Þjóðólfur - 22.11.1907, Side 4

Þjóðólfur - 22.11.1907, Side 4
204 Þ JÖÐOLFUR. Nú er þeg’ar lokið hinni miklu umbót og- breytingu á ]. p. T. jjryie’s verzlnu í Reykjavík, sem unnið hefur verið að á síð- astliðnu sumri, og var búðin opnuð fyrir almenning 19. þ. m. Eins og áður hefur verið aug- lýst, verður verzlunin rekin með miklu hagfelldara fyrir- komulagi, en tíðkast annar- staðar, vörumar valdar við hvers manns hæfl og seldar svo ódýrt, sem kostur er á. jtytsamar VanDaðar Dðýrar t. d. £iátú»s>llengflainpar stórir og fallegii’. ---Slamllampar með glæsilegum silkiskermum. itál>Sanmav^larnar »Freja« Landsins beztu Taurullur afarvandaðar o. fl., o. fl. Af ofantöldum munum fæ eg töluvert með »Ceres« 1. des. og »Vestu« 11. des., en af því eg er maður alþekktur að þvi, að selja allra manna ódýrast, væi'i ráðlegast fyi'ir hvern einn, er vill tryggja sér reglulega Góða Jólagjöf, að koma og panta hana hjá mér. Carl Lárusson Bergstaðastræti (horninu á Spítalastig). 0 <5 0 Verz/un B. H. Bjarnason hefur stærst og fjölbreyttast úrval af allskonar járnvörum -- Smiðatilum og €lðhúsgögnum. Nýlenduvörur — Niðursuðuvörur — Byggingarvörur — Leir- og gler- vörur — Glysvarningur — Plett- og nikkelvörur — Tóbak — Vindlar. "V ín og áfengi. Lampar og lampaáköld — Burstar — Málaravörur o. m. fl. Sjón er sögu rikai'i og reynslan ólygnust. Berið því verð og vöru- gæði verzlunarinnar saman við verð og vörur annara kauprpanna hér i bæ, og munuð þér þá sjálfir ganga úr skugga um, að bezt kaup gerið þér i verzl. ©3. cJC. cfijarnason. r margar teg., mörg hundruö pör og allskonar r. Ætlð bezt kaup í Aðalstr. 10. af beztu gerð, næstum nýr, til sölu hjá Carli Lárussyni. Samkomuhíisið „SiIoam“ við Grundarstíg. Vigsluguðsþjónusta 2</n kl. 5 síðd. Allir velkomnir ókeypis. Samúel O. Johnson. Hans i Fitjakoti ( Kjalarneshreppi vantar hest I v., rauðan með mjórri blesu m. stig. fr. h. Hver sem finnur, er beðinn að gera honum aðvart. Danskur maður óskar að fá leigt her- bergi með húsgögnum. Upplýsingar í Gutenherg. af allsk. vefnaðarvöru nýkomið í verzl. Aust- urstrœti 1. H.íi'fetyli.lti fleiri teg. áreiðanlega bezt og ódýrust í bænura. Ásgeir G. Gunnlaugsson. 84 Mjög fríður og hávaxinn maður 1 skrautlegum nýtízkubúningi nam nú staðar frammi fyrir okkur og rétti smiðnum hendina. »Hvað er að tarna, Jack Harrison! Þetta er santiarlega eins og upprisa frá dauðum«, mælti hann. »Hvaðan úr veröldinni ber þig að ?« »Það gleður mig að sjá þig, Jackson«, mælti smiðurinn glaðlegur í bragði. »Þú hefur ekki breytzt, þessi ár, sem liðin eru síðan við kynntumst. Ávallt ungur og fríður«. \ »Eg þakka fyrir. Eg hætti, þá er enginn vildi framar fást við mig, og nú kenni eg öðrum að beita hnefunum«. »0g eg er járnsmiður í Susssex*. »Eg hef svo opt verið að hugsa um það, hversu kynlegt það var, að þú vildir aldrei taka eina umlerð við mig, en nú segi eg það hreint og beint, að eg er mjög ánægður yfir því«. »Eg þakka þér fyrir þau ummæli, Jackson! Eg mundi líklega reyndar hafa lagt í þig, ef konan hefði leyft mér það. En hún hefur ávallt verið mér góð kona, svo að eg vildi ekki gera henni móti skapi. Annars verður mér einhvern veginn svo undarlega órótt í skapi innan um alla þessa herjans karla, eg þekki hér engan, þeir eru allir saman komnir fram á sjónarsviðið, síðan eg fór«. »Þú gætir hæglega hlaðið þeim«, mælti Jackson og þuklaði á upphandleggi vinar míns. »Það er ekkert í þá spunnið, og það væri gaman, að sjá þig handfjalla einhvern þessara ungu pilta. Viltu ekki leyfa mér að vera milli- göngumaður ?