Þjóðólfur - 26.10.1906, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 26.10.1906, Blaðsíða 2
ÞJÓÐOLFUR. 180 Athugið þennan borða i hvert sinn! „MonarCh‘ -olíuvél er stórmerkilegur hlutur, sem öllum er hagur í að kynnast. Hún reykir ekki og lyktar ekki, en hitar meir en helmingi fljótar en aðrar olíuvélar. Hún er hættuminni, hreinlegri, fegurri og auðveldari í meðferð, en allar aðrar olínvélar, og eyðir Vs minni olíu en aðrar, við sömu hitun. „Monareh" er nútímans langhagfelldasta og ódýrasta eldavél. Allar aðrar olíu- og gasvélar eru óþolandi gallagripir í samanburði við „Monarch". — Verð að eins kr. 20,00 og yfir, eptir stærð. „Monarch" er f daglegri notkun í Lundi í Rvfk. Skoðið hana. ÞJÓÐÖLFUR kemur út einu sinni og stundum tvísvar í viku, 52—60 blöð um árið. Kostar hér á landi 4 kr. árg. Erlendis 5 kr. Gjalddagi 15. júlí ár hvert. Uppsögn skrifleg, bundín við áramót, verður að vera komin til útgefanda fyrir 1. október, annars ógild, enda sé kauþandi þá skuldlaus við blaðið. Dálítill galli er það á jafngóðri bók sem »Huliðsheimum«, að síðari helming- ur hennar er prentaður á miklu lakari og ljótari pappír en hinn fyrri, og verður hún því tvílit. Hefði hún verið þrílit, mátti skoða það sem ímynd kýrinnar góðu »Þrílit«, sem svo opt er minnst á f bókinni, og var uppáhald »Hólafíflsins«. En hvað sem þessu líður, þá á hr. Guðm. bóksali Gamalíelsson miklar þakkir skilið fyrir að hafa gefið bókina út og vonandi að hún verði keypt, ekki síður en sumt skáldsagnarusl það, er á síðustu árum hefur verið hrúgað inn á bókamarkaðinn íslenzka. »Huliðsheimar« er bók, sem menn hafa bæði gagn og yndi af að lesa, ekki einu sinni, heldur optar, því að henni er þannig háttað, eins og hverjum sönnum, góðum skáldskap, að menn hverfa að honum aptur og aptur, og meta hann því meir, sem menn kynnast honum betur, og svo mun flestum fara, er ekki leggja þennan skáldskap Garborgs á hylluna ólesinn, er fæstir munu gera. Um brunann ú Akureyri 18. þ. m. er stuttlega var minnzt á í slðasta blaði, er þess frekar að geta, að eldurinn kom*upp í íbúð Einars Jónssor.ar málara, er bjó í húsi Halldórs Jónas- sonar verzlunarmanns og brann það til kaldra kola, en þaðan læsti eldurinn sig yfir Strandgötuna í hús Jóseps Jónssonar, er var stórt hús og vandað með fallegum turni. Þaðan læsti svo eldurinn sig eptir götunni í verzlunar- og fbúðarhús kaup- mannanna Kolbeins Arnasonar, Magnúsar Blöndals og Davíðs Ketilssonar, er brunnu öll, ásamt 2 vörugeymsluhúsum. Gizkað er á, að brunnið hafi fyrir tæp 200,000 kr., er þar af vátryggt tæp 150,000, svo að beinn skaði ætti ekki að vera meiri en 40—50,000 kr. og þar af falla um 10,000 á fátæka menn. En vitanlega er hinn óbeini skaði og atvinnuhnekkir einstakra manna við bruna þennan afarmikill. Undir eins og fregn um eldsvoða þenn- an barst til Kaupmannahafnar, sendi konungur vor ráðherranum hluttekn- ingarskeyti á laugardaginn var, 20. þ. m., og er það svo látandi: »Eg tek mér mj'óg nœrri fregnina um hinn mikla eldsvoða, er Akureyri