Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 22.09.1905, Blaðsíða 2
172 ÞJOÐOLFUR. 2. gr. Við hvorn skólann skulu vera tveir kennarar, og er annar þeirra skóla- stjóri; hefur hann á hendi aðalumsjón með nemendum skólans, húsum hans og á- höldum. Hann hefur að launum 1500 kr. á ári og auk þess 300 kr., ef hann stjórn- ar skólabúinu og heldur reikninga þess. Hinn kennarinn hefur að launum 1200 kr. á ári. Báðir hafa kennararnir leigulausan bústað í skólanum. 5. gr. Hvor skólinn um sig á að geta tekið á móti allt að 40 nemendum.--------- 7. gr. Kostnaðurinn við að gera skól- ana úr garði samkvæmt lögum þessum greiðist úr landsjóði. Svo greiðir hann og laun kennaranna og árleg útgjöld skól- anna. 45. Lög um stofnun geðveikrahœlis. 1. gr. Til þess að koma upp geðveikra- hæ!i í nánd við Reykjavik yfir 50 geð- veika menn og útbúa það, má verja úr landsjóði allt að 90,000 krónum. 46. Lög um forkaupsrétt leiguliða. 1. gr. Þegar jarðeign, sem er í bygg- íng, gengur kaupum og sölum, skal hún fyrst boðin til kaups leiguliða. Vilji hann framhalda ábúðinni og borga jafnmikið verð fyrir jörðina eins og aðrir, þá skal hann öðrum fremur hafa rétt til að ná kaupum á henni fyrir það verð, enda sé honum eigi gerð erfiðari borgunarkjör eða aðrir skilmálar en í 'raun og veru standa til boða frá öðrum. — — — 47. Lög um breyt. á 6. gr. í l. um stofnun stýrwiannaskóla d Islandi 22. maí /8go. Sá, sem verið hefur háseti á þiljaskipi í 4 mánuði að minnsta kosti, hefur rétt til að ganga undir bæði hið minna og hið meira stýrimannapróf, þegar hann að öðru leyti fullnægir skilyrðunum fyrir því, að mega ganga undir próf þessi. 48. Fjáraukalög fyrir árin 1904 og rgog. 49. Lög um stofnun byggingarsjóðs og bygg- ing opinberra bygginga. 1. gr. Af andvirði embættisjarðanna Arnarhóls að meðtöldu verði hinnar svo- nefndu Klapparlóðar, sem seld er sam- kvæmt lögum nr. 38 6. nóv. 1902, og Or- firiseyjar, skal stofna sjóð, er nefnist Bygg- ingarsjóður Islands. Sjóði þessum skal varið til opinberra bygginga eptir því, sem nánar er tiltekið í lögum þessum, og síðar verður ákveðið með lögum. 3. gr. Til byggingarsjóðs greiðir lands- banki Islands 7500 krónur á ári.---------- 6. gr. Stjórnarráðinu veitist heimild til: 1. Að láta reisa bókasafnsbyggingu úr steini eða steinsteypu. Hún skal vera þannig byggð, að auka megi við hana síðar eptir þörfum, en í bráð skal hún rúma landsbókasafnið og landsskjala- safnið eins og þau nú eru ásamt við- auka þeim, er ætla má, að þau fái næstu 50—60 ár. Skal haga svo til, að fyrst um sinn geti orðið geymd þar einnig hin önnur söfn landsins eptir því sem rúm leyfir. Til byggingar þessarar má verja allt að 160 þúsund krónum. 2. Að breyta húsrými því, er losnar við brottfærslu safnanna úr þinghúsinu til afnota fyrir alþingi, til útbúnaðar risnu- herbergja og að leggja miðstöðvarhit- un í húsið, má verja til þess allt að 50,000 kr. 50. Sveitastjórnarlög. (Öll þar að lútandi lög dregin saman í eitt, og nokkrar breytingar gerðar á þeim, þar á með- al um að leggja niður amtsráðin, þó ekki fyr en 31. des. 1907). 51. Lög um hefð. 1. gr. Hefð má vinna á hverjum hlut, jafnt fasteign sem lausafé, er getur verið eign einstakra manna, ón tillits til þess, hvort hann var áður einstaks manns eign eða opinber eign. 2. gr. Skilyrði fyrir hefð er 20 ára ó- slitið eignarhald á fasteign, en 10 ára ó- slitið eignarhald á lausafé.------- 52. Lög um heimild fyrir íslandsbanka til að gefa út bankavaxtabréf sem hljóða upp á handhafa (sjá Þjóðólf nr. 35). 