Þjóðólfur - 12.07.1907, Blaðsíða 1
59. árg.
Reykjavík, föstudaginn 12. júlí 1907.
M 30.
Beztu lirar.
Málara - vörur,
litir, fernis, lakk,
þurkandi, allskon-
ar tegundir penzla
og áhalda.
Smíðatól, lím,
schellakk, bæsir.
Biðjið um verðlista og tilboð.
I. D. Flxlggers Filial.
Köbenhavn K.
Alþing-i.
n.
Þingsályktunartillaga
var borin fram i báðum deildum um
að skora á stjórnina að ráða konunginum
frá því að skipa menn í sambandslaga-
nefndina, fyr en nýjar kosningar til al-
þingis hefðu fram farið. Var þetta gert
samkvæmt áskorunum frá ýmsum þing-
málafundum, er höfðu lagt allmikla áherzlu
á, að nefndarskipuninni yrði frestað.
Flutn.menn í N. d. Skúli Thoroddsen,
B. Kr., Stef. (Skagf.), en í E.d. Valtýr
Guðm. og Sig. Jensson. í neðri deild var
iillggan til umræðu 8. þ. m. og felld þar
með 16 atkv. gegn 4 og s. d. í efri deild
með 6 atkv. gegn 5. Umræður voru
mjög hóflegar og hitalausar. Lýsti ráð-
herrann því þegar yfir, að frestun á nefnd-
•arskipuninni nú væri sama sem eyðing
málsins, og að ekkert yrði þá af nokk-
urri nefndarskipun síðar, Og yrði hann að
telja það tjón mikið fyrir landið, ef tæki-
færi þessu yrði þannig sleppt.
Þingmannafrum vö rp
eru fá komin fram enn og verða ef-
aust ekki mörg á þessu þingi. Þessi
eru enn komin í ljósmál:
x. Um bæjarstjórn í Hafnar-
f i r ð i, uppvakningur frá fyrri þingum(flutn-
ingsmenn Valtýr Guðmundsson og Ágúst
Flygenring).
3. Um vátryggingarskyldu
húseigenda og stofun bruna-
b ó t a s j ó ð s (flm. Jón Jónsson, M. Kristj-
ánsson).
3. Um breyting á tilskipun
um bæjarstjórn 1 Reykjavík
(flm. G. Björnsson, Tr. Gunnarsson). í frv.
þessu er farið fram á, að skipaður sé
borgarstjórij kosinn af bæjarstjórn til 6
ára f senn, og fái hann að launum úr
bæjarsjóði 4500 kr. á ári, auk 1500 kr. í
skrifstofufé. Bæjarfulltrúar skulu vera 15
að tölu.
j. gr. frv, er svolátandi:
Kosningarrétt hafa allir bæjarbúar, karlar
og konur, sem eru fullra 25 ára að aldri, þeg-
ar kosning fer fram, hafa átt lögheimili í
bænum 1 ár, hafa óflekkað mannorð, eru
fjár síns ráðandi, eru ekki öðrum háðir sem
hjú, og er ekki lagt af sveit, eða hafi þeir
þegið sveitarstyrk, þá endurgoldið hann, eða
verið gefinn hann upp, — svo framarlega
sem þeir greiða .skattgjald til bæjarsjóðs.
Konur kjósanda hafa kosningarrétt, þótt þær
séu eigi fjár síns ráðandi vegna hjónabands-
ins, og þótt þær[eigi greiði sérstaklega gjald í
bæjarsjóð, ef þær að öðru leyti uppfylla áð-
urgreind skilyrði fyrir kosningarrétti.
Kjörgengur er hver sá er kosningarrétt
hefur.
4. gr. I janúarmánuði 1908 skal kjósa
fulla töiu bæjarfulltrúa. Gömlu bæjarfull-
trúarnir fara jafnframt frá, en þá má endur-
kjósa. Af þeim bæjarfulltrúum, er þá verða
kosnir, fer einn þriðjungur frá eptir hlutkesti
eptir tvö ár, annar þriðjungur eptir 4 ár,
sömuleiðis eptir hlutkesti, og hinn stðasti
þriðjungurinn eptir 6 ár. í stað þeirra fulltrúa,
er úr bæjarstjórninni ganga í hvert skipti,
skal þegar kjósa jafnmarga í hana til 6 ára.
Á þennan hátt fer svo jafnan síðan einn
þriðj ngur hinna kjörnu bæjarfulltrúa frá
annaðhvort ár og nýir bæiarfulltrúar kosnir
í staðinn. Kosningar í bæjarstjórn fara jafn-
an fram í janúar.
í síðari hluta frumv. eru ýms ákvæði
um skipun niðurjöfnunarnefndarinnar og
starfsvið hennar. Nefnd var skipuð í mál
þetta í N. d. í fyrra dag: L. H. Bjarna-
son, J. Magn., St. St. (Skagf.), Guðl. Guðm.
M. And.
4. Þm. Reykvíkinga bera fram breyt-
ing á lögunum um mannntal 1 Reykja-
vík, að það skuli fara fram frá 20.—30.
nóvember ár hvert, en ekki í október.
