Þjóðólfur - 28.09.1906, Blaðsíða 2
164
ÞJÓÐOLFUR.
»Því Gunnar vildi heldur bíða hel,
en horfinn vera fósturjarðarströndum«.
Og í niðurlagi kvæðisins lætur skáldið
velþóknun guðs á átthagaást Gunnars
lýsa sér í þvl, að:
» . . lágum hlífir hulinn verndurkraptur
hólmanum, þar sem Gunnar sneri aptur«.
En það er eptirtektavert, enda þótt það
sé f fyllsta samræmi við aldarhátt og skáld-
skaparstefnu þeirra tíma, að Jónas ogeins
Bjarni Thorarensen 1 kvæðinu »Fljótshlíð«
og í vísum hans um Fljótshlíð, setja jafn-
an náttúrulýsingarnar í umgerð forns dreng-
skapar og fornrar hreysti. Samöld þeirra
og samaldrar var þeim fremur hryggðar-
en fagnaðarefni.
En eg er viss um, að Bjarni og Jónas
mundu nú, ef þeir gætu reist höfuð úr
moldu, fyllast fögnuði yfir félagshug þeim,
atorku og framsóknarviðleitni, sem er efst
á baugi meðal Árnesinga og Rangvell-
inga. Mér kemur ekki óvart, þó að mönn-
um, sem eru lítt kunnir héruðum þessum
og héraðsbúum, fari sem mér, og kasti
undrandi og glaðir fram þeirri spurningu:
hvaða vorhugur og vorgróður liggur hér í
loptinu, hvaðan er þessi vongleði runnin,
og þetta traust á sjálfum sér og trú á
landið, sem lýsir sér í yfirbragði og um-
ræðum allmargra kvenna og karla?
Spurningu þessari er að nokkru leyti
fljótsvarað. Allflestum íbúum sýslna þess-
ara líður nú mun betur en áður. Bænd-
ur fá yfirleitt meiri arð af búum sínum
og afurðirnar eru miklu betur borgaðar
en fyr. Vinnufólkið fær hærra kaup og
betri viðgerning. Margir bændur, ef ekki
þorri þeirra, eru alveg lausir við kaupstað-
arskuldir, og afkoman því miklu betri
en áður. Allmargir hafa jafnvel komið
sér upp viðunanlegum húsakynnum og
aflað sér ýmissa þæginda lffsins, er þeir
þekktu fyr að eins af afspurn. En ef
spurt er um orsökina til vaxandi velmeg-
unar manna og búsældar, ætla eg að
bættar samgöngur og breyting sú, sem er
að ryðja sér til rúms f búnaði vorum,
einkum og sér í lagi stofnun rjómabúa
eigi mestan þátt í viðreisn þessari. Skal
eg því þessu næst fara nokkrum orðum
um sögu rjómabúanna hér á landi og
þýðingu þeirra, að því er snertir lands-
hagi vora og þjóðþrif.
Fimmtán hafrar og tóll.............
IFiskveiðafluga r-.
Hinn 28. f. m. flytur danska blaðið »Poli-
tiken« ritsímahraðskeyti frá Seyðisfirði,
þar sem sagt er meðal annars, að aptur-
haldsflokkur (»den reaktionære(l) Flöj«)
stjórnarliðsins hafi beðið ósigur við skip-
un 7 manna nefndar til aðstoðar stjórn-
inni við móttöku konungs og 40 ríkis-
þingsmanna að sumri. Þessa gleðifregn,
jafn ráðvandlega sem hún er oráuð, hefur
fregnriti »Politikens« á Seyðisfirði sfmað til
blaðsins.
Hinn 4. þ. m. birtir sama blað »Bréf
frá Islandit, og er fyrsti kafli þess svo
látandi:
»Eptirtektaverðar breytingar virðast vera
í aðsigi í íslenzku pólitlkinni, með því að
12 fylgismenn stjórnarflokksins hafa mynd-
að nýjan flokk með sérstöku nafni og
stefnuskrá. Af þessu leiðir, að hæglega
getur svo farið, að hr. Hafstein verði í
minni hluta á næsta alþingi, þar eð hinn
eiginlegi flokkur hans er nú að eins 15
af 40 fulltrúum alþingis, og meðal þessara
15 eru 6 konungkjörnir. Nú reynir því
f fyrsta skipti á íslenzka þingræðið. Það
mun brátt koma í ljós, að hve miklu
leyti nýi flokkurinn ætlar sér að vinna í
sameiningu við stjórnarandstæðingana«.
