Þjóðólfur - 27.09.1907, Page 2
158
ÞJÓÐÓLFUR.
bréfin, að þeir einir fái að taka alla aukn-
inguna að sér. Ætli að Islendinga-grey-
in fengju ekki að sitja fyrir einhverju af
þessum hlutafjárauka, ef búizt væri við,
að hann bæri sig illa? Undanrenning-
unni hafa þeirTþó"optast fengið að halda.
Nei, þeir telja þetta arðvænlegt f^ir-
tæki og vilja því vera einir um hituna.
Og einmitt þessvegna get eg ekki skilið
það, að jafn-stórri verzlun og hlutabank-
anum standi það á nokkru, hvort hún
borgar fáeinum þúsundum meira eða
minna f landsjóð. Það er nokkuð öðru
máli að gegna um aukningu seðlaútgáfu-
réttar landsjóðs Landsbankanum til handa,
enda þótt hlutabankinn ætti ekki að setja
hana svo mjög fyrir sig, meðan hann hef-
ur ekki alla sína seðla úti. Hlutabank-
inn er áreiðanlega arðsamt fyrirtæki eins
og stendur, og verður æ því arðsamara,
sem landið byggist betur. Þegar að því
kemur, að bankinn hefur alla seðla sína
— tvær og hálfa miljón — í veltunni, og
þess er líklega ekki mjög langt að bíða,
þá kemur arðurinn inn, ekki í þúsundum,
heldur f tugum og jafnvel hundruðum
þúsunda. Beinn brúttóhagnaður hans af
seðlunum á ári, verður þá 150,000 kr.
reiknað með 6°/o vöxtum.
Þar frá ganga vextir, 4% af
gullforðanum (937,500) eða 37,500 —
og verður þá beinn hagur af
seðlunum einum.............112,500 kr.
Ekki að tala um, ef alþingi verður þá
eins gott við bankann, eins og það hefur
verið hingað til, og eykur seðlaútgáfurétt-
inn enn meira. Væru þessar árstekjur
bankans af seðlaútgáfuréttinum gerðar að
höfuðstóli og vextir taldir 4% kæmu út
2,812,500 kr. Þetta — næstum 3 miljónir
króna — er þá sú upphæð, sem landsjóð-
ur hefur gefið hlutabankanum með seðla-
útgáfuréttinum. Það gerðist á því herr-
ans ári 1901, þegar háttv. minni hl., sem
nú þykist verja landið fyrir útlendum og
innlendum óvinum, réði lögum og lofum
á þinginu. Auk þess lá við, að Lands-
bankinn væri jafnframt lagður niður við
trogið, en því var bjargað, háttv. minni
hl. að þakkarlausu. Nú er farið fram á,
að auka hlutaféð um 2 miljónir. Erþað
þá ósanngjarnt, þótt þingið setji nokkur
skilyrði fyrir þessari heimild? Lands-
bankinn borgar 15,000 kr. í landsjóð á
ári, fyrir að mega hafa úti 750,000 í
seðlum. En hlutabankinn borgaði, sam-
kvæmt reikningi síðasta árs liðugar 8000
kr. fyrir að mega hafa úti 27* miljón 1
seðlum. Er þetta sanngirni ? Ef hann
hefði átt að borga að sama skapi og
Landsbankinn, hefði hann átt að borga
réttar 50,000 kr. í landsjóð á ári. Einn
hv. þm. segir, að með auknu veltufé muni
Landsjóðnum greiðast meir. Það er nú
að vísu ekki ólíklegt, en þó engan veginn
víst, því að þær verzlanir, sem hafa lítið
fé í veltu gefa opt meiri arð en hinar,
sem meira hafa; en sérstaklega er það 6-
víst, þar sem eins stendur á og hér, að
landsjóður íær ekkert fyr en hluthafar hafa
fengið slnar 4%.
Eg skal játa það, að fullt eins mikil
ástæða hefði verið til þess að fara fram
á þessa hækkun á þinginu 1905, þegar
bankanum var leyft að færa málmforðann
níður og að gefa út bankavaxtabréf. En
þá var það ekki gert og því réttast að
leiðrétta þetta nú. Það er því síður við-
sjárvert, sem við leggjum það til, að af-
numið verði gjald bankans til alþingis-
fulltrúanna, sem nemur nú rúmum 5,600
kr. á ári. Okkur sýnist það réttara, að
það, sem borgað er fyrir eptirlitið með
bankanum, sé borgað af þeim, sem lætur
1 í t a e p t i r bankanum, heldur en af
bankanum sjálfum, sem litið er eptir.