hefur orðið fyrir. Eg lœt nú að sinni í Ijósi hjartanlega hluttekningu mína, og bið yður að senda mér hið bráð- asta skýrslu um, hve mikið kveður að tjóninu og um nánari atvik«. Frederik R. Aður en ráðherrann svaraði þessu skeyti konungs, símaði hann til bæjarfógetans á Akureyri til að fá nánari fregnir um tjón þetta og fá vitneskju um, hvovt leitað mundi almennra samskota. Eptir fundar- hald í bæjarstjórninni á sunnudaginn sím- aði bæjarfógeti aptur, að ákveðið væri að leita ekki samskota út fyrir Akureyrarbæ. Og teljum vér það rétt og viturlega ráðið, því að þess verður jafnan að gæta, að fara hyggilega að í þessum efnum, og leita ekki hjálpar almennings og því síður til útlanda, nema um mjög stórkostleg, almenn vandræði sé að ræða. Því miður hefur þeirri reglu ekki jafnan fylgt verið, og samskotin stundum gerð óþarflega víð- tæk, jafnvel með fjárbetli í útlöndum að nauðsynjalitlu. En það spillir aptur fyrir árangrinum, þegar í verulegar nauðir rekur og einhver þjóðarógæfa þyrmir yfir. Að vísu tná segja, að þessi Akureyr- arbruni sé eða verði þjóðarmein á sama hátt og aðrir stórbrunar hér á síðari ár- ' um, með því að brunabótagjald af hús- um utan Reykjavíkur, og áborgðargjöld af innanhússmunum hækka alstaðar stöðugt, svo að í fullt óefni er komið með þá af- arkosti, og verður æ verra og verra, eptir því sem vfðar brennur og tíðar. Og senni- legt að brunabótagjald af húsum í Reykja- vfk hækki einnig er minnst varir. Er full nauðsyn á því, að stjórn og þing taki mál þetta til alvarlegrar íhugunar, bæði stofnun innlends brunabótafélags og lífsábyrgðarfélags með endurtryggingu að einhverju leyti í erlendum félögum. En þá verður jafnframt að herða eptirlit allt og eldsvoðapróf, sem opt virðast slælega rekin, því að þótt menn séu hárvissirum, að kveikt hafi verið í, kemst örsjaldan upp, hver að því sé yaldur. Og svo ganga brennivargarnir upp í þeirri dul- unni, að aldrei verðf neitt uppvíst. r Islenzki fáninn. Fyrir forgöngu Stúdentafélagsins hér er töluverð hreyfing komin á það mál, að Islendingar fái löghelgaðan sérstakan fána, bæði sem siglingafána í millilandasigling- um og til notkunar á alþjóðlegum stofn- unum við hátíðleg tækifæri. Valurinn cr 1 raun réttri að eins skjaldmerki landsins, en óhentugur í fána, þótt notað hafi verið til þessa. Er því stungið upp á, að ís- lenzki fáninn sé hvítur kross í bláum feldi. Samþykkti stúdentafélagið 22. þ. m. svolátandi tillögu um þetta: »Kaupfáni Islands skal vera blár feldur óklofinn með hvítum krossi; álmubreidd krossins skal vera z/3 af breidd fánans, þá er mælt er við stöngina; bláu litirnir nær stönginni skulu vera réttir ferhyrn- ingar og bláu litirnir fjær stönginni jafn- breiðir þeim en tvöfalt lengri. Þjóðfáni íslands (fáni alþjóðlegra stofn- ana) skal vera eins og kaupfáninn, nema klofinn að framan«. Ennfremur samþykkti félagið ýmsar á- lyktanir til að hrinda máli þessu áfram til framkvæmdar, svo að það geti komið vel undirbúið fyrir næsta þing. Fáni þessi er að því leyti svipaður