Þjóðólfur - 17.10.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 17.10.1907, Blaðsíða 1
59. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 17. október 1907. Xs 45. cTlifir Raupanöur að nœsta (00.) árgangi Þjódólfs 1008, fá ókeypis það sem út kemur af þessum árgangi frá l.október til árs- loka og þar að auki, ,, um leið og þeir borga nœsta drgang, eitt hepti af hinu síðasta sérprentaða sögusafni blaðsins, (128 bls.) meðan upplagið hrekkur. í haust verður fullprentað 2. hepti af íslenzkum sagna- þáttum, og geta allii* kaupendur Pjóðólfs, sem skuld- lausir eru við blaðið, fengið það hepti, ef þess er vitjað hingað á skrifstofuna, eða greitt burðargjald undir það með pósti, með 20 aurum (í frímerkjum), þeir sem ekki geta nálgazt það á annan hátt. Með sömu kjörum geta allir kaupendur blaðsins á sínum tima eignazt sérprentun af hinni ágætu neðanmáls- sögu blaösins »Rodney Stone«, er verður sérprentuð, þá er henni er lokið í blaðinu, en það verðnr að líkindum ekki fyr en á næstkomandi hausti, og verður þá auglýst nánar um það. Hún verður alls um 12 arkir að stærð í stóru broti, mjög þétt prentuð. Pjóðólfur þarfnast engra sérstakra meðmæla frá ritstjórans hálfu. Hann hefur hingað til mælt bezt með sér sjálfur með allri framkomu sinni, og mun eins gera það hér eptir, enda muru önnur blöð naumast vera víðlesnari eða vinsælli, að þeim ólöstuðum. Munið eptir að panta Þjóðólf í tíma. 3slanð fyrir 3slenðinga. Á síðari árum hefur töluvert bólað á því, að útlendingar hafi viljað klófesta hér ýmsar verðmætar jarðnytjar, sér- staklega veiðirétl jarða, og munu slikar nytjar ekki óvíða þegar komnar í Iiend- ur útlendinga, lil fullrar eignar. F*að var í rauninni sala Elliðaánna, er veru- lega vakti athygli hérlendra manna á því, að hér gæti verið hætta á ferðuin, enda var liér að ræða um veiðiá með allmiklu fossafli undir handarjaðrinum á höfuðstaðnum. Bæjarstjórninni var þá allmjög legið á liálsi fyrir, að hún hefði ekki keypt árnar, er hún átti kost á því hjá eigandanum fyrir nokkrum árum, og það fyrir miklu minna verð, en Englendingurinn keypti þær. En í það skipti, er árnar voru seldar, mun hæjarstjórnin ekki hafa verið látin vita af sölunni. Siðar fór svo, eins og kunnugt er, að Reykjavíkur- bær keypti árnar af enska eigandanum fyrir nálega þrefalt hærra verð, en hann hafði gefið fyrir þær, og ámælti þó eng- inn bæjarstjórninni íyrir þau kaup. Sýn- ir það ljósast, hve ríkt það var orðið í hugum manna, hvílík ósvinna það væri, að útlendingar ættu hér á landi mikils- verð hlunnindi, og gætu síðar meir stað- ið sem þrándar í götu, ef landsmenn sjálíir þyrftu að nota lilunnindi þessí (t. d. vatnsaílið) i sínar þarfir. Rcss vegna gladdi það vist flesta, að Elliða- árnar náðust aptur úr erlendu greip- unum, þótt dýrkeypt yrði. Mun það hafa meðal annars ýtt undir kaupin, að ráðgert var að nota vatnið í ánum til vatnsveitu i hæinn, en sagt er að horfið sé nú frá því ráði, að taka vatnið úr þeim, og er það eilt dæmi þcss, hversu sú vísa bæjarstjórn gcrir flest af handa- hófi, undirbúnings- og fyrirhyggjulitið. En hvað sem því líður, og þótt vatnið i Elliðaánum verði aldrei notað í bæjar- ins þarfir, þá var samt gott, að þær voru keyptar. Það hefði ekki að cins verið bæjarsmán, lieldur landsmán, að