Þjóðólfur - 22.11.1907, Page 3
ÞJOÐÓLFUR.
203
Miklar
birgðir
af allskonar SKÓFATNAÐI
og GALOSCHUM eru ávallt
í skóverzlun minni.
Óviða betri kaup að fá.
M. A. Mathiesen,
Bröttugötu 5.
r
frá næstkomandi fai'dögum:
1. Jörðin Kotferja í Árnessýslu.
2. ---Kirkjuferja í Árness.
3. ---Kirkjuferjuhjáleiga í Árness.
4. --- Gata í Árness.
5. Höfuðbólið Nes í Selvogshreppi í
sömu sýslu, með 5 hjáleigum og tveim
lómthúsum.
Allar þessar jarðir eru meiri og minni
hlunnindajarðir, svo sem kunnugt er,
7 kl.st. ferð frá Reykjavík.
Semja ber sem fyrst við
Gísla Þorbjarnarson
búfræðing í Reykjavík.
Vantar af fjalli jarpbógskjóttan fola
4 vetra, altaminn, klárgengan, viljugan
og fljótan. Samúel Ólafsson, Reykjavik.
Leikfél. Reykjavfkur.
laiigardaginn 23. nóv. kl. 8 síðd. í
Iðnaðarmannahúsinu.
Tekið á nióti pöntunum í af-
greiðslustofu ísatoldar.
Yerzl. B. H. Bjarnason
selur ódýrast allra allskonar
JBampa og íampaáRöíó,
l. d. Látúns-, Eir- og Majolika-ballancelampa bronceraða.
Hengi- og Ballance-lampa.
JBáiúns-stanó latnpa.
Borðlampa sérlega fagra.
---alm.
Ampla — Ljósker — Vegglampa — Náttlampa — Lampa-
brennara — Glös — Kúppla m. m.
Hver sá er fyrstur færir verzluninni heim
sanninn um, að kaup á lömpum séu eins góð í öðrum
búðum og í verzlun undirritaðs, fær ó k e y p i s lampa
að launum.
B. H. Bjarnason.
D.D.P.A.
Verð á olíu er í dag:
5 og 10 potta lirnsar 16 anra pr. pott „Sólarskær Stanáarí WMte“
5 - 10 — — 17--------- „Pennsylyansk Staníard fliitet,)
5 _ io — — 19--------- „PennsylYansk fater fhite".
1 eyri ódýrari potturinn í 40 potta brúsum.
clirúsarnir íánaóir sRipfavinum oReypis!
Menn eru beðnir að gæta þess, að á brúsunum sje
vörumerki vort, bæði á hliðunum og tappanum.
Ef þjer viljið fá góða olíu, þá biðjið um þessi merki
hjá kaupmönnum yðar.
Branns verzlun ,Hamborg‘
Adalstræti 9. Talsími 41.
Til vetrarins ættu menn að kaupa:
Frábœrlega góð hrokkin og slétt VETRARSJÖL með alls-
konar verði frá kr. 5,60-24,00.
HERÐASJÖL svört og mislit frá kr. 1,00-4,50 stórtúrval.
NORMALNÆRFÖT fyrir kvenmenn frá 1,75, Treyjur
frá 0,90. Normalnœrföt frá kr. 1,00-1,50.
SÆNGURDÚKUR fiðurheláur, tvíbreiður, frá kr. 0,90-1,50.
Svart KLÆDI 21/8 al. breitt, frá kr. 1,50-4,50.
ULLARTEPPI yfir rúm frá kr. 4,00-7,50
Samkynja teppi úr flóneli frk kr. 2,00-3,50.
SKINNHANZKAR með ullarfóðri frá kr. 2,50-3,00.
fitið á birgðiritar. €ngintt þvingaðnr til að kaupa.
Eigandi og ábyrgðarmaður: JHLctnnes E*orsteinsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.
86
vinstri. Annars hafði hann séð um, að hnefleikamönnunuin var dreift innan um
hina aðra gesti, svo að ekki skyldi vera nokkur hætta á því, að tveir persónu-
legir óvinir sætu saman, og ólæti risu af því. Eg sat milli jötunsins Harrison
og hraustbyggðs manns, er var búlduleitur í andliti, og hvíslaði hann að mér,
að hann væri Bill Warr veitingamaður í »Brennivinsámunni« í Jermyngötunni
og einn meðal hinna beztu hnefleikamanna.
»Það er fitan, sem fer með mig«, mælti hann. »Atvinnan hefur það í för
mcð sér. Þá er maður stendur við söluborðið allan daginn, verður ekki kom-
izt hjá því, að fá sér í staupinu, til að styggja ekki viðskiptamennina. Það
hefur orðið mörgum duglegum hnefleikamanni að fótakefli á undan mér«.
»Þér hefðuð átt að reka iðn m(na«, mælti Harrison. »Eg er járnsmiður,
og eg hef ekki þyngzt um hálft pund næstliðin 15 ár«.
»Einn tekur þetta fyrir og annar hitt, en flestir reyna að verða veitinga-
menn á sinni eigin veitingastofu. Will Wood er orðinn ökumaður, ungi Firby
er þjónn á veitingahúsi og Dick Humphries er kolasali. Sérhver okkar finnur
basinn sinn. En það er eitt, sem þér eruð lausir við, sem lifið í sveitinni, og
það er, að þér hafið ekki þessa ungu hefðarherra sírápandi inn til yðar til að
snoppunga yður«.