« Við þessa tilhugsun leiptruðu augu Harrisons, en hann hristi höfuðið og mælti: »Það tjáir ekki að tala um það, Jackson I Eg hef bundið þetta óbrigðulum fastmælum við konuna mína. Er þetta ekki Belcher, þessi laglegi maður þarna í græna kjólnum ?« »Jú, það er hann. Hefurðu aldrei séð hann? Hann er afbragð«. »Já, eg hef heyrt* það. Hver er ungi maðurinn, sem situr við hliðina á honum? Hann er heldur ekki óefnilegur að sjá«. »Það er nýr maður vestan úr landi. Hann heitir Crab-Wilson«. Harrison virti hann vandlega fyrir sér. »Eg hef heyrt talað um hann«, segir hann. Eru ekki einhverjir farnir að veðja um hann?« »Jú, hr. Lothian Hume, maðurinn með langa andlitið, veðjar um hann gegn manni hr. Charles Tregellis. Eg hygg, að veðjanin verði gerð heyrum kunn í kveld. Jim Belcher hefur mikið álit á Crab-Wilson. Þarna er Tom, 85 bróðir Belchers, en yngri en hann. Hann bíður einnig eptir því, að veðj- að verði um hann. Þeir segja, að hann sé snarari í hreyfingum en Jim, en hann er ekki eins harðhentur. ... £g var einmitt að tala nm bróður þinn, Jim«. »Þeim pilti er alveg óbætt«, mælti Belcher, er hann vék sér að oss. »Hann er ekki fullnuma enn, en þá er siggið á hnúunum á honum er orðið nógu hart, getur hann jafnazt á við hvern sem er. Það eru jafnmargir hnef- leikamenn í Bristol nú, eins og býflugur á býflugnabúi. Það koma tveir enn hingað, Gully og Pearce, og munu kjúklingarnir í Lundúnum óska, að þeir væru komnir vestur aptur. »Hr. Lothian Hume hefur haldið Wilson fram móti manni Charles Tre- gellis. En þarna kemur víst prinsinn«, bætti Jackson við, þegar hann sá, að menn þyrptust saman við dyrnar Eg sá Georg koma trítlandi inn með vingjarnlegu brosi um allt andlitið. Móðurbróðir minn bauð hann velkominn, og kom þegar nokkrum gestunum í kynni við hann. »Það verða óspektir hér í kveld«, sagði Belcher við Jackson. »Berks situr og drekkur brennivín úr ölkrús, og þér vitið, hvílíkur dóni hann er, þegar hann er drukkinn. Þér verðið að koma í veg fyrir það, að hann drekki meira«. Ymsir fleiri báðu Jackson um þetta sama, og hann gekk þá að borðinu, sem Berks sat við, eldrauður í framan með sljófum, blóðhlaupnum augum. »Þér verðið að halda yður í skefjum í kveld, Berks«, mælti Jackson. »Prinsinn er hérna —«. »Hann hef eg ekki séð enn«, sagði Berks hátt og fór niður af borðinu. »Hvar er hanp ? Segið honum, að Joe Berks mundi verða hreykinn af því, að fá að taka í hendina á honum«. »Nei, Joe, þér gerið það ekki«, mælti Jackson og lagði höndina á brjóst Berks, þá er hann reyndi að ryðjast gegnum manrtþyrpinguna. »Þér skuluð vera þar sem þér eruð, að öðrum kosti fleygjum við yður út á götuna, og þar getið þér gert allar þær óspektir, sem yður þóknast«. »Nú, jæja þá, eg ætlaði ekki að gera nokkurn óskunda«, nöldraði Berks. »Eg hef ávallt verið talinn fremur siðlegur«. »Það hef eg einnig ávallt sagt, Berks, og nú verðurðu að sýna það. En nú er maturinn til, og prinsinn og Sele lávarður eru gengnir inn. Tveir og tveir saman, drengir, og gleymið ekki í hverjum félagsskap þér eruð«. »Kveldverðurinn var borinn á borð í stóru herbergi með fánum og áletr- unura meðfram veggjunum. Borðið var skeifumyndað og móðurbróðir minn sat fyrir iniðju þverborðinu með prinsinn á hægri hlið og Sele lávarð á hina

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.