Þjóðólfur - 08.02.1907, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 08.02.1907, Blaðsíða 3
ÞJÓÐOLFUR. 23 urinn, er kominn til Nganstro(?) í Tibet, eptir margar og miklar þrautir á ferðalag- inu. Mikill vísindalegur árangur af förinni. Ríkisþingskosningarnar þgzku eru nú um garð gengnar og hafa fallið þannig, aðjafnaðarmenn hafa misst 3Óþingsæti, og Welfaflokkurinn 3, en frjálslyndi flokkurinn hefur unnið 10, íhalds menn 6, þjóðfrelsisflokkurinn (National- liberale)4, Pólverjar4, miðflokkurinn(Cen- trum) 2. Hvar stendur það skrifað?! Það er alþekkt bragð hjá þeini, er prett- ast vilja um að standa við einhverjar skuld- bindingar, að það sé hvergi skrifað, að þeir hafi lofað nokkru, og þá þykjast menn þessir vera lausir allra rnála. hversu bind- andi sem skuldbindingin eða loforðið kann að vera að öðru leyti. „Þú hefur það hvergi skriflegt frá mér“, er þá viðkvæðið. Líkt fer „Lögréttu" í fyrra dag, er hún ætlar að þurka blaða ávarpið alveg af sér, með því að ritnefnd blaðsins hafi aldrei s k r i f a ð undir það. En hún hefur þó prentað það í blaði sínu „Lögréttu", að hún væri blaða-ávarpinu að öllu leyti samþykk, nema ríkisráðssetubanninu, og ekki gefið í skyn fyr en nú, að hún værij raun og veru laus allra mála, af því að nöfn ritnefndarmanna stæðu hvergi með eigin hendi undir ávarp- inu á skrifuðu pappírsblaði. Alveg á sama hátt gæti þá t. d. ritstj. „Norðurlands" og ritstj. „Valsins", eptir skilningi „Lög- réttu", algerlega neitað því, að vera taldir með ávarpsmönnum, því að oss vitanlega hafa þeir ekki s k r i f a ð nöfn sfn undir hið upprunalega pappírsblað með ávarpinu á, heldur tjáð sig samþylcka því, og það hefur verið talið jafngilt eigin undirskript. Eins er um Lögrétturitnefndina. Hún er sam- kvæmt yfirlýsingum sínum í „Lögréttu" jafn bundin við ávarpið (að undanteknu ríkisráðssetubanninu einu), eins og þótt hún hefði undirskrifað það með eigín hendi, nema prentaðar yfirlýsingar ritnefndar- innar í „Lögréttu" séu jafnan markleysa ein, er enginn megi reiða sig á, ef ekki verður með eiginhandarskjali sannað (fyrir rétti?) að hún hafi skrifað það. En Lögrétturit- ritnefndin þarf víst ekki að óttast, að hún verði dregin fyrir lög og rétt til að sverja sig frá skriflegri undirskript blaða- ávarpsins. Meti hún sjálf sínar eigin yfir- lýsingar í blaði sínu svo ómerkar og ó- ábyggilegar, að þær hafi hvorki lagalegt né siðferðilegt gildi, og séu ekki á nokkurn hátt skuldbindandi fyrir hana, þá hún um það. Desember-yfirlýsing hinna tuttugu er sjálf- sagt einhversstaðar til á skrifuðu papp- í r s b 1 a ð i, meðal annars með eiginhandar- nöfnum Lögrétturitnefndarinnar undir, svo að það verður víst erfitt að smjúga frá henni. En hvernig fer þá með hina, sem með tal- tímanum hafa tjáð sig samþykka yfirlýsing- unni, og eru þó hiklaust kallaðir undir- skrifendur, eins og rétt er? Það má vara sig á, að þeir smjúgi ekki frá öllu síðar, úr því að þeir hafa ekki s k r i f a