Þjóðólfur - 23.03.1906, Page 3
ÞJÓÐÓLFUR.
47
munjjur Jónsson) skrifar þær upp ósjálfrátt
eptir hreyfingum í borði, sem hann styður
fiöndum á. Piltur þessi er vel skáldmælt-
nr, að því er Haraldur sagði. Einhverju
sinni, er hann var að rita stærðfræðisdæmi
ritaði hann ósjálfrátt þessi orð: „Far þú
til Haraldar Níelssonar", og var það að
sögn Haraldar upphaf þessara fyrirbrigða.
Hvér veit nema þessi orð fái jafnmikla þýð-
ingu eins og orðin, /em töluð voru til Páls
postula forðum : „Far þú til Damaskus",
og með þeirn hefjist nýtt tímabil í sögu
mannkynsins, er andatrúin breiðist héðan
út til allra þjóða heimsins líkt og kristin-
dómurinn breiddist út frá smáþjóðinni Gyð-
ingum. Margt spjölluðu þeir Haraldur og
Guðmundur við Jónas og var hann hinn kát-
asti og hnýtti óspart hlátursmerkjum aptan
í svör þau, sem hann lét Guðmund skrifa.
Þá er Haraldur lauk máli sínu kvaðst hann
búast við, að hann mundi verða síðar meir
öfundaður af því, að hafa verið staddur
við fyrirbrigði þessi. Það er vonandi. að
það rætist, og að heiður sá, sem honum
hefur hlotnast, að tala við skáldmæringinn
gegnum borðið haldi nafni hans á lopti um
langan aldur, því að varla mun bibliuþýð-
ingin verfia einhlít til þess.
Aheyrandi.
„Hin ódauðlega liersveit"
dr. Indriða er ekki harla fjölmenn hér
1 bænum, ekki nema 17 manns, eins og
sést af vottorðinu ( „ísafold" í fyrra dag,
þar sem þessir 17 „sanntrúuðu" (karlar og
konur) eru að bera vitni um það, að
krabbameinslæknirinn nýi sé ekki sjón-
hverfingamaður, og allt fari fram með
felldu í myrkraklefanum hjá honum. í
þessari ódauðlegu sveit eru vitanlega höf-
uðpaurarnir sjálfir, ritstj. Isaf. og „P'jk."
að ógleymdum Haraldi. Er hugul-
samlega gert af Jæim herrum, að gera 14
aðra hluttakandi í þeim heiðri og þeirri
heimsfrægð, sem bíður þessara útvöldu
andatrúarbarna þegar í þessu lífi eptir
fyrirheiti „Fj konunnar" og ,,ísu“. Þetta lið
er þegar örðið frægt hér í höfuðstaðnum
og verður eflaust landfrægt, en - springi
blaðran fyr en varir og blekkingarnar og
„humbugið" verði lýðum ljóst, eins og
hlýtur að verða fyr eða síðar, þá er' hætt
við, að einhverjir af þessum flokki vildu
fegnir gefa mikið til aö hafa aldrei „asn-
azt út á þessa galeiðu".
SýnishornlO,
sem ísaf. í fyrra dag birti af skáldskap
Jónasar Hallgrímssonar í himnaríki, er
vafalaust ekki valið af verri endanum.
Það er ein vísa svo látandi:
Og englarnir réttu henni yndisleg blóm —
þau voru orð þeirra vara, en ei gagnslaus
og tóm —;
en á hvert blóm var skrifað í skreyttar
raðir
með skínandi letri: Guð er kærleikans
faðir.
Þetta er skáldskapur eða hitt þó held-
ur. Björn segir að snilldin(l!) á þessu sé
svo mikil, að það geti ekki værið eptir
annan en Jónas Hallgrímsson. Ojæja.
mundi alls ekki hafa getað ort í lifandi
lífi jafn skothent klúður og álappalegt leir-
hnoð, og jafn „gagnslaus og tóm orð
þeirra vara"(!!) hafa ekki sérlega mikið af
einkennum Jónasar. En þrenningin víð-
fræga, Einar — Haraldur — Björn trúir, og
allt þeirra heimafólk. Gísli — Eiríkur —
Helgi virðast endurbornir á þessari „und-
ursamlegu tíð".
Stoingpímup Matthiasson
læknir, er þjónaði héraðslæknisembætt-
inu hér 1 Reykjavík í fjarveru Guðmund-
ar Björnssonar í vetur, sigldi héðan til
útlanda með „Lauru" 18. þ. m., alfarinn
fyrst um sinn. Hann gat sér bezta orð-
stír hér fyrir lipurð og ljúfmennsku, og
þótti einkar nákvæmur læknir.
Drukknun.
