Þjóðólfur - 17.10.1907, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 17.10.1907, Blaðsíða 2
ÞJÓÐ Ó LFUR. 170 5. gr. Þegar þinglesið hefur verið skjal eins og það, er getur í 4. gr., eða þegar kaupandi að eignar- eða notkunarrétti á fossi, er fullnægir eigi ' skiiyrðum laga þessara, er orðinn umráðandi fossins eða afnotahafandi, þá skal stjórnarráðið þegar, er það er orðið þessa vitandi, setjakaup- anda frest til þess að koma málinu í lög- legt horf með því að fá það, er vantar, eða ef það fæst eigi, með því að fá riptað kaupunum (3. gr.), eða þá, ef seljandi færist undan að láta kaupin ganga aptur, með því að afhenda fossinn eða notk- unarréttinn þeim manni öðrum, er full- nægi skilyrðunum fyrir að mega öðlast hann. Frestur þessi má eigi styttri vera en 6 mánuðir og eigi lengri en 3 ár. Ákvæði sínu um þetta lætur stjórnar- ráðið þinglýsa svo fljótt, sem unnt er, á varnarþingi fasteignarinnar og skrá í dálk hennar í veðmálabókinni. Frestinn skal telja frá þinglýsingardegi. 6. gr. Nú hefur kaupandi eigi áður en fresturinn er útrunninn fengið stjórnar- ráðinu fullnægjandi skilríki fyrir því, að málið sé komið ( löglegt horf, og lætur þá stjórnarráðið selja fossinn eða notkun- arréttinn við nauðungaruppboð á kostnað kaupanda, og er hann bundinn við þá sölu og heimildarmaður hans og allir þeir, er réttindi eiga í fossinum. Um upp- boðið fer eptir fyrirmælum 10. gr. í til- skipun um fjárforráð ómyndugra, 18. febr. 1847, eptir því sem þeim verður við komið. Uppboðsauglýsingin skal í þess- um málum í stað skuldunauts birt kaup- anda, og ef hann er eigi fyrir á fasteign- inni, má birta hana, svo að nægir hverj- um manni öðrum, er þar er fyrir, og ef enginn er þar fyrir, þá næstu grönnum. Kaupandi fær borgaðan þann hluta uppboðssöluverðsins, sem honum hefði borið, ef hann hefði verið kominn lög- lega að eign eða afnotum. 7. gr. Nú er kona eigandi foss eða afnota hans og giptist manni, er fullnægir ekki skilyrðum laga þessara fyrir því, að mega öðlast þess konar eignar- eða notk- unarrétt, og verður hann þá eigi gerður eign félagsbúsins fyr en maður hennar fullnægir þessum skilyrðum, en er þá stund séreign konunnar. 8. gr. Nú erfir maður eignar- eða notkunarrétt á fossi, sá er getur eigi orð- ið löglegur eigandi að honum, nema með sérstöku leyfi, þá skal skiptaráðandi þegar gera stjórnarráðinu viðvart, og fer síðan um þetta mál eins og segir í 5. og 6. gr. með afbrigðum eptir atvikum. 9. gr. Hið sama er, ef sá maður verð- ur heimilisfastur annarstaðar en á Islandi, er öðlazt hefur eignar- eða notkunarrétt á fossi, eptir það er lög þessi öðlast gildi, svo og ef félag, er eptir þann tíma hefur öðlast eignar- eða notkunarrétt á fossi, hættir að hafa heimilisfang á Islandi, eða ef meiri hluti félagsstjórnar er þar eigi lengur heimilisfastur. 