Þjóðólfur


Þjóðólfur - 09.03.1906, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 09.03.1906, Qupperneq 1
58, árg. Reykjavík, föstudaginn 9. marz 19 06. 10. Verziun sturlu Jónssonar er flutt á Laugaveg. verzi. EDINBORGíReykjavík hefur með s/s „Hólar" fengið allmtklar^birgðir af nauðsynjavörum og ýmsu, er til útgerðar heyrlr. Einnig ávexti í dÓSUm, mjög margar tegundir. Allskonar brauð. Allskonar kryddvörur Ennfremur ávexti svo sem epli, appðisinup, bananas, vín- bur, SÍtl*Önur O. fl. — Svínslseri reykt eru komin aptur, þau eru bezt og ódýrust í Edinborg. Sjömenn! Lítid á s j ófötin í, Liverpool‘ Þar er stórt úrval af góðum og ódýrum sjófatnaði, bæði á full- orðna og unglinga. Einnig ýmsar tegundir af Sjóstígvélum t. d. mjög hlý vetrarstígvél, fóðruð að innan með loðnu skinni. Allskonar VÖrur, er sjómenn þurfa með út á sjóinn, fást ávallt í ,Liverpoor. Þýðingar H- Heine: Buch der Lieder. Die Heimkehr. Eins og brjótist bjartur máninn bólstra undan dökkum hramm, þannig rís úr rökkri tlmans tósfríð mynd í huga fram. Siglu hjá vjer sitjum frammi á sigling glæstri ofan Rín, til beggja handa bikkinn græni í baði aptansólar skín. Hugsi þar jeg hefi sæti hýrrar konu fótum að, á hið fríða, föla andlit fellur sólar geislabað. Hörpur gullu, sveinar sungu, sólheið gleði ríkti þar, himintjaldið hvelfdist blárra, hærra og rýmra í sálu var. Háls og skógi, höll og engi hjá oss sem í skuggsjá brá, og undrin þessi öll jeg speglast í auga frfðrar konu sa. L. H. B. Erlend tíðindi. [Eptir Marconi-skeytum 5. og 8. þ. m.]. s/3 Frétst hefur um óttalegt slys í Nor- egi- Á föstudaginn (2. þ. m.) skall á á- kaflega mikið ofsaveður, meðan fiskiflot- inn lá úti fyrir ströndinni og við nálægar eyjar (í Lófót). Tólf hundruð manns voru á sjó og fólk er ákaflega hrætt um þá. Hinir fáu, sem fram eru komnir, segjast hafa séð marga báta á hvolfi. Loptskeyti ígærkveldi minnist allsekkert frekar á þetta, svo að sennilegt er, að manntjónið hafi ekki orðið geysimikið. 5/3 Skýrt var frá því í öldungadeild þingsins í Washington, að hermálaráða- neytið væri reiðubúið að senda 25,000 hermanna til Rína, með eins dags fyrir- vara, að meðtöldum þeim 5,000, sem þeg- ar eru komnir til Filippseyja. %h Hale þingmaður í öldungadeildinni hefur harðlega vítt hermálaráðaneytið fyrir liðs samdrátt á Filippseyjum og sagði, að það væri sama sem að segja Kína stríð á hendur. 8/3 Kínverska stjórnin hefur skýrt japönsku stjórninni frá, að hún hafi tekið fyrir kverkar uppreisninni í fæðingunni, með því að taka höndum alla höfuðleið- toga byltingarflokkanna. 5/3 Sagt er að Játvarður konungur ætli innan skamms að finna Vilhjálm keisara að máli, og er mælt, að þeir muni að lík- indum hittast úti á skipi, og muni það helzt verða í Miðjarðarhafinu. 8h Játvarður konungur kominn til Biarritz. 5/3 I almennu samsæti í New-York vakti það mikinn fögnuð, er japanski yfirkon- súllinn stakk upp á því, að Ameríka ætti að ganga í ensk-japanska sambandið og mynda þannig þrívelda sambandið : Stóra- Bretland, Bandaríkin og Japan. 5/3 Málsókn er hafin í Tokio gegn ýms- um nafnkenndum stjórnmálamönnum fyrir uppreisnar-tilraunir í sambandi við friðar- skilmálana (við Rússland). sh Pierpont Morgan (auðmannakong- urinn ameríski) hefur keypt safn Rosebery lávarðar af handritum Burn’s fyrir 50,000 dollara (um 185,000 kr.). sh Stórkostleg rán og morð á almanna- færi halda enn áfram víðsvegar á Rúss- landi; lögreglan er lömuð af ótta. Stjórnarbótarafmæli, Af Akureyri er skrifað 15. f. m. Hér var talsvert um að vera þ. 1. febr. síðastl. — Heimastjórnarmenn efndu til almennrar samkomu í leikhúsi bæjarins. — Voru þar haldnar fjórar ræður og söng »Hekla« á milli. Fyrst mælti Hjalta- lfn skólastjóri fyrir minni konungs, þá sýstum. fyrir minni íslands, þl M. Krist- jánsson alþm. fyrir minni stjórnarinnar og loks Frb. Steinsson dbrm. fyrir minni Akureyrarkaupstaðar. -— »Norðri« hefur flutt ágrip af þessum ræðum, og þarf þvi ekki að gera það hér. — Um kvöldið héldu heimastjórnarmenn fjölmennt sam- sæti hjá Boga veitingam. Daníelssyni, átu, drukku og voru glaðit, og fór samsætið hið bezta fram. Undir borðum voru ræðu- höld nokkur. Fyrst hélt kaupmaður M. B. Blöndal ræðu fyrir minni ráðherrans, kaupm. E. Laxdal fyrir minni eyfirzkra kjósenda, Stefán bóndi Bergsson á Þverá