53. Lög um sölu pjóðjatða. 1. gr. Ráðherra Islands veitist heimild til að selja ábúendum, er á þjóðjörð sitja, ábýli sín, með þeira takmörkunum og á þann hátt, sem lög þessi mæla fyrir. 2. gr. Heimild þessi nær eigi til þeirra þjóðjarða, sem að áliti sýslunefndar þar, er jörð liggur, eru hentugar til embættis- seturs, fyrir skóla, sjúkrahæli eða til ann- ara almennings nota. Nú er kauptún, þorp eða verksmiðjuiðn- aður fyrir á þjóðjörð eða sýslunefnd telur líklegt, að slíkt komi þar upp innan skamms eða sýslunefnd hyggur jörðina sérstaklega fallna til sundurskiptingar á milli margra grasbýla, og má þá eigi selja jörðina án sérstakrar lagaheimildar í hvert skipti. 54. Lög um rithöfundarétt og prentrétt. 55. Lög um varnarþitig i skuldumálum 1. gr. Ef skuld er stofnuð við fasta verzlun eða aðra heimilisfasta atvinnu- stofnun hér á landi, á skuldheimtumaður rétt á, ef hann vill, að sækja mál til greiðslu skuldarinnar á hendur skuldunaut 1 þinghá þeirri, er skuldin er stofnuð í, eins og væri þar varnarþing hans, enda sé skuldin eigi stofnuð fyr en lög þessi öðlast gildi. Eigi raskar þetta þó ákvæð- um þeim, er nú gilda um varnarþing, er bundið er við fasteign. Lög þessi ná til þeirra einna skulda- skipta, er skuldheimtumaður er kaupmað- ur eða hefur á annan hátt atvinnu sína af viðskiptum, svo sem lyfsafar, bóksalar, veitingamenn, iðnaðarmenn, kostnaðar- menn blaða og rita og aðrir, sem líkt stendur á með. Því að eins gilda fyrirmæli þessarar greinar, að fyrirtökudagur málsins falli á missirinu milli' 1. maí og 1. nóvember. 2. gr. Mál þau, er um er rætt í þess- um lögum, skulu rekin fyrir gestarétti, en birta skal stefnuna á lögheimili skuldu- nauts með þriggja vikna fresti, ef það er innan sama lögsagnarumdæmis sem fyrir- tökustaðurinn, með 6 vikna fresti, ef það er utan lögsagnarumdæmisins, en þó í sama landsfjórðungi, en með nfu vikna fresti, ef það er í öðrum landsfjórðungi. Með „landsfjórðungi" er hér átt við svæði það, er amtsráðin nú taka yfir. 56. Fjárlög fyrir árin igoó og igoj. 57. Lög um pingsköp handa alpingi. 58. Lög um málaflutningsmenn við lands- yfirdóminn í Reykjavik. 1. gr. Hverjum þeim, sem leyst hefur af hendi fullkomið lögfræðispróf, er að- gang veitir að embættum þeim hér á landi, sem lögfræðingar skipa, sbr. 4. gr. 1. nr. 3 frá 4. marz 1904, og að öðru leyti fullnægir þeim skilyrðum, sem útheimtast til þess að geta fengið embætti á íslandi, getur ráðherra Islands veitt almennt leyfi til málfærslustarfa við landsyfirdóminn. — 59. Lög um breyt. á og viðauka við lög utn stofnun Rœktunarsjóðs \slands j. marz igoo. 1. gr. Tilgangur Ræktunarsjóðsins er að efla ræktun landsins. Stofnféð má aldrei skerða, en þvl skal varið til lán- veitinga til jarðabóta og hvers kyns at- vinnubóta við jarðyrkju. Ennfremur má lána úr sjóðnum gegn öðrum veðrétti til ábýliskaupa, hvort held- ur eru jarðir eða grasbýli og þurrabúðir utan verzlunarlóða í kaupstöðum og kaup- túnum. Ræktunarsjóðurinn greiðir árlega til landsjóðs 3 afhundraði af andvirði þeirra þjóðjarða, sem seldar verða eptir 1. janú- ar 1906, jafnóðum og vextir og afborganir renna í hann. Af vöxtum sjóðsins að öðru leyti má verja allt að “/3 hlutum til að styikja menn til lífsábyrgðarkaupa til viðbótartryggingar lánveitingum til ábýl- iskaupa og til verðlauna fyrir atorku, hag sýni og eptirbreytnisverðar nýungar í land- búnaði. Að öðru leyti skal leggja