5. Frv. um löggilding verzlun-
arstaðar í Kirkjuvogi í Höfnum er
borið upp í N. d.
Þlngnefndir.
K o s n i n g a 1 ö g (N. d.) Pétur Jónsson
(form.), Jón Magnússon (skrifari), Eggert
Pálsson, Björn Kristjánsson, Lárus Bjarna-
son, Ól. Thorlacius, Jón Jónsson.
Frv. um almennan kosningarétt vísað
til þeirrar nefndar.
L a g a s k ó 1 i n n (N. d.) Jón Magnús-
son, Skúli Thoroddsen, Lárus Bjarnason.
Fræðsla barna (N, d.) Þórhallur
Bjarnarson (form.), Árni Jónsson, Eggert
Pálsson, Stefán Stefánsson (Skagf.) skrif.,
Jón Magnússon, Guðmundur Björnsson,
Magnús Andrésson.
Frv. um kennaraskóla vfsað til þeirrar
nefndar.
Gjafsóknir (N. d.) Björn Bjarnar-
son (skrifari), Hannes Þorsteinsson (form.)
Ól. Briem.
F o s s a r (N. d.) (takmörkun á eignar-
og umráðarétti yfir þeim) Guðl. Guðmunds-
son (form.), Jóh. Ólafsson, Ól. Briem (skrif.),
Stefán Stefánsson (Eyf.), Magnús And-
résson.
Skógrækt (N. d.) Þórhallur Bjarnar-
son (skrif.), Eggert Pálsson (form.), Ólafur
Thorlacius.
Brunabótafélag í s 1 a n d s (N. d.)
Magnús Kristjánsson (form.), Jón Jónsson,
Stefán Stefánsson (Skagf.), Stefán Stefáns-
son (Eyf.), Ólafur Briem (skrif.).
Til þessarar nefndar vísað frv. J. J. og
M. Kr. um vátryggingarskyldu húseigenda
og stofnun brunabótasjóðs. Bætt við síð-
ar í nefnd þessa Jóni Magnússyni og Skúla
Thoroddsen.
L a n d s b ó k a s a f n (E. d.) B, M. Ól-
sen, J. Jakobsson, Valtýr Guðmundsson.
Skilorðsbundnir hegningar-
d ó m a r (E. d.) Stgr. Jónsson, Jóh. Jóhann-
esson, Guðj. Guðlaugsson.
Lausamenn og þurrabúðar-
m e n n (E. d.) Stgr. Jónsson, Guðj. Guð-
laugsson, Sig. Stefánsson.
Lánsdeild við fiskiveiðasjóð-
i n n (E. d.) Ág.' Flygenring, É. Briem,
Valtýr Guðmundsson.
Utbreiðsla næmra sjúkdóma
(E. d.) Stgr. Jónsson, Ág. Flygenring, Þorgr.
Þórðarson.
KirkjumáL
Sjálfsagterkirkju-og klerkamálið stærsta
málið sem fyrir næsta þingi liggur; það
er ómótmælanlega stórmál. Ef satt skal
segja, hefur þetta mál haft bæði langan
og töluvert ítarlegan undirbúning; þjóðin
hefur hvað eptir annað átt kost á að segja
álit sitt um það, það hefur verið rætt eða
átt að ræðast 1 hverri sókn á landinu og
síðan var það rætt á hverjum héraðsfundi,
þar sem hver sókn á sinn fulltrúa, síðan
velur þingið til enn frekari undirbúnings
þá aðferð, að stjórnin velji milliþinganefnd
í málið, er byggi á tillögum héraðstund-
anna. Þingið leggur fram æðimikla fjár-
upphæð nefndinni til að starfa fyrir, og
með konungsúrskurði 2. marz 1904 er
nefndin skipuð og mennirnir í hana út-
nefndir með ráðherrabréfi 22. apríl 1904.
Hinn 23 ág. s. á. tekur nefndin til starfa.
7. apríl 1906 hefur hún lokið störfum og
leggur þá fram 10 frumvörp um kirkju-
mál Islands, með ítarlegum ástæðum og
tillögum.
Frumvörpin eru send út um allt land
landslýð öllum til yfirlesturs og athugun-
ar nærri heilu ári áður en þau eiga að
takast til endilegra úrslita. Þegar þessi
gangur er athugaður getur enginn óhlut-
drægur maður neitað því að þing og stjórn
hefur farið hér mjög rækilega 1 sakir og
mjög frjálsmannlega. Hvernig sem þessu
máli reiðir af, hvort þjóðin hefur illt eða
gott afþeim úrslitum, sem verða, er það ekki
af því, að hún hafi ekki haft nægan tíma,
góð tæki og frjálsar hendur til að laga
málið í hendi sinni sér til blessunar og
hags. Naumast verður nefndinni heldur
legið á hálsi fyrir hyskni eða óvandvirkni,
verk hennar er mikið og vandvirknisiega
af hendi leyst. Menn geta lengi deilt um
réttmæti skoðana nefndarmanna; enginn
réttsýnn maður hallmælir öðrum þó skoð-
anir komi ekki saman. En í verki nefnd-
armanna skín dugnaður, samvizkusemi og
einlægur vilji á að vinna þarft verk. Þetta
segi eg bæði um minni og meirihlutann.
