Þjóðólfur


Þjóðólfur - 23.03.1906, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 23.03.1906, Qupperneq 2
46 ÞJ ÓÐOLFUR. garnni sínu. Þessu og öðru eins er trúað. Náttúrlega. Mennirnir þykjast horfa á þetta, og svo er nóg. Það er ekki verið að rannsaka það frekar. „Sást nokkuð á líkinu, að súgur hefði orðið manninum að bana“, spurðum vér G. M. „Nei, það sást ekki, það var eng- inn þroti í lungunum og maðurinn hafði alls ekki brjósthimnubólgu. Krabbamein- ið var nægileg dauðaorsök". „Það er og ekki rétthermt 1 »Fj.konunni“, sagði hann ennfremur, »að maðurinn væri orðinn svo aumur, að búist væri við andláti hans á hverjum degi, þá er lækningatilraunir andanna hófust við hann, því að þá er eg vitjaði hans slðast var hann ekki svo dauðvona, að hann gæti ekki vel lifað þann tíma, er hann lifði eptir það“. Og það skildist oss fremur á orðum hr. G. M., enda þótt hann vildi ekki segja það bein- línis, að maðurinn mundi hafa lifað fullt eins lengi, þótt andarnir hefðu aldrei haft hann til lækninga. Þetta virðist oss nægja til að sýna öll- um skynbærum mönnum, að þetta lækn- ingakukl hefur ekki verið annað en skær- asta „humbug" og heimska, eins og vita mátti. En ótrúlega blygðunarlaust eða einfeldnislegt er það af Isl. blaðamönnum — leiðtogum þjóðarinnar — að vera að villa fólki sjónir og tioða 1 almenning annari eins hauga-vitleysu, eins og »Fj.k.« og »ísaf.« hafa keppst um að flytja í þessu andatrúarrugli, þar á meðal fádæmin síð- ustu, leirburðinn eptir Jónas Hallgrímsson látinn, æfintýri eptir H. C. Andersen og æfintýri um „matborð heimskunnar« eptir Snorra Sturlason (!!) eða þýtt úr dönsku (!!) af honum. Og svo kvað vera nýprentuð erfiljóð eptir Jón heit. frá Stórada) ort af H. C. Andersen og Jónasi Hallgrímssyni(ll) Og þetta, sem kvað vera mesta leirhnoð, kvað eiga að syngja yfir moldum hins framliðna. Já, margt er skrítið í Harmón- íu! En skrítnast at' öllu er þó, að Islend- ingar, sem taldir hafa verið athugulir og óttúgjarnir fremur skuli láta flekast af jatn bersýnilegum blekkingum. Það er þjóðinni í heild sinni til stórrar vanvirðu, ekki að tala um það hneyksli, að 2—4 ritstjórar blaða skuli gerast jafn hamramir túlkar þessarar fásmnu, eins og raun er á orðið. Það er sorglegt tákn timanna. Annarsstaðar mundu menn, er rituðu í blöð sln, eins og t. d. ritstj. „Fj.k.“ og ritstj. „ísafoldar, verða hlegnir niður fyrir allar hellur, taldir langt frá þvi að vera með öllum mjalla og algerlega ófærir til að leggja nokkurt orð af viti til nokkurra almennra mála, með öðrum orðum, ann- arsstaðar yrðu sl’ík blöð gersamlega ó- möguíeg og ritstjórar þeirra á sama hátt. En — hér, hér á íandi kippa menn sér ekki upp við ailt, yppta bara öxlum og brosa i kampinn, þegar bezt lætur, þykir skemmtilegt að lesa bullið, en dettur ekki í hug að gremjast sú ósvinna, sem lesend- unum er boðin í nafni sannleikans og vísindanna (I!) með þessari feikilegu þvælu um andalækningakukl og andaskáldskap- arrugl, sem nú virðist vera ætlað að svæfa eða kæfa alla heilbrigða hugsun og skyn- semi í landinu, þannig að andatrúarsýkin fái yfirráð yfir öðrum jafnsjúkum pólitisk- um umskiptingum, eins og höfuðsmenn andatrúarvilljinnar hér í Reykjavík eru. En höfuðsmenn þessir hafa ofhátt, spenna bogann heldur freklega, og munu því fyr en varir fá að kenna á því, eins og í pólitikinni, að því óðslegar og óhemju- legar sem þeir láta, að þvi skapi verður fallið dýpra og dýpra norður og niður, þangað tii þeim skýtur alls ekki upp framar. Og þá er landið loksins laust við ilia möru, er oflengi hefur troðið það. Það er á landsmanna sjálfra valdi, hve lengi hún gerir það héðan í fiá. Enn um þjóðræðis-farganið. Hugvekja úr Skagafirði. 