fyrir minni sýslum. f Eyjafjarðarsýs'u, M. Kristjánsson alþm, fyrir minni bæjar- fógetons á Akureyri, Guðl. sýshtm. Guð- mundsson mælti fyrir minni landritara, Björn Jónsson prentari fj'rir minni alþing- is, Carl Schiöth verzlunurstj. fyrir minni skólastjóra J. A. Hjaltalín og margar fleiri ræður voru þar haldnar, svo ekki þurfti þar að kvarta utn deyfð eða drunga, og sátu menn þar að fagnaðinum langt fram á nótt, Þenna dag munu heimastjórnar- mennn hér hafa komið föstu formi á fé- lagsskap þann, er þeir hafa myndað hér með sér, til þess að veita viðnám þeim árásum á þing og stjórn, sem þjóðræðis- höfðingjarnir veita svo óspart með sögu uppspuna, rógi og hvers kyns öðrum ó- vöndum meðulum. En vonandi er að uppskera þeirra höfðingja svari til sáning- arinnar. Þetta sama kvöld hélt þjóðræðisfélagið »Skjaldborg« allmikla samkomu á »Hotel Akureyri« upp á vatn og brauð, nei — smjör og hrauð ætlaði eg að segja. — Mikið hafði verið þar um ræðuhöld, en fátt pólitískt, netna hvað læknarnir höfðu eitthvað verið að minnast á »ultra«-land- vörn, sem nú er orðið það eina, sem þeim þvkirframbærilegt aföllum »prógrömmun- tim«, sem þeir sameinuðu hafa haft á boðstól- um handa fólkinu og er nú ósleitilega að því unnið, að koma þeirri flugu inn í höfuð fólksins, hver sem árangurinn kann nú að verða. OullfélagiO »Málmur“ tekur til starfa f þ. m., því að nú er bráðlega von á æfðum manni til að bora eptir gulli á 3—4 stöðum hér f Eskihlíðarmýrinni. Hlutaféð, sem félagið byrjar með. að upphæð 100,000 kr., hefur allt verið tekið af bæjarbútim. Það sem á vantaði, er fresturinn var liðinn, tóku stjórnendiirnir sjálfir og eiga því lang- drýgsta skerfinn í fyrirtækinu. En fiöldi manna hefur tekið aðeins 1—2 lilutabréf (hvert á 50 kr.), svo að hluttakan hefur verið allalmenn. Enn um þjóðræðís-farganið. Hugvekja úr Skagafirði. 1. Vesall maðr, og illa skapi, hlaer at hvívetna; hitki hann veit, er hann vita þyrfti, at hann era vamma vanr. Hávamál. I 14. tölubl. Norðurlands þ. á. er greinarkorn eptir Skagfirðing. Þessi herra ræðst þar á þá Skagfirðinga, sem lýstu 1 Þjóðólfi 22. sept. s. 1. undirskriptasmöl- uninni í Skagafirði, sem valtýsku höfð- ingjarnir gengust fyrir. Grein þessi er í sjálfu sér ekki þess verð, að svara henni, vegna ósanninda og rangfærslu, sem hún flytur. Þrátt fyr- ir það getur höfundurinn verið viðtals verður, þó ekki vegna þess, að hann sé merkur, fremur en aðrir, sem bera róg og spillandi orð á tnilli þeirra manna, sem saman hljóta að lifa. Þessi greinarhöfttndur segir, að Skag- firðingar þeir, sem skrifuðu um undir- skriptasmölunina, »og aðrir stjórnarliðar«, skoði íslenzku bændurna eins og naut og sauði. Þetta er, eins og annað í um- ræddri ritsmfð, — ósannindi. En þetta hefir höfðingi þessi gert sjálfur, og hans fylgifiskar. Það er öllum kunnugt, að blaðið »Noiðurland« varstofnaðaf valtýska flokkknum hér á Norðurlandi til þess að vera málgagn hans. Enda mátti svo heita, að það byrjaði göngu sína með því, að svívirða íslenzku alþýðuna, og þá ekki sízt bændurna, sem eru hin eigin- lega alþýða. Eða, hvað lýsir meiri sví- virðingu og fyrirlitningu fyrir íslenzkri al- þýðu, en þegar »Norðurland« flytur það, »fyrir munn sinna spámanna« : a ð íslenzktt alþýðuna vanti ekki nema fjöldann til þess að vera jöfn skrílnum í stórborgum erlendis, a ð íslenzk alþýða sé eigi betur að sér en tyrknesk alþýða, a ð íslenzka alþýðan sé eins og sauð- fé, sem dregið er á hornunum, og svo er margt fleira, sem þetta valtýska blað hefir flutt fslenzkri alþýðu til óvirðingar, er önnur heiðvirð íslenzk dagblöð hafa hrak- ið. Þeim, sem skrifuðu um undirskripta- smöiunina í Skagafirði í sumar, hefir ekki þótt það nema eðlilegt, að bændum væru ókunn þau mál, sem þá var um að ræða, nefnil. undirskripta- og ritsfmamálið, þar sem þingið sjálft, sem öll skjöl hafði, þeim viðvfkjandi, þurfti að leggja þau í nefnd, til þess að gera sér þau fullljós. En smalarnir höfðu umsögn ísafoldar- Bjarnar um málin, og gerðu allt, sem þeir gátu til þess að sannfæra rnenn um það, að það, sem þeir segðtt, væri heil- agur sannleiktir, eða það eina rétta. Svo var annað, sem einnig hafði áhrif á það, hvað smalaðist af undirskriptum, sem var, að farið var til fleiri, en þeirra, sem

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.