Þjóðólfur - 15.11.1907, Side 2

Þjóðólfur - 15.11.1907, Side 2
198 ÞJÓÐÖLFUR. * réttir ræður sínar svo löngum tíma eptir að þær eru haldnar, því að það er óhugs- andi, að hann g e t i skrifað þær svipað því, sem hann hélt þær, einkum þá er hann skrifar sjaldnast upp hjá sér aðal- atriði ræðunnar, eins og sumir gera, og geyma síðar til leiðréttinga eptir á. Það hlýtur þvl að verða meiri og minni skáld- skapur hjá honum, þetta ræðusmíð hans löngu slðar. En það er afar óheppilegt, og kemur óþægilega niður á öðrum, er leiðrétt hafa ræður sínar á þingi. Þeir liggja vitanlega alveg 1 »vaskinu« hjá lesendum þingtíðindanna fyrir þessum heimabökuðu og heima hugsuðu ræðum ráðherrans. En allt þetta stafar at hinu óhentuga og öfuga fyrirkomulagi á þessu öllu, sem óhjákvæmilega þarf að breytast. Og hygg eg, að ekki hafi verið vakið aiáls á þessu ófyrirsynju. fiingmadur. Radium, þetta dularfulla, afarfágæta efni, er hjónin Curie uppgötvuðu, er svo afardýrt, að sá sem ætti eitt einasta kvint af því hreinu, gæti selt það fyrir 2 miljónir franka. Það hefur alllengi verið fastákveðið verð á radium frá r5 frönkum fyrir grammið upp 1 1000 franka fyrir sentigramm, allt eptir styrkleika þess. Hvert milligram af hreinu radium er 400 fr. virði, og samsvarandi verð á gramminu væri þá 400,000 fr. Verðið á einu kíló (2 pd.) mundi þá verða 400 miljónir franka. Svo mikils radiums er ekki unnt að afla, því að hvorki hefur hingað til tekizt að ná svo miklu af þessu efni, eða verið unnt að sanna, að það geti náðst. Ef 2 pd. af hreinu radium fyndust, þá félli það vitan- lega nokkuð 1 verði. En nú sem stendur getur naumast nokkur verksmiðja látið af hendi jafnvel 1 gramm (V500 úr pd.) fyrir 400,000 fr. Allar birgðirnar af hreinu radium, sem eru til sölu í heiminum, ætla menn að séu 5—6 desigrömm, er mundu kosta um 200,000 fr. Hér um um bil jafnmikið er í efnarannsóknarstofu ekkjufrú Curie, og ennfremur eiga sjálfsagt aðrar efnarannsóknarstofur, læknar, sjúkl- ingar og einhverjir aðrir til samans hér um bil 4—5 desigrömm. Nálega allt, sem menn hafa handa á milii af radium, er komið frá hinum efnafræðislegu verk- smiðjum í Javel og Ivry (nálægt París). í fyrstunni var reynt að ná því úr málm- tegundum, er lengi höfðu verið undir áhrif- um loptsins, og þó varð »uppskeran« ekki meiri en 2 desigrömm úr tonninu. Síðar, þá er menn fóru að vinna það úrnýupp- teknum málmtegundum, fengust stundum að eins 3 sentigrömm úr tonninu. 1905 var hætt að vinna það, enda hafa birgð- irnar fullnægt eptirspurninni síðan. — Þá er þau Curiehjónin fengu Nóbelsverðlaunin 1903, vildu allir ná í radium, vísinda- mennirnir til að rannsaka það, læknarnir til að selja það aptur sjúklingum sínum, sjúkir miljónamæringar til að ná aptur heilsu sinni o. s. frv. Það er sagt um einn sjúkan mann, að hann keypti radium í eitt skipti fyrir 10,000 fr., og aðrir auð- ugir sjúklingar eða gróðabrallsmenn buðu 1000 fr. fyrir 1 milligramm, er nú kostar 400 franka og gátu ekki fengið það. Einn féglæframaðurinn hafði ásett sér að fleygja örlitlu af þessu dýrmæta dupti í lind nokkra og láta svo vísindamenn staðhæfa, að af því lindarvatni gætu menn fengið bót allra meina. Það var að