Þjóðólfur - 26.10.1906, Blaðsíða 1
58. árg.
Reykjavík, föstudaginn 26. október 1906.
Xs 47.
Allskonar Lampar og Ámplar.
Glaesilegasta úrval
í leirvöru- og Jdrnvöruóeiíóinni í Cóinöorg.
Margbreyttustu og beztu búshlutir úr járni og leir. Blikk- og pjátur-
VÖrur af öllum tegundum. Allskonar hluti úr járni, blikki, leir og tré
til þæginda, gagns og prýði í eldhúsi og búri, segja allar húsmæður að sjálf-
sagt sé að kaupa í
Edinborg.
Bókmenntir.
Arne Garborg: Huliðsheimar.
Þýtt hefur Bjarni Jónsson frd
Vogi. Rvík 1905. 163 bls. 8™
Bók þessi er frumort á sveitamálinu
norska, »Landsmaalet«, eða nýnorsku,
sem það opt er kallað. Er það að vísu
allólíkt norrænunni fornu — íslenzkunni,—
en þó líkara miklu, en höfuðritmál Norð-
manna, danskan. Á síðari árurn hefur
sveitamálið rutt sér mjög til rúms í norsk-
um bókmenntum sakir ötullar forgöngu
einstakra manna, og hefur Garborg lengi
verið og er enn einna fremstur í þeim
flokki. Hefur hann ritað margar ágætar
bækur á þessu máli. Þessi bók hans, er
nú birtist í íslenzkri þýðingu, nefnist »Haug-
tussa« á frummálinu«. Það leggur þýð-
andinn út »Hólafífl«, en hefur ekki þótt
það nógu virðulegur titill á bókinni,
og kallað hana því »Huliðsheima« eptir
efni hennar, og fer vel á því. En »Hóla-
fífl« er stúlka ein á Jaðri í Noregi, sem
er skygn og sér allar vættir illar og góð-
ar. Segir bókin æfisögu hennar ( mörgum
kvæðabálkum, og er þar lýst öllurn sjón-
um þeim og undrum, er hún sá. En
skáldið hefur ofið saman við frásögn þessa
ýmsar fornar sagnir og þjóðtrú fólks á
Jaðri, og auk þess allsnarpar heimsádeilur.
Er því efnið allfjölskrúðugt og mjög yfir-
gripsmikið. Gaman og alvara, gleði og
sorg, ást og hatur skiptast þar á. Það
má svo að orði kveða, að þar sé leikið
á alla strengi mannlegra tilfinninga frá
barnsaldrinum til elliáranna. En þótt
geðblæslýsingarnar, er vér viljum kalla
svo, séu góðar, þá taka náttúrulýsingarnar
þeim jafnvel fram, því að þær eru af-
bragð, en hvorttveggja er reyndar fléttað
svo snilldarlega saman, að það verður
tæpast aðgreint: mannssálin lifir oghrær-
ist í náttúrunni, fær litblæ sinn af henni,
þjáist með henni, syrgir með henni, gleðst
með henni, þv( að náttúran er einnig
klædd persónugerfi hjá Garborg, og iðar
af lífi, af undarlegum leyndum öflum og
verum. Vísuhelmingurinn íslenzki: »nú
hnígur sól af himinbaug og húmið vekur
álf og draug« minnir mann ósjálfrátt á
Garborg.
»Huliðsheimar« er ekki að eins frábært
skáldrit að efni og hugsanaauð, heldur
jafnvel miklu fremur frábært að þv( leyti,
hve hugsanir þessar eru klæddar í fagran
og smekklegan búning, er fellur svo ljúft
og létt utan um þær, að maður getur
ekki annað en dáðst að listinni. En ein-
mitt af þessu leiðir, að það er svo afar-
erfitt að snúa skáldriti þessu á aðra tungu,
svo að ilmurinn fari ekki af því. Og ekki
er það ofmælt, að þýðingin hefur víðast-
hvar tekizt mjög vel, víða ágætlega, sum-
staðar vitanlega miður vel, en mjög<(v(ða
illa, og verður þýðandinn að gera sig
ánægðan með þá einkunn, þótt hún sé
ekki ákveðnari, einkum þegar því er við-
bætt, að vér efumst um, að aðrir en
Bjarni hefðu yfirleitt leyst þetta verkjafn-
vel af hendi, því s(ður betur. En það
skal þegar tekið fram, að það er ekki
nándanærri öll þýðingin, er vér höfum
borið saman við frumritið, svo að verið
getur, að þeir er bera allt saman frá upp-
hafi til enda, komist að einhverri annari
niðurstöðu um þýðinguna. Oss hefur þótt
nægja að taka hingað og þangað ein-
staka kafla af handahófi, en þó helzt þá,
er oss virtust vandþýddastir.
