Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 1
57. árg. Reykjavík, föstudaginn 22. september 19 05. M 40 B. Landsdómurinn. I sambandi við ráðherraábyrgðarlögin frá 4. marz 1904, sem heimastj.mönnum er eingöngu að þakka, stendur lagafrumvarp það um landsdóm, er þingið nú samþykkti. Þetta mál var undirbúið á þinginu 1903, af heimastj.flokknum, en varð ekki útrætt þá vegna naumleika tímans. Nú hefur það verið samþ. af þinginu nær óbreytt, eins og skilið var við það í þinglok 1903, og hafa þá heimastj.m. efnt til fulls þau lof- orð sln, að láta bæði ráðherraábyrgðarlög og landsdóm komast í gildi jafnskjótt sem innlend stjórn með ábyrgð fyrir alþingi væri tekin til starfa. Af því að þetta landsdómsfrumvarp er mjög þýðingarmik- ið mál í sjálfu sér og merkilegt, þykir rétt, að Þjóðólfur flytji hér frumvarp alþingis í heild sinni. 1. gr. Landsdómur skal stofnaður á Is- landi. Samkomustaður hans eraðjafnaðií Reykjavík. 2. gr. Landsdómurinn dæmir mál þau, er alþingi lætur höfða gegn ráðherranum út af embættisrekstri hans, eða á móti landritara út af embættisrekstri hans, er hann gegnir ráðherrastörfum á eigin á- byrgð. 3. gr. I landsdómnum eiga sæti 6 sjálf- kjörnir lögfræðingar : dómararnir í lands- yfirdómnum 3, séu þeir ekki alþingismenn, og ennfremur svo margir af hinum elztu lögfræðingum landsins, er í öðrum em- bættum sitja, eiga ekki sæti á alþingi og eru ekki í stjórnarráðinu, að talan verði full. 4. gr. Enn eiga sæti í dómnum 24 þar til kjörnir menn, og skal kosningu á þeim hagað svo, að hver sýslunefnd og bæjar- stjórn á landinu kjósi, að tilhlutun stjórn- arráðsins svo marga innanhéraðs- og inn- anbæjarmenn sem hér segir: Sýslunefndirnar: í Vestur-Skaptafellssýslu 2, í Vestm.eyjasýslu 1, í Rangárvallasýslu 4, i Árnessýslu 6, f Gullbringusýslu 3, í Kjós- arsýslu 1, í Borgaríjarðarsýslu 2, í Mýra- sýslu 2, í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu 3, í Dalasýslu 2, í Austur-Barðastrand- arsýslu 1, í Vestur-Barðarstrandarsýslu 2, i Vestur-ísafjarðarsýslu 2, í Norður-ísafj.- sýslu 3, í Strandasýslu 2, í Húnavatnssýslu 4, í Skagafjarðarsýslu 4, í Eyjafjarðarsýslu 4, í Suður-Þingeyjarsýslu 4, í Norður-Þing- eyjarsýslu 1, í Norður-Múlasýslu 3, í Suður- Múlasýslu 4, í Austur Skaptafellssýslu 1; Þæjarstjórnin í Reykjavík 6, á Isafirði 2, á Akureyri 2, á Seyðisfirði 1. Samtals 72. Þar sem fleiri skal kjósa en einn, getur hver sýslunefndarmaður eða bæjarfulltrúi krafist hlutfallskosningar, er þá fer fram eptir fyrirmælum þingskapa alþingis um slíka kosning þar. Af hinum kjörnu 72 mönnum nefnir efri deild alþingis þess, er fyrstkemur saman, eptir að kosning í sýslunefnduiu og bæj- arstjórnum hefur fram farið, á öðrum fundi sínum tvennar tylftir frá, eptir þeim reglum, sem gilda um nefndarkosningar (einnig hlutfallskosningar). Þvl næst send- ir forseti deildarinnar skýrslu, svo fljótt sem verða má, um það, hverja deildin hafi frá nefnt, til forseta sameinaðs þings, en hann lætur þá á fundi sameinaðs alþing- is taka með hlutkesti tvær tylftir af þeim fjórum tylftum, sem eptir eru. Þær tvær tylftir, er þannig eru hlutkesti teknar, eiga setu í landsdómnum. Hinar tvær tylttirn- ar skulu vera til vara til að ganga í dóm- inn, ef einhver hinna kjörnu dómenda deyr, missir kjörgengi eða forfallast. Jafnskjótt og hlutkesti hefur farið fram, tilkynnir forseti sameinaðs þings forseta landsdómsins, hverjir hafi hlotið kosningu sem dómendur og varamenn í landsdómn- um, en hann tilkynnir þeim það aptur hverjum fyrir sig, og senda þeir honum þá aldursskírteini sín. S gr. Enginn er kjörgengur í lands- dóminn, samkvætnt 4. gr., sem a. er yngri en 35 ára eða eldri en 60 ára; b. á sæti á alþingi; c: hefur verið dæmdur fyrir verknað, er svívirðilegur er að almenningsáliti; d. hefur misst fjárráð; e. hefur þegið af sveit og ekki annaðhvort endurgoldið styrkinn eða fengið eptir- gjöf á honum. f. er öðrum háður sem hjú; g. er þegn annars ríkis eða í þjónustu þess; h. á heima í öðru landi. Enginn, sem kjörgengi hefur, getur skor- ast undan kosningu til landsdómsins. 