eins að þakka ráðvendni þeirra, er efnafræðis- verksmiðjunum stýrðu, að ekkert varð úr þessu stórkostlega fjárglæfratilræði. Nú sem stendur hafa efnarannsóknar- stofur víðsvegar um heim nægilegt radium til sinna nota, og með þvf að radium deyfist ekki, þurfa þær ekki að endur- nýja forða sinn, en láta sér nægja, að auka hann lítilsháttar, til þess að geta gert rannsóknirnar víðtækari. Hins vegar eru allir samvizkusamir læknar á einu máli um, að radium eigi að eins að nota við örfáa sjúkdóma, og að eins með eptir- liti sérfræðinga í þessari grein. Annars er enn ekki hægt að spá neinu um, hversu víðtæk og furðuleg áhrif þetta dularfulla aflmikla efni kann að hafa í framtíðinni fyrir mannkynið. I radium liggja huldir kraptar, er vísindamennirnir þurfa ef til vill langan aldur til að geta gert sér grein fyrir og sýnt fram á nothæfi þeirra. Eins og kunnugt er, hefur verið leitað að radium hér á landi helzt við hverina, og fékk einn ungur efnafræðingur (Þor- kell Þorkelsson) nokkurn styrk til þess af dönsku fé. En hann mun lítils eða einskis var hafa orðið. Og því síður þarf að vænta, að radium finnist í gullnámunni(l) í Vatnsmýrinni, eins og sumir hafa verið að óska og vona. Vér verðum eflaust að sætta oss við dálítið ódýrara efni. Gull og silfur hefur nú fundizt í tveimur sýn- ishornum upp úr borunarhol- unni 1 Vatnsmýrinn i á 133'/»—1351/2 feta dýpi 1 leirlagi, það er að segja það sýnishornið, sem meira var í af gulli og silfri, en hitt sýnishornið var neðar úr hol- unni. Þetta fannst í fyrra kveld við rann- sókn Asgeirs Torfasonar forstöðumanns efnarannsóknarstofu landsins, er ekki hafði fyr getað snúizt við að rannsaka þetta vegna þess, að hann vantaði bræðslu- ofn til rannsóknanna. Þau tvö sýnishorn, er gull hafði fundizt áður í, og fyr er um getið hér í blaðinu, voru rannsökuð af Erlendi Magnússyni gullsmið og Birni Kristjánssyni kaupm., er hefur góð áhöld til sllkra rannsókna og góða þekkingu í þeim efnum. En silfur hefur ekki fundizt þarna fyr en nú í þessum tveimur sýnis- hornum. Hversu mikið sé af gulli eða silfri í Vatnsmýrarnámunni, er ekki unnt að segja, með því að rannsóknarefnið er svo lítið, þyrfti að vera svo margfalt meira, til að geta sagt með vissu, hversu auðug náman væri af gulli og silfri eða öðr- um málmum. Borinn er nú kominn 152 fet niður, en ef til vill verður hætt við að bora dýpra að sinni, en snúizt að því að grafa námugíg niður að gullinu. Þó er það allt óráðið enn. En »nú þarf framar enginn efast«, að gull 0. fl. málm- ar eru þarna niðri. Opinberi stimpillinn er á það fenginn með rannsókn lands- efnafræðingsins. Vatnsveitan. Kostnaðaráætlun við bæjarvatnsveituna hefur Jón Þorláksson verkfræðingur nú lagt fyrir bæjarstjórnina. Gerir hann ráð fyrir, að 340,000 kr. muni kosta að ná vatni handa bænum úr vatnslindum nokkr- um við Elliðaárnar, en 80,000 kr. meira, ef það verði tekið ofan úr svonefndum Gvendarbrunnum. Þar er vatn betra og hreinna en f ánum eða lindunum, og óhreinkast síður í leysingum og vatna- vöxtum. En álit margra manna er, að á hvorugum staðnum fáist viðunanlegt og heilnæmt neyzluvatn fyrir bæinn án vatns- síunaráhalda, en þau eru feikidýr, ef góð eru og þurfa