111. Hvað viðvlkur höfðingsskap Skagfirð- inga, sem greinarhöfundurinn í »Norður- landi« vill líta ganga jafnt yfir þá alla, þá er það skýrt tekið fram í greininni um undirskriptasmölunina í Skagafirði, að það eru að eins fyrirliðar undirskripta- smölunarinnar, sem átt er við, og alls ekkert ýkt. Til dæmis vil eg geta þess, að þegar öll skjölin, sem flutt voru um sýsluna til undirskriptasmölunar, voru komin aptur á Sauðárkrók til fyrirliðanna þar, vildu þeir Tyrir hvern mun koma þessuin markverðu skjölum suður til hinna valtýsku herra þar, sem allra fyrst. Nú var útséð um það, að enginn héðan úr sýslu mundi hefja »suðurgöngu«. Til þess nú að koma þeim kostnaðarlaust suður, var eigi um annað að gera fyrir þá, en að senda þau með sendisvein Húnvetninga, sem þá var ófarinn. Þá þurfti nú samt að fá mann til þess að flytja skjalapakkann vestur á Blönduós. Maðurinn var óðara fenginn, en þá kom það til tals, að hann vildi hafa fulla borgun fyrir ferðina, og það fyrirfram, því maður þessi vildi enginn eptirkaup eiga við þá kumpána. Að þessu gengu þeir ekki, en að eins hálfa borgun buð- ust þeir til að greiða honum fyrir ferð- ina, þegar hann kæmi aptur. Þetta er hægt að sanna. Hér áttu skagfirzkir Joændur engan hlut að máli, enda biðu skjölin eptir póstmerkingu, hvernig sem þeim aurum hefur verið safnað. Þessi heiðraði greinarhöfundur skorar á skagfirzka bændur, sem hann kallar »vini sína«, að athuga vel bréfk.aflann í Þjóðólfi. En hvers vegna kallar hann þá vini sína, sem aldrei hefir heyrzt fyrri, því þessi heiðurs Skagfirðingur, hefur þótzt langt hafinn yfir það, að eiga bændur að vinum? Auðvitað er það af þeirri ástæðu, sem gamla máltækið segir: »í þörfinni er þrællinn þekkastur«. Hann skammast sín fyrir alla sína frammistöðu og smala- mennsku, og hvernig hann og hans liðar hafa ginnt og tælt skagfirska bændur, bæði með loforðuui, fagurgala, og fleiri meðulum, sem hann og hans flokkur hef- ur 1 frammi haft. Hann og hans flokk- ur hyggur, að skagfirzku bændurnir vari sig ekki á sér, ef hann skiptir um bún- ing, og jafnar þeim í þessu tilliti við naut og sauði. Það mun óhætt að segja, að fjöldi skagfirzku bændarina er skyn- samari en sá Skagfirðingur, sem ritað hefur fyrtalda Norðurlandsgrein, þótt þeir hafi sem betur fer, minna af höggorms- lundinni(l) Skagfirzkir bændur muna enn, hvað þessi valtýski flokkur hefur verið þeim, síðan hann varð yfirsterkari hér í sýslu, og má telja upp nokkur atriði því til sönnunar. Auðvitað var valtýska hug- myndin ekki komin hér á hástig, þegar vegalögin voru samin. I þeim er ákveð- ið, að flutningabraut skuli leggjast frá Sauðárkrók og fram Skagafjörðinn. Skömmu eptir að lög þessi komu í gildi, var talað um á þfngroálafundi á Sauðár- krók, að skora á alþing að láta leggja téða flutningabraut sem fyrst. Viti menn. Þá risu nokkrir menn upp öndverðir á móti þessu. Þeir fengu aðra í fylgi með sér, svo það yrði ekki samþykkt, og það varð heldur ekki samþykkt. Þess vegna er flutningabraut enn ókomin, og ekkert útlit fyrir að hún komist á í bráð, hversu fegnir, sem menn nú óska þess; og þeir herrar, sem fyrir þessu ónýtingarsambandi stóðu, eru nú þessir