6. gr. Forstjóri landsyfirdómsins er for- seti landsdómisins, unz forseti er kosinn samkvæmt 14. gr. 7. gr. Nú deyr kjörinn dómandi, einn eða fleiri, áður en dómur er ruddur (11. gr.), missir kjörgengi eða forfallast á ann- an hátt, þannig að hann getur ekki setið í dómnum, og tekur þá forseti dómsins með hlutkesti jafnmarga menn af vara- mönnum, og úr gengu, og eiga þeir eptir það sæti í dómnum. Ef dómur er rudd- ur, og kjörinn dómandi, er eptir hefur setið í dómnum, forfallast eða verður að víkja eptir almennum reglum, tekur for- seti með hlutkesti 3 af varamönnum í hans stað, og ryður ákærður einum þeirra, en sóknari öðrum. 8. gr. Dómendur skipa dórr.inn, meðan þeir fullnægja kjörgengisskilyrðunum, en varamennirnir skulu kosnir 6. hvert ár, þannig að sýslunefndir og bæjarstjórnir kjósa samkvæmt 3. gr. 72 innanhéraðs- og innanbæjarmenn, og nefnir efri deild al- þingis frá 24 þeirra á þann hátt, sem seg- ir I sömu grein. Af þeirn fjórum tylftum, er þá verða eptir, tekur forseti dómsins með hlutkesti varamennina 24. Hvar þess, er forseti lætur hlutkesti fram fara, skal hann hafa viðstadda tvo valinkunna menn, og ennfremur skal vera þar við maður, er ráðherrann skipar til þess, og er mál er höfðað, ákærður eða maður, er hann til þess nefnir. 9. gr. Dómendum bera söma fæðispen- ingar og alþingismönnum, og endurgjald fyrir ferðakostnað eptir reikningi, sem dómurinn sjálfur úrskurðar. Allur dóms- kostnaður greiðist úr landsjóði. 10. gr. Ákvörðun alþingis um máls- höíðun gegn ráðherranum eða landritar- anum skal gerð með þingsályktun í sam- einuðu þingi, og skulu kæruatriðin vera nákvæmlega tiltekin í þingsályktuninni, enda sé sókn málsins bundin við þau. Jafnframt kýs þingið mann til að sækja málið af sinni hendi, og annan til vara, ef hinn kynni að forfallast. 11. gr. Sóknari sendir forseta landsdóms- síðan tafarlaust þingsályktunina í frumriti og eptirriti. Forseti sendir ákærðum ept- irritið með áritaðri áskorun um að lyðja dóminn með nægilegum fyrirvara, á ákveðnum stað og stundu, og aðvarar um leið sóknara skriflega um að ryðja dóm- inn af sinni hálfu. Þá skipar forseti ákærð- um verjanda, og skal taka til þess mann, sem heima á á Islandi. Ákærði tilnefnir sjálfur manninn ef hann vill. Rétt er og að ákærður baldi sjálfur uppi vör'n fyrir sig, ásamt verjanda. Dómruðning fer þann- ig fram, að báðir málspartar, sóknari ög ákærður eða verjandi hans, mæta fyrir forseta á tilteknum stað og stundu, og ryður ákærður 2 afhinum lögskipuðu dóm- endum og 9 af hinum kjörnu, en sóknari 1 af hinum fyrnefndu dómendum, en 3 af hinum. Nú ryður aðili annarhvor eða báðir eigi dóminn, og’ tekur þá forseti burtu með hlutkesti jafnmarga og ryðja átti. Við dómruðning skulu viðstaddir sem vottar 4 menn valinkunnir og óvilhallir. Nú lætur annarhvor málsaðila þess get- ið við dómruðning, að hann þurfi að afla upplýsinga um kæruatriðir, utan Reykja- víkur, og skal þá forsetinn kalla dómend- ur þá, er dæma eiga málið, saman með 3—6 mánaða fyrirvara, eptir því sem á- stæður eru til, en óski hvorugur aðila að leita sannana utan Reykjavíkur, kallar forseti dómendur saman með öðrum hæfi- legum fyrirvara, þó ekki lengri en 3 mán- aða. Stefnu skal hann jafnan gefa út á hendur ákærðum með hinum sama fresti, sem dómendum er veittur, en sóknari lætur birta stefnuna svo fljótt, að ákærður fái að minnsta kosti eins langan stefnufrest og ákveðinn er til landsyfirdóms í einkamál- um. Stefnan skal rituð á frumrit þings- ályktunarinnar. 