Þjóðólfur - 27.12.1907, Blaðsíða 1
JÓÐÓLFUR
59. árg.
Reykjavík, föstudaginn 27. desember 1907.
Jtf 60.
Horfurnar.
g skal taka það þegar fram, að eg
mér ekki að minnast á hinar póli-
k u horfur þjóðar vorrar á yfirstand-
2i tíð, því að eg ætla mér ekki þá dul,
spá þar í eyðurnar eða reyna að ráða
þær pólitisku rúnir, sem stjórnmálamenn
okkar eru að draga upp. Hvort það eru
heilla- eða óheillarúnir, skal eg láta ósagt,
en það þykist eg vita með vissu, að hér
verður alltaf sama þrefið ogþjarkið, sama
óánægjan og sama ósamlyndið, þangað til
vér fáum rétt vorn til fuilrar sjálfstjórnar
viðurkenndan og löghelgaðan, afdráttar-
laust og takmarkalaust. Fyr verður naum-
ast nokkur pólitisk eindrægni og samheldni
1 landinu. Það sannast. En þá koma
til greina hinar fjárhagslegu horfur,
og þær eru naumast svo glæsilegar nú
sem stendur, að vér getum ókvíðnir horft
gegn framtíðinni, þótt vonandi sé, að bet-
ur ráðist úr en á horfist. Allir vita, að
landsbúskapurinn, fjárhagur landsjóðs, er
ekki sem álitlegastur, og þótt rétta megi
hann við með varasamri og hagsýnni l
fjármálastefnu þings og stjórnar, þá er því
miður allhætt við, að erfiður fjárhagur
landsjóðs verði því til fyrirstöðu, að vér
getum haft f fullu tré í kröfum vorum á
hendur Dönum, og að árangur sjálfstæðis-
baráttu vorrar verði því minni en ella.
En það er rangt, að kenna stjórninni ein-
göngu um fjárhagskreppuna. Þingið á
ekki slður sök á henni, þarámeðal minni
hluta þingflokkurinn, alveg eins og meiri
hlutinn, því að minni hlutinn þvær ekki
hendur sínar með því að hrópa hátt um
fjáreyðslu stjórnarinnar, en ganga þó í
reyndinni alveg jafn langt í öllum fjár-
kröfum eins og meiri hlutinn. í því er
engin samkvæmni.
Það væri engin ástæða til að vera kvlða-
fullur út af fjárhag landsjóðs, ef fjárhag-
ur þjóðarinriar væri þannig, að hana mun-
aði lítið urn auknar álögur. Það eru fjár-
hagsástæður einstaklinganna, sem gjald-
þol og auðmagn landanna verður að mið-
ast við. Nú verður því ekki mótmælt,
að íslendingar eru fátæk þjóð, sárfátæk
í samanburði við flestar eða allar aðrar
siðaðar þjóðir. Hér er t. d. hvergi nokk-
urt auðmagn að nokkru ráði, og þar sem ,
unnt hefur verið að tala um það hjá ein-
stökum mönnum, þá hefur það helzt verið
hjá útlendum eigendum stórverzlana hér,
mönnum, sem ekki hafa verið búsettir hér
á landi.
Nú munu margir segja, að efnahagur
landsmanna sé miklu betri en hann var
fyrir 30—40 árum. Það getur verið, að
svo sé, en meir mun það vera í orði.ená
borði. Framleiðsla hefur að vísu aukizt all-
mikið í ýmsum greinum, en eyðslan er lfka
orðin margfalt meiri, en hún var fyrir manns-
aldri sfðan. Kröfurnar til lffsins hafa aukizt
svo fjarskalega, að vafasamt er, hvort auk-
in framleiðsla hefur gert betur en að halda
í horfinu, og má þykja gott, ef hrokkið
hefur til sumstaðar. Sérstaklega eru breyt- j
ingarnar miklar í betri húsakynnum og
betra viðurværi og aðbúnaði mknna á
allan hátt. Slíkt eru vitanlega framfarir,
stórmikil breyting til batnaðar. En þessi
þægindi hafa orðið þjóðinni svo dýr, að
ekkert auðmagn hefur getað myndazt hjá
henni. Það sem aflað hefur verið, hefur
gengið til þess að hafa sómasamlegaí sig
og á, eins og kallað er, og þótt gott.
Um verulegán afgang — auðsöfnun —
hefur ekki verið að tala. En hvað um
það. Framförin er auðsæ, ekki sízt í því,
að nú er óhugsandi, að hér yrði almenn
hungursneyð eða mannfellir af hallæri,
elns og fyrrum. Þeir tímar koma vænt-
anlega aldrei yfir þjóð vora framar. En
þótt fullnægt verði hinum allra brýn-
ustu þörfum til lífsins viðurhalds, þá er
langt spor óstigið til þess, að talað verði
Om almenna velmegun. Og er eg þá kom-
inn að því atriði, er eg vildi minnast á,
en það er efnalegt sjálfstæði landsmanna,
eins og það e r í raun og veru, en ekki
eins og það sýnist vera. Eg er mjög
smeikur um, að þegar öllu er á botninn
hvolft, sé efnahagur þjóðarinnar á yfirstand-
andi tíð ekki glæsilegur.