hafa ár þessar i höndum útlendinga um ald- ur og æfi. Pótt nokkuð öðru máli sé að gegna um Gevsi, þá var það hreinasta þjóðar- minnkun, að hann skyldi komast í eign útiendinga. Ogverðurþó ekki eigandan- um, sem seldi hann (Sigurði heit. Páls- syni í Haukadal) um það kennt, því að hann bauð hverinn landinu til kaups 1893, en þvi var að engu sinnl á þing- inu þá. Sigurður heit. var svo þjóð- rækinn maður, að lionum var mjög þvert um geð, að selja Gcysi útlendum manni. En úr þvi að þingið skipti sér ekkert af þessu, þá getur enginn láð efnalitlum, gömluin manni, þótt hann þverneitaði ekki þessum útlending um kaupin. Að vísu mun ekkert hafa spurzt til þessa kaupanda síðan, svo að enn sem komið er hafa menn lítið orðið varir við illar afleiðingar af sölu þessari. En það er ei að síður minnkun fyrir oss og lítt frægilegt afspurnar, ef margir vissu, að þetta víðfræga náttúrufurðu- verk skuli vera eign útlendinga. Pess skal þó getið þinginu til málsbóta, að þá er að þvi var komið, að jörðin Laug við Geysi yrði seld útlendingum, þá keypti þó landið hana 1901. Salan á Geysi hafði þó gert það að verkum, að þingið vildi ekki láta landeignina um- hverfis hann lenda í höndum útlend- inga, enda hefði það verið að bæta gráu ofan á svart, og sjálfsagt haft í för með sér ýmsar miður þægilegar ráðstafanir af hálfu eigandans gagnvart ferðamönn- um, enda hefði sá útlendi maður, er keypt hefði jörðina, þá jafnframt orðið eigandi annara hvera þar en Geysis, og þá átt hægra með að beita ýmiskonar meinsemi. Pað verður ekki nógsamlega brýnt fyrir mönnum, þá er útlendingar eiga í hlut, að selja þeim aldrei hvorki fossa, veiðirétt eða aðrar Iandsnytjar, heldur leigja þær að eins, og þá ekki um langan tíma, enda gerist þess engin þörf, sérstaklega þá er um veiðirétt er að ræða. Menn verða og að gjalda var- huga við innlendum leppum, sem ætla má, að séu að eins umhoðsmenn út- lendinga, og láta þá ekki gabba sig til að láta af hendi fyrir fullt og alll dýr- mætar landsnytjar. Pessvegna er reglan bczt og öruggust, hvort sem innlendir menn eða útlendir eiga hlut að máli, að eigendur selji aldrei hlunnindi undan jörðum sinum, heldur leigi þau að eins. En þá er vitanlega opt það ráð tekið, að kaupa jarðirnar með öllu saman, og svo skilja nýju eigendurnir veiðiréttinn frá á eptir, og hagnýta sér hann eins og þeim þóknast. A þessu er auðvitað síður hægt og opt alls ekki liægt að vara sig. Enn sem komið er munu þó útlendingar hafa lítið að þvi gert, að kaupa hlunnindajarðir hér. En ýmsir innlendir menn hafa »spekúlerað« í því að eins hlunnindanna vegna (t. d. laxveiöi) og keypt' t. d. margar jarðir beggja vegna veiðiár langa vegu, og selt síðan jarðirnar sjálfar án veiðiréttarins, og eignast þannig þvi nær alla ána. Fer þá eptir því sem þeir eru menn til, hvað um slik hlunnindi verður, og þá ávallt hætta á, ef nógu mikið er í þau boðið, að þau lendi i höndum útlendinga. En við þessu er ekki svo auðvelt að sporna. Að útlendingar fari að ágirnast hér hlunnindalitlar eða hlunnindalausar jarðir, þótt stórjarðir séu, mun ekki vera mikil hætta á. Siðasta dæmi þess eru kaupin á Bræðratungu i Biskups- tungum, en sízt er þó fyrir að synja, að þeim dæmum fjölgi. Við slíkri sölu er og ekki auðvelt að sporna, því að þeir sem ná