æsingaseggir val- týska liðsins, X)g vel líklegt, að Skagfirð- ingurinn undir Norðurlandsgreininni hafi verið einn þeirra. Var þetta vinabragð? Ef menn vilja bera á móti þessu, má nefna starfsmennina I þessu félagi með nöfnum. Vesturförin. Nú var þokunni lélt af, en í staðinn fyrir að setja skipið á fullan gang, stöðv- aðist vélin allt í einu og skipið lá hreyf- ingarlaust, enginn talaði orð, og hátlð- leg þögn hvíldi yfir öllu; skipstjórinn og yfirmenn aðrir gengu fram eptir þilfari skipsins, og út úr einum sjúkraklefanum komu tveir menr. og báru á milli sín stokk eða kassa mcð nokkuð óvanalegu lagi, og neðan í hann var fest stór blý- kúla; það var llkkista. Einn maður gekk að kistunni, lagði hægri höndina á hana, talaði nokkur orð, er Islendingarnir ekki skildu; að því búnu var henni varpað fyrir borð og sökk hún á svipstundu. Þetta var llkkistan að litlu stúlkunni blá- eygu, er sárast grét á Reykjavíkurhöfn og bað að lofa sér heim. Að litlum tfmg liðnum var skipið aptur komið á fulla ferð. Oddrún móðir litlu stúlkunnar komst með veikum burðum upp á þilfarið, og gat litið á eptir kistunni, þegar henni var varpað um borð; þá hneig hún niður við borðstokkinn og var borin til rúms síns meðvitundarlítil, og eptir lítinn tíma var hún sofnuð. Hana dreymdi, að hún var komin um borð f Lauru og hjá henni stóð Ast- dís litla og grét, »Lofaðu mér heim, lof- aðu mér heim mamma.« Og hún grét eins og hún hafði gert áður á höfninni í Reykjavík. '—■— Lengi eptir þetta var Oddrún mjög sorgbitin, hún óskaði eptir að vera kornin heitn aptur og allt værl eins og það hefði áður verið, hún bjóst við að margur mundi álasa sér fyrir þetta, úr því svona hefði tekizt tii; en hún sagðist þó vona, að Mundi sinn yrði þó að manni þar vestra, ef hann lifði, og kallaði hún þá ekki til einskis barizt. Samfylgdarkonur hennar sýndu henr.i alúðar hluttekniugu og voru hinar stimamjúkustu við hana í öllu, en þó gátu þær ekki annaö en tal- að um það sín á milli, hvaða dæmalaust feigðarflan þetta hefði veiið af henni, að reka barnið með sér sárnauðugt, og vera líklega orsök i dauða hennar með þvf, auðvitað áttu þær margar börn, sem þær voru með á ferðinni og sum yngri og flest meira eða minna veik, enþærfundu ekki eins til þess; því þegar mannkær- leikinn er kominn á svo hátt stig, þá finna menn fremur til <annara en sinna eigin glappaskota. Að þrem dögum liðnuin frá atburði þessum, voru vesturfararnir komnir á inn- flytjendahúsiðjj Quebec; þar voru farbréf þeirra skoðuð, og allir síðan auðkenndir með ýmislega litum pappírsmiðum, er smokkað var uridir hattbarðið á karl- mönnum, en kvennfólkíð bar þá öðruvísi, og sýndi merkið til hvers staðar í Ameríku hver skyldi fara. Islendingar fylgdust allir til Winnipeg, og þaut járnbrautarlestin með þá sam- dægurs af stað. Margir kunnu illa við hristinginn á vögnunum, og töldu það jafnvel verra en sjóveikina, öðrum þótti slfkt aptur mjög skemmtilegt ferðalag; en allir vora þó sammála um, að þreyt- andi væri að sitja allan daginn á bein- hörðum bekkjunum, enda hefði þeim ver- ið skrifað frá Vesturheimi, að þegar ferð- ast væri með jarnbrautarvögnum, þá væii líkast þvf að sitja í fjaðrasófa, bekkirnir væru með flossætum, og þótti þpim þetta vonbrigði. En túlkurinn sagði þeim að þetta væri allt eðlilegt, því einn umsjón- armaðurinn í Quebec hefði sagt sér, að innflytjendur væru ætfð látnir vera á þriðja rými, þeir fengju svo ódýra ferð, að þeir