vextina við höfuðstólinn. Undirskriptasmölun í Skagafjarðarsýslu. Það kynni margur að ætla, að undir- skriptir þær, er valtýsku höfðingjarnir hafa safnað hér saman í þeim tilgangi að hafna ritsímasamningi ráðherra vors við hið »stóra norræna« og mótmæla undir- skript forsætisráðherra Dana, væri almenn- ur vilji sýslubúa. En óhætt mun að full- yrða, að svo er ekki, því fyrst og fremst var mjög mörgum kjósendutn alls ekki lofað að sjá undirstriptarskjöiin, margir neituðu að skrifa undir, og fjöldinn af þeim, sem undir skrifuðu, kunni ekki grein á, hvort það var betra sem um var beðið eða það sem hafna átti. Þessir valtýsku smalar riðu um allar sveitir og ginntu kjósendur til að skrifa nöfn sín undir prentuð blöð, sem þeim höfðu verið send frá Reykjavík og skipað að riða með um héraðið. Jafnframt brýndu þeir fyrir mönnum nauðsyn þá, sem þeim virtist vera á slíkum undirskriptum, og vildtt telja kjósendum trú um, að slíkt gæti ekki valdið því, að stjórnarskipti yrðu hér á landi, enda þorðu þeir eigi að hafa annað uppi, þvf þeim var full- Ijóst, að fjöldi sýslubúa vill alls ekki stjórnarskipti eptir undanfarinni framkomu stjórnarinnar. Þessum smölum mun hafa orðið töluvert ágengt, þrátt fyrir það þótt hyggnari og gætnari menn af þeim, sem fengu að sjá skjölin, leituðust við að sýna þe.im (smölunum) fram á, að slíkt gerræði, að vilja raska friðhelgi löggjafarþingsins, mundi hafa þau ein áhrif, að íslendingar yrðu frekar álitnir sem skrælingjar en siðuð þjóð. Hinir æstustu af forkólfum undirskriptanna vildu láta velja nokkra menn til að fara með skjölin suður á þing og hafa áhrif á þingið líkt og bænda- fundurinn í Reykjavík vildi gera. Þessar hlægilegu þingreiðar hafa að öllum lík- indum verið löngu ráðnar, því einn æst- ur Valtýingur í sýslunni kom með þá uppástungu á þingmálafundi á Sauðár- krók í vor, að hver hreppur í sýslunni skyldi senda 2—3 menn til þings. Var allmikið að því hlegið að maklegleikum. Brátt hættu þó forkólfarnir \ ið þessar þingreiðar, sem stafaði af þrennu. Fyrst og fremst af því, að við nánari athugun sáu þeir, hvað slíkt var heimskulegt, og fóru nú að iðrast eptir að hafa haft jafn- mikið fyrir þessum undirskrip.tum, þótt þeir að sjálfsögðu fengju að minnsta kosti þakklæti frá húsbónda sínum. í öðru lagi fékkst enginn til að fara, því sjálfir vildu forsprakkarnir ekki gera sig að því athlægi. Og í þriðja lagi tímdi enginn að leggja fram einn einasta eyri til ferð- arinnar. Þó hefur það heyrzt, að allra æstustu mennirnir hafi skotið saman nokkr- um aurum til frímerkjakaupa, svo hægt væri að senda áskoranirnar suður og hafa þannig ráð þingsins í hendi sér fyrir þinglokin, en að sjálfsögðu í þeirri von, að fá það borgað aptur. En allmargir af þeim, sem undir hafa skrifað, mundu gjarnan vilja, að áskoranirnar kæmust aldrei til þingsins. Annars virðist það miður heiðarleg aðferð af þessum undir- skriptasmölum, að ríða framhjá mörgum beztu mönnum héraðsins og sýna þeim alls ekki undirskriptirnar þrátt fyrir það, þótt þeir hafi ekki getað fellt sig við að fylla þann flokk, sem virðist nú orðið hafa það eina mark og mið, að gera að engu stærstu framfaramál þjóðarinnar, og ætti því sá flokkur með slíku athæfi að hafa ritað upphafsorðin að sínum dauða- dóm. 18. ágúst 1905. Nokkrir Skagjirðingar. Hinn mikli aivöruþungi I . Valtýsku blöðin tala mikið um þann „mikla alvöruþunga", er bændurnir hafa sýnt, er riðu til Reykjavíkur um hásláttinn til að taka þátt í fundinum 