Undarlegt er það og óviðfelldið, að
heyra nú stöðugt kvartanir um peninga-
leysi, háværari og háværari són nm, að
peninga vánti 1 landið, einmitt eptir að
nýr banki (íslnnds banki) var settur á
stofn, peningasökum landsins til viðreisn-
ar, eptir þvf sem kallað var. Og það er
ekkert útlit fyrir, að þessi peningavandræði
fari minnkandi, heldur auðsætt, að ávallt
harðnar á hnútnum, eptir því sem bank-
arnir lána meira. Það er í sjálfu sér ekk-
ert torvelt, að finna í hverju þetta liggur,
hversvegna kröfurnar um meiri, meiri pen-
ingar verða ákafari og ákafari. Það er
einmitt síðan íslands banki var settur á
laggirnar — illu heilli vil eg segja —,
að þessar kröfur hafa aulcizt ár frá ári.
Þá er hann tók til starfa, þá var eins og
tekin væri stýfla úr stóru fljóti. Menn
kunnu sér ekki hóf. Peningarnir voru
rifnir út úr bankanum og þeim var mest
varið til stórfelldra húsabygginga. Allt
hækkaði svo afsalega og skyndilega í verði.
að undrum sætti: hús, lóðir og allar fast-
eignir. Einstakir menn hafa eflaust auðg-
azt töluvert við þessa stórvægilegu breyt-
ingu, sem umhverfði öllum hugmyndum
manna um verðmæti eigna hér í bæ.
Þetta hefði allt verið gott og blessað, ef
ekki hefði verið svona gassalega af stað
farið. Menn, sem ekki áttu einn grænan
eyri, byggðu dýrustu stýrhýsi og veltu sér
út í allskonar fjárgróða»spekulationir«, og
til að standa í skilum með vexti og af-
borganir af allri skuldasúpunni, þurfti svo
ný lán, meiri peninga. Og allur almenn-
ingur sogaðist á einhvern hátt inn í þessa
hringiðu, með eintómum skuldbindingum
og ábyrgðarlánum á víxl. Og landsbank-
inn varð að fylgjast með hinum bank-
anum, þá er hann var búinn að þenja
eignir manna á pappírnum upp úr öllu
valdi. Avextirnir af þessari óeðlilegu
hækkun, þessum skyndilega eigna-ofvexti
á pappírnum, er nú að koma í Ijós, aptur-
kastið að gera vart við sig alltilfinnan-
lega, eins og búast mátti við fyr eða
síðar. Eg ætla ekki að fara að lýsa hér
atferli sumra manna í húsasölum og húsa-
kaupum síðustu árin og hversu heilbrigð
sú verzlun hefur verið. Fasteignasölunum
ætti að vera kunnugast um það. En svo
mikið er óhætt að segja, að fyrir aðstoð
bankanna hefur verið rekið hér í bæ all-
athugavert fjárglæfrabrall, er komið hefur
og kemur líklega enn frekar allhart niður á
einstökum mönnum. Um það er í sjálfu
sér lítið að segja — því að það fylgir nú
einu sinni öllu slíku skyndiuppþoti, eins
og hér hefur verið — en það er lakast,
ef allur almenningur eða bærinn 1 heild
sinni verður fyrir afarmiklu skakkafalli
fyrir þessar sakir, þvf að það hefur aptur
áhrif á landið í heild siuni, og getur orð- j
ið fví til afarmikils fjárhagslegs hnekkis
um langan aldur.
Það getur vel verið, að alda sú, er nú
virðist vera í aðsigi: um verðhrun eigna,
skelli ekki yfir bæinn að sinni, en þess
verður naumast langt að bíða, að eðlileg
festa myndist í verði eigna, þannig að
sannvirði þeirra komi fram. En hversu I
langt það er fyrir neðan, eða hvort það I
slagar hátt upp í pappírsverð það, sem
nú er talið á eignunum, er ekki unnt
að segja. Að sannvirðið sé jafnhátt papp-
írsverðinu nú, er lítt hugsanlegt á nokk-
urri einustu eign. En þá er sannvirðið
er komið á eignirnar, þá hækka þær
eðlilega og skaplega í verði; þá er fyrst
myndaður fastur grundvöllur, er verðmætið
byggist á, svo að ekki verður um haggað.
