Þjóðólfur - 01.09.1905, Page 3
ÞJÓÐOLFUR.
Raddir utanflokksmanna.
Hvað á móti öðru.
Eptir að þingið 1903 hafði samið sig að
friðarkostum þeim, sem aðgengilegir þóttu
og þing og þjóð munu þá í svipinn hafa
eindregið unað við, hugsuðu menn almennt,
að friðarbogi sá mundi tákna meira en að
eins stutt vopnahlé eptir 30 ára stjórnarskrár-
stríðið, mundi fyrirboða fullan samvinnufrið
og ársæld í landi; en blikunni var ekki að
fullu eytt; óskabörnin voru mörg, en ekki
gat nema eitt í senn erft ríkið, og þegar
ráðherra vor var skipaður fór fljótt að bera
á ósamlyndinu. Allir skynbærir menn vita
af hvaða rótum það var og er runnið. Það
þarf ekki annað en betida á prúðmennsku
þá og kurteisi, sem um fleiri ára tímabil
hefur hreyft sér 1 ritum valtýsku-landvarnar-
þjóðræðismannanna ( garð Dana, eins og
það sé vítum næst að hafa nokkur mök við
þá, aðra eins lítilmennsku- en þó okurþjóð;
Og svo áfram, jafnt því að ófrægja Dani
halda blöð flokksins áfram að sá illgresinu í
meðvitund þjóðarinnar út af stefnu og fram-
komu umboðsvaldsins innanlands.
Fyrst á nú hæstv. ráðherra að vera ólög-
lega kominn í stöðuna og síðan fátt eða
ekkert nýtt í því, sem hann hefur afrekað
þessa mánuði.
Til skýringar hinu fyrra er það sannfær-
ing vor, að á meðan ísland er hluti ríkis-
heildarinnar undirskrifi enginn annar ásamt
konungi skipunarbréf Isl. ráðh. en einmitt
forsætisráðherrann; til þess liggja svo marg-
ar skýrar og eðlilegar ástæður, að um það
er óþarft að fjölyrða hér, að öðru leyti en
því, að slíkt getur aldrei komið til að hnekkja
þjóðarsjálfstæðinu, ef fsl. sjálfir bera það
ekki í eldinn fyrir misklíð, drambsemi og
heimsku; fyrir því er þegar næg reynsla
fengin með ráðaneytisbreytingunni og boð-
skap konungs. En hvað er svo um hið síð-
ara? Jafnframt því að fá ráðherrann bú-
settan hér áttu skilyrðin fyrir því að full-
nægja hinni margrödduðu kröfu um fram-
kvæmdarsama og hraðvirka stjórn að vera
í hendinni, og það virtist ráðh. vor skilja
og við því var hann búinn. En þá er farið
að fárast yfir hlutdrægum og óverðskulduðum
embættaveitingum, sem sé: ráðh. hafði þá
roannlegu tilfinningu, að skipa fremur á
bekk með sér þeim mönnum, sem hann
þurfti ekki að vera á verði fyrir sem glefs-
andi vörgum, mönnum sem hann áleit frem-
ur vilja og vera reiðubúna til að efla fram-
kvæmdarsama stjórn og styðja bygginguna,
en sundra og rffa niður.
Sfðan átti ráðh. að hafa gefið eitthvert
fyrirheit um aðstoð sína til nýlendusýning-
arinnar í Höfn, en eins og mörgum er kunn-
ugt var það óhæfa, að skipa ísl. á bekk
með Grænl. og Vesturheimseyjaskeggjum
af þvf ísl. eru menn, en þeir Eskimóar;
jafnvel þó nefnd sýning hefði eðlilega miklu
betur náð tilgangi sfnum hefði undirbúningn-
um ekki verið spillt fyrir sérgæðingsskap
og hroka, enda hefði þá verið tækifæri fyr-
ir ísl. að sýna yfirburði sfna, er á þá var
að líta við hlið þessara olnbogabarna. Bara
að þessi menntaða þjóð fari ekki lakar með
ráði sínu en vesalings Eskimóarnir. Þá
hefði að líkindum skort vitsmuni til að finna
hið sama út um ráðh. sem ísafold; „Fyrst
hefði hann gengið í sýningarnefndina af
fljótræði og klíkuskap, en úr henni fyrir
Istöðuleysi".