ð(!) nöfn sín undir yfirlýsinguna og segi : „Vér höfum ekki skrifað nöfn okkar undir nokkra yfirlýsingu, eða hvar stendur það skrifað?" Hvað mundu hinir þingmennirnir, er skrif- að hafa nöfn sín á yfirlýsingarskjalið, segja um það. Mundu þeir taka slíkar vífilengj- ur gildar? Vér hyggjum ekki. Bæjarbruni. Hinn 16. f. m. brann bærinn í Efri- hólum í Núpasveit í Þingeyjarsýslu, ept- ir því sem símað er frá Akureyri um næstl, helgi. >Vesta‘ lagði loks af stað til útlanda úr Hafn- arfirði 4. þ. m. Farþegar með henni O. Forberg símastjóri, Jónatan Þorsteinsson kaupm. og frú hans, Egill Jacobsen kaupm. og frú hans, N. B. Nielsen verzlunarfull- trúi, Chr. Nielsen. Sigurmundur Sigurðs- son læknask.kand,, Magnús Beniamíns- son úrsmiður o. fl. Glímufélagið .Armann', (formaður Pétur Jónsson blikksmiður), sýndi glímur hér í Breiðfjörðshúsi í fyrra kvöld. Var fyrst kappglíma og síðan bændaglíma, en nokkrar lifandi myndir sýndar á eptir, og var aðsókn að skemt- un þessari mjög mikil, svo að færri kom- ust inn en vildu. Glímur þessar voru með lang-myndarlegasta móti, er félag þetta hefur hingað til sýnt, og virðast sumir þeirra, er þar glímdu, vera efni 1 ágæta glímumenn. Er ekki ósennilegt, að sam- keppnin við Akureyrarglímufélögin og bardaginn um glímubeltið, eigi nokkurn þátt í endurlifnun Reykjavfkur-glímufé- lagsins, og er vel farið að svo ef. Glímu- verðlaun hlutu nú: Guðmundur Stefáns- son (múrara Egilssonar) 1. verðlaun, Sig- urjón Péturson, verzl.m. 1 Liverpool 2. verðlaun og Pétur Gunnlaugsson (frá Háa- leiti) 3. verðlaun. Látinn er í Winnipeg 16. des. f. á. séraStefán Sigfússon fyr prestur að Hofi í Alpta- firði á 59. aldursári, fæddur á Valþjófsstað 9. júll 1848, og voru foreldrar hans Sig- fús Stefánsson prófasts á Valþjófsstað Árnasonar og Jóhanna Jörgensdóttir Kér- úlfs héraðslæknis. Séra Stefán var út- skrifaður úr skóla 1871 með 2. einkunn, tók embættispróf á prestaskólanum 1874 einnig með 2. einkunn og var prestvfgður s. á. til Skinnastaða, fékk Mývatnsþing 1880 og Hof í Álptafirði 1886, en var vikið frá prestskap 1890 sakir drykkju- skaparóreglu, og fór litlu síðar til Vestur- heims. Hann var gervilegur maður og hraustmenni til burða, en nokkuð svaka- fenginn, og lítt til prestskapar fallinn. Fyrrl hluta lagaprófs við háskólann hefur Oddur Hermannsson tekið með 1. einkunn og fyrri hluta málfræðisprófs (ensku) Sigurður Sigtryggsson. elnnig með 1. eink. Lœknapróf (síðari hluta) hafa tekið við læknaskól- ann hér Halldór G. Stefánsson og Sigur- mundur Sigurðsson, báðir með 2. betri einkunn, en fyrri hluta þess prófs hafa tekið Guðmundur Þorsteinsson, Hend- rik Erlendsson, Ólafur Þorsteinsson og Sigvaldi Stefánsson. Veðurátta hefur verið afar umhleypingasöm og ó- stöðug, einkum síðan um nýár, með fann- komu, frostum og lítilsháttar blotum á víxl, svo að menn muna naumast verri tíð. Seint í f. m. komst frostið hér upp 140 C., en ekki stóð það lengi. Sfðustu tvo daga gott veður