10. gr. Hver sá maður heimilisfastur erlendis, er foss á á Islandi eða notkun- arrétt á fossi, er skyldur að hafa sér umboðsmann heimilisfastan í þeim kaup- stað eða hreppi, þar sem fossinn er, til þess að andsvara af sinni hendi málum öllum og hverskonar ráðstöfunum, er eign- ina varða, svo að jafngilt sé sem sjálfur hefði hann það gert. Undirdómaranum í þeirri þinghá, þar sem fossinn er, skal skýrt frá nafni og heimili umboðsmanns og skal þinglesa það á varnarþingi jarðeignar þeirrar, sem fossinn er í, og skrá í dálk hennar. Ef eigi hefur verið skýrt frá þessu og það þinglesið, getur dómarinn eptir beiðni einhvers, er að máli stendur, skipað hin- um umboðsmann, er hann sé bundinn við, og á kostnað hans látið þinglesa og skrá það umboð. 11. gr. Ákvæðunum hér á undan verð- ur eigi beitt, þar sem það kæmi f bága við samninga við aðrar þjóðir. II. Kafli. Um eignarnám á fossum o. //. 12. gr. Hvermaður er skyldur til, gegn fullum skaðabótum, að láta af hendi fossa sína, ár eða læki, og jarðir þær, er þar að liggja, eða réttindi, sem hann hefur yfir þeim, þegar almenningsheill krefst þess til mannvirkja í þarfir landsms eða sveitarfélaga. 13. gr.. Stjórnarráð Islands ákveður í hvert skipti, hversu mikið skuli af hendi látið samkvæmt 12. gr., það er og á þess valdi að ákveða, að á eignir þær, er get- ur í 12. gr., skuli gegn endurgjaldi lagðar kvaðir. 14. gr. Ef samningum verður ekki við komið, skulu 3 óvilhallir dómkvaddir menn meta kaupverð fossa og endurgjald fyrir starfsafl, sem um er rætt í 2. gr., svo og skaðabætur þær, er getur í 12. og 13. gr., og má skjóta gerð þeirra til 5 manna matsnefndar, er hinn íslenzki lands- yfirréttur kveður 1 hvert skipti. (Niður!.). Cggzrt Qlaassan yflrréttarmálaflutningsiaöur. Lækjargötu 12 B. Venjulega heima ld. 10—11 og 4—5. Tals. 16. yfirréttarmálaflutningsm., Kirkjustr. 10« tekur að sér öll málfærslustörf, kaup og sölu á húsum og lóðum 0. s. frv. Heima kl. lO1/^—II1/2 °9 4—5. Christensen & Wedel. Islenzk umboðsverzlun. Kaupmannahöfn K. Símnefni: Wedelchríst. Grand Hotel Nilson Köbenhavn mælir með herbergjum sínum með eða án fæðis í veitingahúsinu fyrir mjög vægt verð. NB. islenzkir ferðamenn fá sér- staka ívilnun. Nýtt liótel. Bahns Missionshótel Badstuestrœde 9. Kjöbenhavn. Herbergi frá 1 kr. 25 a. Fæði og húsnæði 3 kr. 50 a. á dag. t m % 72 ° O Ö '2 « Oh 'Ö « 22 lO 3 qj /3 -3 . ro g S Oj H rQ 00 I cu m 3 3 s- <u ro C3 O > cc O -o s « ” a. u Ö 0) I * '5b ’C 'l § 1 B cn íh Cj KO #Sd c/5 'w' OC <u cn 'o/D 3 /O 3 Sh K s o Sh C/3 ® 3 er <u 'tS :° |CS U rP -r /QC 3 ■H o 3 ’S C/í ÍH b-H JO • «H <D o JH cn 3 «+H CG O/D 'Q/D O cz .3 œ ío • 3' s S8 o A «3 3 Q/D 3 13 O -f-* 3 "3 3 3 ‘O 3 /O 3 <v r-j -H oá :o KO ’-t—< o rH *3 <o s -QJ C/2 *s 3 3 w 3 *3 . 1—] 3 *3 £ ?H 3 rQ 3 'OiD Si 3 ‘3 cn <u /O QJ 3 3 n3 Sh 3 O/D G *Q0 l—H O. o. <5 Sunnudaga: KI. 6x/z e. h. Fyrirlestur. Aíidvikudaga: Kl. 8r/4 e. h. Biblíusamtal. Laugardaga'. Kl. ii f. h. fíœnasamkoma og bibliulestur. Eigandi og ábyrgðarm.: Hannes Þorsteinsson. Prentsmiðjan Gutenberg. Allir þurfa að klæðast og um leið flestir að spara peninga, og það gera menn með því að kaupa IRöt og fataefni í ódýrustu klæða- sö'lubúðinni í Reykjavík. Nú er niðursett verð á nærfatnaði og því sem eptir er af tilbúnum fatnaði. Stórt lii'val nýkomið af Hálslíui. 