Hinn 12. þ. m. drukknuðu 4 menn af
bád í Vestmanneyjum. Hafði botnvörpu-
skip hitt hann ( yztu fiskileitum og mjög
hlaðinn af fiski. Veður var allhvasst og
frost nokkuð. Sagt var, að botnvörpu-
skipstjóri hefði boðið formanninum að
taka fiskinn úr bátnum á þilfar, en for-
maður ekki viljað, heldur fengið skipstjóra
til að draga bátinn til lands. En er skrið-
urinn kom á hlaðinn bátinn fyllti hann af
sjó og sökk. Bjargaði botnverpillinn þar
10 mönnum, þar á meðal formanninum
(Magnúsi Þórðarsyni ( Sjólyst). Af hin-
um 4, sem drukknuðu var einn úr eyjun-
um, en 3 aðkomuménn.
Skipstpand.
Enskt botnvörpuskip strandaði á Stokks-
eyri að morgni 14. þ. m. f allgóðu veðri,
hleypti þar upp á sker með fullri ferð.
Var á leið til Englands hlaðið af fiski,
haldið, að verðirnir hafi sofið, enda kvað
skipshöfnin hafa vakað áður 4 dægur
samfleytt eða meir. Öllum mönnunum
var bjargað, en skipið sökk nokkrum in(n-
um eptir að mennirnir komust úr þv(.
Skipshöfnin kom hingað á sunnudaginn
var, og fór samdægurs til Englands með
„Lauru".
Tryggvi kongup"
korn 17. þ. m. frá útlöndum, og með
honum allmargir farþegar: Bjarni Jóns-
son snikkari (Vegamótum), Bjarni Jónsson
(frá Vogi), Björn Kristjánsson kaupm. og
dóttir hans Jóna, Pétur Brynjólfsson ljós-
myndari, Einar Markússon kaupm. (frá
Ólafsvík), Gísli Hjálmarsson kaupm. (frá
Norðfirði) og kona hans, Ólafur Hjalte-
sted vélafræðingur með konu sinni, Fr.
Nathan verzlm., Vilhjálmur Finsen stú-
dent, Frederiksen smiður til Gísla Finns-
sonar járnsmiðs og Guðríður Einarsdóttir
(prentara).
Dáinn
er fyrir skömmu á Hafsstöðum á
Skagaströnd Kristmundur Þorbergsson, fyr
bóndi á Vakurstöðum í Hallárdal og síð-
ar á Blálandi, 76 ára gamail. Hann var
46 ár búandi ( Vindhælishreppi, og lengst-
um meðal gildustu bænda þar og hæstu
gjaldenda. Brá búi næstliðið vor. „Hann
var bráðduglegur maður og einkar hag-
sýnn. Hreppstjóri var hann um nokkur
ár í Vindhælishreppi. Hann hafði gefið
Vindhælishreppi fyrir mörgum árum eign-
arjörð sína hálfa Sæunnarstaði í Hallár-
dal eptir sinn dag og konu sinnar. Hún
lifir enn“.
Heiðursmerki
dapnebrogsmanna hafa fengið
Ingjuldur hreppstjóri Sigurðsson á Lamba-
stöðum og Jón bóndi Ólafsson á Sveins-
stöðum í Húnavatnssýslu.
Vestmanneyjalæknishépað
er veitt frá 1. júní þ. á. Halldóri Gunn-
laugssyni settum lækni í Rangárvallasýslu.
Skoggjaslaðaprestakall
er veitt séra Jóni Þorsteinssyni aðstoð-
arpresti á Sauðanesi.
f Ólafur Guðmundsson
læknir á Stórólfshvoli, andaðist að heim-
ili sínu 16. þ. m. eptir langvinnan sjúkleik
á 45- aldursári. Húnn var fæddur á
Kvenna.brekku 4. des. 1861, og heitinn
eptir móðurföður sínum Ólafi prófasti
Sivertsen í Flatey, en faðir Ólafs læknis
Guðmundur prófastur Einarsson, móður-
bróðir séra Matthíasar Jochumssonar, hélt
síðast Breiðabólsstað á Skógarströnd og
andaðist þar 1882. Ólafur var útskrifað-
ur úr skóla 1881 með 2. einkunn, tók
próf í læknisfræði við læknaskólann 1885
með 1. einkunn, var skipaður aukalæknir
á Skipaskaga vorið 1886, en fékk veitingu
fyrir Rangárvallalæknishéraði vorið i8go,
og reisti litlu slðar bú að Stórólfshvoli, en
fékk lausn frá embætti vegna heiísuleysis
næstl. sumar. Hann var kvæntur Mar-
gréti Magnúsddttur Ólsen, systur dr. B.
M. Ólsen prófessors, og áttu þau ekki
börn, er lifðu. — Ólafur læknir var fram-
úrskarandi fjörmaður og gleðimaður, með-
an heilsa entist, góður læknir og svo
skyldurækinn í embætti sínu og ósérhlíf-
inn, að þess munu fá dæmi, allra manna
hjálpsamastur og greiðviknastur, svo að
hann mátti ekkert aumt sjá, enda var
hann elskaður af héraðsbúum sínum, og
hugljúfi hvers manns, er honum kynntist.
Heimili þeirra hjóna var víðfrægt fyrir
gestrisni og alúðarviðtökur við hvern
sem var.
Proclama.