Svo mörg eru þessi orð, hvaðan sem
þau eru runnin. Um það skal engum get-
um leitt, en allt bendir á, að þau séu úr
sömu verksmiðjunni og hraðskeytafregnin
frá Seyðisfirði um þessa 15 apturhalds-
seggi — hafrana — í stjórnarliðinu.
Loks skýrir blaðið frá því 6. þ. m., að
í ráði sé að stofna nýtt verzlunarfyrirtæki
í stórum stfl í Danmörku, og að í því
séu meðal annars Austur-Asíufélagið, Thor
E. Tulinius og »Sameinaða gufuskipafé-
lagið«, og þá geti menn gizkað á, hver
tilgangurinn sé. Blaðið segir, að hann sé
sá, að koma á stofn nýjum fyrirtækjum
hér á landi, með dönsku auðmagni, að
opna nýjar verzlunaruppsprettur, að hag-
nýta sér fiskveiðarnar og koma »eyjunni«
í sem bezt flutningasamband við önnur
lönd, bæði með tilliti til farþegaflutnings, og
vöruflutninga, og blaðið bætir því við, að
á þennan þátt ættu þessir mikilsháttar
verzlunarburgeisar að gera alvarlega til-
raun til að knýta Island nánar við Dan-
mörku, óg það sé naumast nokkur vafi á,
að þessi tilraun muni heppnast vel.
Það er nú samt dálítið vafasamt, hvort
Islendingar verða yfirleitt mjög hrifnir af
svona löguðu landnámi þessara verzlunar-
höfðingja, sem hingað til hafa verið harð-
vítugir keppinautar, að minnsta kosti
Tulinius og »hið sameinaða«. Að þeir
ætli sér nú að »sameinast« í þessu til
sameiginlegs gagns fyrir Island, virðist
benda á, að saman sé að draga með þeim
til ,sameiginlegs gagns fyrir báða. Og að
því er hagnýting fiskveiðanna hér við land
snertir, þá verður ekki séð 1 fljótu bragði,
hvernig vér Islendingar ættum að græða
mikið á því, að enn fleiri þjóðir yrðu
um það, að moka fiskinum upp af miðum
vorum. Það gæti naumast orðið á þann
hátt, að einstöku Islendingar yrðu hásetar
á þessum danska fiskiflota, því að jafngóða
atvinnu mundu menn geta fengið annars-
staðar, og ekki sjáanlegur neinn þjóðar-
arður af því. Það er nánast hlægilegt,
að heyra klifað á því, að Danir eigi að
»hjálpa« Islandi, með því að danskir auð-
menn leggi fé í stórfyrirtæki til að stunda
fiskveiðar hér við land. Slík félög yrðu
auðvitað algerlega dönsk gróðafélög, og
arðurinn, sem þau kynnu að skófla hér
upp úr sjónum, rynni vitanlega til Dan-
merkur, f vasa eigendanna þar, útgerðar-
mannanna. Það virðist mjög einfalt reikn-
ingsdæmi. En sé það ennfremur hug-
myndin, að Danir eigi og megi reka fisk-
veiðar hér í landhelgi eins og þeim sýn-
ist, og félagsskapur þessi eigi að stofnast á
þ e i m grundvelli, þá er hætt við, að
hann nái ekki þeim tilgangi, að tengja
Island og Danmörku nánara saman, þvf
að það virðist liggja nokkurnveginn í aug-
um uppi, að landhelgissvæðið hér sé al-
gerlega séreign vor Islendinga, og að engir
aðrir en vér, Danir ekki fremur en aðrar
þjóðir, hafi rétt á að hagnýta sér það.
Jafnvel sum dönsk blöð (t. d. »Social-
Demokraten«) hafa nýlega tekið það skýrt
fram, að það geti ekki komið til nokk-
urra mála, að Danir hafi nein forréttindi
til fiskveiða í landhelgi hér, því að þau
réttindi hafi Islendingar einir, en engir
aðrir. Þetta sé alveg óviðkomandi sam-
bandi landanna að öðru leyti, og »jafn-
rétti« þegnanna geti ekki gilt í þessu
einka-sérmáli Islendinga — landhelgis-
veiðinni. Og er það vitanlega alveg rétt
og frá dönsku sjónarmiði drengilega mælt
og hleypidómalaust.
