Þjóðólfur - 28.12.1906, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.12.1906, Blaðsíða 1
 ÞJOÐOLFUR. 58. árg. Reykjavík, föstudaginn 28. desember 1906. Jti 60. Undirtektir Dana undir blaða-ávarpið m.fl. Eptir því sem séð verður á dönskum blöð- um, er komu nú með síðasta skipi (»Vestu«) )g ná til 8. þ. m. taka þau flest eða öll pjög liðlega í blaða-ávarpið og virðast ekki telja það neitt ódæði, eins og sum- ir stjórnmálavitringar hér heima hafa reynt að telja almenningi trú um, og gert það sem þeir hafa getað til að ófrægja það og taka fyrir kverkar þess. Sæmir það þó illa íslenzkum mönnum, að vera hjart- veikari en Danir sjálfir eða leggja sig 1 framkróka til þess að kröfur vorar gagn- vart þeim verði sem allra lítilþægastar og óákveðnastar og að engu verði hreyft, sem þeim geti á nokkurn hátt þótt ó- þægilegt. Það er sannarlega ofmikil um- hyggja fyrir Dönum, eða ofmikið kjark- leysi, svo að það sé ekki nefnt lakari nöfnum. Danir eru svo gáfuð og mennt- uð þjóð, að þeir skilja það fyllilega, að vér viljum nota þetta tækifæri, sem nú býðst, til þess að ná sem mestu sjálfstæði handa þjóð vorri, er samrýmzt getur sam- u " við Dani. En auðvitað verða þeir fegpir, að kröfur vorar fari sem allra ^ggeti þeir fengið styrk einhverra ís- til þess að koma í veg fyrir að ___ sjálfstæðiskröfum vorum verði »reyft, þá slá þeir auðvitað ekki hend- inni á móti því liðsinni, eins og geta má nærri. En það er einmitt þetta, sem er háskalegt, að íslendingar sjálfir af mis- skilningi einum og innbyrðis tortryggni stuðli einmitt að því með tvískinnung og kjarkleysi, að helztu og sjálfsögðustu kröf- Um vorum verði ekki sinnt, því að það er öllum skiljanlegt, að þá er Danir sjá, að einn rífur niður það sem annar byggir upp meðal Islendinga sjálfra, þá á íslenzka þjóðin ekki skilið að fá nokkrar endur- bætur á stjórnarhögum sínum, meðan svo stendur. Og er þá réttast að slá öllu á frest, þangað til skilningur manna hefir þroskazt svo, að menn sjái, að án óbif- anlegrar eindrægni og festu f frelsiskröf- um vorum, verður oss lítt eða ekkert á- gengt út á við, gagnvart útlendu valdi. Það er þetta, sem íslendingum þarf að skiljast, en þeir virðast eiga langt í land til þess enn. Blaðið »Politiken« flytur 30. nóv. all- langa ritstjórnargrein um blaða-ávarpið, og lýsir sú grein glöggum og réttum skiln- ingi á ávarpinu og er mjög hlýlega og stillilega rituð, gersamlega laus við alla gremju og æsingu. Eru þar tekin upp öll aðalatriði ávarpsíns og slðan gerð ná- kvæmari grein fyrir þeim. Tekur blaðið réttilega fram, að í rauninni sé þar ekki íarið fram á annað en hina gömlu og löðugt endurnýjuðu kröfu, að íslenzk sér- ál og stjórn þeirra séu dregin undan á- hrifum dönsku stjórnarinnar og tekin út úr ríkisráðinu. Ritstjórarnir, er hafi ritað undir ávarpið, hefji alls ekki neina nýja stjórnmálastefnu á Islandi með þessari kröfu. Því næst getur blaðið þess, að sumir hafi álitið, að ávarp þetta hefði of snemma birt verið, en svo sé f raun- inni ekki. Það sé auðséð, að íslendingar séu að reyna að ná samkomulagi um kröf- urnar, svo að menn geti orðið einhuga um þær, er fundum íslendinga og Dana ber saman. Og þetta sé í samræmi við framkomu þingmanna í sumar er leið. í ávarpinu felist engar óskir um skilnað landanna, enda sé þeirri kenningu hvergi haldið fram í alvöru, nema í blaðinu »Dag- fara«. Því næst getur blaðið þess, að annað aðalatriði ávarpsins (afnám ríkis- ráðsákvæðisins) bendi í áttina til land- stjóra, en með því fyrirkomulagi félli rík- isráðsákvæðið burt af sjálfu sér, og er þess getið, að Danir hafi tekið mjög lík- lega