Þjóðólfur - 26.04.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 26.04.1907, Blaðsíða 1
ÞJÓÐÓLFU R. Reykjavík, föstudaginn 26. apríl 1907. 59. árg. €rlenD símskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupmannahöfn, 23. apríl kl. 5m e. h. Samban dslagan efndin. Hinir frjálslyndustu vinstrimenn (»Radi- kale«) hafa tilnefnt Krabbe í sambands- laganefndina. Skiptjón. Gufuskipið Archangelsk rakst á ísjaka 1 Newafljótinu og sökk. 45 manns fórust. Nýlendnaþingið i Lundúnum hefur ákveðið að koma sam- an 4. hvert ár og koma föstu skipulagi á þá stofnun. Milli þinga annast störfin föst nefnd manna. Fellibylur hefur gengið yfir Ulfseyjar í Kyrrahafinu og 230 manns mistu lífið. Óaldarvoðinn fer vaxandi i Lodz (á Póllandi). Menn drepnir hrönnum saman á hverjum degi og ránskapur mikill. 25. apríl kl. 6 e. h. Vaxlalœkkun. Englandsbanki hefur fært peningavöxtu niður í 4%. Héraðslœknisembœttið í Reykjavík veitt Guðmundi lækni Hann- essyni á Akureyri 19. þ. m. Thorefélagið hélt aðalfund í dag. Agóðinn fer vax- andi. Stjórninni veitt heimild að auka höfuðstólinn upp í eina miljón og bæta við sig, ef þörf þætti, einum meðstjórn- anda, er verið gæti íslendingur. Bókmenntafélagið hefur endurkosið formann sinn (Þorvald Thoroddsen) og stjórnina. írsk löggjöf. Frumvarp um írskt stjórnarráð verður borið upp i parlamentinu 7. maí. * * Christopher Krabbe er elztur þeirra manna, sem í sambandslaganefndina hafa valdir verið, eptir því sem enn er kunnugt, er nálega 74 ára gamall (f. 20. júlí 1833) nafnkunnur stjórnmálamaður, kom fyrst á þing 1864 og var formaður fólksþings- ins fra 1870—1883, að hann sagði af sér formannsstöðunni, vegna ósamlyndis við vinstri menn, út afþví að hann gafHörup árninningu. Árið eptir lagði hann og nið- ur þingmennsku, en gaf aptur kost á sér 1895 og hefur setið á þingi síðan, alls 32 ár á þingi. Hann er manna frjálslynd- astur og hvarvetna mikils metinn. Skipstrand. Hinn 9. þ. m. strandaði frakknesk fiski- skúta (frá Dunkerque) við Breiðamerkur- sand, skammt frá Jökulsármynni. Skip- verjar 18 að tölu björguðust í land. Almennur kosningarréttur eða fjárbundinn. Eptir Kára. Aðkomumaður: Heill og sæll karl- skepnan! Hvar sem eg hef komið í dag hefur a 1 m e n n u r og f j á r b u n d- i n n kosningarréttur einlægt klingt fyrir eyrum mér. Yildirðu nú ekki svo vel gera og segja mér lítið eitt frá þessum svo nefnda almenna kosning- arrétti, því eg þykist skilja, að hann sé annars eðlis en þessi fjárbundni eða gjaldbundni kosningarréttur, sá er nú höfum vér. Beykvíkingur: Ef kosningarlög kveða svo á, að allir fullveðja menn sem hafa náð ákveðnum aldri — segj- um t. d. 25 ár — hafi heimild til þess að kjósa fulltrúa í sveitarstjórn, bæj- arstjórn eða á þing, án þess að kosn- ingarréttui'inn sé bundinn við ákveðið gjald eða aukaútsvar, nefnist það al- mennur kosningarréttur. Aðkomumaður: Ekki nema það þó! Eptir því ættu menn, sem liggja við sveit og greiða enga skatta eða skyld- ur að fá kosningarrétt til sveitarstjórn- ar og jafnvel til alþingis. Þá væri gaman að lifa fyrir ónytjungana, þeim mundi fljótt lærast að nota sér þennan rétt. Þetta mun vera yngsta bólan ykkar garpanna hér syðra? En hvað um það. Segðu mér nú eitthvað af létta um kosningarrétt þennan. Hvar er hann upprunninn og við hver skyn- samleg rök hefur hann að styðjast og hvernig hefur hann gefizt ? Beykvíkingur: Hann er upprunn- inn á Frakklandi og var, að því er mig minnir, fyrst neytt við kosningarnar til þjóðþingsins 1792. Hann styðst við þá skoðun, að úr því að margir ein- staklingar eru jafnaðarlega í hverju þjóðfélagi, sé rótt og sanngjarnt, að þeir liafi allir, að svo miklu leyti sem þeir hafa ekki brotið það af sór, hönd í bagga með, hvernig því er stjórnað. En það geta þeir bezt með almennum kosningarrétti. Þó að hann sé enn heldur nýr af nálinni í ilestum ríkjum, þar sem hann hefur verið leiddur í lög, held eg, að ekki verði annað sagt en að hann hafi víðast hvar gef\zt vel til þessa. Aðkomumaður: Það er mikil bót í máli. En það verð eg að segja, ekki get eg fellt mig við hann að svo vöxnu máli. Mér virðist eins mega snúa stað- hæfingu þinni við og segja, að rótt sé og sanngjarnt, að þeir einir hafi kosn- ingarrétt, sem leggja eitthvað af mörk* um til sveitar, bæjar eða ríkis? Það er þó eingöngu fé frá gjaldendum, sem sveitafólögin, bæjarfélögin og alþingi hefur úr að moða. Eg kysi helzt fyr- ir mitt leyti, að hver hefði atkvæði eptir gjaldþoli og skattgreiðslu, svo að ef t. a. m. maður, sem greiðir 8 kr. til bæjarsjóðs, hefði atkvæðisrétt, væri sá er geldur 80 kr. tífaldur í roðinu eða hefði ! 0, atkvæði. Beykvíkingur: Þá mundi nú mál- um smámennanna vel borgið í bæjar- stjórninni eða á alþingi, ef bæjarfull- trúarnir eða alþingismennirnir skyldu kosnir eptir slíku lögmáli! Þú ert ekki einu sinni eins frjálslyndur eins og stjórnarskráin okkar, svo að eg snúi mér nú að kosningarrétti til alþingis, því að hún gerir ráð fyrir, að afnema megi með einföldum lögum aukaútsvarsgreiðsluna sem skilyrði fyr- ir kosningarrétti, og þá er ekki nema eðlilegt, að kosningarrótti til að 'kjósa í bæjarstjórn væri breytt á sömu leið. Aðkomumaður: Það er nú svo. En hefurðu athugað, að gjöld til lands- sjóðsins eru bæði bein ogóbein? Toll- ar eru óbein gjöld. Þá greiða allir, bæði ríkir og fátækir, því að allir kaupa tollaðar vörur. Því verður ekki annað sagt en að allir greiði skatt eða gjald til landssjóðsins, þótt ekki geti það á- vallt heitið beinn skattur. Tollarnir koma auk þess ekki allsjaldan þyngra niður á öreiganum en á efnamannin- inum. Þurrabúðarmaðurinn, sem hefur enga málnyt fær að kenna harðara á kaffi- og sykurtollinum en bóndi með stórbúi eða hálaunaður embættismað- ur. Það er því sök sór, þótt kosning- arréttur til alþingis sé ekki bundinn við aukaútsvarsgreiðslu, en um kosn- ingar til sveitarstjórnar eða bæjarstjórn- ar gegnir allt öðru máli. Beykvíkingur: Þakka þér fyrir, að þú minntir mig á óbeinu gjöldin eða tollana, sem allir verða að greiða. Eg vil að eins taka dýpra í árinni an þú og segja, að einmitt sakir tollgreiðsl- unnar er ástæða til að nema sem fyrst burt auka-útsvarsgreiðsluna sem skil- yrði fyrir kosningarrétti til alþingis. En eg fæ ekki skilið, hvers vegna kosningar til sveita- og bæjarstjórna mega ekki vera háðar sömu reglu. Aðkomumaður: Það er í stuttu máli mín skoðun, að sá eigi ekki að hafa kosningarrétt, sem engin gjöld greiðir til bæjarfélagsins eða sveitar- fólagsins: Engar skyldur, engin rétt- indi. Beykvíkingur: Mór þykir þú vera ærið ónærgætinn við fátæklinga okkar og jafnvel við fósturjörðina, ef þú met- ur allar skyldur og réttindi einungis til peninga. Gerum ráð fyrir, að þú værir fátækur dugnaðarmaður með konu og mörg óuppkomin