Þjóðólfur - 15.11.1907, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 15.11.1907, Blaðsíða 1
59. árg. Reykjavík, föstudaginn 15. nóvember 1907. 50 Fólkseklan. Innflutningar gagnslitlir. (Niðurl.). ---- Jafnlitla trú sem vér höfum á þvl, að heimflutningur landa vorra vestan um haf mundi ráða nokkrar bætur á fólkseklunni hér eða verða oss til verulegra þjóðþrifa, jafnlitla trú höfum vér á því, að innflutn- ingur annara þjóðflokka, hvort heldur Svía, Norðmanna eða Finna, verði land- inu til nokkurs gagns eða gróða. Og vér teljum það öfuga aðferð, að hugsa sér að ráða bót á mannfæðinni hér, með því að teygja útlendinga inn 1 landið. Og alveg sama er að segja um danska innflytjendur. Það er alveg áreiðanlegt, að erlendir menn fást ekki hingað til að rækta jörð- ina, eða stunda búskap, enda hefur land- stjórnin hér ekki sömu kjör að bjóða inn- flytjendum, eins og t. d. Kanada. Að hugsa sér að gera Island að innflutnings- landi fyrir Skandinava eða aðrar Norður- álfuþjóðir, er fásinna ein, byggð á ein- tómum misskilningi eða furðulegri skamm- sýni. Hið eina, sem gæti hrundið áfram innflytjendastraumi til landsins, væru auð- ugar gullnámur hér. En af sltkum inn- flutningi mundi bæði stafa alvarleg hætta fyrir þjóðerni vórt og framtíð þjóðarinnar, því að þá mundi safnast hingað allra landa kvikindi, hinn versti skríll og ó- þjóðalýður, er mikil vandræði hlytust af; það fólk yrði sannarlega ekki til að byggja landið 1 réttum skilningi. Og þetta eru einu innflytjendurnir, er vér gætum nokkru sinni gert oss von um að fá, — það er að segja, ef mikið gull finnst. Það mun því hóllast að hverfa frá því örþrif- ráði, að byggja landið útlendingum, og láta einnig niður falla allar fávíslegar fagnaðarvonir Og mannfjölgunargrillur út af heimflulningi Vestur-íslendinga, því að sá flutningur verður oss yfirleitt ekki til mikils gagns eða frambúðar til langframa. Það sannast. Vitanlega tökum vér fegins I hendi móti hverjum góðum dreng, er hverfur heim til ættjarðar sinnar aptur með þeim ásetningi, að ílengjast þar. En vér byggjum ekki á slíkum heimflutningi framtíðarvonir þjóðar vorrar. Þær byggj- um vér á þeim, sem »aldrei víkja«, þeim, sem hörfa ekki af orustuvellinum í bar- áttunni fyrir tilverunni hér á landi, flýja ekki af hólminum, þótt erfiðlega veiti um sinn, en standa stöðugir í trúnni á fram- tlð landsins þrátt fyrir óblíðu lands og lagar. Það eru synir og dætur slíkra manna, sem eiga að byggja land þetta. Kjarkur, þrek og stöðuglyndi verður að haldast í hendur til að hefja landið til vegs og gengis. En þar sem vílið og vonleysið, óánægjan og óeirðin, hverflynd- ið og hégómaskapurinn tekur sér bólfestu, þar ganga allar góðar heilladfsir úr vist- inni. Allar hollvættir verða landflótta hjá hverri þjóð, er ekki festir yndi á ætt- jörð sinni og hyggur allt heima verst. Forfeður vorir leituðu sér fjár og frama í öðrum löndum, en þeir tóku sér ekki bólfestu þar. Þeir áttu hvergi »heima«, nema á Islandi. A sama hátt eiga ís- lendingar nú að kynna sér siðu og háttu annara þjóða, til að efla víðsýni sitt og framfaraþrá, og láta þá reynslu sína koma landi sínu til nota. En þeir eiga ekki að flýja landið og setjast að erlendis fyrir fullt og allt. Nú er ekki að vænta þess, að ættjarðarást manna sé svo mikil, að þeir vilji una við erfið kjör hér, ef þeir ímynda sér, að þeir geti átt betri daga annarsstaðar. Og það er einmitt þessi írnyndun um bættan hag, sem dreg- ur fólkið út úr landinu, því að enginn vill skipta um til hins lakara. En slíkar vonir verða opt tálvonir, og menn vita hverju menn sleppa, en ekki hvað menn hreppa. Að gera fólkið ánægt í landinu er því fyrsta skilyrðið fyrir því, að hepta útflutningsstrauminn, sem hefur verið og er enn að vissu leyti versta átumeinið 1 þjóðfélagi voru og mestu veldur um fólks- ekluna hér á landi, þótt nokkrar fleiri ástæður séu fyrir hendi, er gerir