Þjóðólfur - 08.02.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 08.02.1907, Blaðsíða 1
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 8. febrúar 1907. Jú 6. Hugleiðingar við áramótin. Eptir F r o s t a. IV. Eg gat ofurlítið um það síðast, að þörf væri á góðum og ódýrum fræðibókum, og að þess væri óskandi, að alþingi legði þar fé til. Eg ætla að minnast ofurlítið meira á þetta atriði. • Hversvegna þarf að verja almenningsfé til bóka þessara ? munu menn spyrja, og hversvegna getur ekki einhver dugnaðarmaðurinn tekið að sér að gefa þær út? Þessu er auðsvarað. Einstakir menn gefa út bækur f gróða- skyni, eins og eðlilegt er, og eru háðir því, hvað alþýðan vill lesa. En hér er um að gera að kenna alþýðunni hvaða bækur hún á að lesa, en til þess verða bækurnar bæði að vera til og vera ódýr- ar, svo engum sé ofvaxið að kaupa þær. Mjög líklegt er, að það taki alllangan tíma, að kenna mönnum að meta gildi bóka þessara, og jafnlíklegt er, að lítið mundi seljast af þeim í byrjuninni. Það getur því ekki orðið neinn gróðavegur, að gefa þær út, og það á það ekki heldur að vera. Margir munu þá segja sem svo, að það liggi allnærri bókmenntafélaginu, að gefa út þesskonar bækur, og það væri og í samræmi við lög þess. Félagið hef- ur og optar en einu sinni byrjað á þess- háttar bókagerð, en hætt svo í miðju kafi. Það þarf nefnilega, þó því sé veittur styrk- ur af almannafé, að fá fyrir bækur sínar að minnsta kosti það, sem til þeirra er kostað. Nú á tfmum eru gerðar svo mikl- ar kröfur til félagsins, að því mundi veita fullerfitt að standa straum af alþýðubóka- gerð, jafnvel þó það fengi meiri styrk. Að því er alþýðuritin snertir, er það og óheppilegt, að bókaútgáfa félagsins er háð samþykkt fundar, því vel gæti svo farið, að þau yrðu þá út undan, jafnvel árum saman. En alþýðuritin ættu að birtast reglulega. Þegar á allt er litið, væriþað eflaust langbezt, að stjórn landsins annað- ist útgáfuna, legði fram féð og fæli einum eða tveimur mönnum á hendur að standa fyrir bókagerðinni, Það gæti aldrei orðið þung byrði á landsjóðnum. V. (Síðasti kafli). Eg get ekki fengið af mér að skiljast svo við þessar hugleiðingar, að drepa ekki ofurlftið á höfuðborg landsins. Hún hefur vaxið stórum upp á síðkastið. íbú- ar hennar eru */8 hluti allra landsmanna, og má þvf teljá hana allstóra f saman- burði við íbúatölu landsins. Borgin er nú orðin svo stór, að allmiklar kröfur má gera til hennar. En hvernig er þá ástand- ’ð ? Það er víst óhætt að segja, að það sé bágborið, enda er vart við öðru að bú- ast> því fólksfjöldinn hefur aukizt svo ^jótt, að bærinn hefur ekki getað fylgzt með. Vér hirðum ekki að orðfengja um brestina, en ,látum oss nægja að fara nokkrum orðum um það, hvað Reykjavfk á að vera og hvernig hún ætti helzt að líta út. Reykjavlk er höfuðstaður landsins, eða hun er aðsetursstaður stjórnarinnar, þar eru æðzu skólar landsins og bókasafnið o. s. frv„ en hún ætti að vera ofurlítið meira. Hún ætti til að mynda að vera höfuðverzlunarborg landsins. Hún ætti að vera miðstöð allrar verzlunar á Islandi. Þar ættu að standa stór forðabúr full af allskonar varningi, er kæmi með stórum, hraðskreiðum gufuskipum frá helztu verzl- unarborgum heimsins. Fram með strönd- um landsins ættu þá að þjóta smáir en örskreiðir eimknerrir, er flyttu menn og vörur fram og aptur milli höfuðstaðarins og annara káuptúna. Akvegir og járn- brautir ættu að liggja út frá borginni til fjölbygðustu héraðanna. I stuttu máli: Reykjavík ætti að vera þungamiðja alls landsins. En það er æði margt, sem gera þarf, áður en því marki er náð. Vér munum nú að eins nefna á nafn nokkuð af því, sem ætti að framkvæma sem allra fyrst, og hefði helzt átt að vera búið fyrir löngu. Þá er nú fyrst og fremst að koma öllu í svo gott stand, að bærinn verði sem heilnæmastur. Öllum óþverra úr hverju húsi ætti að skola út í