Eg flyt þessa tillögu með því meiri á-
nægju, sem eg hef heyrt það haft eptir
sumum hlutabankamönnunum, að það væri
ssvartasta vanþakklæti« af mér, að vilja
setja bankanum nokkur skilyrði, þar sem
eg njóti 1400 kr. á ári frá honum fyrir
lítið starf.
En hvernig sem þetta fer nú, hvort sem
tillögur okkar minnihlutamanna verða
samþykktar eða ekki, þá hef eg þó að
nokkru leyti náð tilgangi mínum: Eg
finn, að þingið er vaknað til varðhalds
um hagsmuni lands síns og þjóðar sinn-
ar. Og þá hef eg ekki talað til einskis.
Ó-fi
1 umri'
Frá frélíarilara Pjóðólfs.
(Frh.).
Fundarmenn bjuggu hingað og þangað
út um bæinn, en allur þorri þeirra borð-
aði á sama stað. Var það í garði einum,
sem tjaldað var yfir og veggir allir fánum
prýddir. Var þar mikið skrafað um alla
heima og geima og kunningsskapur fljót-
ur að myndast. Sérstaklega veitti eg því
athygli, hvað þeir, sem eg átti tal við,
sögðu um ísland. Yfirleitt fannst mér
þeir vita harla lítið um það. Flestum
var það þó ljóst, hvar á hnettinum það
lægi, og ýmsir höfðu heyrt getið um Heklu
og Geysi og jöklana, og hugðu kuldann
afarmikinn. £n að á íslandi byggi sér-
stök þjóð, sem talaði sérstakt tungumál,
kom flestum á óvart; höfðu menn ýmist
hugsað sér, að þar væri töluð danska,
sænska, norska eða enska; ein kona hélt
jafnvel, að þar væri töluð tékkneska;
flestir hugðu samt að íslendingar væru
danskir. Þeir, sem dálítið meira vissu,
höfðu flestir vitneskju sína úr skáldsögu
Hall Caine’s »The prodigal son«,
sem þýdd hefur verið á mörg tungumál.
Einn Katalóníumaður kvaðst fyrir 20 ár-
um hafa lesið á spönsku íslenzka þjóð-
sögu, sem hefði heitið »Andre og Inga
í 6byggðum«. Einstaka mann talaði eg
þó við, sem meira vissi um Island og
tungu þess, en eg hafði búizt við. Þann-
ig var t. d. enskur biaðamaður, sem lært
hafði nokkuð í íslenzku, kvað hann ýms
orð í mállýzku þeirri, er töluð væri 1 heim-
kynni sínu (Yorkshire), líkjast íslenzku.
Hollenzkur maður einn benti mér á nokk-
ur atriði, sem lík voru í íslenzku og frís-
nesku, og loks var einn rússneskur mað-
ur, sem nokkuð þekkti til íslenzku, kvaðst
hann hafa lesið málfræðisrit um íslenzku
á rússnesku. Þar sem það var einungis
lítill hluti allra þeirra manna, sem hér
voru saman komnir úr öllum áttum, er
eg hafði tækifæri til að tala við, og ýms-
ir þeirra, er eg talaði við, auk þess minnt-
ust ekki á ísland, veit eg það vel, að
þetta er allt of veikur grundvöllur til
þess að byggja á^nokkurn dóm um þekk-
ingu manna á Islandi yfirleitt út um heim,
en það er trúa mín, að sú þekking sé
harla lítil, þegarj frá eru taldir vísinda-
menn, sem leggja stund á norræn fræði,
og finna má Uflestum löndum. Að vísu
eru fornaldarbókmenntir vorar frægar
meðal slíkra vísindamanna, en ætli aðrir
séu ekki teljandi, sem nokkur deili vita
á þeim. Við megum ekki halda, að all-
ur heimurinn stari forviða á þessa litlu
þjóð, sem hefur framleitt svo ágætar bók-
menntir, og taki innilegan þátt í kjörum
hennar. Nei, einstakir menn gera það
að vlsu, en tiltölulega mjög fáir, og yfir-
leitt láta menn sig engu skipta um hana,
vita ekki einu sinni að hún sé til sem
sérstök þjóð. (Meira).
