðir í 1. gr.-------— — 9. gr. Hver landeigandi er skyldur .að leyfa, að ritsímar óg talsímar landsjóðs séu lagðir um land hans, yfir það eður í jörðu, og að efni það, er þarf til lagning- ar þeirra og viðhalds, svo og grjót, möl o. s. frv. sé tekið þar sem næst er; svo er og hver eigandi húss eða annars mann- virkis skyldir að leyfa, að símar þessir séu lagðir yfir þau, á eður undir þeim. Verði þvl við komið, skal þó taka tillit til þess, hvar eigendur eða notendur mann- virkja æskja eptir að símarnir séu lagðir, þar sem þeir snerta eign þeirra, og það þótt þetta hefði nokkurn kostnaðarauka við símann í för með sér. 15. gr. Embættismenn og sýslunar- menn við ritsíma, talsíma og önnur hraðskeytafæri landsins, sem um ræðjr í 1. gr., eru skyldir, bæði meðan þeir eru í embætti eða sýslan og eptir að þeir hafa látið af þeim, að halda leyndu fyrir öllum út í frá efni hraðskeyta þeirra, sem koma eða fara, að þau hafi komið eða farið, svo og hver hafi fengið þau eða sent. A sama hátt eru þeir skyldir að þegja yfir talsíma- samtölum og nöfnum þeirra, ertalazthafa við gegnum símann. 37 Lög um fyrning skulda og annara kröfuréttinda. 1. gr. Skuld eða önnur krafa, sem ekki hefurjverið viðurkennd eða lögsókn heimt innan þeirra tímatakmarka, er ákveðin eru í lögum þessum, fellur úr gildi fyrir fyrn- ing.----------------. 2. gr. Þessar kröfur fyrnast á 20 árum: 1. Krafa á hendur landsjóði, banka eða sparisjóði um endurgjald á fé, er lagt hef- ur verið í sjóðinn til ávöxtunar eða geymslu. Banki telst hver sá, sem samkvæmt til- kynningu til verzlunarskránna rekur banka- atvinnu. 2. Krafa um lífeyri og aðrar slfkar kröf- ur, sem eru fólgnar í rétti til þess með vissu rnillibili að krefjast fjárframlags, er ekki getur talizt afborgun af skuld. 3 gr. Þessar kröfur fyrnast á 4 árum : 1. Kröfur út af: sölu eða afhendingu ávörum eða lausa- fé, sem ekki er afhent sem fylgifé með fasteign, þó svo, að haldi skuldunautur áfram föstum viðskiptum við kaupmann, verksmið eða þvílíkan atvinnureka, og fái árlega viðskiptareikning, fyrnist ekki sú skuld, er hann kann í að vera við nýár hvert, hvort sem hún stafar frá viðskiptum síðasta árs eða ekki, meðan viðskiptum er haldið áfram óslitið, leigu á fasteign eða lausafé, veru, viðgerning eða aðhlynningu, flutning á mönnum eða munum, vinnu og hverskonar starfa, sem í té er látinn; þó fyrnist eigi krafa hjús um kaupgjald, meðan það er samfellt áfram í sömu vist. 2. Kröfur um gjaldkræfa vexti, húsaleigu, landskuld, leigur, gjaldkræf laun eða eptirlaun, lífeyri, forlagseyri, meðgjöf eða aðra greiðslu, er greiðast á með vissu millibilj og ekki er afborgun af skuld. 