hana tilfinnanlegri nú en áður, eins og ritstj. »Vínlands« tekur réttilega fram í grein sinni. Ekki verður því neitað, að allmikið hefur verið gert á síðari árum til að bæta hag þjóðarinnar, og allmörg þýðingar- mikil framfaraspor verið stigin, er allt hefur orðið til þess að efla trú manna á framtíð landsins. En hins vegar verður því ekki neitað, að stigin hafa verið nokkur afarhættuleg og ískyggileg víxl- spor á þessari svokölluðu framfarabraut, og er ekki séð fyrir allar afleiðingar þeirra að svo komnu. Til þess að allt geti farið vel, verður að vinna saman og haldast í hendur: hyggin og framsýn stjórn, sam- vizkusamir og hrekklausir þjóðarleiðtogar og sjálfstæðir og einbeittir kjósendur. En á öllu þessu hefur verið og er allmikill misbrestur hér á landi, bæði að því er fessa kosti snertir yfirleitt, og ekki síður um samvinnuna, og gæti það verið efni í langa og alvarlega hugvekju. Vitanlega hvílir ábyrgðin mest á æzta valdinu — stjórninni —, en í raun og veru megnar hún ekkert eða á ekkert að megna, nema hún hafi þjóðina að bakjarli, og þá lend- ir í rauninni áhyrgðin mest á þjóðinni, það er að segja í nokkurnveginn stjórn- frjálsu landi. Engum mun geta dulizt það, að ýmsar ráðstafanir stjórnar og þings á síðustu árum, hafa verið mjög athugaverðar, og má til þess nefna ekki sízt fyrirkomulagið á peningamálum lands- ins — peningastofnanirnar —, því að þar hefur ein villan boðið annari heim, eitt glapræðið alið mörg önnur af sér, og er þó sá ófögnuður ekki enn kominn nánda- nærri fyllilega 1 ljós, kemur eflaust betur síðar, því miður. Það er hægra að bregða snörulykkjunni um hálsinn, en að losa sig aptur úr þeim læðingi, þá er lykkjan dregst að. Síðar mun Þjóðólfur víkja að því, hver ráð séu vænlegust til að halda fólkinu kyrru í landinu, og hvað stjórn og þing verði að gera til þess, að verðskulda traust og hylli almennings eptirleiðis. Ijraíritarar á þingi. Heimabakaðar ræður. Því hefur áður verið hreyft í blöðunum, og eg man sérstaklega eptir því í Þjóð- ólfi, að það væri öldungis óþarfur kostn- aður, að prenta umræðurnar á þingi í heilu lagi, því að stuttur útdráttur af að- alefninu roundi koma að jafnmiklum not- um. Jafnframt hefur þess verið getið, að væru ræðurnar allar prentaðar, þá væri sjálfsagt, að þingið hefði hraðritara í þjón- ustu sinni, svo að þingmenn gætu ekki og mættu ekki breyta ræðum sínum eptir á, eins og þeim sýndist. En fyrirkomu- lagið, eins og það er nú, er óhafandi, því að hinar prentuðu ræður eru venju- legast afarmikið breyttar frá því, sem þær eru haldnar. Þingmenn bæta inn í því sem þeir hafa gleymt, en vildu sagt hafa, og fella hins vegar burtu ýmislegt, er þeir hafa sagt, og setja annað í staðinn. Vit- anlega eru margir svo samvizkusamir, að þeir snúa ekki við því, sem þeir hafa sagt, og leiðrétta ekki annað en misskiln- ing og lokleysur skrifaranna, sem optast er nóg af, en hinir munu þó vera fleiri, sem hirða lítt um, þótt þeir láti það sjást eptir sig í þingtíðindunum, er þeir hafa aldrei sagt. Og þetta er næg ástæða til að breyta algerlega því fyrirkomulagi, sem nú er. En það lagast auðvitað ekki fyr en vér fáum hraðritara. Þá færu menn að vanda betur ræður sínar, hugsa málin betur og óþarfa vaðallinn færi minnkandi. Hefðu sumir þingmenn, sem alltaf er mál að tala, hvort sem þeir hafa nokkuð að segja eða ekki neitt, gott af að fá dálitla stýflu á þennan hátt. Góðir hraðritarar laga og ræðurnar dálítið í hendi sér, og sleppa úr óþörfum enduttekningum og hortittum. En þeir bæta engu við, sem ekki er sagt, svo að þingmenn verða að sleppa öllum viðaukum eptir á. En þing- mönnum yfirleitt er víst ekkert vel við, að fá hraðritara. Að minnsta kosti man eg eptir því þetta eina skipti, sem völ var á einum hraðritara á þingi (Halldóri heit. Lárussyni), að þá reru sumir þingmenn f for- ] seta að láta hann ekki komast að, og 1 forseti tók það til