20 teg- undir af vetrarhúfum, vetrarhönzkum, hvítum hönzkum, hvít- um slaufum og ógrynni af svörtum og mislitum Hálsbindum og öðru sem að klæðnaði lýtur. Allt með hinu vanalega afarlága verði í Bankastræti 13. Talsími 77. Guðm. Sigurðsson. ■« II, AÉsei 4 Silns m.i mmil Klæðskera- & klæðasöluverzlun sem er hin elzla og stærsta þess konar verzlun hér á landi, hefur nú með síðustu skipum fengið mikið úrval af vetrarfrakka-. al— fata>« vestis- og buxnaefnum eptir nýjustu tízku. Ennfremur hrjóst hv. og misl., flibha, manchettur, manchetskyrt- ur, allskonar hnappa því tilheyrandi, hálshindi af mjög mörgum teg., hanzka hv., misl. og svarta, fóðraða hanzka, vaskaskinns- og hjartar- skinnslianzka, nærfatnað, regnhlífiir, göngustaíi. Regnkápur. Tilbúin föt. H úf ur. <&Æonix er nýjasta og jafuframt bezta liaiidslöklwitól, sem til er. Þetta nýja slökkvitól hefur meðal annars þá yflrburðí fram yfir önnur eldri handslökkviáhöld, að í því er hvorki brennisteinssýra né saltsýra, sem notaðar eru í sumum hinna, ekkert glerhylki, sem getur brotnað, né gummípípa, sem getur sprungið eða bilað. Phönixáhaldið er uppmjór brúsi iú- járnblikki, nál. alin á hæð; á efri endanum er lítill stútur, sem lögurinn spýtist út um, undir eirloki, sem slökkvihylkið er í. Tólið dregur 18 álnir. Þetta slökkvitól er svo óbrotið og einfalt, að hver maður getur notað það. Þegar eldur hefur verið slökktur með því, er það fyllt ókeypis aptur. Því hefur verið veittur heiðurspeningur úr gulli í Berlín. Einkasali fyrir ísland Eg-ill Jacobsen. kunngerii* heiðruðum viðskiptamönnum sínum hér í bænum og viðsvegar um land alt, að nál. miðjum nóv. næstk. verður hinni miklu breytingu og stórkostlegu umbót á verzlunarhúsunum lokið, bæði úti og inni. Verzlunin verður því að þeim tíma liðnum rekin með fullkomnasta og hentugasta fyrirkomulagi og eptir nýjustu tízku. Sérstök áherzla verður lögð á það, að vörurnar verði tjölbreyttar, vandaðar og góðar, en þó svo ódýrar, sem kostur er á. Verzlun- inni verður skipt í deildir, en þó þannig, að menn geti gengið ó- hindrað á milli deildanna, sem allar verða hver við hliðina á ann- ari í sama húsinu, svo menn þurfa eigi að hrekjast úr einu liúsi í annað til að leita að þvi, sem þeir þurfa að kaupa. Ferðamenn geta fengið ókeypis hesthús lil afnota, sem rúmar um 30 hesta, og einn- ig ágætt herbergi fyrir farangur sinn, og er það jafnframt ætlað þeim til að matast og hvilast í, ef þeir vilja. Oll verða verzlunarhúsin uppljómuð með 25 Lux- lampaljósum og midstödvarhitun verður í skrif- stofum og öllum deildum verzlunarinnar. Hér verður ekkertj tii sparað til þess að gera viðskiptamönnum viðskiptin svo þægiíeg. reglubundin og góð« sem frekast verður á kosið.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.