1. þ. m. Einn- ig geta þau þess, að þeim hafi flestum komið saman um, að veizlukvöldið á eptir fundinum hafi verið eitthvert hið skemmti- legasta (eða allra skemmtilegasta) sem þeir hafi lifað. Hver er þá alvöruþínginn ? Hvar er þá áhuginn fyrir velferð fósturjarðarinn- ar? Þeir þóttust vera að gera tilraun til að frelsa landið frá stjórnarfarslegum og fjárhagslegum voða — eða jafnvel frá auðn. Örfáum stundum — líkl. 3—4 kl.st. — eptir að þeir eru búnir að fá ákveðið svar — bún- ir að sjá að tilraun þeirra til að „frelsa la.ndið" misheppnaðist algerlega — þá lifa jteir sitt glaðasta kvöld. Voru bændurnir þá farnir að sjá, að þeir höfðu verið gabbaðir, og þar af leiðandi að fagna því, að ekkert tjón hlautzt af flani þeirra? Eða lá þeim velferð landsins ekki þyngra á hjarta en það, að þeir væru upp- lagðir til að lifa sitt glaðasta kvöld, sam- stundis sem þeim hafði misheppnazt að fyrirbyggja landráðin, er þeir svo kaíla? Hafi svo verið, — í hverju var þá fólginn hinn mikli alvöruþungi ? Þetta er eflaust fyrsta dæmi sögunnar, að þeir sem hafa gert algerlega árangurslausa tilraun til að vernda feða frelsa fósturjörð sína, hafi haldið sér í minningu þess gleði- veizlu mikla; en svona hafa þær það, pess- ar ísl. frelsishetjur, þegar þær eru búnar að skera upp herör til að heyja frelsisstríð, og fyrsta skeinan er fengin, þá eru þeir búnir að fá nóg af stríðinu (líklega ekki haldgott valtýska bárujárnið) og hættu við allt sam- an, en til þess að hætta þó ekki án þess að hafa eitthvað eflt fjárhag landsins, þá koma þeir saman til að drekka tollskyldl- ar vörur. Mun þá hver hafa átt að sýna ættjarðarást slna með því að láta sem mest í magann. 28/8 '05. B. S. Úr Mjóaflrði er ritað 23. júlf. „Veðurátta er hér góð. Hitar og þurkar hingað til síðan fyrir uppstigningardag, en brá nú um helgina til votviðra. Grasvöxtur sæmilegur, einkum á deiglendi. Byrjað áð slá fyrir 3 vikum síðan. Fiskiveiðar hafa gengið mjög illa hér fyrir Austurlandi hingað til, og beita lítil. En nú fer vonandi að batna úr beituskorti, því síld er farin að veiðast í reknet hér úti fyr- ir fjörðunum. Hvalaveiðar hafa gengið vel. Ellefsen er búinn að fá um 10,000 föt (steinolíutunnur) og Berg um 6000 föt af lýsi, töluvert meira en þeir fengu í allt fyrrasumar. Látinn er hér í Mjóafirði 20 júnf, einn af vorum helztu bændum, sjálfseignarbóndinn Árni Vilhjálmsson, á Hofi Vilhjálms- sonar, 71 árs, en móðir hans var Guðrún Konráðsdóttir Salómonssonar, sunnan úr Lóni, góð og kröptug ætt. Árni sál. var kvæntur Þórunni dóttur Einars heitins Halldórssonar og Önnu heit. Jónsdóttur. Þau bjuggu í Firði, mestu dugnaðar- og merkishjón, og ein hin auðugustu hjón f sinni tfð á Austfjörðum, og lifir hún mann sinn. Árni sál. var mesti dugnaðarmaður og smiður allgóður, var mesti heiðursmaður sem ekki vildi vamm sitt vita, mjög tryggur vinum sfnum, skemmtinn og glaður. Hann var frfður og föngulegur maður, þegar hann var í broddi lífsins og bauð alltaf af sér mjög góðan þokka. Hann var jarðsunginn 29. júní að viðstöddum fjölda fólks. Börn þeirra hjóna eru mörg á lífi ; meðal þeirra eru : Vilhjálmur bóndi og borgari á Hánefs- stöðum í Seyðisfirði, Jón organisti og kenn- ari í Mjóafirði, Einar bóndi á Hofi og Arn- laug hjá móður sinni. Auk þeirra eru 3 systur á lífi, tvær giptar og ein ógipt. Eigandi og ábyrgðarmaður: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðja Þjóðólfs.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.