í að sinna landstjóra-kröfunni. Þá minnist blaðið á ávarpsvarnagla »Lög- réttu« og »Norðra«, en telur þau blöð, — eins og mátti í þann tíð — ei að síður með ávarpinu eða aðalefni þess, og tek- ur beinlfnis fram, að Islendingar virðist vera mjög sammála um þessa stefnu, er á- varpið markar (»megen Enighed om dette Program«). Blaðið gat ekki þá vitað um desemberyfirlýsinguna góðu, er eyddi þessu samkomulagi. »Þessi nýja hreyfing í ís- lenzkri pólitík« (þ. e. blaðaávarpið) segir blaðið ennfremur, »er því að eins nýr vottur um hina sterku sjálfstæðistilfinningu íslendinga, en felur ekki í sér neinar kröfur um skilnað. Að fánamálið er hafið jalnhliða gerir hreyfinguna vitanlega alvarlegri, en milli þessa tvenns (ávarps- krafanna og fánamálsins) er ekkert veru- legt samband. í ávarpinu er ekki minnzt einu orði á hina nýju fánakröfu«------------ Og sfðar segir blaðið, að það hafi verið tekið fram af ýmsum, að mál þetta ætti og mætti ekki vekja neina sundrungu í landinu né verða að deiluefni út á við. »Það eru margir«, segir blaðið »er hugsa sér að halda rfkisfánanum (dannebrog«) við hlið nýja íslenzka fánans og sérstak- lcga á opinberum byggingum. Samt sem áður er hitt og þetta eldfimt í þessu fána- máli. En nú sem stendur beinist áhugi manna aðallega að pólitíkinni Og sam- fundunum við Dani að sumri. Hverja stefnu fánamálið tekur verður et til vill undir því komið, hvernig þessum sam- fundum reiðir af.« Með þessum orðum endar þessi rit- stjórnargrein í »Politiken«, er nú hefur verið gefið stutt ágrip af. Mun flestum vera það ljóst, að blaðið er harla fjarri þvl að vera andvígt ávarpinu, en skilur stefnu þess vel og skýrir hana alveg rétt, En þó’er enn eptirtektarverðara, hve hóg- lega og skynsamlega það talar um fána- málið og hvernig það með réttu leggur áherzlu á, að alls ekkert samband sé milli þess og ávarpsins, sé því alveg ó- viðkomandi, eins og vitanlegt er, og allir óbrjálaðir menn verða að viðurkenna, en hér heima eru hatursmenn fánamálsins að reyna að hræra bæði því og fleiru sam- an við ávarpið til að gera ávarpsmenn tortryggilega. því að menn þykjast vita, að Dönum sé fánamálið ógeðfeldara en allt annað. Og svo á að nota fánamálið sem grýlu til að hræða almenning frá því að stynja upp nokkrum kröfum við Dani yfirleitt. En Danir munu geta litið á mál þetta með fullkominni ró og still- ingu, eins og hvert annað mál, einkanlega þá er ekki mun farið fram á, að danne* brogsfánanum sé öldungis útrýmt, heldur verði hafður jafnhliða hinum íslenzka á öllum almannastofnunum og víðar. Grein- in í »Pólitiken« sýnir ljóslega, að Danir geta minnzt á mál þetta frekju- og æs- ingalaust og með fullkominni sanngirni. Og það er einnig sjálfsögð skylda vor að forðast allar óþarfa ertingar og fram- hleypni í þessu máli, sem Dönum er vit- anlega allviðkvæmt. Það getur mjög vel samrýmzt að gæta hófs og velsæmis, en halda þó fast og þétt á kröfum sínum. Ekki virðist »Politiken« vera neitt skelk- uð við orðatiltækið »frjálst sambands- land« í ávarpinu, orðatiltæki, er jafnvel »Lögrétta« og »Norðri« samþykktu at- hugasemdalaust og fundu ekkert athugavert við fyr en eptir á, að einhver hefur stungið því að þeim, að þarna væri líklega átt við jafnréttissamband (»Personal-Union«), en um slíka kröfu gæti ekki verið að tala. »Politiken« leggur þetta út »frit Forbundsland« og flnnur ekkert athuga- vert við það. Hún er ekkert að fárast yfir sprenging ríkisheildarinnar, er sumir stjórnmálamenn vorirhafa borið svomikinn kvíðboga fyrir, að orð þessi beindust að. Það getur verið, að þeir íslenzku fulltrúar, er skipaðir verða í þessa