Ekki teljum vér það þýðingargalla, þótt
þýðandi fari sumstaðar nokkuð langt frá
orðunum, ef hugsuninni er vel náð, enda
er óhugsandi að gera þær kröfur til þýð-
inga, að orðin séu þrædd. Er það og
opt ógerningur, og ekki sízt hjá Garborg
í hinum breytilegu háttum hans og sund-
urgerð í orðavali, sem allvíða ber á. En
ekki má víkja svo langt frá, að hugsunin
komi alls ekki fram eða verði jafnvel
önnur. Það kemur fyrir á stöku stað í
þessari þýðingu, t. d. á bls. 18 (»Sunnu-
dagskyrrð*). Þar segir svo : »Unga fólkið
það fagnar nú | flykkist saman og tekur
bú j allt utan um ofninn rauðan* | . En
í frumkvæðinu segir: »Ved Omnen jönn-
raud | Ungdommen sit | og steikjer Skivur
| og knaskar og ét« | det er det beste i
Verdi« | . Hér er þýðingin svo ófull-
nægjandi, að aðalhugsum skáldsins kemur
alls ekki fram, henni er alveg sleppt. En
það er ekki víða, sem þýðandinn hefur
farið jafn iauslegum höndum um hugsanir
skáldsins.
í hinu ljómandi fallega kvæði »Sólar-
lag« (bls. 72—73) sem annars er yfirleitt
snilldarvel þýtt, segir skáldið um huldu-
landið, að tindaskagi (þ. e. fjöll) þess sofi
í draumleiðslu eða draumfjötrum (»Draume-
Bann«), en það verður hjá þýðandanum :
»Þar sofa fjöllin dýran dag | við djúp-
a n á 1«. Það er að minnsta kosti mjög
ónákvæm þýðing. En það er l(ka eini
þýðingargallinn á þessu ágæta kvæði.
Á bls 51 (»Um sláttinn«) fáum vér ekki
betur séð, en bein þýðingarvilla sé í i.
erindi. Þar en skáldið að lýsa slætti á
engi og segir: »Det gjeng seg so lett i
den doggmjuke Eng; | i Skaararne svingar
seg Dreng etter Dreng«. Þetta verður ekki
skilið á annan hátt en þann, að það sé
svo létt að slá á döggmjúku enginu (þ. e.
í rekjunni af dögginni) og piltarnir skári
hver á eptir öðrum (í einskonar sþræla-
slætti«, sem kallað er á Norðurlandi). En
í þýðingunni verða þessar hendingar þann-
ig: »Og dátt er að reika um daggvota
grund j þá drjúgum er skárað um ár-
degisstund«. Hér verður myndin öll
önnur. Lnnan í lýsingunni á slættinum er
farið að tala um, hve gott sé að ganga
(fram og aptur) um döggvota jörðina, þeg-
ar verið sé að slá. Þetta er beinlínis
röng þýðing, sjálfsagt af fijótfærni eða at-
hugaleysi (af orðatiltækinu »dét gjeng seg
so lett), auk þess sem lýsingin á skára-
slætti piltanna, þar sem hver sveiflar
sér á eptir öðrum, kemur alls ekki
fram.
Þá er að minnast ofurlltið á kvæðið
»Umtal« á bls 92. Það gerir minna til,
þótt þýðandinn búi til bæjarnafnið á
»Strjúgi« (úr hinu norska »Skare«) til að
láta það ríma sig á móti »ljúgi«, því að
slíkar nafnabreytingar af handahófi hefur
þýðandinn leyft sér að gera mjög víða,
og orðið að gera það t. d. í kvæðinu »Dans-
inn« ábls. 33—34, enda hefði enginn þýð-
andi getað haldið þar norsku nöfnunum í
(slenzku rlmi. Þýðingin á síðari helming
1. vísu í þessu fyrnefnda kvæði(»Umtal«)
virðist oss mjög óviðfelldin og ónákvæm,
og jafnvel beinlínis röng. Þar segir þýð-
andinn: »Eg efast ei um að þeir ljúgi |
að illvættatrúin sé sönn«. I frumkvæð-
inu stendur: »Aa jamenn er de no rare |
som alt dette Trollsnakk trur«, sem verð-
ur á (slenzku sem næst þessu: »0, það
er annars nógu skrítið fólk, sem trúir
öllu þessu bulli um illar vættir«, en þetta
fer fyrir ofan garð og neðan í þýðing-
unni. Fyrsta vísuorðið í næsta erindi
hlýtur að vera eitthvað bjagað. Þegar
vér litum fyrst á það, án þess að athuga
frumkvæðið, datt oss í hug, hvort það
gæti verið, að jafnmálfróður maður sem
þýðandinn hefði flaskað á viðtengingar-
hætti af sögninni »ala« og teldi hana
»eldi«, eins og opt er sagt í daglegu tali,
og þótti oss þó harla óKklegt, en þeg-
ar litið er á þýðinguna: »Ef lífið slíkt
illþýði eldi«, verður ekki annað séð, en
að »eldi« sé þátíð viðtengingarháttar af
»ala«. I frumkvæðinu stendur: »For var
her slikt Ugagns Elde«; en »Elde« þýðir
j hér »afkvæmi«, sama sem hið forníslenzka
»eldi«, sem kemur fyrir í þessari merk-
ingu. »Ugagns Elde« er þá = iilþýðis-
afkvæmi, illþýðis-eldi, og í staðinn fyrir:
»ef lífið slfkt illþýði eldi« í þýðingunni,
ætti að standa: »e f lifði sllkt i 11-
þýðis-eldi«, og þá verður þýðingin
hárrétt. Hér mun því að eins vera um
hroðvirknislegan prófarkalestur að ræða,
en ekki um þýðingarvillu eða málleysu.