Eitt af því sem átti að vera innrætt á-
hugamál þjóðarinnar, sbr. þingmálafundará-
lyktanir síðastl. vor, var fullkomnara eptir-
lit með réttarfarinu innanlands, einkum f
Snæfelisness- og Dalasýslum, en án þess að
afsaka lagavernd þeirra sýslufélaga, mundi
engu að síður mega finna misfellur í em-
bættisrekstri þeirra valdhafa, sem beinlínis
eða óbeinlínis játa sig undir merki land_
'varnar-þjóðræðismanna; jafnvel hjá þeim,
161
er flokkurinn telur, að eigi megi vamm sitt
vita. Vér viljum alls eigi álykta, að eptir-
litið sé ónauðsynlegt, en óhlutdrægt verður
það að vera, ef það á að miða til þjóðþrifa
og hlýðni við lög vor.
Þá er ritsímafarganið, sem einna dökkast
hefur á borið á dagskrá antiflokksmanna.
Fyrir allt það missagna og öfgakerfi er þjóð-
in óafvitandi búin að borga meira fé en
nauðsynlegt má telja til að upplýsa málið,
meira fé en henni mundi geðjast að með
toll eða tollhækkun á einhverri nauðsynja-
vöru til eflingar fyrirtækjum í menningar-
áttina, enda er það ekki nýr viðburður, að
ok það, sem einfeldni, skoðunarleysi og
hleypidómar leggja á þjóðina er þrásinnis
gengið undir og borið með meira umburð-
arlyndi og geðþekkni en gjaldabyrði sú,
sem guð og keisarinn, stjórnin og ríkið eiga
eptir eðli sínu heimtingu á.
Vér teljum það enga lftilsvirðingu við
þjóð vora, þó vér segjum að eigi sé hægt
að meta þjóðarviljann í því efni, þrátt fyrir
hinar ýmsu fundarályktanir á móti ritsím-
anum, til þess voru þær í fyrsta máta of-
líkar að anda og formi að tileinka þær mörg-
um höf. í þjóðfélaginu, enda það mál að
vitni alþýðu sjálfrar fyrir ofan dómgreind
hennar. En eitt veit öll alþýða og það er:
að stjórnin (fyrv. st.) var búin að fá ítrek
aðar ákúrur fyrir aðgerðaleysi f símasam-
bandsmálinu, og af hverjum ? í það mega
þeir ráða, sem fylgzt hafa með stefnuskrám
flokkanna. En síðan, þegar alvarlegt spor
er stigið í áttina, er þjóðin æst upp til að
nota það sem byltingarástæðu móti samn-
ingsaðila, stjórn og þingi. T. d. er það tal-
ið sem tákn áhuga og menningar, að fá
heiðvirða bændur úr ýmsum kjördæmum
landsins til höfuðstaðarins og nota þannig
flagg þeirra fyrir merki uppreisnarmanna.
Oss er sem vér sjáum, hve hugfangið kyr
látum og gætnum sveitamönnum hefur ann-
ars verið, að heyja þennan skollaleik undir
grímu ritsfma- og gufuskipaferðasamning-
anna. Hvílfk dáleiðsla. Síðan hefur frétzt
að nokkrir kjósendur hafi gengið svo langt,
f heimildarleysi mikils meiri hluta kjördæm-
anna auðvitað, að benda eða jafnvel skora
á þingmenn að leggja niður umboð sitt.
Vitaskuld er annað eins og þetta annað-
hvort missögli eða ófyrirgefanlegt gaman;
hinsvegar hættulaust, að þ.m. séu svo lítil-
sigldir, að sinna slíkri formleysu.
En fátt er þó með öllu illt. Annað eins
ftumhlaup og þetta hlýtur að minnsta kosti
að miða til þess, að lama mótstöðu niður-
brotsmanna.
Hvað þingm. okkar lector Þórh. B. snert-
ir, þá hefur hann enn sem komið er á þessu
þingi eigi brugðizt vonum kjósenda sinna
hér né breytt yfirlýstum vilja sínum f rit
símamálinu. Hitt teljum vér fremur þing-
mennskukosti, að ganga inn á samrýman-
lega og hagfærilega braut þingsins, heldur
en spenna járngreipum einhverja dauda og
fskalda sannfæringu flokksbræðra sinna og
vatast með hana út f auðn og ógöngur.
Það getur að öðru leyti ekki verið ábyrgð-
arlaust, að vilja hafa endaskipti á öllu, setja
flest f mótsögn við sjálft sig og afvegaleiða
alþýðu. Áður þótti synjun og frestun laga-
heimilda þjóðarböl; nú eru þó enn meiri
hörmungar, hve sú afgreiðsla gengur fljótt
fyrir sig sbr. tollhækkunarlögin.