börn og ættir heima hér í bænum. Þú baslaðist svona nokkurn veginn af með ómegð þína, ælir börn þín vel upp, en hefðir ekkert aflögum og þættir ekki fær um að greiða neitt aukaútsvar. Gerum enn fremur ráð fyrir, að efnaður pip- arsveinn eða efnuð piparjómfrú, sem gyldu 10—20 kr. útsvar byggju á næstu grösum við þig, en létu ekkert gott . af sér leiða í þarfir einna eða neinna og hefðu engan áhuga á bæjarmálum, en þér væri það t. d. mesta nauðsynja- mál, að skólamál bæjarins væru í góðu lagi til þess að þú gætir mannað vel börn þín; hvert ykkar ætlar þú þá beztkomið að kosningaróttinum? (MSÍFfl)- 18. Stórkostlegt manntjðn. Fiskiskúta með yfir 20 manns farizt. Því miður má nú telja hér um bil al- veg vlst, að fiskiskútan » G e o r g « héð- an úr bænum, eign Þorst. Þorsteinssonar kaupm. f Bakkabúð, hafi farizt með allri áhöfn, einhversstaðat við suðurströnd landsins, líklega í skírdagsveðrinu 28. f. m., eða ef til vill nokkru fyr. Með vissu hefur ekkert til hennar spurzt síðan nokkru fyrir bænadagana, og við Landeyjasand hefur nafnspjaldið af henni rekið/en ann- að ekki með vissu. Það virðist því vera öll von úti um að skipshöfnin sé á lífi. Skip þetta var mjög vel mannað, einvala- lið að kalla mátti, og á bezta aldri. Skipstjórinn einkar duglegur maður og bezti drengur og sömuleiðis bræður hans tveir, er með honum fórust. Höfðu þeir fylgt til grafar móður sinni daginn áður en þeir lögðu út í síðasta sinn. Er mælt, að hún hafi jafnan varað þá við að vera aldrei allir á sama skipinu, en svo varð þó í þetta sinn. Bræðurnir frá Selfossi, Höskuldur og Guðjón voru synir gamallar ekkju þar, er missti manu sinn (Jóakim Jónsson) fyrir skömmu. Hin stórkostlegu manntjón, er orðið hafa síðustu árin af þilskipum hér sunnanlands, hafa orðið og verða útveg þessum til mikils hnekkis, eins og eðlilegt er. Og sennilegt að sá útvegur breytist algerlega á næstu árum í botnvörpuútgerð, sem bæði ætti að vera hættuminni og ábatavænlegri. Alls hafa 21 manns farið í sjóinn á þessu skipi (»Georg«) og voru það þessir (aldur milli sviga): Skipstjóri Stefán Daníelsson Rvík (36 ára)og stýrimaður Sigmundur Sigmunds- son Rvík (25), en hásetar voru: Guð- mundur (38) lausam. og Jón (30) thm. Daníelssynir bræður skipstjóra, Höskuldur (25) og Guðjón (20) Jóakimssynir bræður frá Selfossi, Jón Guðmundsson (28) thm. Rv., Þorsteinn Pétursson (33) thm. Rv., Bjarni Sigurgeirsson (18) vm. Fögrubrekku í Hrútafirði, Magnús Ingvarsson (34) lm. Rv., Vilhjálmur Guðmundsson (39) Knúts- borg Seltjarnarnesi, Þórarinn Guðmunds- son (58) thm. Rv., Guðmundur Steinsson (29) lm. Rv., Ólafur Jónsson (43) lm. Rv., Einar Guðmundsson (26) vm, Brú í Stokkseyrarhr., Gestur Sv. Sveinsson (27) lm. Rv., Þorvarður Daníelsson (46) thm. Rv., Magnús Magnússon (32). lm. Núp- dalstungu í Miðfirði, Guðni Guðmundsson (24) vm. Jaðri í Þykkvabæ, Bjarni Ás- mundsson (22) Brekkulæk f Húnav.sýslu og Jakob Þorsteinsson (24) Rv(?) Kirkjusamsöngurinn. Samsöng þann, sem haldinn var f dóm- kirkjunni 17. og 20. þ. m., undir stjórn tónskáldsins hr. Sigfúsar Einarssonar og með aðstoð frú Valb. Einarsson, frú Ástu Einarsson og hr. Sigvalda Stefánssonar stud. med., má óhætt telja einn hinn á- hrifamesta og fegursta samsöng sem hér hefur nokkru sinni verið haldinn, því auk þess sem lögin voru mjög vel valin og

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.