Þjóðólfur - 28.09.1906, Síða 1

Þjóðólfur - 28.09.1906, Síða 1
58. árg Reykjavík, föstudaginn 28. september 19 06. Xs 43. Hafið þér reynt hina n ý j u og glæsilegi Lriti í €íinborg? far fást yflir ÍÍO litartegrundir, t. a. m. Kronesvart Hárautt Marinhlátt Fjólublátt Kaffibrúnt Millum-Kypeblátt og margir fleiri inndælir litir. Þola sól og- þvott. Borgar sig vel að reyna. Yanskil á loptskeytum. Kynleg deila er um það, hvort sumt af skeytum þeim, sem send hafa verið frá Poldhu til loptskeytastöðvarinnarl Reykja- vík, hafi týnzt eða ekki, enda er það mjög kynlegt, að Marconifélagið skyldi ekki bjóða þinginu í fyrra sumar að senda mann til eptirlits því, hver skeyti væru send þaðan, því með því móti væri þingi og þjóð hér í landi fengin sú vissa, sem einhlít var um þetta mál. Þarna þykir mér kenna frámunalegs athugaleysis hjá félaginu, ef þetta stafar af þeirri ástæðu, en ekki annari. En nú vill svo vel til hér eins og optar, að heilbrigð skynsemi getur skorið úr þessu máli svo einhlítt sé. Það vita allir, að loptskeyti fara jafnt í allar áttir út frá sendivélinni, og að hver samkynja viðtökuvél innan þess svæð- is, sem skeytin berast yfir, getur tekið skeytin. Það vita og allir, að loptskeytastöðin í Poldhu hefur samband við ýmsar aðrar stöðvar, en er aðallega notuð til þess að senda skipum, sem á ferð eru yfir Atlants- haf, fréttir, sem tíðindum sæta. Þetta hefur »ísafold« játað, bæði í fyrra sumar og næstl. vetur, svo ekki getur því orðið mótmælt úr þeirri átt — þó satt sé. Nú getur maður gengið út frá því, sem öldungis vísu, að skipunum séu sendar a 11 a r þær fréttir, sem miklum tíðindum þykja sæta í heiminum. Þetta hefur líka sést á þeim tíðindum, sem hingað hafa komið með loptskeytum. Þau hafa verið almælt alheimstíðindi nálega öll. Þau stórtíðindi, sem ekki hafa komið 1 lopt- skeytum, þegar móttökustöðin hefur verið í lagi, hafa glatazt — h 1 j ó t a að hafa glat- azt. Nú skal eg nefna tvö dæmi. I fyrra sumar —• 21. júlí minnir mig — var sprengi- vél varpað á veg Tyrkjasoldáns. Hann slapp, en tugir manna biðu bana. Þessi fregn barst hingað aldrei í loptskeyti. — Þarna er annað dæmið. Þetta er hitt: í sept. f fyrra sat 8 manna nefnd af Svíum og Norðmönnum á ráðstefnu til þess að ræða skilnaðarmál þeirra. Lengi bjugg- ust menn um heim allan við því, að ekkert yrði af sættum, og var þá ófriður vís. Allur heimurinn beið milli vonarog ótta. En 27. ('neldur en 26.) sept. flaug sú fregn með símum og loptskeytum um alian heim, að Svíar og Norðmenn væru sáttir á skilnaðarskilmálana. Þetta þóttu hin mestu fagnaðartlðindi og stórtíðindi, sjálfsagt hin mestu á árinu. En þessi fregn kom ekki 1 loptskeytum hingað upp. Nærri má nú geta, hvort þessar 2 fregnir hafa ekki verið sendar skipum á leið vest- ur eða vestan um haf. I stuttu máli: þessar 2 fregnir liljóta að hafa verið sendar, og hafa báðar týnst á 1 e i ð i n n i. Þetta er órækur dómur heilbrigðrar skynsemi. Undarlegt er það og, að ekkert lopt- skeyti skyldi hingað berast um fráfall Henriks Ibsens, jafn heimskunnur maður og hann var. Verður þetta ekki afsakað með því, að hann hafi verið svo lítt þekkt- ur í hinum enskumælandi heimi, að láts hans hafi ekki verið getið í enskum hrað- skeytum. Flest stærsf.u Lundúnablöðin sendu einmitt út fregnmiða um fráfall hans þegar að kveldi 23. maí, s. d. og hann lézt. Þetta loptskeyti hingað hef- því hlotið að glatast á leiðinni. Þessi loptskeytavanskil eru og smátt og smátt að koma betur og betur í ljós, svo að ekki verður í móti mælt. sbr. fregnina um