Þjóðólfur - 08.12.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 08.12.1905, Blaðsíða 2
216 ÞJOÐOLFUR. Um náma á íslandi. Framtíðarhorfur landsins. Hér í bænum hefur allmikið verið rætt um hið nýstofnaða hlutafélag »Málm«. er æltar sér að rannsaka Eskihlíðarmýrina, svo að gengið verði úr skugga um, hverja málma þar sé að finna. Bæjarstjórnin og hlutafélagið hafa lent 1 skærurn nokkr- um út af smávægilegum atriðum í lögum félagsins, og mun það heldur hafa spillt fyrir því, að menn skrifuðu sig fyrir hlut- um í félaginu. En frestur sá, sem Reykvikingum er til þess ætl- aður, er á enda 29. þ. m., svo að þeir sem annars ætla að skrifa sig, verða að hraða sér með það. Það væri ekki að eins ómyndarlegt, heldur landinu til vanvirðu og að líkindum til mikils hnekk- is, ef nægilegt fé fengist hér ekki til að byrja á þessum rannsóknum og leita þyrfti til útlanda eptir áskriptum. Það gæti farið svo, að Islendingar sæju eptir því seinna, ef náman reyndist arðsöm. Hr. Arnór Arnason frá Chicágo hefur nýlega ritað grein um »framtíð Is- lands og hlutafélagið Málm« í eitt blað hér, og af því að greinin er fiðlega rituð og málefnið þess vert, að því sé alvarlegur gaumur gefinn, birtum vér þessa grein hr. Arnórs hér á eptir. Hann segir svo: Fyrir nokkrum árum ritaði eg grein í Þjóðólf þess efnis, að mjög mikil líkindi væru til þess, að Island væri námaland, benti eg á ýmsar sterkar llkur fyrir því, að svo væri, meðal annars það, að Is- land lægi nákvæmlega á sama breiddar- stigi og þau lönd heimsins, er auðugust hafa reynst af málmum, einkum gulli. Sjálfum hafði mér borizt í hendur stein- ar og sandur frá ýmsum stöðum á Islandi til rannsóknar. Þeir reyndust þannig, að í þeim var töluvert af málmum, bæði gulli, silfri og kopar. Með því að stein- ar þessir voiu allir teknir ofanjarðar og af handahófi, þóttist eg fá enn sterkari vissu fyrir þvf, að Island væri málm- námaland, og hefur sú trú mln farið sí- vaxandi síðan, enda hef eg ávallt gert mér far um að komast að sannleikanum i þessu efni. Síðan á landnámstíð hafa einstöku menn verið uppi meðal þjóðar vorrar, er hafa haft örugga trú á framtíð íslands, menn, sem hefðu kosið að leggja lífið í sölurn- ar fyrir ættjörðina, og elskuðu þjóðina og hvert framfaraspor, er hún steig. Sannir Islandsvinir hafa aldrei legið á liði sínu, þegar um frelsi og réttindi landsmanna hefur verið að tefla. Öld fram af öld hafa þessir menn haldið hllfiskildi fyrir þjóð vorri í baráttu lífsins. Með sinni óbifanlegri trú á framfarir og framtíð Is- lands hefur þeim og tekist að varðveita þá sömu tiú meðal landsins sönnu sona, fram að þessum tíma. Þrátt fyrir ýmsar landplágur, hafís og harðindi, Vesturheims- flutninga o. fl., hefur trúin á gamla Is- land aukist og margfaldast meðal lands- manna. Og enn þótt megi missa frá sér margan nýtan son, viti menn að ísland á sér endurreisnar von, kvað skáldið. Til allrar hamingju er og þeim mönnum heldur að fjölga á síðari áratugum, er hafa trú á framtíð Islands. Laudsroenn eru farnir að skilja, hvað framfarir eru. Engum manni blandast nú hugur um það, að eitt hið stórkostlegasta og mikils- verðasta framfaraspor, er Island gæti stigið, væri, ef hér fyndust auðugar nám- ur. Það sem hefur hleypt mest fram auð- sæld og framförum hverrar þjóðar á síð- ustu 100 árum að minnsta kosti, eru