En svona meinlegar prentvillur mega ekki
koma fyrir í þýðingum. Hvort nokkuð
svipað kemur víðar fyrir í þýðingunni,
þorum vér ekki að fullyrða neitt um, þv(
að svo vandlega höfum vér ekki bor-
ið hana saman við frumritið. Og vér
hefðum alls ekki tekið eptir þessu, ef
sagnbeygingin »eldi« hefði ekki hneykslað
oss. Það hlaut eitthvað að vera bogið
við það hjá jafngóðum íslenzkumanni sem
þýðandanum. Og vér ímyndum oss, að
vér höfum gizkað rétt á, hvernig þýð-
ingin hafi verið upphaflega frá þýðandans
hendi.
Það mætti enn tína til ýmislegt fleira,
sem þýðingunni er ábótavant, en það
yrði oflangt mál og auk þess ekki svo
stórvægilegt, að ástæða sé til að fjölyrða
um það, viljum og miklu fremur líta á
kostina ( jafn 'vandasömu verki. Að eins
viljum vér geta þess, að vér hefðum kunn-
að betur við, að þýðandinn hefði valið
eitthvert annað orð en gæsalappaorðið,
sem þýðingu á »Storsvins« í síðustu vísu
á bls. 116. Þýðandinn hefði eflaust getað
fundið annað heppilegra orð, hefði hann
viljað. Og það var alveg óþarft að hnýta
þessari lélegu fyndni aptan í stjörnuhrapa-
flokkinn. En það dylst oss ekki, að þýð-
andinn hafi með sérstaklega mikilli ánægju
þýtt kaflann frá bls. 106—118, og það
yrkisefni hafi honum einna hugljúfast
verið um að fjalla.
Að minnast á nokkur einstök kvæði,
sem frábærlega vel þýdd, er þýðingar-
lltið, þv( að þau eru mjög mörg, og þýð-
ingin á einu kvæði hefur þetta sér til
ágætis, þýðingin á öðru hitt o. s. frv.
Það er og erhtt að segja, hver kvæðin
sé erfiðust að þýða. Kvæðin »Gnöldurs-
staðir« og »Glaumarsmál« (bls. 130—138)
eru snilldarvel þýdd. Þau eru saman-
barin, kjarnyrt og kraptmikil hjá Garborg,
en hefur lltt eða alls ekki hrakað í þýð-
ingunni. Og Bjarna tekst einnig engu
síður, að ná hinum þýðu, mjúku og léttu
tónum skáldsins, einkum er hann yrkir
um sól og sumardýrð, og getum vér ekki
stillt oss um, þótt mál þetta sé orðið
nokkuð langt, að taka hér sem sýnishorn
fyrsta kaflann af hinu ljómandi fagra
kvæði »Undir álfatindum« (bls. 47), því
að það sýnir bæði eina hliðina á hinni
einkennilegu og fjölbreyttu skáldgáfu Gar-
borgs, og þýðingarsnilld Bjarna frá Vogi,
þar sem honum tekst upp. En þessi
fyrsti kafli er svolátandi í þýðingunni:
Sunnanrigning, sumarúði
svífur niðrúr himinskýjum,
svalar þurru sumarlopti
sviðna döggum vökvar hóla1).
Drýpur bæði ljúft og lengi
læknar jörðu, hreinsar vorið,
styttir síðan .upp mót aptni
eptir þarfa og góða vinnu.
Opnast blóm og blað og andar
brosir allt og hlær sem lifir,
stráið litla og lyngið nýja,
lambagras í haga og smári.
Þetta andar þúsundfaldri
þúsundfaldri sælu í ilmi,
þúsundföldum unaðs ilmi
anganþrungið loptið streymir.
Og um jörð er slegið slæðu
slæðu úr lífsins ást og hlýju,
eins og þegar brúðarbarminn
bunguvaxinn slæðan vefur o. s. frv.
Þetta er að eins upphaf kvæðisins, en það
j er sama snilldin á því til enda, og
eitthvert hið ágætasta kvæði í bókinni að
öllu samanlögðu.
1) Vér hefðum kunnað betur við orða-
röðina: „sviðna vökvar hóla döggum".