Þjóðólfur - 06.09.1907, Blaðsíða 2
146
ÞJÓÐÓLFUR.
Lög frá alþingi.
23. Um löggilding verzlunarstaðar að
Króksfjarðarnesi í Geiradalshreppi.
24. Um löggilding verztunarstaðar að
Eysteinsegri við Tálknafjörð.
25. Um breyting á 1. gr. í lögum 3. okt.
1603 um hafnsögugjald í ísafjarðar-
kaupstað (að öll fiskiskip, innlend og
útlend, séu undanþegin hafnsögu-
gjaldi).
26. Um útgáfu lögbirtingablaðs.
27. Um bœjarstjórn í Hafnarfirði.
28. Um breytingar á lögum 31. jan. 1896
um varuir gegn útbreiðslu nœmra
sjúkdóma.
TiUögnr
i alþýðumenntamálinu og prestamálinu
með athugasemdum frá
ónefndum presti.
(Niðurl.).
Þákemur flmmta tiltagan um staðsetning
prestkennara. Um hana skal ekki fjölyrða
mjög. Tilgangur hennar er, að gera allt
sem hægast, einfaldast og kostnaðarminnst,
og jafnframt sem notadrýgst á allar hendur.
Helzt mun verða að því fundið, að kennslu-
hús sé haft að funda- eða samkomustað.
En eg held, að það komi ekki í bága við
neitt. Þing og samkomur í sveitum um
kennslutímann eru varla svo opt, eða lengi,
að kennslu saki, og svo ekki of gott nem-
endum, að fá stöku sinnum „frí". En hvað
hollustu eða óhollustu snertir, þá get eg
ekki skilið, að nokkra hættu þurfi að óttast
af þessu fyrirkomulagi, með sæmilegu heil-
brigðiseptirliti.
Um 6. atriðið, verkahring prestkennara,
held eg að ekki þurfi mikið að segja frá
mínu sjónarmiði. Mér finnst, að eg hafi
úttalað um þá tillögu'með tillögunni sjálfri.
Þó vil eg taka það fram, að með breyt-
ingum þeim, sem hér er stungið upp á, er
prestkennara að minni ætlan gert vel kleyft,
að komast yfir og leysa vel af hendi ætl
unarverk sitt, prestsstarf og kennslu, að
mér finnst hann hafi sæmilegan tíma til
lesturs, til að fylgjast með tímanum, og til
undirbúnings ræðuhöldum og daglegrar
kennslu. Um miklar heimsóknir þarf tæp-
ast að óttast uppi í sveitum um hávetur.
Þær tefja hann varla til mikils skaða yfir-
leitt.
Sérstaka áherzlu vil eg leggja á það í
þessari tillögu, að söfnuðunum sé veitt sem
fyllst heimastjórn í þeirra andlegu málefnum
og meðferð þeirra, eða að hver einstakur
söfnuður fengi leyfi til, að hafa hina ytri
lögun og framkvæmd þessara málefna, sem
eru hugans og hjartans eða andans málefni,
eptir eðlilegum óskum og innri og ytri þörf-
um sínum. Auðvitað allt innan kristilegra
takmarka. Með því móti fengist frjáls
pjóðkirkja, jafn frjáls eða frjálsari en mörg
fríkirkjan, og mundu þá færri en nú kalla
á kirkju, sem köliuð er fríkirkja, en getur
þó varla eða ekki verið „frí". Annars ann
eg fríkirkju, og það er af fríkirkjulöngun,
að eg legg þetta til með þeírri sannfæring,
að þessi tilhögun, eða einhver henni lík,
muni vera framkvæmanlegri og gefast betur
upp í hinu fámenna og fátæka strjálbýli
sveitanna, heldur en regluleg, vanaleg frí-
kirkja. Eg skal svo ekki tefja lengur með
því, að útlista frekar þessa hugmynd < þetta
sinn, en bfð átekta, og vildi þá, eftilkæmi
reyna að gera frekari grein fyrir henni. Þá
kemur hið næsta, um laun og kjör prest-
anna. Launin mega ekki vera minni og
kjörin ekki lakari, en hér er lagt tii, fyrir
menn, sem ætlað er svo mikið, vandasamt
og veglegt starf. En eg tel þó þessi laun
og kjör það sæmileg, að góðir og nýtir
hæfileikamenn mundu að þeim laðast og
við þau una. En bezt væri, að launin og
kjörin væru enn betri. Svartfjallasynir hafa
flestir sína presta fyrir lýðkennara og launa
þeim einna bezt sinna embættismanna. Og
fáar þjóðir eiga frægari sögu né meira af
föðurlandsást, dáðum og þjóðlegum dyggð-
um. En hvaðan á að taka öll þessi laun,
hvað eru okkar efni handa svo mörgum ?