3. Kröfur, er lögtaksrétt hafa. 4. Kröfur samkvæmt ábyrgðarskuldbind- ingum, að undanskilinni ábyrgð á fjár- skilum opinberra gjaldheimtumanna eða gjaldkera við opinberar stofnanir eða stofnanir einstakra manna. Ennfremur endurgjaldskrafa sú, er ábyrgðarmaður eða samskuldari hefur á hendur aðal- skuldunaut, meðábyrgðarmanni eða sam- skuldara, út af greiðslu skuldar; endur- gjaldskrafan er þó jafnan dómtæk eins lengi og innleysta krafan mundi verið hafa. 5. Krafa um endurgjald á því, er maður hefur greitt í rangri ímyndun um skuld- binding, eða í von um endurgjald, er brugðíst hefur, þó svo að móttakandi hafi ekki gert sig sekan í sviksamlegu atferli. 4. gr. A 10 árum fyrnast: 1. Kröfur samkvæmt skuldabréfi, dómi eða opinberri sátt, er ekki falla undir á- kvæði 2. gr. Að því er snertir kröfur þær, er um ræðir í 2.—4. tölulið 3. greinar, gildir 10 ára fyming þó því að eins, að skuldabréf sé útgefið, dómur genginn eða sátt gerð, eptir að krafan féll í gjalddaga, eða var orðin sjálfstæð skuldakrafa á ann- an veg, eða rentumiði hafi verið útgefinn fyrir vöxtum eða annari samskonar kröfu. 2. Allar aðrar kröfur, sem ekki er sett- ur annar fyrningarfrestur fyrir í 2. og 3. gr. 38. Lög um styrk úr landsjóði til samvinnu- smjörbúa. (Sjá 35. bl. Þjóðólfs). 39. Lög um breyting d 1. ij. okt. 1899 um skipun /œknishéraða d íslandi o. fl. Barðastrandarlæknishéraði skal skipt í 2 læknishéruð, sem sé: 1. Patreksfjarðarhérað, sem nær yfir Rauðasandshrepp, Tálknafjarðarhrepp og Barðastrandarhrepp fyrir vestan Vatns- dalsá. 2. Bíldudalshérað, sem nær yfir Suður- fjarðarhrepp og Dalahrepp 1 Barðastrand- arsýslu. Patreksfjarðarhérað telst til 2. flokks og Bíldudalshérað til 5. flokks læknishéraða, sbr. 1. gr. laga 13. okt. 1899 um skiþun læknishéraða á Islandi o. fl. 40. Lög um breyting d peim tíma, er hið reg/ulega alpingi kemur saman. 1. gr. Hið reglulega alþingi skal koma saman 15. febr. annaðhvort ár, eða næsta virkan dag eptir, hafi konungur eigi til- tekið annan samkomudag sama ár. 2. gr. Alþingi kemur fyrst saman sam kvæmt lögum þessum 15. febr. 1909. 41. Lög um stofnun Fiskiveiðasjóðs Is/ands. 1. gr. Stofnfé Fiskiveiðasjóðs íslands er 100,000 kr., er landsjóður leggur fram í skuldabréfum fyrir lánum til þilskipakaupa og í peningum. Við stofnféð bætist fyrst um sinn V3 sektafjár, er 1 landsjóð rennur fyrir ólög- legar veiðar í landhelgi, að meðtöldu V3 netto-andvirðis þess, er Iandsjóði greiðist fyrir upptækan afla og veiðarfæri botn- vörpunga eptir að lög þessi öðlast gildi. 2. gr. Til sjóðsins leggur landsjóður 6000 kr. tillag á ári hverju, er telst með árstekjum hans. 3. gr. Tilgangur Fiskiveiðasjóðsins er að efla fiskiveiðar og sjávarútveg lands- manna. Stofnféð má aldrei skerða. Skal því og árstekjum sjóðsins varið til lánveitinga til skipakaupa og veiðarfæra og hverskonar atvinnubóta við fiskiveiðar. Tekjunum má og verja til að styrkja efnilega unga menn til að kynna sér veiðiaðferðir, fisk- verkun og annað, er lýtur að sjávarútvegi, meðal erlendra þjóða. Svo og til þess að styrkja tímarit um fiskiveiðar og annað, er að sjávarútvegi lýtur. Ennfremur má verja nokkru af tekjunum til verðlauna fyr- ir framúrskarandi atorku og eptirbreytnis- I verðar nýjungar í fiskiveiðum og meðferð fiskjar. Yflrlit yflr þingmálin. Af stjórnar- fr u m v ö r p u n u m 40 hafa 35 verið af- greidd sem lög frá þinginu, 2 hafa verið felld .