Þjóðólfur - 15.12.1905, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 15.12.1905, Blaðsíða 2
220 ÞJOÐÖLFUR. Lakast er, að það getur dregizt svo lerigi, að þetta höfðingjakyn, þessir frum- herjar frelsisins verði alls ráðandi á sjó og landi hér hjá oss. Það getur meira að segja dregist til 1911, og engi; líkara en að svo verði. Munu þeir þá hásir orðnir er hæst hrópa nú, og ættu þeir því að spara hljóðin. Annars er hætt við, að þeir verði alveg búnir að rífa sig fyr- ir þann tíma. En mikið má land vort vera þakklátt forsjóninni, að eiga slíka dýrðarmenn til að taka við stjórnvölnum, þá er þessi óhæfi ráðherra, sem nú er, hrapar ur sæti. Það er lakast, að þá verður ekki jafnframt hægt að sópa burtu öllu þessu fávísa stjórnarráði, þessum fáráðum, sem það skipa: landritaranum, skrifstofustjór- unum og skrifurunum, að ekki verður unt að hreinsa stjórnarstallinn gersam- gera a honum »generalþvott« hátt og lágt, svo að þar verði ekkert eptir nema Indriði einn. En til þess að allt verði þar sópað og prýtt á þann hátt, sem nýja valdstjórnin mundi óska yrði hún að taka landssjóði drjúgum blóð, enda mundi hana ekki flökra við því. Samt er hætt við, að hún heykist á þeirri hreinsuninni, og verði að láta sér nægja að setja nýja bót á gamalt fat, skinna stjórnarráðið upp með nýjum ráðherra, nýju fyrirtaks Mímishöfði, sem Valtýing- ar þykjast hafa í fórum sínum, þótt eng- ir aðrir viti, hvar þess er að leita meðal þeirra. Það kvað standa dálítið í þeim, að svara þvf, er þeir eru spurðir, hver á- gætismaður það sé, sem þeirætli að setja í stað H. Hafsteins, því að það verður að vera einhver, sem honum er fremri og færari 1 öllu að almenningsdómi. Þjóðin vill ekki fá einhvern og einhvern labba- kút í stað H. H. Það mega Valtýingar reiða sig á. En hvern hafa þeirþjóðinni boðlegan? Alls engan, þótt þeir leiti með logandi Ijósi. Valtýr, Jón, Kristján, Skúli, o. s. frv., alltsaman nöfn, sem ekki gilda grænan tvískilding hjá þjóðinni. Og þess vegna spyrja menn aptur og aptur: Hvar er maðurinn, þessi fyrirmyndar- ráðherra og stjórnspekingur Valtýinga, sem öllu á að kippa í lag, svo að hvergi sjá- íst blettur né hrukka, maðurinn, sem á að frelsa landið úr járnklóm Dana, og mynda nýtt og glæsilegt tímabil í sögu hinnar íslenzku þjóðar? Þá kvað verða ár og friður í landinu segja Valtýingar, þessar þjóðræknu þjóðræðishetjur, sem af ein- tómri ósérplægni og föðurlandsást hafa með aðdáanlegri hógværð og stillingu verið að kenna heimastjórninni, hvernig hún ætti að haga sér, þessar sömu hetjur, sem hafa leitast við að efla vald og virðingu fulltrúaþings þjóðarinnar, með því að spana gegn því ómenntaðan bæj- arskríl og óþroskaða unglinga, og ætlast til þess, að hróp þeirra nægi til þeess, að þingið verði rofið alveg að ástæðu- lausu, í veikri von um, að hinn fáliðaði og lélega skipaði valtýski þingflokkur fengi einhverja ofurlitla viðbóf af sama súrdeiginu. En sem betur fer er þjóðin ekki svo skyni skroppin, að hún sjái ekki, að svo ábótavant, sem heimastjórninni kann að vera, þá yrði valtýsk stjórn öldungts ó- hæfileg, öldungis óþolandi. Landinu hefur hingað tii viljað það til hamingju, að aðrir eins kumpánar og þjóðræðisgeneralinn og flokkur hans, hvaða nafni sem hann hefur heitið, hafa