Þjóðólfur - 15.12.1905, Síða 1

Þjóðólfur - 15.12.1905, Síða 1
57« árg. Reykjavík, föstudaginn 15. desember 19 05. Jfs 52. Útlendar fréttir. ]Eptir Marconí-skeytum 12. og 14. þ. m.[. Itnssland. I3/is. Ástandið þar enn ískyggilegt. Saybaroff (Sakharoff?) fyrrum hermálaráð- herra var skotinn til bana af kvennmanni úr byltingaliðinu. Hann var þá staddur á heimili fylkisstjórans í Saratoff, hafði verið sendur þangað til að bæla niður bændauppreisn. — Forstjórar »prívat«- bankanna í Pétursborg hafa tilkynnt Qár- málaráðherranum, að bankarnir hætti störfum, ef verkfalli póstmanna linni ekki bráðlega. ^/iz. Fregnir segja, að uppreist meðal herliðsins sé að færast út um landið. í einum setuliðsbæ tóku verka- menn vopnabúrið, og er þeir höfðu vopn- ast gerðu þeir einn liðsforingja að foringja sínum. — Verkamannaráðið í Pétursborg skoraði á verkamenn að taka út úr bönkunum sparifé sitt, að upphæð 943 miljónir rúbla. Rækilegur undirbúningur er gerður af bönkunum til að fullnægja kröfunum, ef á þarf að halda, en mönnum þykir útlitið mjög ískyggilegt. — Vopna- viðbúnaður undir almenna uppreisn er hvarvetna auðsær, og ætla menn, að hún hefjist snemma í janúar. -— Stjórnin hefur gert alvarlegar ráðstafanir til að bæla niður óeirðir og verkföll. Keisarinn hef- ur opinberlega þakkað Kósökkum íyrir hina óþreytandi þjónustu þeirra í þarfir föðurlandsins. — Herflokki og sósíalist- um lenti saman í Varsjá, fjórir sósíalist- ar biðu bana og margir særðust. Frétst hefur um mannskæða uppreisn 1 Riga. Múgurinn þar skemmdi kirkj- urnar og rændi eignum einstakra manna. Þjóðverjar í Riga hafa komið á fót reglulegu varnarsambandi stn á milli, og fengið sér í því skyni yfir 1000 byssur. Á fulltrúafundi verkamanna var ákveðið að fresta almennu verkfalli, þangað til allt er svo vel undirbúið, að góður á- rangur sé vís. Skeyti frá Berlín hermir, að þangað séu komnir 80.000 rússneskir flóttamenn. Veitingahús öll troðfull. írland I2/iz. írski þjóðernisflokkurinn hefur á samkomu undir forustu J. Redmonds ákveðið að veita ekki fylgi neinumflokki, sem ekki tæki heimastjórn (Home Rule) á stefnuskrá sína. England I2/iz. Campbell-Bannermann hefur á- kveðið að halda áfram forustu flokks síns 1 neðri málstofunni, en vill ekki taka sæti í lávarðadeildinni. Sakir þessa hef- ur Grey neitað að verða í ráðaneytinu og veikir það stjórnina til muna. Það er nú almælt meðal frjáls- lynda flokksins, að öllum ágreiningi á- hrærandi skipun ráðaneytisins sé lokið þannig, að öllum líki vel. Grey verður utan- ríkisráðherrafulltrúi. Nýju ráðherrarnir tóku við embættum sínum á þriðjudaginn (i2.þ. m.). Menn hyggja samt, að þingið verði að líkindum leyst upp 10. janúar. Bannermann er enn þá önnum kafinn að skipa hin lægri embætti í stjórn sinni. Frakkland I2/ia. Öldungadeildin (efri málstofa frakkneska þingsins) hefur samþykkt frum- varpið um aðskilnað ríkis og kirkju. Japan ,2/i2. Oyama marskálkur hefur haldið sigurinnreið sína í Tokio, og verið fagn- að með jafnmikilli viðhöfn sem Togo adroírál. Ýmíslegt ,2/i2. Mannmúgur f Quebec grýtti eggjum á Söru Bernhardt (frakkneska leik- konu) sakir þess, að hún hafði í samtali við blaðamann gefið í skyn, að Kanada- rnenn væru á borð við Irokesa (Indfána- kynþátt) að því er bókmenntir suertir. Laurier forsætisráðherra hefur sfmritað henni, að sér þætti þetta illa farið. ,4/i2- Það er almælt að trúlofun Alice Roosevelt (dóttur forsetans) og Long- worth's þingmanns muni bráðlega gerð heyrum kunn. Hið nýja 20,000 smálesta »túrbín« gufuskip, Carmania, eign Cunardlínunnar hefur lokið fyrstu ferð sinni, og gengið ágætlega. Frá Miklagarði er komin frétt um, að ágreiningnum milli stórveldanna og Tyrk- lands sé svo að segja lokið, á þann hátt, að stórveldin hafi gert lítilsháttar tilslök- un, svo að vegur soldáns ekki rýrni. Íbúatala Reykjavfkur var 8973 nú síðast þeg- ar manntal var tekið i>- nóvember. En með «Vestu« í gær komu af Austfjörð- um um 80 manns héðan af Suðurlandi, og er varla ofhátt reiknað, þótt helming- ur þess fólks hafi verið úr Reykjavlk. íbúatala í bænum nú mun því vera