nám- urnar, hin jarðfólgnu auðæfi, sem þær þjóðir, er fljótastar hafa verið að hugsa og framkvæma, eru búnar að færa sér í nyt, svo sem Vesturheimsmenn og Eng- lendingar. Eru þá námur til á íslandi? Eg held því afdráttarlaust fram, að svo sé, og sá tími kemur, að hér verða opn- aðar námur. Veruleg gullöld Islands er að eins að byrja. En til þess að auðið sé að koma nokkru í framkvæmd á Islandi, eins og annars- staðar í heiminum, þarf þjóðin að láta sér skiljast það fyrst og fremst, að þegar um verulega framkvæmd er að tefla, ríð- ur lífið á að vera samtaka. I sundurlyndisjarðvegi þrífst aldrei neitt til hlftar. Eins og kunnugt er orðið um land allt, er hér stofnað hlutafélag, er nefnist Málm- ur. Það mun hafa verið stofnað vegna svonefndrar Eskihlíðarnámu, eða vegna málma þeirra, er þar hafa fundist í jörðu. Félagið hefur sett sér lög, og er tekið til að selja hlutabréf. Mér er að eins að nokkru leyti kunnugt um fyrirkomulag þess og áform, en mér hefur skilizt, að það hafi orðið fyrir mótspyrnu einstakra manna. Hvernig þeirri mótspyrnu er farið, varðar minnstu, að mér finnst. Það sem hér varðar mestu, er að koma verklegum framkvæmdum á stað, og þær eru f því fólgnar sérstaklega, að borgarar höfuðstaðarins og fólk hér í Reykjavík yfir höfuð láti ekki dragast að kaupa hlutabréfin. Fyrir nokkru átti eg tal við einn af forsprökkum Málms. Hann sagði mér, að fé væri enn ófengið svo mikið sem þyrfti, og því væri ekki hægt að taka til starfa. Sú fjárhæð, er þarfnast til rannsókna, hefði átt að vera fengin fyrir löngu, því svo lít eg á, að því fé, sem Islendingar verja til rannsókna í landinu, sé vel varið. Síðan eg kom nú til Islands, hef eg að eins fengið eitt lítið sýnishorn afsandi þeim, ér upp úr borunarholunum kom hér í sumar. En ekki var sýnishorn þetta nægilegt til þess, að hægt væri að athuga nákvæmlega,_hvað mikið væri af hverjum málmi fyrir sig, í ð cðiu en gulli; það reyndist vera kr. 144,50 í smálestinni (2000 pd.). En þessir málmar voru þar einnig : silfur, kopar, sink óg aluminium. Brennisteinn var og nokkur til muna í sandi þessurn. En úr þvf að þarna fundust þessir 5 málmar, þá er mjög mikil ástæða til að ímynda sér, að þar geti jafnvel verið urn auðlegð að tefla, er lengra kemur niður. Enn má mýrin heita órannsökuð, eins og raunar landið allt. Btztu vonir geri eg mér um þessa Eskihlfðarnámu, að eins að félagið geti tekið til starfa sem fyrst. Undir landsmönnum sjálfum er það auðvitað að mestu leyti komið, hvað bráð- lega verður af framkvæmdum í þessu efni; það er atorka þeirra og fé, sem þar þarf að koma til. Bráðum er útrunninn tíminn, er ætlað- ur var til að selja hér hlutabréf. Þeir sem enn eru því ekki búnir að kaupa hluti, en hafa hug á því, gerðu sjálfum sér og félaginu mesta greiða með þvf, að kaupa þá nú þegar, meðan þeir eru fáan- legir. Einstöku menn hef eg heyrt láta þá skoðun sína í Ijósi, að ef hér yrðu opn- aðar námur, mundu aðrar þjóðir flykkjast hingað í svo stórum hópum, að tungu vorri og þjóðerni mundi standa af því hinn mesti háski, og það mundi fara með landið, sem í skauti sínu geymir sögu vora og frægð. Nú segja sumir : það er vitaskuld mjög fallega hugsað af Islendingum, að vilja halda dauðahaldi í tungu sfna og þjóð- erni; en hvort það ætti hvernig sem á stendur að sitja í fyrirrúmi fyrir vellíðan