Þetta er allt hvað á móti öðru I Liðs-
könnun „ísaf." virðist jafn ónákvæm hérsem
annarsstaðar í kjördæmum landsins; vér
skulum ekki fullyrða ákveðna skiptingu á
flokkafylgi meðal kjósenda hér. Reynslan
sýnir, að stjórnarmegin munu verða optar
' 3 af 5, en víst er, að ekki bólar hér mikið
á stjórnleysingjum í nærliggjandi hluta kjör-
dæmisins, enda er það ætlunarverk hugs-
andi manna hér, að vaka yfir, ef mögulegt
er, að þesskonar þyrnar spretti eigi upp til
að spilla akrinum, ekki þar með sagt, að
meiri hluti sé reiðubúinn að fylgja stjórninni
gegnum þykkt og þunnt, en að setja sig
upp á móti henni óverðskuldað álítur hver
skynbær kjósandi landráð, ódrengskap og
synd, því með lögum skal land byggja.
Að ritstjórnir og blaðamenn hafi vakandi
auga á aðgerðum stjórnarinnar og gefi sín-
ar athugasemdir teljum vér fremur nauð-
synlegt en vítavert, en flest það sem blöð
andstæðinga hennar hafa þeirrar tegundar
flutt þessi misseri skortir gersamlega allan
siðmenningarblæ, og þessvegna mundu þau
ósjálfrátt eyða áhangendum sfnum og afli,
þótt um veigameiri eða betri málstað hefði
verið að ræða.
þá, er þingið skipaði landstjórninni til að-
stoðar við væntanlega bókasafnsbyggingu
og breyting á alþingishúsinu. Að þing-
mennskuafsal þetta stafi eingöngu af
þessari ástæðu, er þó naumast líklegt, hún
er í sjálfu sérof lítilvæg til þess, enda mun
mörgum flokksbræðrum J. Ól. ekki hafa
verið kunnugt um, að hann sækti það
fast að komast f þessa nefnd.
Þingslit.
Alþingi var slitið 29. f. m. og hafði
þá staðið 60 daga.
20/s—'05.
Nokkrir Akutnesingar.
Hljóðfærasláttur.
Vér fórum ofan í »Iðnó« að hlusta á
hljóðfærasláttinn, sem þar var 27. ágúst,
Hann átti að byrja kl. S1/^, en hófst þó
ekki fyr en kl. var nærri 9. Fólkið get-
ur aldrei komið á réttum tíma á nokkra sam-
fundi, þótt auglýst sé hvenær söngskemmt-
anir, sjónleikar og mannfundir aðrir eigi
að hefjast, þá er eins og því sé enginn
gaumur gefinn. En þeir, sem standa fyrir
slfkum skemmtunum og fundum, ættu að
sjá um að bj’rjað væri á þeim tíma, sem
til er tekinn, hvort sem allir eru komnir
eða ekki. Þeir sem að ástæðulausu hirða
ekki urn að koma nógu snemma, geta
þá kennt sjálfum sér um að missa af
nokkru af skemmtuninni, og þótt hintun
þyki ráp þeirra illt og truflandi, dugar
ekki að horfa í það, enda er ekki ólík-
legt, að menn vendust af því að koma of
seint, ef ætíð væri byrjað stundvfslega.
Bernburg spilar mjög laglega á fíólín.
Reynir litli spilaði vel undir, en stundum
virtist hann nokkuð stirður og ekki ætíð
nægar tilbreytingar í styrkleik hljómsins;
það var alltaf »pianissimó«-ómur hjá hon-
um, en hann er líka barn ennþá, en get-
ur orðið stór. — Elverhöj '(eptir Kuhlau)
tókst mjög vel; Bernburg léði fiðlu sinni
þar marga snilldartóna, og undirspil frú
Ástu Einarsson svaraði í sömu mynt;
sama er að segja um hið gullfallega lag
»Berceuse slave«, þótt fáir lófar klöppuðu
fyrir því. — Gísli Finnsson spilaði stund-
uui á Violoncel, en í »Udtog af Trouba-
duren« (eptir Verdi) var það falskt að
heyra á milli, og það lag virtist ekki
nógu »æft« saman, »Solveigs Sang«,
»Wiegenlied« og »Gute Nacht« fóru vel
úr hendi; hið síðasttalda vildum vér gjarn-
an fá að heyra aptur, en flestir af tilheyr-
endum voru víst ekki á þeirri skoðun, að
þess væri þörf. Þeim hefur ef til vill
þótt fallega lagið ljótt.
Áður en sjónleikurinn (»Blótbindindið«)
byrjaði, fórum vér út, þvl að loptið f
salnum var lítt þolandi fyrir mennska
menn, enda kvörtuðu margir undan því.