Mér þótti þetta mjög kynlegt, en nokkrir hnefleikamennirnir létu í Ijósi
samþykki sitt með því að kinka kolli til hans.
»Þú hefur rétt að mæla, Bill«, sagði einn þeirra. »Enginn hefur haft meiri
trafala af þeim en eg. Þeir koma á kveldin inn í .veitingastofu mína, allir
meira og minna svínkaðir. »Eruð þér hnefleikamaðurinn Tom Owen ?« spyr
einn þeirra. »Já, öldungis rétt«, svara eg. »Hérna hafið þér það þá«, segir
hann, og svo klfpur hann í nefið á mér, eða slær mig kjaptshögg. Svo geta
þeir hrósað sér af því, meðan þeir tóra, að þeir hafi barið Tom Owen«.
»Kvittið þér ekki fyrir, með því að gefa þeim utan undir«, spurði Harrison.
»Eg sem við þá. Eg segi við þá: Ja( góðir hálsar, hnefleikar eru atvinnu-
vegur minn, og eg hef jafnlitlar mætur á þeirri iðn, eins og læknirinn á lækn-
ingum eða slátrari af slátrun. Komið því með nokkrar krónur, ungi maður, og \
leggið undir, þá skal eg með ánægju lúberja yður, en þér skuluð ekki halda, að
þér komið hingað og fáið barsmíð af verðlaunuðum hnefleikara fyrir ekki neitt«.
»Svona hef eg það einnig, Tom!«, sagði hinn gildvaxni sessunautur minn.
»Ef þeir leggja gíneu (19 kr.) á söluborðið, og það gera þeir, þegar þeir hafa
drukkið fast, þá læt eg þá fá eins og eg reikna hér um bil gineu virði og
hirði peningana«.
»En geri þeir það ekki ?«
83
Þá situr ekki hérna innan um blótandi dóna, þú ert hjá heldra fólki, og þér
skal ekki haldast uppi að vera dónalegur«.
»Eg hef ávalt verið kallaður siðlegur í framgöngu«, sagði Berks í hásum
rómi, »en hafi eg sagt og gert eitthvað ósæmilegt, þá —«
»Nú, nú, Berks, hér er ekkert um að tala«, mælti móðurbróðir minn stilli-
lega. Hann vildi mjög ógjarnan, að þessum óstjórnlegu piltum lenti undir ein
saman í illindum.
»Hérna er þá fleira af góðkunnningjum vorum. Gott kveld, gott kveld,
velkominn. — — Þér lítið ágætlega út. Gott kveld, Ladel, eg vona að fiúnnis
líði vel eptir akförina okkar um daginn ? Og þarna er Mendoza, þú gætir
sannarlega gengið á orustuvöllinn, hvenær sem væri. Það gleður mig, að sjá
yður hérna hjá oss í kveld, hr. Lothian. Innan um þetta sfvaxandi aðstreymi
af hinum mjög ólíku gestum móðurbróður míns, kom eg allt í einu auga á hið
góðmannlega og glaðlega andlit Harrison’s, og það var eins og eg fyndi and-
vara frá arni heimkynnis míns í þessu lága, brennivínsþéfjaða veitingahúsi. Eg
ruddist fram og þreif í hönd hans með mikilli ánægju.
»En hvað sé eg, ungi hr. Rodney — — eða eg ætti víst heldur að segja
hr. Stone; það er naumast unnt að þekkja yður. Eg get varla skilið í því, að
þér skulið hafa i raun og veru svo opt dregið smiðjubelginn sundur og saman
heima í smiðjunni minni, þá er við Jim stóðum við steðjann. — Nú, það er
sannarlega komið heldri manna snið á yður«.
»Hvernig líður yður öllum heima?« spurði eg í ákafa.
»Faðir yðar talaði dálítið við mig hér um daginn, hr. Rodney, en hann
sagði, að nú byrjaði ófriðurinn brátt aptur, og hann vonaðist eptir að sjá yður
í Lundúnum að fám dögum liðnum, þvi að hann ætli að hitta Nelson lávarð
og spyrja hann, hvort hann gæti fengið skip til yfirstjórnar. Móður yðar líður
ágætlega, eg sá hana í kirkju á sunnudaginn var«.
»Og Jim ?«
Harrison varð dálitið áhyggjufullur á svipinn við þessa spurningu.
»0, Jim! hann langaði mjög til að vera hér i kveld, en eg átti ekki gott
með að gera honum skiljanlegt, hversvegna hann yrði að vera heima, og svo
varð hann dálítið gramur við mig. Það er fyrsta skiptið, sem svo hefurorðið,
það verð eg að segja, og mér þykir það leiðinlegt, hr. Rodney. En okkar á
milli sagt, hef eg gildar ástæður til að halda honum kyrrum hjá mér í Munka-
eik, en hanu er frekur drengur og fer eptir sínu eigin höfði, hann kemur ef-
laust aldrei aptur til okkar, ef hann fær einu sinni að kynnast lífinu hérna í
Lundúnum. Annars fékk eg honum svo mikið verkefni i hendur, að hann fær
ekki tóm til heilabrota meðan eg er burtu*.