landsmanna og framtíð Islands, það get- ur verið skoðunarmál, segja þeir. En sleppum því. Hitt segi eg, að eg fæ ekki séð, að Islendingum væri nein hætta bú- in af slfku fyrir þjóðerni og tungu ; því hingað mundu varla aðnr korna — þótt auðug náma fyndist — en málmnemar. En það eru einmitt mennirnir, sem Island þarf hvað helzt á að halda. Hins vegar væri það dæmafár klaufa- skapur af þjóð og þmgi, ef útlendir auð- menn næðu nokkurri fótfestu hér á landi sér í hag. Eg ætla fslenzku þjóðina eða forkólfa hennar ekki þá menn, að geta ekki séð við slíkum leka með þannig orðuðum lögum, að utlendir auðký'fingar kæmust þar hvergi nærri. Byrji ekki félagið Málmur innar skamms á rannsóknum, má ganga að því vlsu, að aðrar þjóðir verði íslendingum hlutskarp- ari, og væri tungu vorri og þjóðerni þá ekki minni hætta búin. Allir skilja, hvað fyrsta sporið í slíkum framförum er erfitt, sérstaklega hér á Fróni. Eg vil því að lokum minna Islendinga á að gefa félaginu gaum og láta ekkert aptra sér að kaupa hluti, og sjá ekki eptir nokkrum krónum, þar sem ef til vill getur verið um miljónir að tefla. „Draugafélagl9“ svókallaða hér í bænum er nú tekið að magnast síðan dimma tók og styttast dagar, en sennilegt að nokkuð dragi úr því aptur, er dagarnir taka að lengjast og sól hækka á lopti. Nú heldur félag- ið samkomur sínar að sögn reglulega á hveiju kveldi í húsi á Laugavegi og kvað mega heyra þaðan söng og ýms læti á slðkveidum. I svarta myrkri sitja þar í hnapp karlar og konur og leita »frétta af framliðnum«. En lítið heyrist um, að þeir verði mikils vfsari. Að minnsta kosti hefur Inorki »ísafold« né »Fjallk.« enn birt neinar »opii.beranir« frá þessuin »viðtalsfundum« við hina framliðnu, þótt báðir ritstjórar þessara blaða sæki þá að staðaidri og séu (að minnsta kosti E. H.) pottur og panna f þessum hávfsindalega(H) og nytsamlega félagsskap, sem þjóðinni horfir til svo mikilla þrifa(H). Ætti það þó vel við, að þessir einkennilegu leið- togar þjóðarinnar fræddu hana um það við og við, hvers þeir verða vísir t. d. um framtíðarpólitíkina hér á landi, hve- nær dátarnir hans Valtýs komist hér til valda o. s. frv., því að vitanlega er ekki sparað að spyija andana spjörunum úr um slíka hluti, með því að allt þetta andatrúarlið er hundvaltýskt. Það mundi trufla athöfnina, ef einhver heimastjórn- armaður væri þar viðstaddur, enda er oss ekki kunnugt um, að nokkur maður úr þeim flokki hafi óskað inntöku í »draugafélagið«. Valtýingar hafa einir heiðurinn af þessum »andans« félagsskap, þessu nýja »andans« þjóðræði(l), sem ef- laust á að leggja undir sig landið undir forustu andans mannanna miklu Björns Jónssonar og Einars Hjörleifssonar. Þá yrði Islandi borgið, þegar meginþorri þjóðarinnar væri orðinn hálfsturlaður og ringlaður af þessari »nýmóðins« drauga- trú. En sem betur fer mun þess langt að bíða, að þjóðin verði leidd svo langt afvega frá heilbrigðri hugsun og dóm- greind, að hún fari almennt að gefa sig við þessu hlægilega og hégómlega anda- trúarrugli. Leyndardómar tilverunnar ept- ir dauðann verða sannarlega ekki öpin- beraðir með slfku hégómafúski. Fortjald- inu, sem skyggir fyrir allt útsýni yfir í annan heim, fyrir handan gröf og dauða, hefur ekki enn verið að neinu leyti lypt og verður aldrei lypt í myrkraklefum »spiritista«. Mannalát. Hinn 