Stolypin-tilræðið, skeytið um »Ceres«- strandið o. m. m. fl. En það eru aðal- lega einkahraðskeyti (»Privattelegram«), sem unnt er að vita um, hvort fram koma eða ekki. Hversu mikill fjöldi almennra fréttaskeyta það er, sem aldrei kemur til skila, geta menn hér ekki vitað um. Það er sendistöðin í Poldhu, sem ein veit um það við samanburð á loptskeytum þeim, er fram koma og þeim sem send eru. En loptskeytastöðin þar mun naum- ast skýra almenningi frá þeim vanhöld- um, eins og geta má nærri. Að byggja einvörðungu á loptskeytum sem hrað- skeytasambandi, mundi engu rlki í heimi koma til hugar, enn sem komið er. Og það hefði þvf verið hið hraparlegasta flan og óhæfileg ráðsmennska, ef sfðasta þing hefði hafnað ritsímasamningnum og tekið loptskeyti í staðinn sem aðalsamband. Hitt er annað mál og snertir ekki þennan merg málsins, þótt hentugt sé að hafa loptskeyti sem varasamband, heldur en ekki neitt, ef einhverjar misfellur kynnu að verða um stund á ritsímasambandinu. Loptskeytasendingar hingað hafa verið miklu betri en ekki neitt, því neitar eng- inn, og Marconifélagið á þakkir skilið fyrir að hafa haldið þessu sambandi uppi, þótt ófullkomið sé, enda ekki ósennilegt, að það fái leyfi til að halda því áfram á einhvern hátt, ef það óskar, t. d. milli , ^ Islands og Ameríku. Auðvitað hafa mörg fleiri skeyti týnzt en þau, sem hér hefur verið minnst á. Og ekki getur það verið í góðum tilgangi gert, að neita því, sem svona er augljóst. Að berja hinu við, eins og valtýsku blöðin gerðu í fyrra sumar, að suma daga séu engin skip á ferð yfir Atlantshaf og því séu engin skeyti send þá daga, er svo fáránlega bjánalegt, að maður á bágt með að trúa augunum, þegar maður sér slfkt svart á hvítu. Hitt kemur ekki þessu máli við, hver galli það sé í raun og veru á loptskeyta- sambandi, að sum skeytin týnist. Mér fyrir mitt leyti þykir hann verstur »allra vondra galla«. Sumum þykir hann lfklega lítill og sumum enginn. Og margt hefur skeð ótrúlegra en það, að sumir héldi því fram, að þetta væri kostur. Hvað segir Isafold? En eptir á að hyggja. Hún kvað hafa sagt nýlega, að loptskeytasam- bandinu væri að fara aptur(ll). Öðru- vísi mér áður brá. Svo langt hafa and- stæðingar þessa sambands aldrei gengið. Hvað skyldi Isafold hafa sagt um slík ummæli f fyrra sumar? Gáinn. Af sjónarhólum. Smápistlar eptir Þorleif H. Bjarnason. Við Pjórsárbrú. Fyrir réttum 11 árum var mikill fjöldi fólks úr Rangárvallasýslu og Árnessýslu og allmargir Reykvíkingar hér saman komnir, er Þjórsárbrúin var vígð. Mér er það einkar minnisstætt með hve glað- legri eptirvæntingu þeir, sem viðstaddir voru, hlustuðu á vfgsluræðu þáverandi landritara og núverandi ráðherra Hann- esar Hafsteins og hvílíkur fagnaðarsvipur sló á veður- og regnbörðu andlitin, er söngflokkur Helga Helgasonar lék Ölfus- árbrúardrápuna á horn sín að loknu vígslu- erindinu. Vel sagðist Hannesi Hafstein þann dag á tómu sementstunnnnni, er hann stóð á, og þegar hann í niður- lagi ræðunnar talaði um vonina, sem upp- haf alls þess góða, er mönnum væri sjálf- rátt, og um trúna á landið og framtíð þess og mælti fram erindið: »Vér þurfum trú á mátt og megin, á manndóm, framtfð, starfsins guð, þurfum að hleypa hratt á veginn, hætta við víl og eymdarsuð . . «. þá sá eg karlmennskubjarma leika um hvarma og enni sumra vígslugestanna, en f augum sumra titraði einstakt tár; hvor- tveggja vottur þess, að menn voru hug- fangnir af vígsluathöfninni og hinni snjöllu ræðu. Jafnframt minntist eg þess, hversu óvist- legt og enda ófagurt var við Þjórsárbrú fyrir 11 