Umræðufundurinn
í stúdentafélaginu danska 14. þ. m. (sbr.
símskeyti í síðasta bl.) hefur verið ó-
merkilegur og sum dönsk blöð vilja auð-
sjáanlega sem minnst um hann tala.
Frummælandinn (Orluf) hafði á fundin-
um fengið ofanígjöf fyrir frekju ogókurt-
eisi jafnvel hjá dönskum mönnum.
Blaðið »Vort Land«, er einna ósvífn-
ast í garð íslendinga, og »Social-Demo-
kraten» 18. þ. m. leggsl svo lágt, að segja,
að brottganga íslenzkra stúdenta af fund-
inum sé ljós vottur þess, að hinar mörgu
þúsundir króna(ll), er Danir hafi varið
til kampavíns ofan í íslendinga, hafi
ekki getað friðað þá. Guðm. Finnboga-
son er þar nefndur Finn Bagosso n(l!)
o. s. frv. — Það er alls ekki nýlunda, að
sjá í dönskum blöðum eptirtölur um
mat og drykk, er þingmennirnir íslenzku
neyttu i Danmörku í fyrra sumar, og er
það fremur óhöfðinglegt og lúalegt. Meiri
ástæðu, eptir efnahag vorum, hefðum
vér þó til að telja eptir það sem ofan i
konungsfylgdina fór í sumar, bæði vott
og þurt. En engum íslendingi mun þó
koma þ a ð til hugar, og það kemur ekk-
ert því við, þótt fundið sé að ýmsum
ráðleysu-ráðstöíunum og óþarfa eyðslu
heimboðsnefndarinnar.
„Thyra“
kom hingað í stað »Vestu« 21. þ. m.
frá útlöndum og Austfjörðum. Með
henni kom séra Magnús Bl. Jónsson í
Vallanesi og frú hans, ennfremur all-
margt sunnlenzkt kaupafólk afAustfjörð-
um. »Thyra« fór héðan áleiðis til Hafn-
ar í morgun.
„Skálholt“
kom hingað frá útlöndum i fyrra dag
snemma. Með þvi kom N. B. Nielsen
og frú hans. Frá Vestmanneyjum komu
og allmargir farþegar.
„Esbj»erg“, aukaskip frá hinu sam-
einaða, kom í gær.
Sjálfsmorð.
Maður að nafni Ásgeir Þórðarson,
vinnumaður á Strandseljum í Ögursveit,
drekkti sér fyrir skömmu. Hann hafði
verið berklaveikur.
Slys.
Tveggja ára gamalt piltbarn í Borgar-
höfn í Suðursveit datt ofan í brunn og
beið bana 17. f. m.
Skipstrand.
Síldveiðaskip »Viking« frá Svíþjóð
strandaði 5. þ. m. á skeri utarlega í
Eyjafirði fram undan Látrum á Látra-
strönd. Mannbjörg varð, en litlar líkur
taldar, að skipinu verði náð af skerinu
og gert við það.
Sektir.
Eplir því sem »Norðri« skýrir frá liafa
33 skip verið sektuð fyrir landhelgisbrot
í Eyj afj arðarsýslu í sumar, og munu
þær sektir hafa numið alls 26,000 kr.
Af þessum 33 skipum tók »Valurinn« 5,
en hin öll hinn setti sýslumaður Björn
Líndal, og er það vasklega gert. Lætur
blaðið mikið af dugnaði hans sem má,
þótt það telji sögurnar um »orustuna«
á Siglufirði allmjög ýktar.
Landsíminn
bilaður austur á Smjörvatnsheiði síð-
an á þriðjadagskvöld. Gengur óskiljan-
lega seint að gera við slitin. Erlend
símskeytl þvi engin í blaðinu i dag.