4. þ. m. andaðist hér í bænum Theodor M a 11 h ie s en kaupmaður,52 ára gamall. Hann var son Arna Matt- hiesens verzlunarm. í Hafnarfirði Jönsson- ar prests 1 Arnarbæli Matthíassonar og Agnesar Steindórsdóttur Waage. Hann var kvæntur Þuríði Guðmundsdóttur frá Kópavogi, og eiga þau 3 uppkomnar dæt- ur, er ein þeirra gipt í Hafnarfirði. — Theodor heit. var lengi við verzlunarstörf í Hafnarfirði, og sfðan f Reykjavík, en rak hér síðustu árin verzlun fyrir eigin reikning. Hann var mesti siðprýðis- og sæmdarmaður og mjög vel þokkaður af öllum, er honuni kynntuzt. Bapnahsellð „Karitas“ nefnist félag eitt, nýlega stofnað hér af ýmsum heldri konum bæjarins, og er ráðherrafrú R. Hafstein forstöðukona þess. Tilgangur þess er meðal annars að ann- ast börn fyrir fátækar mæður, svo að þær geti verið að heiman skemmri eða lengri tlma, til að vinna fyrir sér t. d. um sumartímann. Félagið hefur nú gehð út laglegt merki með íslenzka fálkanum á bláum grunni, á stærð við stórt frí- merki, og er það selt hér á pósthúsinu og víðar til ágóða fyrir »Barnahælið«. Kostar hvert stykki 5 aura. Slfk merki gefin út í velgerðaskyni eru nú mjög far- in að tlðkast erlendis og seljast mjög vel. Þau eru venjulega sett á bréf til skrauts. Þetta barnaheimilismerki ættu sem flestir að kaupa helzt nokkur stykki hver nú fyrir jólin. Það munar engan um það, en fyrirtækið getur munað það miklu, ef margir kaupa, því að safnast þegar sam- an kemur. Fyrirtækið er gott og merkið er fallegt. Hvorttveggja næg ástæða til kaupanna. „Kong Trygve“ kom hingað frá útlöndum 1 gærmorg- un. Með honum kom D. Thomsen kon- súll. -—• Með skipinu fréttist lát G u ð - mundar Guðmundssonar fyrr- um fulltrúa bæjarfógetans hér. Hann hafði orðið bráðkvaddur á leiðinni til Leith. Dr. Valtýr virðist nú eiga erfitt með að fá húsaskjól fyrir greinar sínar í hinum heldri blöðum Kaupm.hafnar. Nýlega hef- ur hann orðið að flýja á náðir „Klokken 12“, alkunnugs sorpblaðs þar í borginni og flytur það mynd(ll) af honum. ,Nú síðast er hann kominn út úr bænum. I „Öst-jæl- landsk Folkeblad" 24. og 25. f. m. birtist löng grein eptir hann, það er að segja þann- ig löguð, að dr. Valtýr hefur fengið frétta- snata blaðsins til að spyrja sig, og segir snatinn, að honum hafi auðsjáanlega ver; ið mjög ljúft(ll) að leysa frá pokanum. I grein þessari er ef til vill frekar en nokkru sinni áður hallað réttu máli í ísl. pólitík, ekkí að tala um vitnisburðinn, sem ráð- herrann fær. Er sorglegt að ísl. menn skuli verða til þess að skrifa annan eins róg og þvætting í útlend blöð. Veðuráttufar í lívík i uóvember 1905 Meðalhiti á hádegi . -- 2.2 C. —„— - nóttu . + 0.6 „ Mestur hiti - hádegi • + 6 » Minnstur — - — . -F 7 „ (40 Mestur — - nóttu • + 3 »» Minnstur— - — -r- 9 (28.) Má heita að veðurátta hafiverið með bezta móti í þessum mánuði; nokkuð frost fyrstu vikuna, en logn og blíða úr því til hins 23., er fór að kólna og heldur að ókyrrast veð- ur með nokkurri snjókomu. Jörð var alauð til h. 25., er hvítnaði í rót í fyrsta skipti. V«—''05- J. Jónassen. Hér með tilkynnist vinum og vanda- mönnnm, að minn elskiilegi eiginmað- nr Theodor Mathiesen audað- ist 4. þessa mánaðar og jarðarför hans fer frnm 14. þ. m. úr húsinu nr. 83 á Laugaveg. Reykjavlk 7. desbr. 1905, Þuríður Mathie en.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.