kaupum á slikum jörðum til að hafa sem mcst upp úr þeim, hafa auð- vitað heimild til að selja þær hverjum.sem bczt býður, meðan engin lög eru til um að útlendingar megi ekki eiga fasteignir hér á landi. En slikra laga væri full þörf, enda er þegar fyrsta sporið í þeirri löggjöf stigið með fossalögunum frá síð- asta þingi 1. gr. Par eru Danir búsettir í Danmörku, jafnt sem aðrir, útilokaðir frá að eiga fossa hér. Eigendurnir, hverrar þjóðar sem þeir eru, verða að vera heimilisfastir hér á landi, og er það algerlega rétt regla, og ætti að ná til allra fasteignaumráða hér á landi. Með því að það eru einkum fossarnir, sem útlendingar á síðustu árum eru farnir að veita sérstaka eptirtekt og teygja angalýjurnar í, þykir rétt að birta hér í heild sinni frumvarp síðasta þings um takmörkun á eignar- og umráðarétti á fossum á Islandi, um eignarnám fossa o. fi. I. Kafli. Vm eignar- og umráðarétt á fossum. 1. gr. Engir aðrir en þeir menn, sem heimilisfastir eru á Islandi, eða félög, er hafa þar heimilisfang, enda sé meiri hluti félagsstjórnar skipaður mönnum, sem þar eru heimilisfastir, mega héðan af án sér- staks leyfis, ná að eignast fossa ííslandi, hvorki eina né með löndum þeim, sem þeir eru í, eða notkunarrétt á fossum, hvort sem er fyrir frjálsa afhending eða nauðungarráðstöfun að rnanni lifanda, eða með hjónabandi, eða að erfðum. Talinn er notkunarréttur í lögum þessum hvers- konar réttur til að nota fossa. Konungur veitir leyfið, þar sem þess er þörf, héðan af, eða sá, er hann fær umboð til þess; leyfið skal veita um á- kveðinn tíma og skilyrði skal setja um notkun vatnsaflsins. 2. gr, Leyfi til að eignast fossa eða notkunarrétt á fossum, samkvæmt i. gr., skal bundið þeim skilyrðum, er hérsegir: a. að leyfið gildi að eins um tiltekið tímabil, í lengsta lagi ioo ár. Að þeim tíma liðnum skal fossinn og afl- stöðin verða eign landsjóðs án endur- gjalds. b. að landsjóður eigi rétt á að káupa fossinn og aflstöðina, ásamt landi því og réttindum, er henni fylgir, eptir 50 ár frá því, er leyfið var veitt, þó svo, að sagt sé til kaupanna með 5 ára fyrirvara. Kaupverð skal miða við, hvað leyfishafi hefur borgað fyrir fossinn og hvers virði aflstöðin er. c. að leyfishafi sé skyldur, ef landstjórnin krefst þess, að láta af hendi allt að io°/0 af starfsaflinu, 5°/o við landið og 5% við sveitina, hvorttveggja fyrir endurgjald, er sé miðað við fram- leiðslukostnað, að viðbættum 10% ágóða. d. að byrjað sé að hagnýta fossinn inn- an ákveðins tíma, og að fyrirgert sé rétti þeim, er leyfið veitir, ef starfinu er hætt eða það minnkar úr því, er leyfisbréf tiltekur minnst. 3. gr. Eigi verður krafizt fullnaðar- gerðar á neinni ráðstöfun til afhendingar, sem leyfls þarf til samkvæmt 1. gr., nema leyfið sé áður fengið. Ef það fæst eigi, er ráðstöfunin ógild, og andvirði það, er kaupandi hefur af hendi greitt, getur hann þegar fengið endurgoldið. 4, gr. Ef krafizt er innritunar fyrir fram í afsals- og veðmálabækur eða þing- lýsingar á skjali um afhending, sem leyfis þarf til samkvæmt 1. gr., og eigi er um leið sannað fyrir valdsmanni, að leyfið sé þegar fengið, þá skal hann skrá athuga- semd um þetta og því næst tafarlaust skýra stjórnarráðinu frá málavöxtum.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.