fána Grikkja, að þar er einnig hvítur kross í blám feldi, en krossinn öðruvísi settur en ætlast er til í íslenzka fánanum, svo að þeir verða ekki neitt sérlega líkir. En auðvitað má breyta tii um litina, svo að ekki komi í neinn bága. Réttara að hafa til hliðsjónar fleira en eitt fána-sýnishorn, svo að menn geti valið um, hvað falleg- ast er. Og þau þyrftu að vera í fullri stærð. Samskotaáskorun sú, sem birt er hér í blaðinu samkvæmt ósk samskotanefndarinnar, fær að líkind- um fremur daufar undirtektir hjá þjóð- inni, ekki af því að íslendingar vilji ekki heiðra minningu Kristjáns konungs g., sem þeim er skylt að halda á lopti á ein- hvern hátt, heldur af því að menn eru nokkuð aðþreyttir með ýmsar fjárbænir, þar á meðal til standmyndar af frum- Þyggja þessa lands, Ingólfi Arnarsyni, auk þess, sem talað hefur verið um að reisa ætti standmynd af Jóni Sigurðssyni um það leyti er minnst verður 100 ára afmælis hans (1911). Þetta o. fl. hlýtur mjög að draga ur samskotum til konungs- llkneskisins, því að almenningur er ekki svo efnum búinn, að hann geti látið neitt verulegt af mörkum í margar áttir, eða það sem nokkru nemur upp 1 jafnmikla fúlgu, sem sómasamleg standmynd af Kristjáni konungi mundi kosta, og naum- ast getur orðið minna en um 20,000 kr. Vitanlega gæti almenn hluttakaí samskotum þessum dregið drjúgt, þótt hver einstakur gæfi lítið, t. d. 1 kr. eða 50 a. eða jafnvel minna, og sú aðferð tíðkast venjulega í öðrum löndum, þá er um samskot til minningarmarks þjóðhöfð- ingja er að ræða. En hér á landi er mjög hætt við að slík almenn hluttaka verði ekki um þetta, ,bæði vegna strjál- byggðar og ýmsra annara örðugleika. Það þyrfti t. d. ötula menn í hverri sveit til að gangast fyrir þessu, en þá er ekki svo auðvelt að fá. Svo góðs maklegur sem Kristján konungur 9. er af Islendingum, þá mundi eitthvert annað ráð hafa verið heppilegra til að halda minningu hans uppi hér á landi, heldur en að fara að efna til dýrrar standmyndar af honum. Samskotanefndin varð auðvitað að leysa hendur sínar með því að gefa út þessa áskorun, úr því að hún var valin til að standa fyrir þessu. En það er hálfleiðin- legt að vera nokkuð að fást við þetta, því að fjöldi manna er sannfærður um að árangurinn muni verða sára lítill, að minnsta kosti frá almennings hálfu. Nýdáinn er Þorsteinn Þorsteinsson á Hofi í Svarfaðardal, fræðimaður mikill á forna vísu. „Kong Trygve“ fór héðan til útlanda í fyrra kveld. Með honum fóru til Khafnar bræðurnir Páll og Kristján Torfasynir frá Flateyri, Th. Thorsteinsson kaupm. og nokkrir fl. far- þegar. „Laura" kom hingað af Vestfjörðum 1 gærmorg- un og fer á morgun til útlanda. Þjófnaður. Á þriðjudagsnóttina var brotizt inn í geymsluhús við slátrunarhús Jóns kaupm. Þórðarsonar hér í Skuggahverfinu, og stolið þaðan miklu af kjöti og 8—10 gærum. Lásinn fyrir hurðinni hafði verið snúinn sundur. Ekkert uppvíst hver að þessu er valdur, og ekkert hætt við, að það komist upp. Maður hvarf héðan úr bænum fyrra fimmtudag og hefur ekki fundizt enn. Hann