Með því að eigur hlutafélagsins
„Síldveiðafélag Seyðisfjarðar" hafa
eptir beini stjórnar þess verið teknar
til opinberrar skiptameðferðar, er hér
með samkvæmt lögum 12. april 1878
og opnu bréfi 4. janúar 1861, skorað
á alla þá, er telja til skulda hjá
nefndu félagi, að koma fram með
kröfur sínar og færa sönnur á þær
fyrir undirrituðum skiptaráðanda, áður
en liðnir eru 12 mánuðir frá síðustu
birtingu innköllunar þessarar.
Jafnframt er boðað til skiptafundar
í búi þessu hér á skrifstofunni mið-
vikudaginn 9. maímánaðar næstkom-
andi á hádegi, til þess að taka á-
kvörðun um sölu á eigum búsins.
Bæjarfógetinn á Seyðisfirði
20. febrúar 1006.
Jóh. Jóhannesson.
Uppboðsauglýsing,
Eptir kröfu stjórnar Landsbankans
og samkvæmt lögum nr. 1. 12 jan-
úar 1900, 17. gr., sbr. tilsk. 18. fe-
brúar 1847, 10. gr., verður hálf jörðin
Strandhöfn í Vopnafjarðarhreppi hér í
sýslu boðin upp á 3 opinberum upp-
boðum, sem haldin verða mánudag-
ana 4. og 11. og laugardaginn 23.
júnímánaðar næstkomandi kl. 2 e. h.,
tvö hin fyrstu hér á skrifstofunni, en
hið síðasta á jörðinni sjálfri, og seld
til lúkningar höfuðstól, vöxtum og
kostnaði samkvæmt veðsku'dabréfi út-
gefnu 19. júní 1902, þinglesnu 25.
mai 1903.
Söluskilmálar verða til sýnis á upp-
boðunum.
Skrifstofu Norður-Múlasýslu
20. febr. 1906.
Jóh. Jóhannesson.
Allar vörutogundlr sem
vcn var á, og áður hafa verið aug-
lýstar, eru nú kotnnar í Bakkabúð,
nema sjölin og svuntutauin eptirspurðu.
Þau koma að líkindum með næstu
ferð.
Til sölu:
Hús. Byggingarlóðir. Erfðafestu-
lönd. Góðar bújarðir í Reykjavfk og
grenndinni. Gott verð Og lang-
ur afborgunartimi
Gísli I*orbjarnarson.
Proclama.
Samkvæmt opnu bréfi 4. jan. 1861
og lögum 12. apríl 1878 er hér með
skorað á alla þá, er til skuldar telja
í dánarbúi Jóns Þórðarsonar, er and-
aðist í Vesturgötu nr. 11 hér t bæn-
um þ. 19. sept. f. á., að lýsa kröfum
sínum og sanna þær fyrir undirrituðum
skiptaráðanda, áður en liðnir eru 6
mánuðir frá síðustu birtingu þessarar
auglýsingar.
Skiptaráðandinn í Reykjavík
12. marz 1906.
Páll Einarsson
settur.
Smjðp frá rjómabúinu í Brant-
arholti fæst í verzlun Sturlu JÓns-
sonar á Laugavegi.
Kartöfliir
ágætar 7 kr. tunnan.
Sturla Jónsson.
Aðalfundur
klæðaverksmiðjunnar
IÐUNNAR
verður haldinn í Iðnaðarmannahúsinu
miðvikudaginn h. 25. apríl þ. á. kl. 8
síðd.
A fundinum verða tekin fyrir þessi
mál:
1. Skýrt frá hag félagsins og fram-
kvæmdum á hinu liðna ári.
2. Endurskoðaður reikningur fyrirliið
umliðna ár með athugasemdum
endurskoðanda verður lagður fram
til úrskurðunar,
3. Kosnir 3 menn í stjórn félagsins
og I til vara.
4. Kosnit; 2 menn til að endurskoða
reikninginn fyrir hið yfirstandandi
ár.
5. Umræður um önnur mál, sem upp
kunna að verða borin á fundinum.
Reykjavík 22. marz 1906.
Jón Magnússon. C. Zimsen.
Ólafur Ólafsson.
Blómsturpottar
fást ódýrastir í verzluti
Sturlu Jónssonar.
Ostar góðir og ódýrir fást í
verziun Stnrlu Jónssonar.
Netagarn
og línup mjög ódýrt í Bakkabúð.
Skæri og vasahnífa er bezt að
kaupa í Bakkabúð.
Sagógrjón eru sérlega góð,' bæði
stór og smá, í Bakkabúð,
Olíufötin seldust mjög fljótt í
Bakkabúð. Lítið eftir.
Ávallt er til flest nauðsynjavara
í Bakkabúð með mjög sanngjörnu
verði.
KaupiÐ
FATA EFNI
og látið sauma föt yðar hjá utidirrit-
uðum, er einnig hafa haldgott hálslín.
Ný fataefni í hverjum mánuði og
alltaf talsvert úr að velja.
H. ANDERSEN & S0N.