sjó, en til þess að það sé mögulegt, verður að byggja lokuð ræsi í öllum götum bæjarins. Um ræsin þarf ekki að orðlengja, því bæjarstjórnin er nú byrjuð á þeim. Fyrir það á hún þakkir skilið, og óskandi væri, að starf- inu yrði haldið áfram méð sem mestum röskleika, því ekki verður annað sagt, en að seint væri byrjað. En þá eru götur bæjarins ekki sem beztar. Það liggur við að svo megi að orði kveða, að maður vaði þar stundum forina í »hné og kálfa«, eins og í sveitaþorpunum á Rússlandi. Það er nefnilega ekkert grjót vfða á slétt- unum í Rússlandi, svo þeir geta ekki flór- lagt göturnar, en grjótið er alstaðar kring um okkur, og þó eru göturnar eins og á Rússlandi. Þegar göturnar eru þurrar, eru þær fullar af ryki, og í þurviðrisstorm- um þyrlast það upp, svo rykskýin sveima þar í loptinu svört og þrungin af óþverra. Ætli það væri ekki vinnandi vegur að flórleggja göturnar. Það borgar sig, þó það kosti stórfé, því loptið í bænum verð- ur heilnæmara. Vér skulum að eins nefna vatnið, því eins og betur fer, er nú von á því innan skamms, enda er vatnið lífsnauðsyn fyrir bæinn, bæði að því er snertir heilsu manna og eignir. Slökkvilið bæjarins stendur t. a. m. miklu betur að vígi, þegar elds- voða ber að höndum, ef nægilegt vatn er um allan bæinn. Um vatnið má segja sama og ræsin: Sýnið sem mestan rösk- leika, því of seint er byrjað. Þá komum vér að höfninni. Ekki þarf að eyða þar mörgum orðum, því margt hefur verið rætt og ritað þar um. Vér göngum alveg fram hjá þvf, hvernig höfnin á að vera og hve mikið hún kostar. Hún á náttúrlega að vera góð, og mun ekki kosta svo mikið, að hún borgi sig ekki margfaldlega, þegar á allt er litið. Ætli það væri nú ekki kominn tími til að láta athöfn fylgja orðunum og fara að byrja að byggja höfnina, því það er víst búið að segja nógu opt: sEigum við ekki að fara að setja«. Skipin liggja stundum á höfninni dögunum saman, af þvf það gef- ur ekki til að flytja vörurnar í land eða um borð. Það kostar ekki smáfé, að láta stór gufuskip bíða marga daga, og hverjir borga þann kostnað ? Auðvitað þeir, sem kaupa vörurnar. Það þarf margt fólk og marga báta til að leggja vörurnar í land. Allur sá kostnaður leggst auðvitað á vör- una. Það væri fróðlegt að reikna saman, hve mikið er borgað á ári fyrir út- og uppskipun í Reykjavík, og leggja svo þar við það, sem það kostar á ári, að gufu- skipin verða að bfða sökum gæftaleysis til vöruflutnings í land. Eg ímynda mér, þegar þær tölur eru komnar á pappírinn, að mönnum fari að skiljast, að höfnin muni borga sig. Bókmenntir. Ljóðmæli Matthíasar Jocliums* sonax I—V. B. Kostnaðarraað- ur David Östlund. 1902—1906. Það er bókmenntalegt þrekvirki, er hr. Östlund hefur af hendi leyst með útgáfu þessa mikla ljóðasafns hins alkunna þjóð- skálds, og það má því varla minna vera, en vakin sé eptirtekt almennings á jafn- umfangsmiklu og um leið jafn þörfu út- gáfu-fyrirtæki um leið og það er til lykta leitt, því að ljóðmæli séra Matthíasar eru og munu jafnan verða einhver hinn dýr- mætasti bókmenntalegi fjársjóður þjóðar vorrar, sá fjársjóður, er mölur og ryð fær ei grandað, og hefur þvf ævarandi gildi fyrir alda og óborna. Skáldgáfa séra Matthíasar er jsvo fjölbreytt, svo fjöthæf og spennir yfir svo víðtækt andans svæði, að ógerningur væri í stuttri blaðagrein, að ætla sér að lýsa henni nákvæmlega. Þótt allmargt hafi verið ritað um skáld- skap séra M. hingað og þangað og sumt af allfærum mönnum, þá er samt óhætt að segja, að ítarlegur dómur um hann sem skáld í heild sinni er enn óritaður, og verður eflaust fyrst um sinn, því að það er mikið verk og vandasamt og ekki á allra færi, enda þótt skáldskapur hans sé mjög óvfða torskiiinn og að því leyti ekki erfiður viðfangs. En hann hefur ort meira að vöxtum en nokkurt annað Is- lenzkt skáld, og verður því ekki heimtað, að allt sé jafngott í svo miklu safni. Hann hefur