yrðu að gera sér að góðu, þó þeir hefðu allt ekki eins fullkomið og annað ferða- fólk. — A viðkomustöðunum keyptu vesturfararnir ýmar þarfir sínar, því á landleiðinni áttu þeir að fæða sig sjálfir. Sumir þeirra voru orðnir nokkuð peninga- litlir og var þvf fæði þeirra fremur af skornum skamti. Ólafur gamli lét sinn síðasta pening á veitingahúsinu í Ottawa, í-em er stór bær í Ontariofylki, — þar er aðseturstaður sambandsstjórnarinnar f Kanada. — Eptir það lifði hann á því, setn samferðamenn hans miðluðu honum með sér, þótti bonum það verst, að geta aldrei fengið sér á pyttluna. Mjólk keyptu þeir þar sem hana var að fá, þó þótti hún æðidýr, ekki að hugsa til að fá mjólkurpottinn minna en 12—15 cent, þeir innlendu færðu sér líka 1 nyt fáfræði málleysingjanna. — Þeir ern jafnaðnrlega kallaðir mállausir þar, sem ekki skilja neitt í ensku. (Framh.). Andaskáidskapur. „Undursamleg tíð, sem vér lifum á“, seg- ir séra Þórhallur f Kirkjublaðinu, og er það hverju orði sannara. Undursamlegir erusumir þeir menn, sem finnast meðal vor. Undur- samlegir voru þeir Einar andaklerkur og Haraldur djákni hans Níelsson á „Fjölnis"- skemmtuninni á þriðjudagskveldið, þegar þeir gengu fram fyrir fólkið og skýrðu frá nýjustu „fyrirbrigðunum", andaskáldskapn- um. Þau geta reyndar naumast jafnast á við „operationina" nafnfrægu, á Jóni heitnum í Stóradal, sem Einar skýrði svo dásamlega I frá í Fj.konunni um daginn. En lengra j verður heldur ekki vitnað, og það væri synd að segja, að þeir Haraldur og Einar hefðu brugðizt vonum manna á „Fjölnis“samkom- unni, þvf að margt harla merkilegt og ný- stárlegt fræddu þeir menn um úr öðrum heimi. Menn fengu að vita, að myndað er nýtt skálda„firma“ f himnaríki, og er æfin- týraskáldið H. C. Andersen böfuðmaður- i inn f því, en auk hans Jónas Hallgrims■ son, Bjarni ’l'horarensen og Stiorri Sturln- son, og virðist félagsskapnum þannig háttað, að Andersen leggur til hugmyndirnar, en Jónas og Snorri færajiær í íslenzkan bún- ing f óbundnu máli, og auk þess yrkja þeir Jónas og Bjarni út af. Það liggur því við, að manni detti í hug, að harla mikil hug-v myndafátækt sé í himnaríki, ekki sízt þeg- ar jafnvel sumar hugmyndir Andersens virðast komnar héðan af jarðríki (t. d. frá Steingrími Thorsteinsson og ýmsum fleir- um. En reyndar er þa$ ekki nema eðli- legt, að mennirnir vilji nota hverja hug- mynd vandlega, ef þeir lialda þannig áfram að yrkja í margar aldir. En sízt hefði rnanni komið til hugar, að Snorri Sturluson mundi fara að þýða æfintýri úr dönsku, en nú eru líka liðin yfir 650 ár, síðan hann var veginn og hann því sennilega farinn að þreytast á sagnaritun og skáldskap frá eig- in brjósti. Á „Fjölnis“-samkomunni las Ein- ar upp eitt af hitium nýju æfintýrum And- ersens, sem Jónas Hallgrímsson hafði snúið á íslenzku og nefnt „Kœrleiksmerkið" og ljóð, sem Jónas hafði ort út af sama efni, ennfremur las hann upp æfintýri á dönsku eptir Andersen, er hljóðaði í líkingu um andatrúna, sem Andersen er auðvitað mjög annt um. En annars þarf ekki að efa, að þeir Einar muni sýna höfundunum þann sóma, að gefa út þessi Ijóð og æfintýri á- samt æfintýri Snorra og ljóðum Bjarna, svo að öllum geti gefist kostur á, að sjá hin síðustu tilþrif þeirra. Haraldur Níelsson skýrði frá því, hvernig ritsmíðar þessar kæmust hingað til jarðrfkis, en það verður með þeim hætti, að skólapiltur einn (Guð-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.