og stillt. Af Seyðis firði er símritað 31. f. m., að þar hafi ver- ið 14 stiga frost hinn 30. Og af Norður- landi er að frétta harðindatíð með mikilli fannkomu, og menn hræddir um heyleysi. Hafís enginn á Húnattóa, og heldur ekki á Seyðisfirði, eptir talsímafrétt frá Blöndu. ósi 1 gærkveldi. Hafði sést þaðan ofur- lltið hrafl inn á Húnaflóa fyrir nokkrum dögum, en svo kom sunnanhláka, og hvarf það þá. Á Eyjafirði heldur ekki ís. — Skipið, sem koma átti með fóð- urbætinn til Húnvetninga og Skagfirð- inga, rakst á annað skip skammt frá Leith og skemmdist nokkuð, svo að ferð þess tefst um nokkra daga. Nýtt botnvörpuskip hafa Wathneserfingjar á Seyðisfirði keypt, og ætla að halda því úti til fiskiveiða hér við land, eptir því sem Þjóðólfi er símað af Seyðisfirði. Fóðurbætiskaup. Símritað er enn fremur frá Seyðisfirði, að matvörupöntun til skepnufóðurs frá Húnvetningum og Skagfirðingum nemi 400 smál. og sé von á skipinu í miðjum þ. m., eins og áður var frétt. Samgöngur viö Noreg. Sfmritað er og af Seyðisfirði, að Wath- neserfingjar séu í samningum um kaup á skipi, á stærð við „Prospero", skipið, sem sem það nú hefur í förum. Er ætlazt til, að þetta nýja skip fari 5 ferðir í sumar milli Kristjanía, Stafangurs, Björgvinar, Seyðisfjarðar, Akureyrar, ísafjarðar, Pat- reksfjarðar og R e y k j a v í k u r. Félagið kvað gera sér von um 5000 kr. styrk til þessa úr rfkissjóði Norðmanna. Um björgun skipshafnarinnar af bothvörpnskipinu »Imperiaiist« er Þjóð- ólfi ritað úr Stykkishólmi 30. f. m.: „Englend- ingarnir af botnvörpuskipinu „Imperialist" (sem strandaði við Melraklcaey fyrir utan Grundarfjörð) komust allir í skipsbátinn, eptir að skipið rakst á, og náðu landi um kvöldið í Krufsey hjá Þormóðsey, lágu þar úti um nótt- ina, fóru í dögun út í bátinn, en þegar 5 voru komnir út í hann, tók hann út af straumi og vindi og náði ekki landi aptur, og voru því 7 eptir. Fóru þeir upp á eyna og sá þá Jón bóndi f Þormóðsey þá, og fór við annan mann þeim til hjálpar. Hinum bátn- um náði Jón Lárusson í Sellóni, sem sá að bátinn rak austur, og að mennirnir í honum veifuðu. Jón í Þormóðsey og Jón Lárusson kornu svo með þá fyrir rökkr- ið inn í Stykkishólm sama dag alla ó- skemmda, og var enginn þeirra veikur. Skipið er sokkið. Skipstjóri heitir J. Wood, hefur hann þrisvar bjargað mönnum í Vest- mannaeyjum og tvisvar botnvörpungum f Faxaflóa og enginn sómi verið sýndur fyrir, hvorki f Englandi né hér. Það má heita þrekvirki af Jóni í Þormóðsey, sem er yfir 50 ára, að hjálpa mönnunum f illu veðri við annan mann, og auk þess var hann svo hugsunarsamur, að koma með heita mjólk til þeirra, og sagði skipstjóri, að björgunár- mennirnir ættu skilið viðurkenningu". Leiðrétting. 