Og ætti nú að álykta af opinberum und-
irtektum þjóðarinnar um þetta stóra mál,
undirtektum á öllum þessum árum síðan
1902, þá er full ástæða til að skoða svo,
að þjóðin sé miklu fremur ánægð en óá-
nægð með það, sem gerzt hefur í þessu
máli yfir höfuð. Svo virðist sem fullur rétt-
ur sé til að álykta þannig af þögn þjóð-
arinnar um gerðir bæði héraðsfundanna
og milliþinganefndarinnar, að þögnin sé
skoðuð sém samþykki, enda virðist eigi
rangt að skoða svo, að þjóðin sjálf með
héraðasamþykktunum (1 maður kosinn af
söfnuði hverrar sóknar, auk prestsins) hafi
lagt grundvöllinn; að það hafi komið fram
sannur þjóðarvilji það sem hann náði til
að fjalla um, og síðan milliþinganefndin
lagði verk sitt fyrir þjóðina, hefur hún,
má heita, þagað — þegjandi samþykkt
allt. Eptir þessu ætti allt að vera gott og
blessað. En mun það nú svo í raun og
sannleika ? Eg er hræddur um að svo sé
ekki, því miður ef vel væri rannsakað; en
víst er um það að ef þjóðin er óánægð,
þá má hún sjálfri sér um kenna, að hafa
ekki sagt til í tíma. Við henni hefur fylli-
lega verið ýtt, hún gat vakað eða vaknað
íyr en á 11. stundu. Fáeinar, já örfáar
einstaklingsraddir hafa nú upp á síðkastið
heyrzt í blöðunum, sem andæfa því sem
gert er, og mér er kunnugt að minnsta kosti
á einum þingmálafundi, sem búið er að
halda, komu fram andvíg orð gegn gerð-
um milliþinganefndarinnar; á fundinum
voru reyndar að eins örfáir menn, allir svo
að segja komnir af fundi, svo naumast er
hægt að búa til þjóðar- eða héraðsvilja úr
slíkri ályktun. En slíkar raddir nægja til
að sýna það, að einhver víma og ráðleysi
og hringl er enn yfir huga manna, þrátt
fyrir hinn ítarlega undirbúning. Og eg
hygg að eigi verði til stórsynda talið þó
sagt sé, að enn sé þjóðin eigi búin að átta
sig; með skýrari orðum mælt, að hún í
þessu máli viti eigi enn h v a ð a breyt-
ingu hún vill, en breyting og bót vill hún.
Aðallega hygg eg óhætt aðjjsegja, að hugir
manna snúist um þetta þrennt: þjóðkirkju,
fríkirkju eða enga kirkju; væri þjóðin öll
komin saman á einn stað, og þessi 3
hugtök borin upp til atkvæða er eg sann-
færður um, að þau fengju öll eitthvað af
atkvæðum hvert þeirra, jafnvel hið síðasta
myndi fá nokkur atkvæði, ef nokkurt mark
er takandi á ræðum manna. Ef nú ástand-
ið er svona, þá er sannur vandi að ráða
úr hvað gera skuli; en einmitt ef ástandið
er svona verður þó eitthvað að gera. Héð-
an af eru að líkindum þingmálafundirnir
einu samkomurnar, þar sem þetta vanda-
mál kemur til umtals, og mér þykir ekki
ósennilegt, að hinir örfáu, sem láta þar um
það nókkurt álit í Ijósi, hallist helzt að
aðskilnaði ríkis og kirkju;"í þeim hóp má
og fela þá, sem enga kirkju eða klerka
vilja hafa, hvort þeir eru margir eða fáir,
svo vel má komast af með að hafa hug-
tökin að eins tvö: þjóðkirkju eða fríkirkju
(frítt hvort er nokkur kirkja eða engin).
Það, sem hefur verið rætt og ritað um
kirkjumál, hefur aðallegalverið í þjóðkirkju-
áttina; fáeinar raddir hafa að vísu heyrzt
um fríkirkju eða aðskilnað ríkis og kirkju,
en enginn mun neita að sú hugmynd megi
enn heita með öllu óundirbúin. Á hér-
aðsfundum þeim, sem haldn'ir voru um
kirkjumálin, snýst allt um þjóðkirkjufyrir-
komulagið. Hafi nokkur þjóðarvilji verið
til í þessu máli hlýtur hann að’vera í hér-
aðasamþykktunum, en þar heyrist engin
rödd í skilnaðaráttina, eða svo er eigi að
sjá á fundargerðunum. Þegar þetta er nú
þannig að fríkirkja eða aðskilnaðarfyrir-
komulagið, er með öllu óundirbúið, er þá
hyggilegt að þingið í sumar rjúki í að
skilja ríki og kirkju? Allir hyggnir menn
munu svara: »nei«; og skilnaðarmennirn-
ir og máske kirkjuleysingjarnir segjast alls
ekki hafa það í huga að rjúka í þetta í
sumar, en þeir segjast vilja vama því að
þingið geri nokkuð í þá átf, er tafið geti
I