greina, endamun Hall- dór heit. ekki hafa verið við þingskriptir nema endrum og sinnum á einu þingi (mig minnir 1901). Og svona mun hugs- unarháttur margra þingmanna vera enn. Þeir vilja heldur eyða tíma sínum í jafn- leiðinlegt verk sem ræðuleiðréttingar, til þess að geta breytt eptir vild sinni, held- ur en fá ræðurnar rétt skrifaðar af hrað- ritara, og þurfa ekki að snerta við þeim, sem er þingmönnum svo afarmikill léttir í hinum miklu þingönnum, sérstaklega í vandasömum, flóknum málum, sem al- j mennir skrifarar geta ekki áttað sig á, og skrifa því gauðrangt um. Auk þess er I meginþorri þingskrifaranna öldungis ófróð- ur 1 öllum þingmálum, og alls ekki starf- l inu vaxinn, svo að verkið er opt verra | en ekki neitt, og ræðurnar frá þeirra ; hendi því afarilla úr garði gerðar, svo að | þingmenn neyðast opt til að rita þær upp að nýju. Og svo geta þingmenn afsakað allar breytingar með þvl, að skella skuld- inni á lélega skrifara, eins og opt má. Þótt ekki væri til annars en að spara þingmönnum ómak, þá væru hraðritarar við þingið nauðsynlegir. En án einhvers styrks af almannafé mundu efnilegir menn naumast fara að leggja sig eptir hraðritun, og eiga svo á hættu, að vera vísað frá. Þótt ekki væru nema 3—4 hraðritarar á þingi til að byrja með, væri það betra en ekki, og gætu þá þingmenn, sem þess óskuðu, verið lausir við þá. En þeina þingmönnum mundi brátt fjölga, sem vildu láta hraðrita ræður sínar. Það er eg sannfærður um. Meðan þetta sleifarlag helzt, sem nú er, með ræðu-uppskriptum og leiðrétting- um þingmanna, ætti að minnsta kosti að gera ö 11 u m þingmönnum að skyldu, að hafa lokið leiðréttingum á ræðum sínum í þinglok. En nú er því svo háttað, að flestir þingmanna þeirra, sem búsettir eru í Reykjavík, snerta ekki við ræðum sín- um allan þingtímann, en fá svo allan bunkann lánaðan heim til sín eptir þing, og sitja svo dögum og jafnvel vikum sam- an með sveittan skallann yfir »leiðrétting- unum«, og má geta nærri, hversu áreið- anlega sönn slík samsuða verður 2—3 mánuðum eptir að ræðurnar eru haldnar. Auk þessara hlunninda við þessa »heima- vinnu«, hafa svo þingmenn þessir þau forréttindi, að þeir geta lesið allar hinar leiðréttu ræður hinna annara þiugmanna, sem þeir hafa átt í höggi við, og þá er svo undurlétt verk og fyrirhafnarlítið, að snúa á mótstöðumann sinn og tæta sund- ur röksemdir hans á þann hátt, sem þeim hafði aldrei hugsazt á þinginu. A þenn- an hátt kemur ekki að eins fram alger- lega ósönn mynd og gersamlega röng af þingræðunum, heldur vftavert misrétti gagnvart þeim, sem áður hafa leiðrétt ræður sínar og standa varnarlausir Uppi gagnvart þessum heimabökuðu sóknar- og varnarræðum, sem aldrei hafa verið fluttar á þingi, eða með allt öðru sniði og öðr- um orðatiltækjum, en svo birtist þessi nýja samsuða í þingtfðindunum sem þing- ræður(!). Eg gæti nefnt nokkra reykvíska þing- mer.n, sem notað hafa sér ósleitulega að- stöðu sína sem heimilisfastir í Reykjavfk, til að »lagfæra«(!) ræður sínar heima hjá sér eptir þing. Og þingtíðindahandritið mun bera með sér, að einna mestar breyt- ingar séu gerðar á ræðum sumra þessara þingmanna, miklu minna hjá þeim, er leiðrétt hafa ræðUr sínar á þingi. Einna mestur breytinga- og byltingamaður í þess- umefnum munþó sjálfur ráðherrann vera. Hjá honum eru sumar ræður hans, eins og skrifararnir hafa skrifað þær, gersam- lega útstrykaðar frá upphafi til enda, og annað sett í staðinn, að vfsu ekki öld- ungis annað efni, en öðruvísi meðhöndlað, en hjá skrifurunum, svo að þingmenn geta naumast kannast við það í þeirri mynd, kannast ekki við að hafa heyrt ræðurnar þannig fluttar. Að minnsta kosti munu fleiri þingmenn en eg hafa orðið þess varir í þingtíðindunum, að sumar ræður ráðherra kæmu þeim ókunn- uglega fyrir. Stafar þetta sjálfsagt mest af minnisleysi hjá ráðherra, er hann leið-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.