Er slíkt loptleysi, eins og hér er í mann-
fundahúsum, þegar margir eru saman
komnir, alveg óhafandi.
L.
Þingmennsku-afsal.
Á þingslitafundi í sameinuðu þingi 29.
f. m. lýsti forseti (E. Briem) því yfir, að
hann hefði fengið bréf frá Jóni Ólafs-
syni 4. kgk. þingm. með tilkynningu um,
að hann legði niður umboð sitt sem kon-
ungkjörinn þiugmaður. Kom þetta flatt
upp á flesta, og varð allmikil þröng kring-
um forsetastólinn til að fá að sjá bréfið,
en forseti sýndi það ekki að svo stöddu.
Ástæðurnar fyrir þessu þingmennskuafsali
eru ekki fullkunnar, að minnsta kosti
ekki að öllu leyti, en hr. J. Ól. hefur
skýrt svo sjálfur frá í samsæti Heima-
stjórnarflokksmanna í fyrra dag, að hann
hefði sagt af sér þingmennsku vegna þess,
að hann hefði ekki verið valinn í nefnd
Þlngmenn,
er heima eiga utan Reykjavfkur, eru nú
flestir farnir heim til sín. I fyrra dag
fóru Múlasýsluþingmenn (Jóh. Jóh., Gutt-
ormur, Jón í Múla, séra Einar Þórðarson
og Ól. Thorlacius) með »Kong Inge«,
Ólafur Briem, Stefán í Fagraskógi og
Þórarinn landveg s. d., Valtýr Guðmunds-
son til Hafnar með »Ceres« í fyrra kveld,
og í gærkveldi með »Laura« séra Árni
Jónsson, Pétur á Gautlöndum, Guðjón
Guðlaugsson og Guðl. Guðmundsson og
þingmennirnir flestir að vestan: Jóh. Ól-
afsson, séra Sig. Jenss., séra Sig. Stefáns-
son.
Friðarsamningafundurinn
í Portsmouth et' farinn út um þúfur eða
sarna sem.
Marconi-skeyti frá 28. f. m. segir svo frá :
»Komið er allt í ógöngur á friðarfund-
inum, með því að Rússsr hafa þvertekið
fyrir hernaðarskaðabætur og að láta Sak-
halfn.
Fundi var frestað á laugardaginn (26.)
til mánudags (28.), og sagði Witte svo
frá, að fresturinn væri veittur fyrir bón
erindrekanna frá Japan. Takahira, erind-
reki frá Japan, var spurður, hvort öll von
væri úti. Ekki sagði hann það vera, en
nærri því. Nú er mælt, að Witte hafi vilj-
að fá þennan 2 sólarhringa frest til þess
eins, að kornast hjá að upp úr slitnaði
snögglega, og til þess að styggja ekki
Roosevelt forseta.
Rússakeisari situr enn fastur við sinn
keip um að aftaka allar hernaðarskaða-
bætur, þrátt fyrir allar fortölur. Meðal
annara skýringa á þrái hans um skaða-
bætur er þess getið, að hans hátign hafi
verið nýlega viðstaddur við mikla liðs-
könnun, og var þar meðal hið vaskleg-
asta lið- í öllum Rússaher, en við það
hafi lifnað aptur traust hans á, að skipta
mundi til batnaðar um vígsgengið.
Drukknun.
3 menn af norsku kolaskipi »Tiber«
frá Sandnæs í Noregi, sem nú liggur hér
á höfninni, voru í gær að sækja barlest inn í
svonefnt Sund, (nálægt Viðey) en rákust á
klett, að því er menn ætla, og hvolfdi bátn-
um. Drukknaði þar þegar einn maður,i9 ára
gamall háseti, og hefur lík hans ekki
fundizt, en 2 var bjargað með lífsmarki,
og var annar þeirra skipstjórinn (Idland
að nafni) 32 ára gamall, og dóhannlitlu
síðar. Hinn maðurinn er á góðum bata-
vegi.
Ct Vmasklner t starste
^ Udvalg til ethvert Brug,
^Fagmands Garanti. — Ingen
Agenter. Ingen Ftlialer, derfor
billigst i Danmark. — Skriv
straks og forlang stor illustreret
Prisiiste, indenolder alt om
Symaskiner, sendes gratis.
O. J. Olsen, Kibenhavn.
Nikolajgade4, n.nX"
i».i
4
Trjávörur.
Frederikstad listaverksmiðja,
Frederikstad, Norge, hefur til sölu stórar
birgðir af hefluðum húsabyggingarefn-
um og listum fyrir mjög lágt verð.