Launin eiga að veitast af öllu því gjaldi,
sem nú og síðar gengur til launa núverandi
presta eða þeirra, sem ráðgert er að verði
á öllu svæðinu fyrir utan kaupstaði og sjó-
þorp; en það, sem þá vantar á fullsæmileg
laun, takist af fé því hinu mikla, sem geng-
ur nú og mundi ganga framvegis til nú-
verandi og ráðgerðrar alþýðukennarastéttar
á sama svæði. Það sannast á sínum tíma,
að ef koma skal upp sérstakri, fullkominni
og fullnægjandi alþýðukennarastétt, með
viðunanlegum launum og kjörum, eins og
sjálfsagt er, þá tekur sú stétt upp meira en
tvöfalt fé á móts við allt það fé, sem nú
gengur til prestastéttarinnar. Svo að það
væri býsna mikill fjársparnaður, að sameina
hvorttveggja starfið og launa það þá sæmi-
lega, auk þess, sem kennslufyrirkomulagið
getur naumast orðið einfaldara, viðráðan-
legra né notadrýgra öllum lýð með nokkru
öðru móti, en hér er farið fram á. Að m.
k. get eg ekki fundið né skilið betur. Eg
ætla ekki að hætta mér út í að nefna marg-
ar tölur, en langar til að láta það sjást, að
nú sem stendur er talið, að til allra sóknar-
presta landsins gangi alls 158,200 krónur,
en til núverandi alþýðukennslu utan kaup-
staða 56,775 kr. Ætla eg svo að geyma
rnér eða öðrum að segja frekar um þetta,
en minnast lítið eitt á
8. tillöguna um aldur og fjölda nemenda.
Það er sannfæring mín, byggð á nokkurri
reynslu, að það sé fremur illt verk, eða þó
gagnslítið, að taka mjög ung börn til stöð-
ugrar kennslu, en að því meiri og betri
árangur verði af kennslunni, sem nemandinn
er þroskaðri. Eg vil því engu opinberu fé
eyða, til litils gagns eða ógagns við kennslu
barna, meðan þau eru mjög óþroskuð, og ætla
sveitaheimilunum að sjá sjálf fyrir tilsögn
barna sinna, þangað til nokkur þroski er
fenginn; en mikill er þroskinn ekki almennt
fyr en um 12 ára aldur. Auk þessa er það
trúa mín, að hollast sé heima að alast og
fræðast á þessum yngstu árum, í skauti móður
og föður o. s. frv., og að heimilin geti vel,
með eptirliti og aðstoð kennslustjórnar, veitt
börnunum hina fyrstu og einföldustu fræðslu,
er þau væru móttækileg fyrir. Og enn-
fremur tel eg það heill og blessun fyrir
heimilin, að mega algert lifa og starfa með
og fyrir börnum sínum á þessum árum.
Með því nú að sleppa þessu óholla og
gagnslausa opinbera kennslukáki á börnum
allt til 12 ára, mundi sparast mikið fé, til
gagnsmeiri fræðslu stálpaðri barna og ung-
menna. En 12 ára aldurinn tel eg tiltæki-
legan til opinberrar kennslu; þá er þroskinn
orðinn nokkur og heldur áfram, og fer að
þola stöðuga, reglubundna tilsögn, og
fræðslan að bera árangur. Þessu held eg
fram fyrir sveitabörn. Öðru máli er að
gegna með kaupstaðabörn, sem komið er mjög
ungum í skóla, opt aðallega til þess, að
hafa hemil á þeim frá solli o. s. frv. En
frá þessum aldri, 12 ára, legg eg til, að
börnin séu tekin á kennsluarma hins opin-
bera, og þeim síðan kennt svo mikið, sem
þau geta á móli tekið, alls í 24 mánuði til
tvítugs o. s. frv. Minna finnst mér varla
nóg, en meira ekki nauðsynlegt. Mætti þá
kalla alþýðumenntun vel komið, ef hver
maður og kona fengi góða almenna fræðslu
svo langan tíma. Hvað tölu nemenda
snertir, þá er hún byggð á þeirri áætlun,
að 300 manns framleiði árlega 25—30
nemendur að jaínaði. En flokkun þeirra
eptir aldri eða lærdóms- og þroskastigi á
að vera til hægri verka og nytsemda.