Tiltölulega lítill hluti fjár þess, er bank-
arnir hafa lánað, heffur verið til þarflegra,
nytsemdarfyrirtækja,.til að efla atvinnu-
vegi landsins, að undanskildu einhverju
lítilræði til skipakaupa. Mestallt féð
hefur farið í hússkrokka hér i bænum og
stendur þar fast. Og til þess að sitja
ekki uppi með þessar eignir, verða svo
bankarnir að halda þessu fljótandi með
því að píra úr sér nýjum lánum til
vaxta og afborgana. Nú er aðgangurinn
að lánunum ekki orðinn jafngreiður sem
fyr, þykir nú orðið fullmikið standa fast
í húsum og lóðum. En með því að fjöldi
manna hefur reist sér hurðarás um öxl
með óþarflega dýrutu húsabyggingum og
óþarflega dýrum húsakaupum og öðru
brangsi, þá kreppir nú peningaþröngin að
mönnum meir en nokkru sinni fyr. Menn
geta ekki staðið í skilum við bankana,
enda kvað þeir láta afsegja (»protestera«)
5—6 víxla nú á hverjum degi, og hefur
aldrei verið jafnmikið um víxilafsagnir. í
öllum viðskiptum manna á meðal kemur
sama peningakreppan í ljós. Og litlar
horfur á, að það batni bráðlega. Horf-
urnar eru því alls ekki glæsilegar. Að
vísu er nú sem stendur peningaþröng
víða annarsstaðar en hér, en hún er sprott-
in af allt öðrum ástæðum, aðallega af
háum peningavöxtum, er aptur leiða af
fjárþurð banka í einni heimsálfu (Ameríku).
Hér er það ekki vaxtahækkunin eða ein-
göngu lántregðan í bönkunum, er pen.
ingaeklunni veldur, 'netdur það, að al-
menningur hefur þegar oftekið sig á lán-
um, notað lánstraust sitt meira en hann
mátti og gat, og fær því ekki lengur við
bætt. Láns-hámarkinu er náð, og ekki
unnt yfir það að komast. Það er sann-
leikurinn. Og þetta ástand hefur íslands
banki skapað aðallega, bankastofnun, sem
útlendir auðmenn eiga nær eingöngu.
Meiri hluti höfuðstaðarins er að veði hjá
þeim. Og þeir ná ár frá ári fastari tök-
um á eignum manna hér, unz einveldinu
er náð. Og 'kemur þá fram í réttu ljósi
árangurinn af starfi þeirra »þjóðvina«, er
í upphafi dembdu þessari stofnun á þjóð-
ina með frekju og ofurkappi, og allra
þeirra, er síðan hafa barizt með hnúum
og hnjám fyrir því að auka hlunnindi hennar
og efla hana af öllum mætti. En það er
sannfæring mín, að það se þýðingarlítið
fyrir oss, að arka upp á pólitiskt sjálf-
stæði, ef þjóðin er efnalega ósjálfstæð og
keyrð í dróma erlends auðvalds og er-
lendra peningayfirráða. Hitt verður þá
hefndargjöf. En þá hlið málsins — efna-
legt sjálfstæði .— hirða hinir vísu stjórn-
málamenn vorir minna um, eða réttara
sagt, þeir virðast alls ekki sjá, að þar sé
nokkru ábótavant. En ef vér verðum
fjárhagslega ofurseldir Dönum, þá verður
það sá læðingur, er vér seint losnum úr.
20/1-2 07. Verax.
Samnmgurinn
um millilandaferðir og strandferðir
er ráðherrann hefur gert við hið samein-
aða danska gufuskipafélag, gildir aðeins
næstu tvö ár, 1908 og 1909. Félagið var ó-
fáanlegt til að fullnægja þeim skilyrðum
síðasta þings um 8 ára samning, að láta smíða
tvö ný skip til Islandsferðanna, og var bá
ekki annað fyrir en að semja að eins til
næstu 2 ára, þangað til þing keinur saman
næst. Samningurinn við félagið virðist
fremur hagfelldur. Samkvæmt honum eru
millilandaferðirnar fjórum fleiri en nú að
frádregnum utanferðum Hóla og Skálholt
en strandferðirnar eru hinar sömu og þær
voru 1904 og 1905, eða eins og þá, er þær
hafa rífastar verið. Vegna þess, að félagið
treystist ekki til að fullnægja skilyrðum
þingsins, varð gjaldið, sem greiða á úr
landsjóði, 30,000 kr. hvort árið í stað 40,000,
og sparast þvl 20,000 kr. á fjárhagstíma-
bilinu. Áætlunin um millilandaferðirnar er
prentuð, en strandferðaáætlunina höfum
vér enn ekki séð. Thorefélagið mun halda
uppi ferðum sínum hingað, eins og áður,
og fylla upp stærstu glompurnar hjá því
„sameinaða", enda mun naumast veita af
því enn, því að stundum líður alllangt
milli beinu ferðanna hja því. T. d. kemur
ekkert skip hingað til Rvlkur frá útlöndum
frá því „sameinaða" eptir nýju áætluninni
frá 21. okt. til 18. nóvember, og síðari
ferðin („Laura") þó kringum land, svo að
beina leið hingað fer ekkert skip frá n.
okt. til 27. nóv. („Vesta") og kemur hún
þó við í Færeyjum og á Seyðisfirði og á
að koma hingað 8. des. Sé það talin bein
ferð, líða þá 7 vikur (21. okt. — 8. des.)
milli þeirra hingað til Reykjavlkur, og er
það óhæfilega langt bil. Haldi Thorefé-
lagið áfram að vera jafnan 1 hælunum á
því „sameinaða“, verður rtiinni bót en ella
að þeim eyðufylli.