sambandslaga- nefnd, ætli sér orðalaust að taka upp í nýju lögin ummæli stöðulaganna, að ís- land sé »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis«, en orðalaust verður það eflaust ekki samþykkt af þjóðinni, því að yrði það samþykkt af löggjafarþingi voru, þá hefð- um vér smíðað sjálfir á oss þann innlim- unarklafa, er vér gætum ekki gert kröfu til að losast nokkru sinni við. Þá hefð- um vér sjálfir goldið jákvæði vort við því, sem sízt skyldi, og hjá þeirri gildru vill ávarpið sneiða. En hreint og beintjafn- réttissamband landanna (»Personal-Union) er alls ekki heimtað í ávarpinu, en heldur ekki beinlínis útilokað, ef Danir vildu veita oss það góðfúslega, og vér sjálfir værum búnir að átta oss á því, að það fyrir- komulag væri æskilegast fyrir oss, eptir atvíkum. Vér ímyndum oss, að þjóðin mundi taka slíku sambandi allshugar fegin, ef hún ætti þess kost. Og það er alls ekki óhugsandi, að það fengist. En hvað sem öðru líður, þáskiptirþað ekki mestu, að fá einhver sambandslög samþykkt, hvernig sem þau eru úr garði gerð, eins og sumir telja svo mikils vert, heldur hitt, að lögin séu í raun og veru sannarleg réttarbót óss til handa, frá því sem nú er, en bindi oss ef til vill ekki fastar á klafann en fyr. Heldur engin sambandslög og allt eins og nú er en slíkan læðing. Fjörutiu ára minningarrit hefur »Sameinaða gufuskipafélagið« danska gefið út. Félagið var stofnað 11. desember 1866 af C. F. Tietgen, oghafði því starfað 40 ár n. þ. m. Ritið skýrir frá hag félagsins og þroska þessi ár, og er prýtt fjölda mynda af ýmsum stjórn- endum félagsins og öðrum starfsmönnum, mörgum skipstjórum þess o. s. frv. Ritið er mjög vandað að frágangi öllum og prentað á sterkan, gljáandi pappír, og að öllu leyti hið fróðlegasta og eigulegasta. Vöxt félagsins má nokkuð marka á því, að það byrjaði 1867 með 22 skip með tæp 5000 tonnatali netto, en hefur nú í förum 1x5 gufuskip með 140.000 tons. „Vesta" kom hingað frá útlöndum og Aust- fjörðum 22. þ. m. Farþegar með henni frá útlöndum voru: Eggert Briem óðals- bóndi í Viðey, frk. Guðrún Thorsteinsson mágkona hans, Guðmundur Benediktsson stud. mag., Kristinn Magnússon kaupm., Þorsteinn Þorsteinsson kaupm. í Bakka- búð og kona hans, Þórður Sveinsson læknir, Jósep Blöndal vefari, Guðm. Guð- mundsson líkkistusmiður o. fl. Frá Eskifirði kom Ari Jónsson ritstjóri »Dagfara«. Bráðkvaddur varð 23. þ. m. Magnús Arnason steinsmiður hér í bænum, rúmlega tvítugur; hafði hann farið með öðrum manni að skjóta rjúpur upp í Mosfellssveit þann dag. En svo skildu þeir og höfðu ákveð- ið að hittast á gistihúsinu »Baldurshaga«. Beið hinn maðurinn þar eptir honum fram eptir kveldinu, en snemma um morgun- inn eptir var farið að leita, og fannst Magnús þá dauður í brekkunum rétt fyrir ofan Baldurshaga og byssan hjá honum hlaðin. Engir áverkar eptir byltu kvað hafa sést á líkinu, og er talið víst, að maðurinn hafi orðið bráðkvaddur. En sjálfsagt er, að líkskurður sé gerður af lækni, til að taka af allan vafa um dauða- meinið. Sj ónleilcttv. Leikfélagið er nú byrjað á að leika »Kamelíufrúna« (»Kamehedamen«) eptir Alexander Öumas htnn yngra. Leikþess- Þó mikið væri keypt til jólanna í Edinborg, þá er þó ennþá nóg af öllum naiiAsynjavörum til nýársins. Einkum er það Hlýleiiduvörubiiðiii, sem hefur fengið mest orð á sig fyrir vörugæði samfara góðu verði. Þar geta menn enn fengið Svínslærin ljúffengu. sultutau, injolk niðursoðna og ótal tegundir af brauði, auk ótal margs fl. Flestir eru nú farnir að kannast við hinar annáluðu sápur i EDINBORG.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.