12. gr. Það er skylda sóknara að leita allra sannana, og verjanda að færa fram allt það, er sýkna má ákærðan, eða mýkja málstað hans, enda er ákærða frjálst að gæta hagsmuna sinna ásamt verjanda. Kona ákærða, foreldrar hans og tengda- foreldrar og fjarskyldari eða fjartengdari beint upp á við, börn hans og barnabörn og fjarskyldari beint niður á við, systkini eða jafntengdir menn verða ekki krafðir vitnisburðar um kæruatriðin. Að öðru leyti gilda hinar almennu reglur um vitni og vitnaskyldu. Þá er leita þarf vitna utan Reykjavíkur, skal vitnaleiðslan fara fram með venjuleg- um hætti fyrir héraðsdómi, og skal til hennar stefnt með sama hætti og sama fresti, sem einkamál væri að ræða milli sóknara og ákærða. Vitnaleiðsla í Reykja- vík fer fram fyrir landsdómnum sjálfum. Forseti á, er - þess er krafizt af öðrum hvorum málsaðila, að gefa út stefnu til vitna þeirra, er leiða á fyrir landsdómn- um. 14. gr. Nú eru dómendur komnir á dómstað, og skulu þeir þá vinna dórnara eið, sem hafa ekki unnið hann áður. Því næst kjósa dómendur sér forseta úr sfn- um flokki. Eigi er dómur lögmætur, nema tveir af hinum lögskipuðu og 10 af hinum kjörnu dómendum, hinir sömu, hlýði á alla sókn og vörn í málinu og taki þátt í að dæma dóminn. 15. gr. Málflutningur fyrir landsdómi fer fram í heyranda hljóði þannig, að sókn- ari leggur fram fyrir dómstólinn sönnun- unargögn sín: útskriptir af vitnaleiðslum utan Reykjavíkur og önnur skjöl, færir síðan fram vitni þau, er nærstödd eru, og spyr hann þau sjálfur, en ákærðum og verjanda er heimilt að leggja fyrir þau gagnspurningar. Dómurinn á engan þátt í vitnaleiðslunni, en heimilt er bæði vitn- inu og aðilum að skjóta því til úrskurðar forseta, hvort spurning sé svo háttað, að svara þurfi henni, og skal hlíta þeim úr- skurði. Þá er sóknari hefur fært fram sönnunargögn sín, flytur hann sókn í málinu munnlega. Síðan færir ákærður eða svaramaður hans á sama hátt fram sín sín sönnunargögn, þar á meðal nær- stödd vitni, er hann spyr sjálfur, en sókn- ara er heimilt að leggja fyrir vitni ákærða gagnspurningar. Gildir um aðstöðu dóms- ins við þessa vitnaleiðslu hið sama sem við vitnaleiðslu af sóknara hálfu. Er færð hafa verið fram sönnunargögn af hálfu ákærða, flytur verjandi fram vörnina, svo og ákærði sjálfur, ef hann vill, einnig munnlega. Sóknari á þá einnig rétt á að svara, og ákærður og talsmaður hans til að svara aptur. Hvort aðilar taki optar til máls, ákveður forseti dómsins, enjafn- an skal gæta þess, að ákærður og tals- maðu'r hans hafi tækifæri til að taka eins opt til ináls og sóknari, og taka til máls síðast, áður en málið er tekið til dóms. 16. gr. Dómur skal ganga í málinu innan 3 sólarhringa, frá þvf er sókn og vörn var úti. Ákærðum verður ekki gerð refsing né heidur verða skaðabætur né málskostn- aður lagður á hann, nema 4/s dómenda þeirra, er taka þátt < að dæma dóminn, séu á eitt sáttir í dómnum skal ákveða sóknara og svaramnnni hæfilega þóknun fyrir mál- flutninginn. Þóknun verjanda má eigi vera minni en sóknarans. Að öðru leyti fer um málskostnaðargreiðslu eptir al- mennum reglum. Dómurinn skal byggður á forsendum, en án fullnægingarfrests. Sóknari annast um birtingu og fullnustu dómsins á venjulegan hátt. Lög frá alþingi: 43. Fátœkralög. (Öll þar að lútandi laga- boð dregin saman í eitt og ýmsar smá- breytingar gerðar, en 10 ára sveitfest- istíminn látinn haldast óbreyttur). 44. Lög um bœndaskóla. 1. gr. Tveir skulu vera skólar á landi hér, er veiti bændaefnum nauðsynlega sér- þekking til undirbúnings stöðu þeirra, og skal annar skólinn vera á Norðurlandi á Hólum í Hjaltadal, en hinn á Suðurlandi á Hvanneyri í Borgarfirði. Á skólajörð- unum skulu vera hæfilega stór bú, er má reka á kostnað landsjóðs, ef öðru verður ekki við komið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.