stöðugt legið undir í baráttunni, þegar tii skarar heíur skriðið. Og svo mun enn verða, ef þjóðin getur haldið dómgreind sinni og skynsemi óbrjálaðri og óspilltri. Heidrekur. Auglýsing, Hann Þorsteinn karlinn í Bakkabúð, Bakkabúð, Bakkabúð stendur sveittur við borð í búð og byltir um jólavörum. Því komið, sjaið og kaupið hér, það kann ei finnast sem betra er, þar allt er til sem að óskið þér — með inndælustu —7 kjörum. Sölubúðin á bakkanum, bakkanum, bakkanum, þar bjart er inni af ljósunum og býsnin öll til að sýna. Það eina sem að eg ekki’ hef enn, ef eignast vildu það konur og menn, það glingur nefnist, eg næ því senn — svo nafni minn verður að hrfna. Eg „konkúrrera" við nafna minn, nafna minn, nafna minn, í nýjum krapti með varninginn, eg „nok" skal magasín gera. Eg sel með prísum sem enginn hér, að eptir leika þeir treysta sér, og samt eg græði — og geymi mér — já, gott er að „spekúlera". Hið bætta seyði. Hér með vott- ast, að sá Elixír, sem nú er farið að búa til, er töluvert sterkari, og þó að eg væri vel ánægður með hina fyrri vöru yðar, vildi eg samt heldur borga hina nýju tvöföldu verði, með því að lækningakraptur hennar hefur langtum fljótari áhrif og eg var eptir faa daga eins og nýr maður. Svenstrup, Skáni. V. Eggertson. Meltingarörðugleikar. Þó að eg hafi ávalt verið sérstaklega ánægður með yðar alkunna Elixfr, verð eg samt að kunngjöra yður, að eg tek hið bætta seyði fram yfir, með því að það fiefur mikið fljótari áhrif við melt- ingarörðugleika og virðist langtum nytsamara. Eg hef reynt margs konar bittera og lyf við magaveiki, en þekkti ekkert meðal, sem hefur jafn-mikil ahrif og þægileg og kann því þeim, sem hefur fundið það upp, mínar beztu þakkir. Fodbyskóla, Virðingarfyllst J. Jensen kennari. KÍNA-LÍFS- ELIXÍR er því að eins ekta, að á einkunnarmiðanum standi vörumerkið: Kínverji með glas í hendi og nafn verksmiðjueigandans: Valde- mar Petersen, Fredreikshavn — Köbenhavn, og sömul. innsiglið pP' í grænu lakki á flöskustútnum. Hafið ávalt eina flösku við hendina, bæði innan og utan heimilis. Fæst hvar- vetna fyrir 2 kr. flaskan. Eg, Filippus Ámundason á Bjólu, gjöri kunnugt, að umboð það, er faðir minn Ámundi Filippusson bóndi á Bjólu lét mér í té fyrir nokkrum árum, er honum aftur í hendur fengið. Og hefur hann því fullkomin yfirráð yfir eigum sínum, bæði föstum og lausum, eins og áður var. Staddur í Reykjavík 12. nóv. 1905. Filppus Ámundason (frá Bjólu). Vitundarvottar: Gud/óti Einarsson. Ste/án Þórðarson. Uppboðsauglýsing. Mánudagana 2 og 26. marz og 9. apríl 1906 kl. 12 á hádegi verður við opinber uppboð selt 4V4 hundr. f. m. í Hvítanesi í Ögurhreppi og íbúðar- hús þar, tilheyrandi þrotabúi Ásgeirs Einarssonar frá Hvítanesi. Tvö fyrri uppboðin verða haldin á skrifstofunni en hið síðasta á Hvítanesi. Uppboðsskilmálar verða til sýnis á skrifstofunni degi fyrir hvert uppboð. Skrifstofu ísafjarðarsýslu, IO. nóvember 1905, Magnús Torfason. ,Syltetau‘ Rosiner, Korender Sveskjur, Ftkjur, Gonfect. Consum Chocolade íGalle & Jessen). Cítronolla, gerpúlver. % Agætt hveiti í „Li verpool‘‘. Spil, Kertí stór og smá ódýrust í ,Liverpool‘ Halldór Daníelsson bæjarfógeti í Reykjavík Gerir kunnugt: að mér hefur tjáð Jón Jónsson skipstjóri hér í bænum, að