hét Þ o r- steinn Þorsteinsson, ættaður austan úr Mýrdal, og átti heima á Hverfisgötu nr. 30. Hann var hniginn að aldri og sagður fremur þunglyndur upp á síð- kastið. ______ Drukknun. Hinn 17. þ. m. hrökk maður útbyrðis og drukknaðl af vélabát á leið úr Vest- mannaeyjum upp undir EyjaQöll. Hann hét Magnús Magnússon frá Landa- mótum í Vestmannaeyjum um þrítugsaldur og kvæntur. Hörmulegt slys varð hér í bænum á þriðjudaginn var. Piltbarni á 3. ári (syni Hendriks Erlends sonar stud. med.) á Laugavegi nr. 52 var hrundið af öðru barni ofan í pott eða vatnsfötu með sjóðandi vatni í. Börnin voru að kankast á eða leika sér í eld- húsinu. Barnið brenndist svo, að það lézt að rúmum sólarbring liðnum (í fyrra kveld). Það var mesta efnisbarn. Þetta voðaslys ætti að vera áminning fyrir alla að gæta þess vel, að hafa ekki ílát með sjóðandi vatni eða sjóðandi mat á gólfinu í þeim herbergjum, sem börn ganga um eða hafast við í. Sjálfsmorð. Síðastl. sunnudag fyrirfór sér maður á Stokkseyri, J ó n að nafni P á 1 s s o n , bróðir Jóns Pálssonar organista og þeirra bræðra. Hann hafði komið af Austfjörð- um um fyrri helgi með »Ceres«, mjög þungt haldinn af geðveiki, svo að við sturlun lá, en dvaldi í Rvík nokkra daga hjá Jóni bróður sínum, bæði til að leita sér lækninga og bfða eptir samfylgd aust- ur. Jón sál. var ókvæntur alla æfi og barnlaus; hann var 52 ára að aldri, frá- bærlega lipur maður, glaðvær og skemmt- inn í viðtali, en á geðveiki hafði borið talsvert síðustu árin. — Á yngri árum var hann glímumaður mikill og skotmaður með afbrigðum. Samvizkusamari mann til orða og verka er naumast hægt að hugsa sér. Hann var áhugamikill bindindismaður og reglusamur um allt, er hann hafði á hendi, og mátti ekki vamm sitt vita. Hans er þvf sárt saknað af ölium þeim er hann þekktu, bæði nær og fjær. —7. SímskeytaJréttir erlenðar til Þjóðölfs. KaupmMfn 19. okt. kl. 8.49 árd. Æfiminning Hohenlohes fursta rituð af honum sjálfum, nýkomin á prent, og er þar Ijóstrað upp ýmsu, er leynt átti að fara, ^á er Bismarck var vikið frá völdum (1890). Vilhjálmur keisari fokreiður út af þessu. Nú er kannast við það, að misheppn- ast hafi að bæla niður stjórnbyltingar- óspektirnar á Rússlandi. Stungið hefur verið upp á millibils- stjórn í hertogadæminu Brúnsvík. Blaðið »Vort Land« [ómerkt hægri- mannablað] andæfir sérstökum íslenzkum fána meðan sarnbandið standi milli land- anna (Danmerkur og Islands). Ríkisþingið hefur þakksamlega þegið heimboðið frá alþingismönnum. Valdimar prins, P. Andersen, Deuntzer og Gliickstadt bankastjóri leggja af stað í dag til Austur-Asíu. 24. ok t. kl. 8,52 árd. Ráðaneytisskipti á Frakklandi og Cle- menceau orðinn forsætisráðherra, en Picquart hermálaráðherra. Goluchowski utanrfkisráðherra í Austur- ríki er farinn frá völdum. Stössel hershöfðingi (sá er gaf upp Port- Arthur) er settur frá embætti án eptir- launa. Innanrfkisráðherra Dana ráðgerir burð- argjaldslækkun tnilli Danmerkur og Is- lands.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.