(gjald til landsjóðs frá sýslufélögum og kennaraskólinn), 1 hefur verið tekið aptur (breýting á þingsköpunum), en 2 urðu ekki útrædd (breyt. á kosningalög- unum og barnafræðslufrv.). Af 59 þingmannafrumvörpum voru 24 afgreidd sem lög, 11 voru felld, 2 voru tekin aptur og 22 urðu ekki út- rædd. Af 13 þingsályktunartillögum MeO „Laura“ fór héðan fjöldi farþega í gærkveldi auk allmargra þingmanna, þar á meðal til Akureyrar Jón Stefánsson ritstj. sGjall- arhorns«, og til Vesturlandsins Davíð Sch. Thorsteinsson héraðslæknir á ísafirði og kona hans, Guðm. Bergsson bóksali, Guð- mundur Jónsson kand., Kristján H. Jóns- son ritstj. »Vestra«, Matthías Ólafsson kaupm. í Haukadal o, m. fl. voru 10 afgreiddar frá þinginu, 1 var felld (um náma í n. d.) og 2 var vfsað frá með rökstuddri dagskrá (um undirskriptarmálið samhljóða í neðri og efri deild). 2 fyrirspurnir voru gerðar til ráð- herrans (um mútur í hraðskeytamálinu sam- hljóða í báðum deildum). Önnur lauk með rökstuddri dagskrá, en hin var tekin aptur. Samþykkt hafa þá verið alls 59 lagafrumvörp (35 stjórnarfrv. og 24 þingm.frumv.) og er það hærri tala, en nokkru sinni áður hefur verið samþ. á þingi, og mörg þessara frv. mjög' þýðing- armikil. Látinn er í Kaupm.höfn 14. f. m. HansAnd- ersen klæðskeri hér í bænum, tæplega fimmtugur, hafði farið til Hafnar í vor að leita sér lækninga. Lík hans var flutt hingað til greptrunar með »Kong Inge«. Hann var kvæntur Helgu dóttur Jóns prests Jakobssonar í Glæsibæ (Í*i873)og áttu þau mörg börn. f Avarp til alþingis 1905. Hingað norður hafa í þessari svipan borizt þau tíðindi, að nokkur hundruð manna á Suðurlandi og 1 Reykjavík, hafi með flokkasafnaði, fundahöldum, ávörpum og jafnvel ólátuni (demonstration) reynt að ógna fulltrúum þjóðar vorrar á alþingi og stjórn vorri til þess, að slá á frest hinu mesta áhuga- og nauðsynjamáli voru: ritsímasambandi lands vors við umheiminn og innanlands. Þessi hörmulega fregn knýr oss undirritaða til þess, að ávarpa þing vort og stjórn. Og um leið og vér lýsum megnri vanþóknun vorri og hryggð yfir þessu til- tæki Sunnlendinga, skorum vér alvarlega á fulltrúa vora og stjórn að ráða þessu menningarmálefni voru til lykta þegar á þessu þingi, með þeirri alvöru, ró og stað- festu, er lögþingi þjóðar vorrar sa^roir, og á hinn tryggilegasta hátt, sem verða má, eptir þeim tilboðum og upplýsingum, sem nú liggja fyrir þinginu. Treystum vér því, að fulltrúar vorir á alþingi láti eigi pólitiskt flokkshatur og æsingar óhlutvandra manna viila sér sjónir á þessu máli eða öðrum, en iíti fyrst og fremst á hag lands- ins og nauðsyn þjóðarinnar. — Lýsum vér yfir því, að oss blöskrar alls eigi kostn- aður sá, sem leiða mundi af tryggilegu sambandi við önnur lönd og innanlands, eins og hann