og heldur ekki öðlazt skáld- frægð sína fyrir það, hve m i k i ð hann hefur ort, — ekkert skáld verður frægt fyrir það eitt — heldur fyrir snilldina, sem er á allflestum ljóðum hans. Og þessi snilldarkvæði hans eru svo mörg, að væru þau ein valin úr öllu safni hans, þá mundi það safn verða stærra en nokk- ur önnur íslenzk ljóðabók eptir einstakan mann, og hefði það fram yfir þær allar, að þar væri a 111 gullvægt. Það er nokkur galli á þessu mikla ljóðasafni, og ógreiðara yfirlits, að kvæð- in hafa ekki verið flokkuð að neinu ráði, eða flokkaskiptingin hefur ekki orðið nógu eðlileg, eða samkvæm, en það hefði vitanlega verið afarmikið verk, sem hvorki skáldið né útgefandinn hafa treyst sér til að gera. Að vissu leyti verðnr og efnið fjölbreytilegra í hverju bindi við það, að flokkaskiptingin er gerð af handahófi, en dálítill galli er þetta samt. Að minnsta kosti hefðum vér kunnað betur við, að öll þýddu kvæðin hefðu verið sér í einni samfelldri heild, en ekki hlutuð sundur í ýmsum bindum. En þessir agnúar snerta vitanlega ekkert gildi ljóðasafnsins í sjálfu sér. Yrði það gefið út aptur, sem alls ekki er óhugsandi, væri hægra að ráða bót á þessum misfellum, og haga skipt- ingunni eðlilegar. I 1. bindinu, er kom út á Seyðisfirði 1902, eru meðal annars kvæði frá yngri árum skáldsins, þar á meðal nokkrar þýðingar úr latínu. Þar eru og kvæði »Við tfmamót og önnur tækifæri« og eru meðal þeirra sum af hinum allra fegurstu kvæðum skáldsins, eins og t. d. »Trúar- raun«, »Sorg« (við lát konu hans) »Móð- ir mín«‘ »Jón Arason«, »Hallgrímur Pét- ursson« o. fl. Þar er og Noregskvæðið (»Nú hef eg litið landið feðra minna«) og kvæðin til Jóns Sigurðssonar og söngv- arnir við útför hans. Meðal kvæðanna »Frá seinni árum«, í þessu bindi eru Wathneskvæðin og kvæðabálkurinn : »Ferð upp í Fjótsdalshérað 1900«, eitthvert með hinum beztu og einkennilegustu náttúru- lýsinga-kvæðum skáldsins, og víða mjög fyndið og smellið. í þessum kafla er og hið ágæta kvæði »Minni Norðmanna« (Austanum haf þar himinsins sól«). Síð- ast í bindinu eru þýðingar á norskum kvæðum eptir Welhaven (Ur »Aptureld- ing Noregs« og Ólafur helgi), ívar A.a- sen, A. O. Vinje, A. Munch (»ísland«, »Brúðförin í Harðangri«). Björnson (»Ólafur T 'ryggvason« o. m. fl.). Hinrik Ibsen (»Þorgeir 1 Vík« o. fl.). JónasLie, Kristófer Janson, Magdalenu Thoresen, Per Sivle, L. Dietrichson o. fl. Þýðing- ar séra Matthíasar eru svo þjóðkunnar, að óþarft er að hrósa þeim hér. Margar þeirra eru sannkallað listaverk. Það er t. d. engu minni unun að lesa »Þorgeir í Vík« 1 þýðingu séra Matthíasar en á frummálinu. Þessi kvæðis-gimsteinn hef- ur jafnvel fágast og fegrast í höndum þýðandans, og svo er um flest hinna þýddu kvæða f þessu bindi. í 2. bindinu (Seyðisfirði 1903) eru Þjóð- hátíðarkvæði skáldsins, þau kvæði, er fyrst sköpuðu skáldfrægð séra Matthíasar og skipuðu honum á bekk með höfuð- skáldum þjóðar vorrar, því að það var ekki fyr en um og eptir þjóðhátíðina 1874, að Pegasus hans hafði fengið það eldi, sem þurfti til að draga hina eldri uppi og komast fyllilega á hlið við þá. Aður var séra M. mest kunnur fyrir »Utilegu- mennina«, er hann hlaut mikið lof fyrir að eins 26 ára gamall. Og verður því ekki sagt, að hann hafi þurft lengi að bfða viðurkenningar. Én þjóðkunnur varð hann fyrst tæplega fertugur, og hef- ur orðstír hans ekki þorrið síðan. í 2. bindinu eru og kvæðin: »íslands land- nám«, »Víg Snorra Sturlusonar«, »Guð- brandur Hólabiskup*, sEggert Ólafsson«, o. fl. snilldarkvæði, þar á meðal kvæðið »Eyjafjörður«. Meðal kvæðanna í þessu bindi, sem ort eru eptir 1880, má t. d. nefna hið fagra og kraptmikla kvæði »Skagafjörður« (ort 1890), eitthvert af hin- um allra beztu' og hreimmestu kvæðum skáldsins, þar sem hann tengir svo meist- aralega saman sögu héraðsins og hina

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.