1 eptirmælum Árna heit. Jónssonar á Tóptum f síðasta blaði hefur fallið burtu við prentunina eitt nafn, þá er ætt hans var rakin. Hafliði faðir ísleifs á Ásmundarstöðum var son Þórðar Þórðar- sonar Skálholtsráðsmanns f Háfi, er lengi var ritari Árna Magnússonar og því sonar- sonur Þórðar sýslumanns Steindórssonar, en ekki sonur hans. Veðiiráttnfar í Rvík í janúar 1907. Meðalhiti á hádegi. -r- 0.6 C. (í fyrra + 1.5). —„— - nóttu . ri- 2.2 „ ri-1.6). Mestur hiti - hádegi. + 6 „ (22.). Minnstur — - — -L 10 „ (2S-)- Mestur — - nóttu + 4 „ (23-)- Minnstur— - — -i- 14 „ (25 )- í þessum mánuði hefur veður verið mjög óstöðugt: lang-optast útsynningur (SV) með miklum og svörtum byljum. Svo má segja, að hafi hann snöggva stund hlaupið í austur, hefur útsynningur verið aðal-áttin. Síðustu dagana var hér mikill kuldi. Snjór hefur nú legið á jörðu, stundum mikill, allan mánuðinn. 'A—'07. y. Jónassen. Ernst Reinh. Voigt Markneukirchen 45 (Þýzkalandi). Beztl sölustaður á allskonar hljóðfaerum og öllu þar að lútandi o. fl. Verðskrá á dönsku ókeypis. Biðjið um sérstakan verðlista yfir núnar ágsetu harmoníkur o. fl. yirívænlegt jyrirtæki. Kaupmaður hér í bænum vill nú strax selja, einum eða fleirum, helming verzlunar sinnar, einnig helming verzlunarhúsa. Verzl- unin hefur, að allra dómi, gott orð á sér, og er, ef vel er á haldið, í miklum upp- gangi. Um verzlunarhúsin er það að segja, að þau eru áreiðanlega á einum allra bezta stað í bænum, og seljast fleirum þúsundum króna undir því verði, er þau nú eru, (eig þarf einn eyri í þeim út að borga næsta 1 !/z ár.) Vörubirgðir eru nú ca. 50,000 kr. Fastir viðskiptamenn ca. 400. Orfá þúsund krónur út að borga, og ættu þvf þeir, er 1000 kr. og þar yfir vilja leggja, að senda tilboð sín í lokuðu umslagi merkt »Business« til ritstjóra þessa blaðs, og mun seljandi þá heimsækja þá, og skýra nákvæmlega frá öllum ástæðum. ALFA ber með réttu nafnið y)hið hezlaa. Brúkið þessvegna ALFA MARGARINE Leikfélag Reykjayíkur. rerður leikinn föstudaginn 8. þ. 111. (þ. e. í kveld) kl. g §íðd. VerzlunarstörJ. Æfður, reglusamur verzlunarmaður, með góðum meðmælum, getur á næsta vori fengið fasta atvinnu við verzlun í Reykj'avík. Umsóknir með tilskildum launum og meðmælum (sem verða endursend) fyrri húsbænda, séu auðk. „Verzlunarstörf", og sendar ritstjóra Þjóðólfs fyrir lok næstk. marzm. Samkomuhúsið Betel. Sunnudaga: Kl. ó'/z e. h. Fyrirlestur. Miðvikudaga: Kl. 81/) e. h. BibRusamtal. Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bcenasamkoma og bibllulestur. fnp PMefeit °g ágstt margarsne 1»» c?f/o. eJjjarnason. Öllum þeim, sem med nærveru sinni heiðriiðu jarð.irför mannsins míns sáinga, Árna Jónssonar, eða á annan liátt létu í ljósi liliittekningu sína, votta eg mittinni- legasta þakklæti. Reykjavík 7. febr. 1907. ÞöRBJÖRG FILIPPUSDÓTTIR. Til leigu frá 14. maí næstk., og kaups ef um semur, 5 íbiíðarhús og 1 verzl- unarhús á beztu stöðum i bænum. Semja ber við Oísla Þorbjarnarson. (Heima kl. 10—11 og.3—4). ..Sagan af Þurídi fbrinaimi og Hainb.«iráii§in«)iinuiié> fæst öll á afgreiðslu Þjóðólfs. Kostar 3 kr. Að eins örfá eintök til sölu.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.