árum. Að austanverðu við ána bratt holt gróðurlítið, en vestanmegin mosavaxnar þúfnapælur með ofurlitlum graslautum á milli. En nú er nágrenni brúarinnar óð- um að fríkka, fyrir atorku og dugnað Ólafs brúarvarðar ísleifssonar. Á hól fyrir austan ána, sem mig minnir að væri áður ber og gróðurlaus, hefur hann komið upp reisulegu timburhúsi með snotrum og vel búnum gistiklefum, og holtinu er hann óðum að breyta í ræktað land. Fyrir nokkrum árum lét hann græða út og plægja 5 dagsláttur; tvö síðastliðin ár hefur hann enn látið plægja 4 dagsláttur af óyrktu landi. Hann hefur, að því er eg veit, fyrstur manna í Rangárvallasýslu látið plægja óyrkt land og sáð síðan til grass. Telur hann reynslu fengna fyrir því, að plæging og sáning muni gefast þar vel, ef rétt er á haldið. Ólafur heíur og allmikla sveitaverzlun og fæst töluvert við lækningar. Fer honum hvorttveggja vel úr hendi, því að hann er maður gæt- inn og greindur vel. Mætavel lætur bú- skapur og greiðasala Ólafi og konu hans, er hún jafnoki manns síns að framsýni og dugnaði. Hafa þau hjón stundum í einu hýst 30—40 manns, og ætla eg, að greiði sé ekki betur úti látinn eða við vægara verði á öðrum greiðasölustöðum vorum. Þess er skylt að geta, að Ólafur ísleifs- son hefur dvalið 6 ár 1 Winnipeg, áður en hann hvarf aptur hingað heim og gerð- ist brúarvörður. Þegar hann sté á land fyrir vestan, átti hann 4 dollara, en honum græddist nokkur hundruð dollara meðan hann dvaldi þar vestra, og því fé hefur hann nú varið til þess að setja sig hér niður og græða út holtið við Þjórsárbrú. Þegar eg heyrði sagt frá hinni yfirlætis- lausu og þolgóðu starfsemi þessa manns, duttu mér ósjálfrátt í hug sumir íslenzku kaupmennirnir vorir, sem safna hér á landi auð og seim um nokkur ár, fara síðan af landi burt með allt sitt, koma sér í mjúkinn hjá stjórninni og hljóta í þess stað krossa og metorð. Eg kastaði fram spurningu þeirri við sjálfan mig : Hverjir þeirra eru landinu okkar þarfari og betri synir, þeir eða þessi óbreytti og látlausi alþýðumaður? Og eg fæ ekki betur séð, en að þjóðerni vort og þjóðarmetnaður stæði sig vel við að láta kúgildi af þeim fyrnefndu herrum fyrir einn Ólaf eða ann- an hans líka, því að einhverjir hinir nýt- ustu menn vorir eru þeir, sem bæta og yrkja land vort fyrir alda og óborna. Rangáryellir og Fljótslilíð fyr og nn. Eg get ekki hugsað mér yndi öðru meira en ferðast um Rangárvelli og Fljótshlíð- ina á heiðum og björtum sumardegi. Dyrðleg fjallasýn, blikandi ár, grasgefnar grundir og grænir ásar vekja Ijúfar endur- minningar og heilla hugann. Kynstórir höfðingjar og hraustir kappar, svo sem Ketill hængur, Baugur fóstbróðir hans og synir þeirra námu hér land, og hér gerð- ist mestöll Njálssaga, gimsteinn íslenzkra bókmennta. Margir mestu ágætismenn vorir á síðari öldum hafa annaðhvort alizt hér upp eða alið hér mestallan allan aldur slnn. Þannig bjó Vísi-Gísli Magnússon,þjóðræknasti höfðingi og mann- baldur aldar sinnarlengst af á Hlíðarenda og Bjarni Thorarensen þjóðskáld vort ólst þar upp, og unni slðan Fljótshlíðinni mest allra sveita á íslandi, eins og kvæði hans bera með sér. Það er því engin furða, þó sum góð- skáld vor hafi valið sér þessar sagnauðgu og fögru sveitir að yrkisefni 1 nokkur þau kvæði, er bezt hafa verið kveðin á ís- lenzka tungu. Skal hér að eins nefndur »Gunnarshólmi« Jónasar Hallgrímssonar, er hefur að geyma einhverja hina fegurstu og hugðnæmustu náttúrulýsing, er vér eig- um, gagnofna af átthagaást Gunnars:

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.