Tulinius kvað neita því, að nokk-
ur fótur sé fyrir þessari fregn »Poiitiken’s«,
en undarlegt er það samt, að þetta skuli
birt svona afdráttarlaust, hafi ekkert makk
um það orðið milli þessara höfðingja. En
það hefur ef til vill farið allt í mola, og
mátti einu gilda.
Ketshellir.
Hellir sá f Garðahrauni, er félagar úr
göngumannafélaginu »Hvat« komu í hér
í sumar, hefur orðið að blaðamáli. Köll-
uðust félagar þessir hafa fundið hér nýj-
an helli og skfrðu hann »Hvatshelli«.
Síðan hefur »Reykjavíkin« skýrt ,frá því
eptir kunnugum manni, að hellir þessi
hafi verið kunnur nú 1 manna minni, hafi
verið haldinn landamerki milli Garða og
Setbergs og verið kallaður Kershellir.
Þarvið bætirog ritstjóri »Reykjavfkur« því,
að hann hafi þekkt þennan helli fram
undir mannsaldur. En hér mun vera ó-
hætt að bæta því við, að hellir þessi hef-
ur verið þekktur frá ómuna tíð og hefur
að vísu um 350 árin síðustu verið hald-
inn landamerki milli Setbergs og Garða.
Er til enn vitnisburður um landamerki
þessi frá 2. janúar 1625, útgefinn af Þor-
valdi Jónssyni og samþykktur og stað-
festur af Magnúsi Þórarinssyni og Sveini
Ögmundssyni. Segir Þorvaldur þar svo
frá: »að minn faðir Jón Jónsson bjó 15
ár á þráttnefndri jörðu (Setbergi); byggði
þá mínum föður jörðina Setberg þann
sálugi mann Ormur bóndi Jónsson, hver
eð sat í Reykjavfk1 og tilgreindi bónd-
inn Ormur þessi takmörk: úr miðjum
Flóðum,ogupp miðjan Flóðhálsinn ; sjón-
deiling úr miðjum fyrsögðum hálsi og í
hvíta steininn, sá er stendur í Tjarnholt-
um og þaðan sjóndeiling í miðjan Kets-
hellir. Úr Ketshellir og i mitt
hraunið og þaðan úr miðju hrauni og of-
an f Gráhellu. Úr Gráhellu og ofan f
lækjarbotna. Innan þessara takmarka
bauð og bífalaði bóndinn Ormur mínum
föður allt að yrkja og sér í nyt að færa
og aldrei hefi eg þar nokkra efan á heyrt.
Og var eg á fyrrsagðri jörðu í minni ó-
magavist hjá mínum föður í þau 15 ár1
hann þar bjó; en eg hefi nú áttatíu vetur
og einn, er þessi vitnisbtirður var útgef-
inn, eptir hverjum eg má sverja með góðri
samvizku«.
Af þessu mætti það verða augljóst, að
þessi nýfundni »Hvatshellir« hefur verið
mönnum kunnur í mörg hundruð ár, og
heitir réttu nafni K e t s h e 11 i r.
»Hvatsmenn« eru í sjálfu sér ekki synd-
ugri menn en aðrir í Galílea, þó að þá
hafi hent þessi hellaglöp. En af þessari
hendingu væri jafngott, að menn dragi
sér þá kenning að vera ekki of veiði-
bráðir að nema lönd í heimahögum ann-
ara, þar sem þeir eru ókunnugir, en spyrja
sig heldur fyrir hjá smalapiltunum, áður
en þeir fara að skíra landnámin. Að
hlaupa í það umsvifalaust að búa til ör-
nefni, þótt menn af ókunnugleika viti
ekki að það væri til áður, getur orðiðtil
mikills ills og komið til leiðar skæðasta
glundroða, buldri og þrefi, þar sem svo
stendur á eins og hér, að það hittir á
æfagömul landamerki.
Jón Porkelsson.
Jónsbók.
Bókaverzlun Gyldendals í Kaupmanna-
höfn hefur beðið Þjóðólf að geta þess, að
hin nýja Jónsbókarútgáfa Ólafs Halldórs-
sonar sé nú sett niður úr 12 kr. í 8 k r.
fyrir íslendinga.
Dáinn
er 1 Árósum á Jótlandi 29. júlí síðastl.
Tómas Skulason cand. jur., sonar-
son Kristjáns Skúlasonar Magnussen
kammeráðs á Skarði, á 29. aldursári (f.
23. nóv. 1877), útskrifaður úr skóla 1898
og tók próf í lögum við háskólann 1904
með 1. einkunn. Var sfðan á skrifstof-
um málsfærslumanna á ýmsum stöðum
*) Ormur sýslumaður í Reykjavík á 16.