hann sé neyddur til, samkvæmt konunglegu leyfisbréfi, er hann hefur til þess fengið, dags í dag, að fá ónýt- ingardóm á skuldabréfi, að upphæð 85 krónur, er Jóhar.nes Benediktsson hefur gefið út 15. janúar 1894 til handa Jóni kaupmanni Þórðarsyni í Reykja- vík, með veði í húseigninni Miðhús- um hér í bænum, þinglesnu 25. s. m. en skuldabréf þetta hefur glatazt eptir að það var innleyst, en án þess að vera afmáð úr veðmalabókinni. Fyrir því stefnist hér með, með árs og dags fresti þeim, sem kynni að hafa ofangreint skuldabréf í hönd- um til þess að mæta á bæjarþingi Reykjavíkur kaupstaðar fyrsta réttar- dag (fimmtudag) í marzmánuði 1907 á venjulegum stað (bæjarþingstofunni) og stundu (kl. 10 árd.) eða á þeim stað og stundu, sem bæjarþingið verð- ur þá haldið til að koma fram með skuldabréfið og sanna heimild sína til þess, með því að stefnandi mun, ef enginn kemur fram með það innan þess tíma, kréfjast þess, að téð skulda- bréf verði ónýtt með dómi. Til staðfestu nafn mitt og em- bættisinnsigli. Reykjavík II. desember 1905 Halldór Danielsson. Valí og himbrima. Vel skotna fugla einkum vali og himbrima kaupa undirritaðirháu verði. Daníe.1 Bernhðft. Vilhelm Bernh'óft. Jörðin Stafnes í Miðneshreppi get- ur fengist til ábúðar frá næstu fardögum. Hún er 12 hundr. að dýrleika eptir nýju mati, gefur af sér í meðalári um 200 hesta af töðu, er mjög notasæl til ábúð- ar, hefur mjög mikla þangtekju til eldi- viðár, nægt beitutak af maðki og skel, er mjög rekasæl af trjávið, útræði ágætt, getur verið selveiði til muna og næg hag- beit fyrlr fénað, eptir því sem gerist í því plássi. Um ábúðina má semja við undir- skrifaða, sem er eigandi jarðarinnar, Stafnesi 20. nóvember 1905. Helga G. Eyvindsdóttir. Kartoflur 2 tegundir, ódýrastar í verzlun Sturlu Jónssonar. A 1 1 I y* sem Þekkja jV 1111 til kaupa helzt í verzlun Björns Þórðarsonar á Laugaveg 20. B. Bezt kaup á Sköfatnaði í Aðalstræti 10. síðasta gufuskipi fékk eg miklar birgðir af hinu viðurkennda Mustads norska smjörliki, er fæst í lausasölu í I punds stykkj- um og í litlum io punda kössum. Jón Þórðarson. SAMKOMUHÚSIÐ BETEL við Ingólfsstræti og Spítalastfg. Sanikomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnudaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóli. K1 6V2 e. h. Eyrir/estuf. Miðvikudaga'. Kl. 8 e. h. Biblíusamtal. Laugardaga: kl. n f. h. Bænasamkoma og bibliulestur—Kirkjusálmasöngsbókin verð- ur viðhöfð. Allir velkomnir á samkomurnar. Vinsamlegast D. Östlund. Likkranzar og kort á Laufásvegi 4. Kartöflur góðar og ódýrar í Liverpool. M EÐ þvf að þessi viðskiptabók við sparisjóðsdeild landsbankans í Reykjavík er sögð glötuð Nr. 10674 — (Æ. bls. 399) stefnist hér með samkvæmt 10. gr. laga um stofnun landsbanka í Reykjavík 18. sept. 1885, handhafa téðrar bókar með sex mánaða fyrirvara til þess að segja til sín. Landsbankinn í Reykjavík, 23. nóvember 1905. Eiríkur Briem. Rammalistar fást beztir og ódýrastir í verzlun Sturlu Jónssonar. Leikfél, Rvíkur Ieikur Joliii Storm sunnudaginn 17. des. 1905 kl. 8 síðd. í Iðnaðarmanna- húsinu. IP^ Að eíns í þetta eina sinn a þessum vetri. Tekið á möti pöntunum á aðgöngumiðum í af- greiðslustofu ísafoidar.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.