nákvæmt eptirlit, en endast þó ekki lengi. Telja því margir ógern- ing, að fá vatnsveitu með þeim annmarka og aukakostnaði. Én kostnaðurinn við fyrirtæki þetta er svo mikill, að varla má minna vera, en að bærinn geti þá fengið hreint og gott vatn eptir allt saman. annars væri ver farið en heima setið. Lítill vafi er á því, að með brunngreptri hingað og þangað í bænum mundi mega fá ágætt vatn og nægilegt handa bænum, en kostnaður yrði auðvitað allmikill, að dæla því upp í vatnsþrór, en óvfst er, að brunnarnir þyrftu að vera margir. I Vesturbænum hefur t. d. fengiztmikið og gott vatn í brunnum, er þar hafa verið grafnir. Hættan auðvitað á, að vatn þetta mundi þverra í afarmiklum þurktim. Én nú er eflaust ekki annað fyrir hendi, en að ákveða, hvort bærinn skuli leggja út í þetta vatnsveitufyrirtæki eða ekki, með þeim kostnaði, sem ráðgerður er. Líklega nauðugur einn kostur að bæta á sig 80,000 kr. til þess að geta þó fengið nokkurnveginn brúklegt vatn. Mislingarnir eru nú á förum hér í bænum. Þó ligg- ur allmargt fólk enn, og sumt veikt af afleiðingum þeirra. Mannskæðir hafa þeir ekki orðið, að því er kalla má, þótt dáið hafi alls í bænum líkl. 20—30 manns, flest börn og unglingar, ♦ er venjulegast hafa haft einhverja aðra veiki undir. Berklaveiku fólki hefur einkum verið hætt. — Nú eru mislingarnir komnir víðsvegar um Arness- og Rangárvallasýslur, og fólk að leggjast þar óðum. Þeir eru og komnir upp í Borgarfjörð, en ekki almennt. A Akureyri hefur sóttkvíunarráðstöfunum gegn þeim verið hætt, og líkur fyrir, að þeir gangi um allt Norðurland, þótt enn hafi tekizt að hepta þá sumstaðar þar. A Vestfirði eru þeir og komnir. Laust prestakall. Staður í Steingrímsfirði í Strandaprófastsdæmi (Staðar- og Kaldrananessóknir). Núverandi mat kr. 1313,61. Prestsekkja er að vísu í brauð- inu, en hún fær væntanlega eptirlaun úr landsjóði. Auglýst 12. nóvember. Um- sóknarfrestur til 16. janúar 1908. Veitist frá næstu fardögum. HálftírœOup varð Páll Melsted sagnfræðingur í fyrra dag (f. 13. nóv. 1812), og blöktu fánar á stöng hér í bænum honum til heiðurs þann dag. Páll Melsteð er nú langelztur lærðra manna hér á landi. Næstur hon- um séra Daníel Halldórsson uppgjafa- prestur frá Hólmum, tæpum 8 árum yngri (f. 12. ágúst 1820). Síðan fyrir miðja 18. öíd hafa að vorri ætlun að einsj3 skólagengnir menn íslenzkir orðið eldri en hálftíræðir, þ. e. Bjarni Þorsteinsson konferenzráð (t 1876) 957/1», séra Þórarinn Erlendsson á Hofi (J* 1898) 98V4 og séra Benedikt Eiriksson (-j- 1903) 96T/». „Hólar" og „Skálhoit komu hingað loks um næstl. helgi úr hringferð kringum land, en »Vesta« enn ókomin. »Hólar« farnir til útlanda og »Skálholt« einnig í morgun. Mannalát. Hinn 8. f. m. andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri Skapti Jóhannsson gagnfræðingur, síðast bóndi í Litlagerði í Laufássókn, sonur Jóhanns bónda á Skarði í Dalsmynni Bessasonar frá Skógum í Fnjóskadal Eiríkssonar. Hinn 26. f. m. varð bráðkvaddur á Eskifirði Narfi Sveinsson frá Kot- húsum í Garði, ættaður af Akranesi, sjö- tugur að aldri. Prestskosning. í Hofteigsprestakalli er Haraldur Þór- arinsson cand. theol. kjörinn prestur. Drukknanir. Hinn 20. f. m. hvolfdi