öld er alkunnur maður.
’) Það hefur verið árin 1544—1559.
og sfðast í Árósnm. Var nýkvæntur
daaskri konu. Hann var drengur góður
glaðlyndur og háttprúður. Banamein hans
var lungnatæring.
PpestvígOur
var 23. þ. m. Sigurður Guðmundsson
prestaskólakandídat (frá Ásum í Eystri-
hrepp) aðstoðarprestur ;il séra Helga
Árnasonar í Ólafsvík.
Hyrningarsteinn safnahússins
á Arnarhólstúni var lagður 23. þ. m.
af ráðherranum, er hélt ræðu við það
tækifæri, og talaði hann einkum um stofnun,
vöxt og viðgang landsbókasafnsins. Lagði
hann að ræðulokum bauk eða hylki úr
blýi ofan í steininn. í bauk þessum var
meðal annars látið sýnishorn af gildandi
peningum 1 seðlum, gulli og silfri og
pergamentsrúlla með upptalningu á ýms-
um nöfnum: konungs, ráðherra, landrit-
ara, alþingisforseta, landsskjalavarðar,
landsbókavarðar, yfirsmiðs hússins o. fl.,
og endaði skýrsla sú á einkunnarorðun-
um: »Ment er máttur«, er einnig verður
höggvið á steininn að innanverðu. Á
undan athöfninni var sungið kvæði eftir
Þorstein P>lingsson. Var fjöldi manna
þarna viðstaddur, en veður var hvasst og
regnhraglandi.
Barn boriO út.
Blaðið »Vestri« skýrir frá svolátandi
fregn 8. þ. m. »Á sunnudaginn var (2.
þ. m.) fannst lík af ungbarni rekið skammt
fyrir innan Bíldudalskaupstað. Stúlka ein
þar í kaupstaðnum var þegar grunuð um
að hafa borið barnið út og var hún tek-
in fyrir og yfirheyrð og meðgekk brot
sitt. Ekki er enn víst, hvort það hefur
verið gert með vilja og vitund föðursins
eða ekki. — Stúlkan hafði verið í rúminu
einn einasta dag; ól hún barnið þá og
faldi það milli þils og veggjar þar til
daginn eptir. Þá bar hún það í sjóinn.«
Málverkasýningu
hefurÞói. B. Þorláksson málari haldið f
Goodtemplarahúsinu undanfarna daga.
Hann hafðist við í sumar austur við
Fiskivötn á Rangvellingaafrétt og víðar
þar í óbyggðum og hefur málað allmarg-
ar myndir þaðan. Eru sumar þeirra vel
gerðar og ekki svo litlar framfarir sjáan-
legar í samanburði við hinar eldri mynd-
ir, sem einnig eru sýndar.
Ritsíminn.
Sfðan á laugardaginn var (22. þ. m.)
»
hefur beint talsímasamband verið milli
Seyðisfjarðar og Reykjavíkur og lítið
kveðið að símslitum þessa vikuna. — Á
morgun kl. 4 e. h. verður ritsímasam-
band höfuðstaðarins við útlönd opnað há-
tíðlega til almennrar notkunar af ráðherr-
anutn, er heldur ræðu líklega á Austurvelli.
í minningu þessa verður svo haldið sam-
sæti annað kveldkl. 7*/2 á »Hotel Reykja-
vlk«, fyrir forgöngu nefndar úr bæjar-
stjórninni, en bæjarfógeti (H. Dan.) kem-
ur þar hvergi nærri, því að hann barðist
með hnúum og hnjám gegn því að bæj-
arstjórnin gengist fyrir nokkru hátíðar-
haldi þennan dag, er Reykjavík kemst f
hraðskeytasamband við umheiminn. Það
má geta nærri, að svona lagaðar fram-
farir eru ekki alveg eptir höfði hr. H.
Dan. En nógu skrítinn náungi mundi
sá bæjarstjóri þykja annarsstaðar, er berð-
ist gegn því af alefli, að stjórn bæjarins
minntist riokkuð samskonar merkisatburð-
ar f sögu bæjarins, enda erum vér sann-
færðir um, að sá bæjarstjóri yrði vand-
fundinn í víðri veröld.
Þilskipaafll
hefur í þetta sinn orðið með rýrara
móti, svo að útgerðin mun naumast borga
sig. Það liggur og í augum uppi, að
þessi eldgamla veiðiaðferð með haldfæri