Þá kemur næst að 9. títlögunni, um náms-
tímann, og finnst mér, að ekki þurfi að
fjölyrða um hann. Eins og áður er á drep-
ið, legg eg til, að 25—30 nemendum sé
skipt í tvo námsflokka. Það geri eg af því,
að eg tel 25—30 nemendur of mikið í einu
fyrir einri mann, sem jafnframt sé prestur,
en c. helming þeirra mátulegt; ennfremur í
því skyni, að spara kennsluhús eða stóra
og dýra vistarveru (yrir nemendur, og erfiði
og kostnað við skólahaldið. Og ennfremur
til þess, að sem mestur hluti nemenda
komist niður á næstu býlum; því að auð-
veldara er að koma niður fáum en mörgum;
og ef flestir eða allir nemendur kæmist
niður á nábýlin, þá þyrfti ekki mikið skóla-
vastur o. s. frv., en allt yrði þá svo ofur-
einfalt, auðvelt og sveitalegt, sem er svo
skemmtilegt og gagnlegt. Hvað snertir
fullnaðarpróflð og réttindamissinn við það,
að standast það eigi eða vanrækja það, þá
er það uppástunga frá öðrum en mér(B J.),
sem eg fellst á og vil koma þarna að. Því
eg tel hana gagnlega. Það gæti verið missir
kosningarréttar að einhverju leyti t. d.
Þá er 10. atriðið, um vist, fæði og þjón-
ustu nemenda. Um vistina eða verustaðinn
er að nokkru talað, og tel eg lítinn vafa á
því, að ef prestkennarasetrið væri þar, sem
þéttbýlast er í kalli hverju, þá veitti yfirleitt
hægt, að koma einu og tveimur börnum
niður á hvern einasta næsta bæ um 4mán-
aða tíma í einu, með því fyrirkomulagi, sem
hér er lagt til, og einnig fyrir unglingana,
að sækja daglega heim og heiman frá
kennslunni. Þar að auki telja flestir það
hollt og hreystivænlegt, að ungmenni hafi
sem mest útilopt og útihreyfingar, og það
fengju þau að góðum mun með því, að
fara á milli með hæfilegu eptirliti. Sama
er að segja um það, að þau sjálf hjálpi sér
mest með matreiðslu og þjónustu; það ven-
ur þau og æfir ( sjálfstæði og sjálfsbjörg,
og á að kenna þeim reglusemi og þrifnað,
góða og skynsamlega meðferð efnanna og
sæmilega umhirðu um sjálfa sig. Og auk
alls þessa, sem eg tel mjög mikils virði,
mundi þetta létta öllum allt og spara stór-
fé og fyrirhöfn. Auðvitað ber að heimta
eptirlit og tilsögn allra hlutaðeigenda, for
eldra, húsbænda, kennara og síðast kennslu-
stjórnar í hverju fylki.
Um 11. tillöguna, um fræðslumálastjórn
( hveriu kennslufylki, finnst mér fátt að
að segja. Mér finnst hún vera sjálfsögð.
Eg legg til að prestkennari sé ekki sjálf-
sagður í þessa stjórn, svo að ekki þurfi að
hræðast of mikið veldi af honum. Þann
I varnagla tel eg reyndar óþarfan, þar sem
prestkennari hefur erindisbréf og yfir sér
tvöfalda stjórn, o: kennslustjórn fylkis síns
og kennslumálastjórn landsins.
Um síðustu, 12. tillöguna, er ekkert að
segja, nema það, að hún væri sumstaðar
komin í framkvæmd nú þegar, ef unnt væri,
ef til væri heimild og fé til slíks. En þá
heimild og það fé vantar.
En hvað á þá að gera við alla alþýðukenn-
arana, sem nú eru í öllum sveitum landsins
utan kaupstaða ? Þeir voru 1901 alls á
landinu 415; þar af sjálfsagt um 300 eða
eða fleiri í sveit. Og eflaust enn fleiri nú,
1907. Þeir af þessum kennurum, sem finna
hjá sér köllun og hæfileika til kennslu,
ættu að geta fullkomnað sig til að verða
prestkennarar o: hinir yngri; og prestaskól-
inn ætti að breiða faðminn á móti þeim,
þótt þeir skilji ekki grísku og latínu; en
hinir eldri góðu kennarar skyldu vera við
sitt embætti, endurbætt og betur launað,
þangað til þeir falla frá. En allir hinir
eiga að hætta; þeim gerir minna til um
hungurskennslulaunin o. s. frv., og fara að
vinna alla ærlega vinnu með höndum sín-
um, og leita sæmdar og uppbyggingar í
því, fyrir sjálfa sig og aðra. Þv( seint verða
þeir ofmargir, sem þetta gera, og þá er og
verður því betra, sem hinn líkamlega vinn-
andi lýður er betur uppfræddur og mann-
aður. En með fyrirkomulagi því, sem hér
er lagt til, er tilgangur minn sá, og virðist
allvel framkvæmanlegur, að hvert einasta
mannsbarn meðal alþýðu um tvítugt, verði
jafnvel uppfrætt og mannað og yfirborðið
af núverandi alþýðukennurum, og betur en
ýmsir þeirra.