Andatrúarmennirnir
i Danmörku eru nú farnir að fást við
sagnaritun, leita frétta um löngu liðna
sögulega atburði og skrásetja þá. Ilafa
þeir t. d. liaft tal af Ingibjörgu húsfrú
Stigs Andersen Hvide stallara (f 1293),
og hefur hún sagt þeim hitt og þetta frá
dögum Eiríks konungs glippings, frá
morði hans í Fenderuphlöðu 22. nóv.
1286 o. m. fl. Kr. Erslew háskólakenn-
ari í sögu hefur ritað langa grein í »Poli-
tiken« um þennan nýja sagnaritara og
kemst að þeirri niðurstöðu, að saga
Danmerkur á 13. öld muni lítið á honuin
græða. Færir hann rök fyrir því, að
þetta, sem Ingibjörg sé látin segja, sé lé-
leg uppsuða úr skáldsögum Ingemanns
frá þessu tímabili og bendir á ýms sögu-
leg »göt«, er Ingibjörg þessi hefur gert
sig seka í. Getur hann einmitt þess, að
svona lagaðar ritgerðir séu einmitt á-
gætur mælikvarði til að meta gildi anda-
trúarinnar og sanna, hve mikið »hum-
bug« hún sé. En þessu trúir Sigurður
Trier öllu, eins og nýju neti, og hefur
látið ánægju sína í ljósi yfir því, að
andarnir séu nú farnir að fræða menn
um löngu liðna atburði, og hljóti það
að verða ómetanlegur vinningur fyrir
sagnafræðina(II). Hugsum oss t. d., að
vér gætum fengið Ara fróða, Sæmund
fróða og Snorra Sturluson til .að segja
oss dálítið nánar um hitt og þetta úr
íslandssögu í fornöld, sem oss langar
til að vita greinilegar. Eða þá að fá
Gretti og Gunnar á Hlíðarenda og aðr-
ar fornhetjur vorar til að spjalla við og
spyrja þá spjörunum úr, ná ef til vill
ljósmynd af þeim o. s. frv. Andatrúar-
fólkið hérna ætti að reyna að krækja í
þessa karla og krefja þá sagna.
Svo óheppilega tókst til, að rétt á
eptir, að Danmerkursaga Ingibjargar
Stigskonu var gerð heyrum kunn, þá
varð einn nafnkunnasti miðill andatrú-
armannanna dönsku, frú Nielsen að
nafni, uppvís að svikum, er hún hafði
leikið lengi. Hafði hún notað andafund-
ina og myrkragaufið á kveldin til að
komast í tæri við karlmenn í söfnuðin-
um(!!), því að »frúin« hafði talið þeim
trú um, að þeir yrðu að hlýða öndun-
um í öllu, annars gæti það riðið á lífi
miðilsins. En þá er svik þessi urðu
uppvís varð »frúin« að liypja sig burtu
og vita menn ekki með vissu, hvar hún
er niður komin. En trúin á andana
vírðist vera jafn óbilug eptir sem áður
hjá þessu fólki, sem einu sinni hefur
látið flekast af þessari hégilju.
Hjartanlegt þakklæti til allra þeirra, sem
tóku þátt i jarðarför systur okkar og tengda-
systur, Sigurbjargar Gísladóttur,
eða sýndu okkur hluttekningu á annan hátt.
S. Á. Gíslason. Guðrún Lárnsd.
Járnvörur og
Smíðatól
eru eins og menn vita vönd-
uðust og ódýrust í verzlun
c3. cJC. ^jarnason.
Grand Hotel Nilson
Köbenhavn
mælir með herbergjum sínum með
eða án fæðis í veitingahúsinu fyrir
mjög vægt verð.
NB. íslenzkir ferðamemi fá sér-
staka ivilnun.
T rælast.
Svensk Trælast i hele Skibslad-
ninger og billige svenske Möbler og
Stole faas lios Undertegnede, der
gerne staar til Tjeneste með Priser
og Kataloger.
Ernst Wickström, Köbenhavn,
45, Sortedams Dossering.
Cggorí Qlaasscn
yflrréttarmálaflutningsmaður.
Lækjargötu 12 B. Venjulega heima kl.
10—11 og 4—5. Tals. 16.
Christensen & Wedel,
íslenzk umboðsverzlun.
Kaupmannaliðfn K.
Símnefni: Wedelchrist.