nú er áætlaður, og erum vér fúsir að taka á oss þann fulla hluta af gjöldum þeim, er til þess eru nauðsynleg, því þeim teljum vér vel varið. Árnum vér svo alþingi voru og stjórn blessunar og hamingju til þess, að ráða þessu og öðrum nauðsynjamálum vorum til heppilegra lykta. Húsavík í Þingeyjarsýslu 17. ágúst 1905. Benedikt Jónsson frá Auðnum. Steingr. Jónsson sýslum. Bjarni Bjarnarson (sýslunefndarm.) Sigurj. Þorgrímss. (veitingam.). Páll Sigurðss. (tómthúsm.). H. Jakobss. bóndi á Héðinsliöfða. Eiríkur Þorbergsson (timbursmiður). V. Guðmundsson (tómthúsm.). Egill Sigurjónsson (bóndi á Laxamýri). Jón Baldvinsson (timbursmiður). Friðbjörn Bjarnarson (sölustjóri). Jónas Sigurðsson (hreppsnefndarm.). Jóhannes Þorsteinss. (borgari), Friðjón Jónsson á Sandi. S. Hallgrímss. (tómthúsm.). Páll Kristjánsson (borgari). Nói Jónsson á Laugum (hreppsnefndarm.). Þorbergur Davíðsson, bóndi á Litlulaugum. Sigtryggur Helgason (sýslun.m.) á Hallbjarnarst. Jón Sigurðsson á Hjalla (hreppsnefndarm.). Hólmgeir Þorsteinsson (hreppsn.m) Vallakoti. Jakob Jónasson, bóndi á Narfastöðum. Kjartan Jónsson, bóndi á DaðastÖðum. Aðalgeir Davíðsson, bóndi á Stórulaugum. Sigfús Jónsson, bóndi á Halldórsstöðum. Jakob Sigurjónsson, bóndi á Hólum. Jón Kristjánsson, bóndi í Glaumbæ. Stefán Jónsson, bóndi á Öndólfsstöðum. Gísli Kristjánsson, bóndi á Ingjaldsstöðum. Kristján Guðnason, bóndi á Breiðumýri. Haraldur Sigurjónsson, bóndi á Einarsstöðum. P. Helgi Hjálmarss. prestur á Helgastöðum. Sigurður Sigfúss. kaupfél.stj. Halldórsstöðum. *,* ,* * * * * * Aths. ritstj. Það kvað vera von á fleirum áskorunum að norðan í sömti stefnu og þessi sem hér er birt, eitthvað svipað skjal t. d. þegar komið úr Eyjafirði. Norðlingar margir hverjir hafa ekki orðið hrifnari en þetta af reykvíkska fundinum 1. ágúst, og Þingeyingar eiga heiður skilið fyrir að hafa* andæft svona kröptuglegá æsingafargani ogóvitaskapi Hjálpræðisklíkugeneralsins og Einars í Hjáleigunni og þeirrá liða. Að vísu hafa Húnvetningar og állmárgir Skágfirðingar látið blekkjast í biliafþess- um ólátum og sent hingað mótmælaskjöl, en þeir átta sig eflaust bráðlega aptur, er þeir hafa athugað málið betur og kynnt sér meðferð þess á þingi. Annarstaðar að hefur Ktið kveðið að þessum mótmælaskjölum, nema helzt úr Dalasýslu, dalítið hrafl úr Borgarfirði og úr nokkrum hreppum Rangárvallasýslu, og úr örfáum hreppum í Árnessýslu. Þar hefur þessi undirskriptasmölun gengið einna tregast, enda var fund- urinn frægi lakast sóttur úr því héraði eptir kjósendafjölda, Nú kvað þeir vera riðnir norður í land Einar í Hjáleigunni og Guðm. Finnb. og Haraldur (vestur?), sendir á kostnað »HjálpræðisklíkunDar« til að umhverfa lýðnum, og boða fagnaðar- boðskap »spiritista« sjálfsagt um leið. En vafasamt er, hvort þrenningu þessari verð- ur alstaðar tekið tveim höndum, er menn vita f hverjum erindum piltarnir koma.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.