rú m 9000. „Laura" fór héðan til útlanda að kveldi 12. þ. m. og með henni nokkrir farþegar, þar á meðal Thor Jensen kaupm., Björn Krist- jánsson kaupm., Júlíus Jörgensen veit- ingam., Ásgeir Gunnlaugsson verzlunarm. „Vesta kom hinguð frá útlöndum í gærmorg- un. Hreppti aftakaveður hér fyrir sunn- an land, og var 5 sólarhringa frá Norðfirði og hingað. Með henni voru um 80 farþegar, flest sunnlenzkt kaupafólk af Austfjörðum. Algengt, fágætt, skrltið. Algengt er: allskonar, matvörur, munadarvórur, kaðlar, línur o. m. fl., en það er ekki algengt, að þetta sé allt af beztu tegundum, og þó ódýrara en annarsstaðar eins og í verzluninni EDINBORG í REYKJAVÍK. Fágætt er: Caecream, skökumargarme, Vita, Harrisons Prjónavélar, Spiritista- verkfœri o. fl. o. fl., sem fæst hvergi á íslandi nema í verzlun- inni EDINBORG. Skrítnir og fagrir eru óteljandi smámunir, bæði til skrauts og nytsemdar- og sem hvergi fást aðrir eins og á Jólabazar Edinborgar. En skrítnust af öllu er þó horngrýtis hnotan, sem hangir í bandi, og seðlar í kring. Hafið þér gizkað á hana? Það spillir ekki. Vefnaðarvöru-verzlun Th. Thorsteinsson að „Ingólfshvoli“. Hefur lang mesta og bezta úrvalið af vefnaðarvöru, Hefur mest orð á sér fyrir vandaðar og ódýrar vörur. Hefur þær lang beztu og ódýrustu saumavélar sem fást. Hefur allskonar skrautgripi, hentuga í tækifærisgjafir. Ódýrust og bezt vín í ,,Ö1 & vínkjallaranum“ að „Ingólfshvoli“. Látinn er og í f. m. S i g u r ð u r Einarsson bóndi á Hafursá í Skóg um, einn meðal merkustu bænda í Fljótsdalshéraði, rúmlega fimmtugur. Veðurátta hefur verið óvenjulega rysjótt og stormasöm það sem af er þessum mán- uði, og hefir það tafið mjög fyrir skipa- ferðum. — »Kong Tryggve* er átti að fara héðan til Vesturlandsins á sunnu- daginn var, lagði af stað 1 gær, en varð að snúa aptur, fór aptur af stað í dag og kemst líklega leiðar sinnar, enda þótt sjór sé enn mjög úfinn og ókyrr úti fyrir. Lelkskemmtun til ágóða fyrir berklaveika menn hefur kvennfélagið »Hringurinn« haldið þessa dagana, og hefur hún verið vel sótt, enda tekizt vonum framar. Hvar er maðurinn? Mannalát. Hinn 9. f. m. andaðist úr hjartaslagi Jóhann Vigfússon kaupmaður og vara-konsúll á Akureyri, elzta barn Vig- fúsar Sigfússonar veitingamanns þar. Hann mun hafa verið hálffertugur að aldri, vandaður maður og bezti drengur. Hvað vilja Valtýingar? munu margir spyrja. Steypa stjórninni af stóli munu flestir svara. Og hvers vegna? Af því að stjórnin er bæði ónýt, ó- skynsöm og ranglát, hreinasta skaðræði fyrir þjóðina, segja Valtýingar. Ef vér kæmumst til valdanna segja þeir, þá rennur upp ný gullöld fyrir þjóðina, þá verður Paradísarvist á Is- ' landi, þá verður engum manni rangt gert, og allir verða ánægðir, því að vitið, ó- sérplægnin og föðurlandsástin situr þá t hásætinu, eins og geta má nærii, þegar þjóðræðis Bjössi er orðinn ráðgjafi ráð- herrans, sem líklega yrði Valtýr eða etn- hver hans nóti. Þá þarf ekki lengur að efast um vits- munina, og um föðurlandsástina því síð- ur, þar setn slíkir öðlingar eiga hlul að máli. Þá yrði landinu ekki laklega stjórnað. Gaman væri að lifa þá tíð. Ó-blessuð stund! En framfarirnar! Þá væri nú ekki verið að arka upp á þennan ólukkans ritsíma. Hann yrði fljótt klipptur sundur og allt gengi í loptinu. Valtýr yrði að minnsta kosti allur á lopti í ráðherra- sessinum. Og þjóðræðis-Bjössi legði þá við hann gandreiðarbeizli snúið úr ýsu- roði, og þeysti með hann út um alla heima og geima, en Valtýingar allir héldu * skottið á þeim og hrópuðu húrra. Þá væri fólkinu skemmt. Og þá yrðt dansaður fimbuldans í Fjölni, en ný Hjaðningavíg háð í Bárubúð, og mundu Valtýingar æpa þar heróp mikið svo að heyrðist um endilangt Island, því að ísa- fold mundi öskra, Þjóðviljinn gelta, Fjallk. spangóla, Norðurland mjálma, Ingólfur ropa, Ólafur tóna, Jens snýta sér, Jónas litli kveða, Jón hrækja, Krist- án hósta, Gvendur prédika, Skárri-Björn tauta og Sknfinn flrtuta. Og mundu allir óvinir Valtýinga skelfast slíkan samsöng og leggja á flótta.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.