bát á Stöðvar- firði með tveimur mönnum, og drukknaði annar þeirra: Jón Daníelsson ungur maður, ókvæntur. Hinn maðurinn (Páll Skarphéðinsson frá Hvalnesi) komst á kjöl og varð bjurgað. Hinn 12. f. m. drukknaði í Héraðs- vatnaós Bjarni Bjartmarsson bóndi frá Borgargerði í Norðurárdal. Menn, sem voru að gera að landsímanum þar í grennd, sáu þegar maðurinn lagði út í ósinn andspænis þeim, og vöruðu hann við, en það kom fyrir ekki. Brim skall inn í ósinn og tók þegar manninn, en hesturinn hröklaðist aptur til sama lands. Símamennirnir höfðu bát hjá sér, og fóru þegar að hjálpa, en það var um seinan. Þá er þeir komu yfir um, fundu þeir son Bjarna sofandi á bakkanum, þar sem faðir hans hafði lagt út í. Segir »Norðri«, að báðir mennirnir hafi verið mjög ölvaðir. Skíðafélag, er nefnist »Áfram«, er nýstofnað hér í bænum og ætlar að hefja skíðahlaup á sunnudaginn kemur, ef veður leyfir, í brekkunum hjá Ártúni. Munu Norðmenn þeir, er hér eru búsettir, mest hafa geng- izt fyrir þessum félagsskap, enda eru Norð- menn skíðamenn miklir og skíðaferðir mjög tíðkaðar í Noregi, bæði til gagns og gamans. Andrakapphlaupin við Holm- enkollen eru t. d. víðfræg. Það er þarft verk og gotl, að kenna æskulýð Reykja- víkur að fara á öndrum, og getur naum- ast hollari og notalegri hreyfingu, er æfir og styrkir alla vöðva, Það er og bezta skemtun að sjá þaulæfða skíðamenn leika þessa list, henda sér fram af hengi- flugi o. s. frv. Ur Mjóaflrði eystra er ritað 24. f. m.: »Storma- og úrkomusöm er hausttfðin hér eystra, enda sýna símabilanirnar bezt veðuráttuna. Það má svo heita, að síminn til Reykjavfknr héðan sé eins opt í ólagi eins og í lagi á hausti þessu. Afli heldur tregur í allt sumar hér eystra, nema á sunnanverðum Héraðsflóa (flóanum út af Fljótsdalshéraði), þar hefur fiskazt mjög vel, en það eru fáir, sem þangað sækja eða geta sótt. Frá okkur t. d. úr Mjóafirði. eru menn fullan sólar- hring f róðrinum, og má ganga vel, ef menn eru eigi lengur. Mótorbátar hér í Mjóafirði hafa fengið um 100 skpd. til verkunar í sumar, og mun það vera með betra móti hér eystra. Þó hafa tveir fengið miklu minna, um 50—60 skpd. Verð er hér allhátt á fiski, enda er það gagn, því dýr er mótorbátaútgerðin, lík- lega 11—1200 kr. um mánuðinn á báti«. €rlenð síœskeyti til Pjóðólfs frá R. B. Kaupm.höfn 14. nóv., kl. 4s° e. h. Morð og sjálfsmorð. Sofus Rasmussen, foringi stjórnleysingja og ritstjóri blaðs þeirra »Skorpionen«, í Kaupmannahöfn, skaut í gær lögregluþjón, er átti að sækja hann til að afplána hegn- ingu, og skaut því næst sjálfan sig áeptir. Rílcisþingið rússneska sett í dag með hátíðlegri viðhöfn. Flokka- skipunin þar: 195 hægri menn, 128 miðl- unarmenn, 41 rótnemi (svonefndir »Ka- detter«) 15 Pólverjar, 28 vinstri menn, 14 jafnaðarmenn, 6 Múhameðstrúarmenn m. m. Pijzka keisarahjónin eru í heimsókn í Lundúnum. Yflplýsing. í tilefni af nafnlausu bréfi til Jónasar Jóns- sonar í Nýjabæ, sem prentað er í 38. tölu- blaði Þjóðólfs þ. á.,1) lýsum við undirskrif- 1) Til frekari skýringar skal þess getið, að bréf þetta tók Jónas sjálfur upp í grein sína f Þjóðólfi, þar sem hann skoraði á

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.