Guð gefi, að það verði — verði sem fyrst.
Frá fréttaritara Pjóðólfs.
Vikuna 12.—17. ágúst síðastl. héldu*
esperantistar alþjóðlegan fund í háskóla-
bænum Cambridge á Englandi. Fundur
þessi var hinn þriðji slíkur fundur, sem
esperantistar hafa haldið. Hinn fyrsti var
haldinn í Boulogne-sur-Mér á Frakklandi
sumarið 1905, en annar var haldinn f
Genf (Genéve) í Sviss 1 fyrra sumar.
Fundinn í Cambridge sóttu um 1500
manns úr flestöllum löndum Norðurálf-
unnar, og ennfremur nokkrum löndum
utan Norðurálfunnar. Næstu dagana fyrir
fundinn tóku menn að safnast til bæjar-
ins úr öllum áttum, og daginn áður en
fundurinn var settur (sunnudaginn 11. ág.)
var haldin guðsþjónusta á esperantó fyrir
komumenn í þrem kirkjum í Cambridge
(í einni eptir katólskum sið, f tveimur eptir
sið ensku kirkjunnar). Á mánudaginn 12»
ág. kom loks aðalþorri fundarmanna og
þar á meðal höfundur málsins dr. L.
Zamenhof frá Varsjá á Póllandi.
Bæjarstjórnin í Cambridge hafði léð
esperantistum ráðhús bæjarins til þess að
halda í fundi sína, og var bæði það og
torgið fyrir framan allt fánum prýtt, og
yfir ráðhúsinu blakti esperantófáninn.
Esperantófaninn er grænn (litur vonar-
innar), en hvítur ferhyrndur reitur í einu
horninu (ofanvert næst stönginni) með
grænni stjörnu í miðjunni. Víðsvegar
annarsstaðar í bænum sáust líka esperantó-
fánar blakta á húsum bæjarmanna. I
ráðhúsinu og torginu fyrir framan það
varð ekki þverfótað fyrir esperantistum.
Mátti þar sjá margskonar svipi og ólíkt
andlitsfall, en hvarvetna blasti við græna
stjarnan (merki esperantista) og hvarvetna
kvað við sama tungumálið: um allt ráð-
húsið heyrðist ómurinn af esperantó, er
hundruð radda runnu saman í eitt, og
um allar götur bæjarins mátti heyra esper-
antó bregða fyrir.
Ki. 2 a mánudaginn (12.) kom dr. Zam-
enhof með konu sinni til bæjarins. Bær-
inn gerði allt, sem í hans valdi stóð, til
að gera móttöku hans svo hátiðlega, sem
unnt var, og hefði hvaða konungur sem.
er, verið fullsæmdur af slíkum viðtökum,.
enda sagði telpa ein, sem spurð var aðT
á hverjum væri von, að það væri kongur-
inn í Esperantó; hún hefur auðvitað
haidið, að það hlyti að vera kongur, sem
svo mikið væri haft við, og af því að
hún hefur hvarvetna heyrt orðið Esper-
antó kveða við, hefur hún haldið, að það
væri nafnið á landinu, sem hann kæmi
frá. Jámbrautarstöðin og gatan, sem dr_
Zamenhof atti að aka eptir frá járnbraut-
arstöðinni, var öll fánum prýdd. Bæjar-
stjórnin með borgarstjórann f skínandi
skarlatsskikkju í broddi fylkingar, ók til
járnbrautarstöðvarinnar til móts við dr.
Zamer.hof til þess að bjóða hann velkom-
inn í nafni bæjarins, en múgur og marg-
menni hafði þyrpzt saman allt í kring
og laust upp fagnaðarópi, er eimlest-
in kom inn á stöðina og dr. Zamenhof
sté út. Frá járnbrautarstöðinni ók dr.
Zamenhof til Fitzwilliam Museum, þar
sem vísikanzlarinn, sem er hinn eigin-
legi stjórnandi háskólans, bauð hann vel-
kominn í nafni háskólans. Brátt fylltist
forsalurinn og óstöðvandi fagnaðaróp-
kváðu við enn á ný.
Fyrir dr. Zamenhof hlýtur þessi mót-
taka bæjarins og háskólans að verða
minnisstæð. Hann hefur ekki hingað til
átt að venjast slíkum opinberum sæmdar-
atlotum, að því undanskildu, að kennslu-